Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 38
heimili&hönnun2
UNDIR SÓLINNI...
● Forsíðumynd: Anton Brink tók myndina á heimili
Hildar Sesselju Aðalsteinsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar
ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjóri:
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar:
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462 Útlitshönn-
uður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is.
CANDY AFSLÁTTARDAGAR
heimili&
hönnun
SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI
október 2011
Óregluleg perla
Glerlistamaðurinn
Oiva Toikka er
frægur fyrir fallega
fugla úr munn-
blásnu gleri. Finn-
inn er áttræður í ár
en hvergi nærri
hættur störfum.
SÍÐA 2
Íslensk hönnun um allan heim
Fimm sýningar á íslenskri hönnun fara fram
um allan heim þessa dagana. Í Peking í Kína,
Seattle í Bandaríkjunum, Búdapest í Ungverja-
landi og tvær í Frankfurt í Þýskalandi. SÍÐA 6
Á sviði hönnunar, og þá eink-
um glerlistar, þykir Finninn
Oiva Toikka einstakur. Átt-
ræður nú í ár er hann enn
að og má nefna sem dæmi
að Magis hefur á þessu ári
sett í framleiðslu hillur í
barnaherbergi, í líki há-
hýsis.
Toikka nam leirlist
en helgaði sig síðar al-
farið glerlistinni. Hann
er rómaður fyrir gler-
fugla sína sem hann
hefur hannað fyrir
glerframleiðandann
Iittala í gegnum tíðina,
alls kyns litríka fugla
sem eru þekktir á heims-
vísu en hver fugl er úr
munnblásnu gleri. Verk
Toikka eru jafnan á
glerlistasýningum um
víða veröld og munir
eftir hann eru á söfn-
um um allan heim.
Toikka er óvenju-
legur að því leyti
hve víða hann
hefur haslað sér
völl. Hann hefur unnið sem sviðs-
og búningahönnuður, oftast með
einum þekktasta leikstjóra Finna,
Lisbeth Landefort, en auk þess
hefur hann unnið verkefni fyrir
Finnsku óperuna. Öðru hverju
hefur hann svo tekið að sér textíl-
hönnun fyrir Marimekko.
Þegar Toikka hefur verið beð-
inn að útskýra verk sín hefur
hann sagt: „Barokk er rétta orðið
til að lýsa þeim. Enda er upp-
runaleg merking þess „óregluleg
perla“.
juliam@frettabladid.is
Magis hóf fram-
leiðslu á þessum
einstöku barna-
herbergishillum
nú í ár.
Fugl handa
börnum úr
plasti sem
má sitja á.
Hannað fyrir
Magis.
Fuglarnir hans Toikka
eru af öllum stærðum
og gerðum, uglur,
mörgæsir, endur
og fleira til og eru
allir úr munnblásnu
gleri.
Oiva Toikka við glerlistaverk sitt í sendiráði Finnlands í Washington fyrir nokkrum árum. Verk hans eru þekkt um víða veröld og
Toikka hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna.
● NÝTT HLUTVERK FLÖSKUNNAR Íslenska
hönnunarfyrirtækið Bility hefur vakið mikla athygli fyrir
frumlegar og öðruvísi vörur en einn hönnuða fyrir-
tækisins, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, á heiðurinn af
þessum skemmtilegu vösum úr pappa. Hugmyndin
byggir á því að gefa gömlu drykkjarflöskunni nýtt hlut-
verk en pappaumgjörðin, sem myndar vasa, getur nýst
utan um alls kyns gosdrykkja- og safaflöskur.
● ÚR SJÓNUM Óvenjuleg dönsk netverslun,
bagus.dk, hefur vakið athygli fyrir muni sem seld-
ir eru á vefnum og allir unnir úr við úr skipum. Skip-
in eiga það sameiginlegt að hafa siglt í kringum eyj-
arnar Jövu, Balí og Lombok. Framleiðslan er styrkt
af Danida-verkefninu, sem skal gæta þess að fram-
leiðslan fari fram samkvæmt öllum reglugerðum.
● HREKKJAVAKA Þótt enn sé mánuður í
hrekkjavökuhátíðina má fara að huga að undir-
búningnum. Hátíðin nýtur sívaxandi vinsælda
hérlendis þar sem ungir sem aldnir útbúa veit-
ingar og skreytingar fyrir kvöldið. Benda má
áhugasömum á óvenjulegan myndaþátt í nýj-
asta hefti danska blaðsins Bolig Liv en þar eru til-
lögur að „fullorðins“ hrekkjavökuskreytingum úr
appelsínugulum haustlaufum til að mynda.
Toikka hefur hannað nokkrar
vörur ætlaðar börnum fyrir
Magis, til dæmis þetta
skemmtilega tré.
Barokk lýsir mér best
● Glerlistamaðurinn Oiva Toikka er fyrir löngu orðinn frægur fyrir yndislega fugla úr
munnblásnu gleri. Finninn er áttræður í ár og er hvergi nærri hættur störfum.
Glerfyrirtækið
Nuutajarvi hefur
framleitt
kertastjaka eftir
Toikka.
LEVI’S gallabuxur, verð kr. 9.995 - 11.995.-
KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400
Girnilegasti lagermarkaður landsins!
NÝ SENDING
R
áð
an
di
-
a
ug
lý
si
ng
as
to
fa
e
hf
.
Fylgstu með okkur á Facebook