Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 2
1. október 2011 LAUGARDAGUR2
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
• Stærð: 149 x 110 x 60 cm
Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
ÚTSALA
YFIR 30 GERÐIR
GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
Er frá Þýskalandi
Opið laugardag og
sunnudag til kl. 16
Segir sögu sína
SAMFÉLAGSMÁL Ólafur Skúla-
son, fyrrverandi biskup Íslands,
reyndi ítrekað að gera frásagnir
Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dótt-
ur sinnar, ótrúverðugar með því
að segja hana geðveika. Ólafur
hafði samband við Stígamót eftir
að Guðrún Ebba hafði verið þar
í viðtölum og sagði dóttur sína
veika á geði og varast skyldi að
taka hana trúanlega. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
nýrri bók Guðrúnar Ebbu, Ekki
líta undan.
Samkvæmt upplýsingum frá
útgefanda greinir hún í bókinni
frá því að faðir hennar hafi einnig
reynt að ná fundi með sálfræðingi
hennar, en þegar það gekk ekki
hafi hann fengið geðlækni til að
setja sig í samband við hann í þrí-
gang til að bera þau boð að í ætt
Guðrúnar Ebbu væri geðveiki. Því
væri ekki víst að sálfræðingurinn
gerði sér grein fyrir hvað væri
að hrjá hana. Þetta væru falskar
minningar sem hefði verið komið
inn hjá henni í áfengis meðferð, í
viðtölum hjá Stígamótum eða hjá
sálfræðingnum sjálfum.
Í skýrslu rannsóknarnefndar
kirkjuþings segir að Karl Sigur-
björnsson biskup hafi komið fyrir
rannsóknarnefndina og greint
frá því að Guðrún Ebba hafi haft
samband við hann sumarið 2008,
þegar faðir hennar var nýlátinn,
og greint honum frá því að faðir
hennar hafi misnotað hana kyn-
ferðislega í fjölda ára. Karl hefði
reyndar heyrt af því áður, að hún
væri að segja sögu sína á öðrum
vettvangi. Á sama tíma sagði hún
fagráði kirkjunnar um kynferðis-
brot frá málinu.
Eftir að Guðrún Ebba fékk
Biskup sagði dóttur
sína vera geðveika
Ólafur Skúlason reyndi ítrekað að gera Guðrúnu Ebbu dóttur sína ótrúverðuga með
því að segja hana geðveika. Hún sagði Karli Sigurbjörnssyni fyrst frá kyn ferðis-
brotum árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri bók Guðrúnar Ebbu, Ekki líta undan.
áheyrn kirkjuráðs, ári eftir að
hún óskaði fyrst eftir því, komu
fleiri ásakanir á hendur Ólafi
fram í dagsljósið á ný. Í kjöl farið
var rannsóknarnefndin sett á
laggirnar. Eftir að skýrsla rann-
sóknarnefndarinnar kom út bað
fagráðið hana afsökunar á þeim
mistökum sem gerð voru við með-
ferð máls hennar.
Í bók sinni greinir Guðrún Ebba
frá því þegar hún fór í áfengis-
meðferð árið 2003 og leitaði í kjöl-
farið til Stígamóta. Hún sagði frá
ofbeldinu á námskeiðum á vegum
forvarnasamtakanna Blátt áfram
og fleiri fjölmennum ráðstefnum
á vegum starfsgreina.
Guðrún Ebba rifjar upp æsku
sína og unglingsár í bók sinni og
segir frá því hvernig það var að
horfast í augu við þá misnotkun
sem hún mátti sæta af hendi föður
síns.
Elín Hirst sagnfræðingur
skráir sögu Guðrúnar Ebbu.
Bókin kemur út 10. október næst-
komandi. sunna@frettabladid.is
Guðrún Ebba greinir frá
uppvexti sínum í skugga
kynferðisofbeldis í bók
sinni sem kemur út 10.
október.
FJÖLMIÐLAR Ævar Örn Jósepsson
rithöfundur hefur tekið að sér að
gera nýja verð-
launakross-
gátu í hverri
v i k u f y r i r
helgar blað
Fréttablaðsins.
Krossgáturn-
ar verða ekki
hefðbundnar
samheita kross-
gátur heldur
ætlar höfundur-
inn að spinna blekkingarvef sem
lesendur þurfa að ráða fram úr.
„Ég hef verið að leysa kross-
gátur frá því ég lærði að lesa og
rakst á krossgátur í Æskunni,“
segir Ævar.
Hann hefur fiktað við að búa
til krossgátur í gegnum tíðina en
ekki birt gáturnar opinberlega
hingað til.
Ævar segist byrja á því að setja
upp gátuna sjálfa og vinnur svo
í vísbendingum sem geta leitt að
hverju orði.
„Að gera góða krossgátu er
svipað og að skrifa glæpasögur.
Maður byrjar því að hafa lausn-
ina á hreinu og fer svo að villa
um fyrir fólki,“ segir Ævar. Hann
er verðlaunaður glæpasagna-
höfundur en hefur einnig starf-
að sem útvarpsmaður og blaða-
maður.
„Ég er orðinn dálítið leiður á
hefðbundnum samheitakross-
gátum, þær gefa takmarkaða
ánægju til lengdar. Ég hef meira
gaman af gátum í þeim stíl sem
munu birtast í Fréttablaðinu, þar
sem aðeins er reynt að draga fólk
á asnaeyrunum og villa um fyrir
því, um leið og vísbendingar eru
gefnar,“ segir Ævar.
- bj / sjá síðu 40
Ævar Örn Jósepsson spinnur blekkingarvef í verðlaunakrossgátu í Fréttablaðinu:
Svipað og að skrifa glæpasögur
ÆVAR ÖRN
JÓSEPSSON
Bragi, verður þrumuguðinn þá
í þrumustuði?
„Já, maður verður að hamra
eldinguna á meðan hún er heit.“
Bragi Valdimar Skúlason samdi lagið
Eldingu fyrir nýja íslenska teiknimynd um
þrumuguðinn Þór.
BANDARÍKIN Bandaríska fiskvinnslufyrirtækið Tri-
dent Seafoods hefur samþykkt upphæð sem jafn-
gildir um 300 milljónum íslenskra króna í sekt
vegna umhverfisspjalla við fjórtán fiskvinnslu-
stöðvar fyrirtækisins í Alaska.
Trident er eitt nokkurra fyrirtækja sem boðið
hafa í Icelandic Group, sem er í söluferli hjá
Framtakssjóði Íslands, eiganda fyrirtækisins.
Auk þess að greiða sekt í ríkissjóð hefur Tri-
dent lofað að eyða sem jafngildir um 3,6 millj-
örðum í að hreinsa upp mengun frá fiskvinnslu-
stöðvunum, að því er fram kemur í bandaríska
dagblaðinu Seattle Times í gær.
Fyrirtækið varð uppvíst að því að sturta tugum
milljóna kílóa af fiskúrgangi í sjóinn við vinnslu-
stöðvar sínar.
Mengunin eyddi lífríki á stórum hafsvæðum.
Á köflum er úrgangurinn eins og „þykkt slímugt
teppi af slori sem kæfir lífríkið í sjónum og trufl-
ar alla fæðukeðjuna í sjónum“, sagði Tara Mar-
tich hjá bandarísku umhverfisverndarstofnuninni
(EPA).
Trident er eitt af stærstu fiskvinnslufyrirtækjum
heims. Það gerir út fjölda skipa, rekur sautján verk-
smiðjur í Bandaríkjunum og hefur um 8.000 starfs-
menn í vinnu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu
fyrirtækisins. - bj
Bandaríska fiskvinnslufyrirtækið Trident sektað um milljónir fyrir umhverfisspjöll:
Umhverfissóðar vilja Icelandic
SJÁVARÞORP Í ALASKA Mengun frá fiskvinnslustöðvum Trident
í Alaska hefur lengi verið vandamál sem nú á að taka á, segir
talsmaður bandarísku umhverfisverndarstofnunarinnar (EPA).
NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Alþingi verður sett með
athöfn sem hefst klukkan 10.30 í
dag. Að athöfninni lokinni verður
fjárlagafrumvarpi næsta árs dreift
á Alþingi.
Forseti Íslands, vígslubiskup,
þingmenn og ráðherrar munu
ganga úr þinghúsinu til guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni. Að henni
lokinni mun Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, setja 140.
löggjafar þing.
Þegar þingfundur hefst eftir
hádegi verður kosið í nefndir og
þingsætum úthlutað. - bj
Alþingi sett í dag:
Frumvarpi um
fjárlög dreift
SAMFÉLAGSMÁL Bleiku slauf-
unni, árvekni- og söfnunar átaki
Krabbameinsfélags Íslands,
var hleypt af stokkunum í gær.
Vigdís Finnbogadóttir, verndari
Krabbameinsfélags Íslands,
afhenti fyrstu bleiku slaufurnar
til sex hvunndagshetja sem bar-
ist hafa við krabbamein. Bleika
slaufan var í ár perluð af Zúlú-
konum í Suður-Afríku, sem var
mikil búbót fyrir þorp sem sam-
anstanda af „ömmum“ sem sjá
fyrir fjölda barna. - sv
Söfnunarátakið hefst á ný:
Fyrsta bleika
slaufan afhent
ÁGÓÐINN TIL KRABBAMEINSFÉLAGSINS
Vigdís Finnbogadóttir afhenti fyrstu
bleiku slaufur ársins.
VOGAR Meirihluti bæjarstjórnar
Voga á Vatnsleysuströnd féll í
gær, eftir að tillaga um að hafna
loftlínu í gegnum land sveitar-
félagsins var samþykkt á fundi
bæjarstjórnarinnar á miðviku-
dagskvöld.
Viðbótarkostnaður vegna þess-
arar ákvörðunnar getur orðið allt
að tólf milljarðar verði kröfum
mætt, segir forstjóri Landsnets.
Fulltrúar E-listans greiddu
atkvæði gegn tillögunni á fund-
inum. Þeir tilkynntu síðan sam-
starfsflokknum, H-listanum, í
fyrrakvöld að ekki væri áhugi
fyrir frekara samstarfi í bæjar-
stjórn. - hv
Meirihlutinn í Vogum springur:
Höfnuðu lagn-
ingu loftlínu
Ekkert siglt til Eyja í gær
Allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja
féllu niður í gær vegna veðurs. Sam-
kvæmt ölduspá bendir allt til þess að
óvissa ríki með siglingar Baldurs í dag.
SAMGÖNGUR
AKUREYRI Hluti af flotbryggjunni
við Menningarhúsið Hof brotnaði
í sundur í óvæntu fárviðri á Akur-
eyri í gær. Brakið af bryggjunni
barðist í báta sem lágu við hana og
losnuðu sumir þeirra frá. Alls urðu
sjö bátar fyrir barðinu á brakinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Akureyri var fyrst
áætlað að nota lóðsinn til að ná bát-
unum frá, en hann gat ekki athafn-
að sig í veðrinu. Því var fenginn
kranabíl til að ná brakinu upp úr
höfninni. Að sögn lögreglu er erfitt
að meta tjónið á bátunum að svo
stöddu. Fjöldi björgunarsveitar-
manna, hafnarstarfsmenn og eig-
endur skútanna tóku þátt í aðgerð-
unum. - sv
Bátar skemmdust á Akureyri:
Bryggja brast í
óvæntu roki
VÍSINDI Hópur bandarískra og ástr-
alskra vísindamanna vinnur nú að
þróun pillu sem gerir það kleift að
hægt er að innbyrða mikið magn
áfengis án þess að missa stjórn á
hegðun sinni.
Lyfið sem um ræðir byggir á til-
raunum sem hafa sýnt fram á að
áhrif áfengis á heilastarfsemi eru
tvenns konar. Annars vegar hefur
áfengi áhrif á taugafrumur og
hins vegar áhrif á frumur í heil-
anum sem tengjast ónæmiskerf-
inu. Lyfið virðist koma í veg fyrir
síðari áhrifin, sem valda því meðal
annars að ölvað fólk á erfitt með
gang og tal. Við tilraunir sýndu
mýs sem fengu lyfið engin merki
ölvunar þrátt fyrir að hafa verið
gefið mikið magn áfengis. - mþl
Pilla sem mildar áhrif ölvunar:
Kemur í veg fyr-
ir drykkjulæti
SPURNING DAGSINS