Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 25
Við bjóðum þjóðinni í kaffi og kleinur í dag
Bókabúð Máls og menningar fagnar fi mmtíu ára afmæli
í október og býður þjóðinni allri í nýlagað kaffi og ilmandi
kleinur í dag. Afmælishátíðin heldur áfram í október og
stendur til áramóta með viðburðum og ýmsum tilboðum
sem tengjast sögu bókabúðarinnar.
Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 hefur verið
einn af horn steinum íslenskra bókmennta og menningar
í hálfa öld. Búðin hefur verið órjúfanlegur hluti af götumynd
Laugavegarins og ómissandi í miðborg Reykjavíkur.
LAUGARDAGINN 1. OKT. – KL. 16:00
MUGISON SPILAR OG ÁRITAR
Mugison kynnir plötu sína Haglél sem kemur út í dag. Haglél er
fjórða breiðskífa Mugison og sú fyrsta síðan Mugiboogie kom
út 2007, ef frá er talin tónleikaplatan Ítrekun frá 2009. Haglél
inniheldur 11 íslensk lög, þar á meðal slagarana Haglél og Stingum
af sem hafa notið mikilla vinsælda á öldum ljósvakans.
Bryndís Björgvinsdóttir fagnar útgáfu bókarinnar
Flugan sem stöðvaði stríðið en fyrir þá bók hlaut
Bryndís Íslensku barnabókaverðlaunin 2011 í
vikunni. Flugan sem stöðvaði stríðið er óvenjuleg
saga, bráðfyndin og alvarleg í senn, um fl ugur, fólk
og stríð. Sigríður Thorlacius syngur nokkur lög.
Í tilefni af afmæli bókabúðarinnar verður tilboð
á öndvegisritum sem út hafa komið á íslensku á
síðustu 50 árum.
Meðal titla má nefna Ástarsögu úr fjöllunum,
Fátækt fólk, Mávahlátur, Mýrina, Sölku Völku,
Haustskip, Hús andanna, Miðnæturbörn, Ljóða-
safn Ingibjargar Haraldsdóttur, Svanurinn, Faðir
og móðir og dulmagn bernskunnar og marga fl eiri.
LAUGARDAGINN 1. OKT. – KL. 14:00
FLUGAN SEM STÖÐVAÐI STRÍÐIÐ AFMÆLISTILBOÐ
2.990 kr.
Í STAÐ 3.990 kr.
1.999 kr.
Í STAÐ 2.799 kr. Tilboðið gildir út októbermánuð.
BÓKABÚÐ MÁLS OG
MENNINGAR FAGNAR
FIMMTÍU ÁRUM VIÐ
LAUGAVEG 18
25% 50%30%