Fréttablaðið - 01.10.2011, Side 24
1. október 2011 LAUGARDAGUR24
A
lþingi verður sett
k lu k k a n 10 . 3 0 .
Nokkuð hefur verið
rætt um starfshætti
Alþingis og tilhneig-
ingu þingmanna til
að beita málþófi. Jóhanna vonast
til nýrra vinnubragða á Alþingi;
ekki veiti af þar sem aðeins 11 pró-
sent aðspurðra beri virðingu fyrir
þinginu.
„Þarna ríkir mikil átakahefð
sem sumir rekja til Davíðs Odds-
sonar, en hann sagði að það ættu
að vera átök um öll mál, hvort sem
menn væru sammála þeim eða
ekki. Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að menn fari upp úr þeim
skotgröfum sem þeir hafa verið í
og fari að vinna eins og önnur þjóð-
þing. Menn verða að hætta að taka
mál í gíslingu eins og gert hefur
verið, ég held að þjóðin kalli eftir
því.“
Jóhanna segir of marga þing-
menn fasta í skotgröfum og það sé
sama hvort menn séu í raun sam-
mála málum eða ekki, ef menn
séu þannig stemmdir séu öll mál
tekin í gíslingu. Nokkrir þingmenn
stjórnar andstöðunnar hafi þó sýnt
af sér gott fordæmi.
„Við sáum á septemberþinginu
dæmi um að það er hægt. Ég
nefni til sögunnar þingmenn
Hreyfingar innar, Eygló Harðar-
dóttur og Siv Friðleifsdóttur úr
Framsóknarflokki og Guðmund
Steingrímsson. Þau lyftu sér upp
úr þessari átakahefð og sýndu gott
fordæmi. Mér finnst að breyta
verði um kúrs á þinginu.“
Jóhanna segir mikla endurnýj-
un sem varð á Alþingi 2009 ekki
hafa skilað sér í breyttum vinnu-
brögðum. „Það er ekki hægt að
bera þetta saman við siðmennt-
uð þing hjá öðrum þjóðum. Þar er
lýðræðislegur réttur meirihlutans
til að koma sínum málum á fram-
færi virtur. Það sem tíðkast núna á
Alþingi og septemberþingið sýndi
vel, á ekkert skylt við það lýð-
ræðislega aðhald sem er hlutverk
stjórnar andstöðunnar.“
Einhverjir myndu segja að þú og
Steingrímur J. Sigfússon hefðuð
ekki verið barnanna best í þessu.
„Jú, jú, ég á alveg mína sögu í
þessu og talaði einhvern tíma í
tíu tíma og það er ekki til fyrir-
myndar. En þessi átakahefð er eitt
af því sem menn vonuðu að breytt-
ist eftir hrunið, en því hefur því
miður ekki séð stað þessi tvö og
hálft ár sem liðin eru og það keyrði
um þverbak á septemberþinginu.“
Kvótafrumvarpið ekki mistök
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, lagði fram
frumvarp um breytt fiskveiði-
stjórnunarkerfi í vor. Það var sett
í nefnd og boðaðar hafa verið á því
miklar breytingar. Voru mistök að
leggja það fram í vor?
„Nei, alls ekki. Það hefur virki-
lega skapað umræðu um þetta
umdeildasta mál síðari tíma.
Athugasemdir komu fram við frum-
varpið og þær voru fyrst og fremst
neikvæðar frá hagsmuna aðilum,
til dæmis bankakerfinu sem hefur
veðsett kvóta. Menn hafa viður-
kennt að stór hluti af kvótanum sé
veðsettur, á því byggja þeir veð-
setninguna. Við vitum að það er
ólöglegt að veðsetja kvóta.“
Jóhanna bendir á að veruleg-
ur hluti af skuldsetningu í sjávar-
útvegi sé í óskyldum greinum, það
sýni hve kerfið sé óréttlátt.
„Margir umsagnaraðilar eru
hins vegar jákvæðir gagnvart
markmiðum frumvarpsins. Við
þurfum að tryggja að arðurinn
renni meira til þjóðarinnar. Þá
þarf að opna fyrir nýliðun í kerf-
inu, að þetta sé ekki samþjappað
kerfi fárra kvótahafa sem síðan
fénýta kvótakerfið og blóðmjólka
leiguliða. Þessu verðum við að
breyta.“
Jóhanna segir margar af hug-
myndum formanns og varafor-
manns sjávarútvegsnefndar
Alþingis allrar athygli verðar og
frumvarpið þurfi að vinna áfram
á þeim grunni. En hvernig mun
atvinnugreinin taka nýju frum-
varpi?
„Nú hafa Samtök atvinnulífsins
sagt að þar á bæ vilji menn ekki
tala við ríkisstjórnina, þeir hafi
ekkert við hana að ræða og ætli
ekki að hafa frumkvæði að því. Ég
á því ekki sérstaklega von á að þeir
banki hérna upp á og vilji eiga við
okkur samskipti um kvótakerfið.
Það verður auðvitað bara að koma
í ljós.“
Þjóðin á rétt til atkvæða
Jóhanna segir að Evrópu málin
verði einnig fyrirferðar mikil
í vetur. Hún segir gríðarlega
mikil vægt að ljúka samnings-
ferlinu. Nýleg skoðanakönnun
Fréttablaðsins, þar sem tveir
þriðju hlutar aðspurðra sögðust
vilja ljúka samningum og setja í
þjóðar atkvæði, sýni að það sé vilji
þjóðar innar.
„Yfirgnæfandi meirihluti
þjóðar innar vill ekki það sem
stjórnarandstöðuflokkarnir hafa
talað fyrir; að hætta við þetta
ferli. Hringlandahátturinn í
Sjálfstæðisflokknum í þessu máli
er með ólíkindum. Þeir virðast
ekki treysta þjóðinni til að greiða
atkvæði um niðurstöðuna.
Hverjum einasta manni, bæði
innan þings og í ríkisstjórn, ber
skylda til þess að leggja sitt af
mörkum til þess að við fáum sem
hagstæðastan samning, annars
er verið að bregðast þjóðinni og
ganga gegn samþykktum Al-
þingis.“
En hefur stjórnin styrk til að
standa gegn tillögu um að hætta
viðræðum?
„Það held ég, annað væri
fráleitt. Um þetta er samið í
samstarfs yfirlýsingu ríkisstjórn-
arflokkanna og formaður sam-
starfsflokksins, Steingrímur J.
Sigfússon, vill klára málið og
ég tel að hann hafi styrk í eigin
röðum til þess. Ég trúi því ekki
fyrr en til kastanna kemur að
þingmenn leyfi þjóiðinni ekki að
greiða atkvæði um málið.“
Styrkari meirihluti æskilegur
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur hefur eins manns meiri-
hluta á Alþingi og því má ekkert
út af bregða ætli hún sér að koma
málum sínum í gegn. Jóhanna
minnir á Viðreisnarstjórnin hafi
setið í 8 ár með sama knappa
meirihlutann. Breytingar á ríkis-
stjórn séu þó alltaf mögulegar.
„Það verða allir í stjórnarflokk-
unum alltaf að vera viðbúnir við
því að ef talin er ástæða til breyt-
inga í ríkisstjórn, eða til þess að
styrkja hana með einhverjum
hætti, þá geti til þess komið. Ég
útiloka ekki að það geti gerst á
einhverjum tímapunkti.“
En telur þú ástæðu til þess nú?
„Ég teldi auðvitað æskilegra að
við hefðum styrkari meirihluta
og auðvitað hefur maður verið að
leiða hugann að því; er það hægt?
Það er engin niðurstaða komin í
það ennþá, en það verða allir að
vera reiðubúnir undir það að ein-
hverjar breytingar geti orðið á
ríkisstjórn eða hún styrkt með
einhverjum hætti.
Hafa verið þreifingar um það?
„Nei, ég get ekki sagt það, það
er ekkert sem ég vil ræða hér.“
Samþykkt Alþingis ekki fylgt
Eins manns meirihluti getur
samt varla verið þægileg staða,
sérstaklega þegar ráðherrar tala
ekki alltaf á sömu línu. Það er til
dæmis ekki alltaf samhljómur
með málflutningi Jóns Bjarna-
sonar um Evrópumál og annarra
ráðherra. Er það óþægileg staða?
„Það var vitað frá upphafi að
Jón Bjarnason var andsnúinn aðild
að ESB. Honum ber engu að síður
skylda til þess, eins og öllum ráð-
herrum í ríkisstjórn, að fara eftir
stjórnarsáttmálanum og því sem
Alþingi hefur samþykkt um málið.
Í þessu tilfelli er það m.a. þings-
ályktunartillaga um ferilinn í
aðildarviðræðum. Jóni Bjarnasyni
ber skylda til að fara eftir henni.“
Hefur hann gert það?
„Ekki eins og best verður á
kosið. Það hefur valdið okkur
nokkrum erfiðleikum, en hann
gerir sér grein fyrir því að sem
stuðningsmaður og ráðherra
þessarar ríkisstjórnar, jafnvel þó
að hann sé á móti ESB, þá verð-
ur hann að fylgja því ferli sem
Alþingi hefur samþykkt. Hann
verður að fylgja því samkomu-
lagi sem stjórnarflokkarnir kom-
ust að í upphafi; að sækja um aðild
og bera samning undir þjóðina.“
Vil ljúka góðum málum
Þú nefnir Viðreisnarstjórnina
sem sat í tólf ár. Hyggst þú verða
forsætisráðherra í þrjú kjörtíma-
bil?
„Ég sagði þegar ég var kjörin
formaður Samfylkingarinnar að
amma mín hefði verið í pólitík á
meðan hún dró andann og hún
varð 100 ára gömul. Ég reikna
nú ekki með að verða svo lengi
að. En mitt keppikefli er að klára
það verkefni að ná okkur upp úr
efnahagshruninu, koma á stöðug-
leika í efnahagslífinu og efla hér
hagvöxt og sköpun nýrra starfa.
Það er forgangsverkefni og við
erum á góðri leið með það. Þá vil
ég sjá þessi umbótamál sem við
höfum unnið að á mörgum svið-
um verða að veruleika; svo sem
varðandi stjórnsýslu, mannrétt-
indi og á félagslega sviðinu.
Fyrir utan Evrópumálin og
breytingar á kvótakerfinu vil
ég nefna stjórnkerfisbreyting-
ar og nýja stjórnarskrá. Þá vil
ég sjá gjörbreytingu á almanna-
tryggingarkerfinu, en það hefur
ekki verið endurskoðað frá því
á fjórða áratugnum heldur bara
ítrekað stagbætt. Það er verið að
vinna að heildarendurskoðun og
ég vil sjá það mál í höfn.
Þá vil ég ljúka breytingum á
húsnæðiskerfinu og þeirri lög-
gjöf sem við búum við í þeim
efnum. Það verður að koma á
fót valkostum fyrir fólk, lág-
tekjufólk sem aðra, þannig að
það þurfi ekki að reisa sér slík-
an hurðarás um öxl að það geti
ekki staðið undir greiðslubyrði af
lánum eða leigu. Þetta vil ég sjá
verða að veruleika í tíð þessarar
ríkisstjórnar.“
Átakahefð þjónar ekki þjóðinni
Jóhanna Sigurðardóttir trúir því ekki að þingmenn meini þjóðinni að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu. Hún
hefur velt því fyrir sér hvort hægt sé að styrkja ríkisstjórnina og telur að Jón Bjarnason hafi ekki alltaf fylgt samþykkt Alþingis
um umsóknarferlið. Jóhanna sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá því að hún teldi að hverfa yrði frá átakahefðinni á þingi.
FORSÆTISRÁÐHERRANN Jóhanna Sigurðardóttir vill að frumvarp um nýja stjórnarskrá verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu forsetakosningum. Hún kallar eftir
samstöðu á meðal þjóðarinnar til að koma samfélaginu betur upp úr efnahagslegum erfiðleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Jóhanna segist vel skilja það fólk sem hyggur á mótmæli
við þingsetninguna í dag. Hún segir fólk vera ósátt
við ýmislegt og til að mynda telji sumir meira svigrúm
til afskrifta í bankakerfinu. Hún segir það ófært að
misvísandi tölur séu í umræðunni um svo mikilvægar
grunnforsendur og því hefur hún ákveðið að kalla
saman sérfræðingahóp, m.a. með fulltrúa Hagsmuna-
samtaka heimilana, til að hægt sé að ræða málin á sam-
eiginlegum grunni. Jóhanna segir að þó margt hafi verið
gert í málum, eins og varðandi skuldastöðu heimilanna,
glími enn margir við mikla erfiðleika.
„Um leið vil ég hvetja fólk til að að reyna horfa með
jákvæðu hugarfari til framtíðarinnar. Það neikvæða
umhverfi og þær neikvæðu bylgjur sem maður finnur
í samfélaginu eru engum til góðs. Ég hvet fólk til að
hugsa meira á jákvæðum nótum, reyna að horfa bjartari
augum til framtíðarinnar.“
Jóhanna segist hafa fullan skilning á erfiðleikum fólks,
en affarasælla sé að vinna saman til að komast upp úr
því efnahagslega umhverfi sem glímt er við.
„Þegar þjóðin lendir í erfiðleikum, til dæmis þegar
það verða eldgos eða aðrar náttúruhamfarir, þá sjáum
við svo kraftmikinn samtakamátt hjá fólki. Allir vilja
gera allt til að reyna að bjarga því sem bjargað verður.
Fólk leggur nótt við dag til endurreisnar þegar máttur
eldfjallsins lætur á sér kræla. Allir eru reiðubúnir til sam-
starfs. Við eigum að reyna að finna svona samstöðu og
ná betur saman. Þá mun þjóðinni farnast best.“
■ SKILUR MÓTMÆLENDUR EN KALLAR EFTIR SAMSTÖÐU