Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 70
1. október 2011 LAUGARDAGUR38 TIL LEIGU SMÁRATORG 3 TURNINN GLÆSILEG SKRIFSTOFUBYGGING Í MIÐJU HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Real Estate Group Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur | www.smi.is Höfum til leigu skrifstofuhúsnæði á 12. hæð, 417 m2 að stærð. Taktu þátt í blómlegum rekstri í miðju höfuðborgarsvæðisins í glæsilegu umhverfi á einu mest vaxandi verslunar- og þjónustusvæði landsins. Smáratorg 3 er hæsta bygging landsins, vel staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins á einu sterkasta þjónustu- svæði landsins, mitt á milli tveggja af sterkustu verslunarmiðstöðvum landsins Smáralindar og Smáratorgs. Gott aðgengi og fjöldi bílastæða Glæsileg móttaka er í byggingunni með símsvörun og móttöku gesta. Á lóðinni er fjöldi bílastæða með góðu aðgengi til og frá helstu stofnbrautum. Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Freyr Albertsson í síma: 897 2822 eða netfang: david@smi.is eða Arnar Hallsson í síma: 892 5858 eða netfang: arnar@smi.is. Þ ær eru ekki margar vefsíðurnar sem hafa jafn traustan áskrif- endahóp og Facebo- ok. Vefurinn hefur stækkað gríðarlega síðustu ár og tekur stöðugum breytingum. Facebook gengur nú í gegnum róttækustu breytingar frá upphafi. Mark Zuckerberg, fram- kvæmdastjóri Facebook, kynnti breytingar á útliti og notkunar- möguleikum vefsamfélagsins. Bráðlega munu notendur geta deilt nánast öllum atriðum úr lífi sínu með vinum sínum á einfald- ari hátt. Zuckerberg kynnti líka nýjung: Tímalínu þar sem notend- ur geta skoðað atriði úr lífi vina sinna langt aftur í tímann, jafn- vel löngu áður en Face book kom til sögunnar. Fyrirbærið hefur verið forrit- að til að taka saman helstu atrið- in úr lífi notenda og raða þeim í tímaröð. Fyrsta fréttin er auðvi- tað hvenær notandinn er fædd- ur. Hann getur í framhaldi skráð helstu tímamót í lífi sínu og dag- sett. Hafi notandi átt aðgang að Facebook fyrir þessar breyting- ar tengist allt sem hann hefur sett inn og allar myndir sem hann er merktur á við þessa tímalínu. Allt það helsta á einum stað Einnig hefur fréttaveitunni verið breytt örlítið og nýjum hlutum bætt við. Nú er auðveldara að rit- stýra því sem fréttaveitan sýnir. Allar ómerkilegri tilkynningar um hvort einhver hafi gert athuga- semd við færslu vinar, eða hvort einhverjum hafi líkað myndir, er ekki lengur að finna í frétta- veitunni sjálfri. Í staðinn kynnti Facebook sérstakan fréttaritil sem uppfærir sjálfkrafa allar tilkynn- ingar. Þá býður uppfært Facebook upp á að setja vini í sérstaka vinalista. Vinalistarnir virka ekki ósvipað þeim sem Google plús býður not- endum sínum upp á. Með listun- um getur notandinn valið hvort hann sjái uppfærslur frá einhverj- um sérstökum hópi eða einfald- lega helstu fréttir úr sínu nánasta samfélagi. Saga þín frá fæðingu á tímalínunni Tímalínan hefur enn ekki verið opnuð formlega en netverjar gera ráð fyrir að það verði strax á fyrstu vikum októbermánaðar. Áhugasamir notendur geta nálgast þróunarútgáfu af tíma línunni með því að festa viðbót við aðganginn sinn. Þannig geta allir tekið þátt í að fullkomna tíma línuna. Notendur hafa enn vald yfir því hverju þeir deila með öðrum og hverju ekki. Tímalínunni er hægt að ritstýra á einfaldan hátt og ákveða að sýna ekki hallæris- legar myndir frá löngu liðnum árshátíðum eða tilkynningar um sambandsslit við fyrrverandi. Þegar tímalínan verður opnuð opinberlega verður hún ekki sjá- anleg vinum notenda fyrr en not- andinn er búinn að taka ákvörðun um að birta hana. Hægt verður að stilla tímalínuna að vild, velja og hafna færslum til að sýna. Notand- inn birtir síðan tímalínuna þegar hún er klár, brenni hann ekki inni á tíma. Tímalínan birtist nefni- lega sjálfkrafa eftir ákveðið lang- an tíma frá virkjun hennar. Breytingar á viðmóti Face book hafa verið nokkuð tíðar síðan sam- félagið fór af stað. Þær hafa iðu- lega farið í taugarnar á notend- um í fyrstu og tala margir um að „Facebook hafi bara verið fín eins og hún var“. Eflaust hafa því margir orðið örlítið pirraðir þegar nýju breytingarnar voru kynntar. Það er hins vegar mat greinarhöf- undar að engum vandkvæðum sé bundið að venjast þessu nýja við- móti og þess ber að geta að breyt- ingar á Face book hafa hingað til virst vel ígrundaðar áður en þeim hefur verið hleypt af stokkunum. Einfaldleiki í fyrirrúmi Þegar Mark Zuckerberg kynnti þessar nýju breytingar lagði hann áherslu á að það ætti að vera ein- falt fyrir notendur að deila lífi sínu með vinum sínum í gegnum vefinn. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi hvað viðbætur við Facebook varð- ar. Með viðbótum er átt við leiki, tónlistarforrit, kvikmynda forrit og nánast allt annað sem þér dett- ur í hug. Nú hefur viðbótunum verið breytt þannig að þær spyrja notandann aðeins einu sinni hvort hann vilji leyfa viðbótinni að deila aðgerðum innan hennar. Annað sem á að einfalda notkun- ina er að nú geta notendur valið úr lista hvers konar færslu þeir vilja gera. Hafir þú til dæmis trúlof- að þig er nú sérstök aðgerð til að tilkynna það. Að sama skapi ef þú fótbrýtur þig, útskrifast úr skóla eða lærir nýtt tungumál. Nýtt hlutverk vefsins Markmiðið með þessum nýjustu breytingum er að bjóða notendum að deila lífi sínu með vinum og kunningjum á skipulagðari hátt en áður. Nú er kominn hvati fyrir not- endur síðunnar að gera grein fyrir lífi sínu frá því áður en vefurinn fór af stað. Facebook er að skapa sér nýtt hlutverk sem gagnasafn um fólk og fortíð þess. Facebook er ekki lengur bara samskipta- vefur heldur safn upplýsinga um fólk. Facebook gæti því búið yfir upp- lýsingum um æviskeið 800 millj- óna manna um heim allan innan skamms tíma. Facebook fær nýtt hlutverk Vefsamfélagið Facebook hefur oft gengið í gegn- um breytingar á notendaviðmóti en aldrei eins og nú. Birgir Þór Harðarson kynnir hér róttæk- ustu breytingar á Facebook sem samskipta- vefurinn hefur gengið í gegnum frá upphafi. Fréttaveita Hér sér notandinn allt það helsta sem vinir hans eru að hugsa. Allar vinsælustu færslurnar birtast hér svo hægt sé að taka taka þátt með í heitum umræðum. Fréttaveitan hefur verið hönnuð til að finna sjálf- krafa mynstur í áhugasviði vina og tilkynna notendum. Fréttaveitunni ritstýrt Blái flipinn sem birtist í vinstra horni hverrar færslur í fréttaveitunni gerir notendum kleift að velja og hafna því sem birtist í fréttaveitunni. Viljir þú til dæmis sjá allar myndir um leið og þeim er deilt smellir þú á flipann og Facebook sýnir þér fleiri myndir um leið og þær berast. Flýtileiðir og síur Vinstra megin við fréttaveituna er hægt að hoppa í pósthólfið, velja hvort skoðaðir eru sérhópar í fréttaveitunni eða tekið þátt í hópum með öðrum notendum. Tímalínan skoðuð Sé smellt á nafn notanda í bláa borðanum efst opnast tímalínan eins og hún birtist öðrum not- endum. Hingað er farið ef ritstýra á tímalínunni. Fréttaritill Þetta er nýjung sem birtist hægra megin við fréttaveituna eða efst í spjalllistanum. Facebook uppfærir sjálfkrafa allar ómerkilegri fregnir hér, athugasemdir og „like“. NÝTT NOTENDAVIÐMÓT Á FACEBOOK KYNNIR BREYTINGAR Mark Zuckerberg kynnti nýjungar á Facebook. Meðal þeirra er tímalínan sem safnar upplýsingum um líf notenda og raðar í tímaröð, allt frá fæðingu til dagsins í dag. Markmiðið er að endurspegla líf notenda á sjónrænan hátt, með flennistórum myndum og tilkynningum um athafnir á vefnum. NORDICPHOTOS/AFP Tímalínan á Facebook er nokkuð viðamikil og það gæti reynst nokkuð strembið að fara í gegnum allar færslur langt aftur í tímann og velja úr það sem vinir manns fá að sjá. Það getur samt verið skemmtilegt að fara í gegnum gamlar færslur sem kannski voru gleymdar og grafnar. Tímalínan er forrituð þannig að hún skiptist upp í tímabil. Nýliðnum tímabilum er skipt í mánuði en eldri tímabilum í ár. Eins og gefur að skilja safnast mikið efni í hverjum mánuði hjá virkum Facebook-notanda, hvað þá á heilu ári. Facebook hjálpar því til við að velja atburði til að sýna með því að safna saman vinsælustu hlutunum í því tímabili sem unnið er með. Þannig eru afmælisdagar fólks meðal þeirra atburða sem líklegir eru í úrvalið sem Facebook tekur saman. Vinamargur notandi hefur jafnvel fengið yfir 100 krot á vegginn á afmælisdeginum. Það er einfalt að gera færslur veigameiri á tímalínunni. Þegar færsla hefur verið fundin er einfaldlega smellt á stjörnuna sem birtist þegar músin er færð yfir. Þá stækkar glugginn yfir dálkana tvo. Einfalt er að minnka hlut færslnanna: Smellið bara aftur á stjörnuna aftur. ■ HVERNIG RITSTÝRIR MAÐUR TÍMALÍNUNNI?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.