Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 13

Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 13
LAUGARDAGUR 1. október 2011 13 Vinnum saman gegn launamun kynjanna www.pwc.com/is Samkvæmt jafnréttislögum ber að greiða körlum og konum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Jafnlaunaúttekt PwC gefur upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna hjá þínu fyrirtæki. Eftirtalin fyrirtæki hafa fengið jafnlaunamerki PwC PwC á Íslandi er framsækið og taust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem skilgreinir sig sem þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf PwC | Skógarhlíð 12 | 105 Reykjavík | S. 550 5300 RÚSSLAND, AP „Pútín er tvímælalaust mesti stjórnmálaskörungur landsins og vinsældir hans mælast meiri,“ sagði Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti í sjónvarpsviðtali, þar sem hann útskýrði þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til forseta næsta kjörtímabil. Þeir Vladimír Pútín forsætisráðherra komu sér saman um að Pútín byði sig fram næst, en Medvedev yrði forsætisráðherra hans. Í viðtalinu sagði Medvedev að skoðanir þeirra og markmið færu að mestu saman, en sagði ekkert hæft í því að Pútín hefði bara notað Medvedev til að „passa fyrir sig“ for- setaembættið í eitt kjörtímabil. Á endanum væru það kjósendur sem réðu. „Úr því að afstaða okkar er svona svipuð, ættum við þá að vera að keppa hvor við annan?“ spurði Medvedev og sagðist engan veginn hafa verið að blekkja kjósendur í fyrri yfirlýsingum, þegar hann vildi ekki útiloka það að bjóða sig fram aftur. Pútín var forseti Rússlands í tvö kjörtíma- bil áður en Medvedev tók við embættinu, en samkvæmt stjórnarskrá má enginn sitja leng- ur en tvö kjörtímabil samfleytt í embætti for- seta. Ekkert bannar Pútín hins vegar að sækj- ast eftir embættinu á ný eftir að hafa setið hjá í eitt kjörtímabil. - gb Medvedev útskýrir hvers vegna hann vill að Pútín verði aftur forseti: Segir Pútín mesta stjórnmálaskörung landsins DMITRÍ MEDVEDEV Segir ástæðulaust að keppa við Pútín, þar sem skoðanir þeirra eru svo líkar. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann fyrir að fótbrjóta annan mann með fjórhjóli. Manninum, sem er á fertugs- aldri, er gefið að sök að hafa á síðasta ári ekið fjórhjóli á bíla- stæði í Grindavík án nægilegrar varúðar. Maðurinn missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það prjónaði með hann. Við þetta skall annað framhjól fjór- hjólsins á hægra fæti manns sem var staddur á bílastæðinu og fót- brotnaði sá við höggið. - jss Missti stjórn á fjórhjóli: Fótbraut mann á bílastæði VIÐSKIPTI Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sett rúmlega þrjátíu milljón töflur af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Einkaleyfi lyfsins Zyprexa frá Eli Lylly við geðklofa og geðhvarfa- sýki féllu úr gildi í vikunni. Þetta er stærsta markaðssetn- ing Actavis. Lyfið er þróað af Actavis í Hafnarfirði en framleitt á Möltu. Samkvæmt upplýsingum frá Actavis er markaðssetning lyfs- ins Olanzapine frábrugðin sölu annarra lyfja og nokkuð flóknari að því leyti að lyfið getur farið til nokkurra landa í mismunandi styrkleika og nokkrum pakka- stærðum. - jab Risamarkaðssetning Actavis: Þrjátíu milljón töflur á markað TÖFLUR Á FÆRIBANDI Markaðssetning Actavis á nýju samheitalyfi þykir nokkuð flóknari en önnur. ATVINNA Páll Magnússon, bæjar- ritari Kópavogsbæjar, hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofn- unin hóf störf í ársbyrjun 2010. Páll hefur meðal annars gegnt stöðu bæjar ritara hjá Kópavogsbæ og hefur jafnframt verið staðgengill bæjarstjóra. Bankasýsla ríkisins er ríkis- stofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráð- herra. Stofnunin fer með eignar- hluti ríkisins í fjármálastofnun- um. - sv Nýr forstjóri Bankasýslunnar: Páll Magnússon ráðinn forstjóri PÁLL MAGNÚSSON Átti 168 kannabisplöntur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann á fimmtugsaldri í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa í vörslu sinni 168 kannabisplöntur, sem hann ræktaði og tæplega 286 grömm af kannabis- laufum. Stúlka stal úr Lyfju Stúlka um tvítugt hefur verið dæmd fyrir þjófnaði í átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Hún stal snyrtivörum í Lyfju í Kópavogi fyrir tæplega 23 þúsund krónur. Þá braust hún inn í íbúð í Reykjavík og stal þaðan ýmsum tækjum. DÓMSMÁL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.