Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 40
heimili&hönnun4
EX
PO
·
w
w
w
.e
xp
o
.is
12
9
Akstur frá BSÍ til fl ugstöðvarinnar með F
lug
rú
tu
nn
i t
ek
ur
u
m
þ
að
bi
l 45
MÍNÚTUR
3
6
Áætlunarferðir Flug rútunnar
eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla
um Keflavíkurflugvöll.
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST
Á EINFALDAN HÁTT
RÚTAN SEM
ÞÚ MÁTT EKKI
MISSA AF!
Skannaðu QR kóðann
með snjallsímanum þínum O
Mán. - lau. Sunnudagar
04:40 04:40
05:00 05:00
05:20 05:20
05:40 05:40
06:00 06:00
09:30
10:30 10:30
11:30 11:30
12:30 12:30
13:30 13:30
14:00 14:00
15:00 15:00
16:00
23:00 23:00
Áætlun Flugrútunnar frá BSÍ
til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Ferðir á milli
Umferðarmiðstöðvarinnar
og Keflavíkurflugvallar.
VERÐ / AÐRA LEIÐ
Fullorðinn 1950 KR
0–11 ára FRÍTT
12–15 ára 975 KR
Bleika slaufan verður til
sölu á BSÍ 1. – 15. október.
Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir
er heimakær. Enda ekki skrítið,
heimili hennar er bæði hlýlegt og
fallegt og valinn hlutur á hverj-
um stað. „Við erum öll heimakær,
bæði krakkarnir og við foreldr-
arnir,“ segir hún en bætir við að
fjölskyldan bregði sér stundum
af bæ. Hjarta heimilisins er í eld-
húsinu þar sem þau horfa á Esjuna
yfir morgunmatnum en þaðan er
opið yfir í stofuna. „Úr eldhúsinu
sést vel yfir íbúðina og þar heyr-
ir maður í öllum. Við erum hrifin
af skandinavískri hönnun,“ segir
Hildur, sem reglulega á erindi til
Danmerkur og Svíþjóðar að kaupa
inn vörur fyrir Bella Bútík sem
hún rekur á skólavörðustíg. „Við
höfum stundum keypt okkur hús-
gögn á ferðum okkar þangað. Ég á
mér engan uppáhaldshönnuð en er
hrifin af húsgögnum með karakt-
er og blanda gjarnan saman gömlu
og nýju. Persneskar mottur finnst
mér líka gera heimilið mjög hlý-
legt. Ætli stíllinn hafi ekki smám
saman orðið heimilislegri og hlý-
legri með aldrinum,“ segir Hildur
sposk. - rat
Líður vel heima
● Fjögurra manna fjölskylda lætur fara vel um sig á Seltjarnarnesinu innan um
skandinavíska hönnun. Húsfreyjan segir stílinn á heimilinu verða hlýlegri með árunum.
Montana-hillurnar halda utan um smá-
hlutina í stofunni.
Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir, eigandi Bella bútík á Skólavörðustíg, er heimakær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Eldhúsið er vinsælasti staður fjöl-
skyldunnar á heimilinu. Hildur segist
lítið í framandi réttum en elda frekar
lambakjöt og gúllassúpur.
Hildur hefur safnað strumpum frá
barnæsku og á yfir 400 strumpa.
Hugað að hverju smáatriði. Falleg blóm í vasa
og skálar og kertastjakar frá ittala skreyta
hvítan skenk en húsráðendur eru hrifnir af
skandinavískri hönnun.
Uppáhaldshlutur Hildar á heimilinu er píanóið,
en það var í eigu ömmu hennar og afa sem
spilaði jólalögin á píanóið fyrir fjölskylduna.
Gæsalampinn er úr Kisunni en Hildur heillaðist
að mjúkri birtunni. Málverkið í borðstofunni er eftir nýútskrifaðan myndlistarmann frá LHÍ, Þorvald
Jónsson, sem er í uppáhaldi hjá Hildi.
Heimir & Kolla vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00