Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 90

Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 90
1. október 2011 LAUGARDAGUR58 Ostakökubæklingurinn er kominn aftur. Í honum eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir að því hvernig hægt er að gera MS ostakökurnar ómótstæðilegar. Hann fylgir öllum ostakökum meðan birgðir endast. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn á tölvutæku formi á ms.is. ... hvert er þitt eftirlæti? Áttu hindber? Af hverju að flækja hlutina? Það sem þú þarft1 Hindberjaostakaka frá MS Hindber Hindberjasósa Hindberjasósa 100 g sykur 2 dl vatn 100 g hindber fersk eða frosin1 tsk sítrónusafi Allt sett í pott, soðið saman og kælt. Góð ráð Til að flýta enn meira fyrir er hægt að kaupa tilbúna hindberja- eða jarðarberjasósu. Hindberjaostakaka með hindberjasósu og hindberjum 1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA...nóg til, og meira frammi www.ms.is Gerðu meira úr kökunu m Bíó ★★★★ Eldfjall Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir Eldfjall hefst á mögnuðum svipmyndum Ósvalds Knudsen frá eldgosinu í Heimaey 1973. Atburðarásin færist til nútímans og við fylgjumst með Hannesi, geðstirðum húsverði frá Vestmannaeyjum, sem er að fara á eftirlaun. Hann er leiðinlegur við konuna sína og ónærgætinn við brottflutt börnin sín. Hann er eins konar mennskt eldfjall, ófrýnilegur, ógnvekjandi og gæti gosið hvenær sem er. Þegar konan hans veikist tekur Hannes þá ákvörðun að sinna henni heima fyrir. Hún er rúmföst, ófær um að tjá sig, og Hannes þarf að baða hana og mata. Líkt og hrörlegu trilluna í garðinum sem hann reynir að laga, telur hann sjálfum sér trú um að hann geti lagað eiginkonuna. Eldfjall er dramatísk og á köflum erfið. Það er sársaukafullt að fylgjast með van- mætti manns sem vill laga það sem brotið er en getur það ekki. Öll höfum við verið í sporum Hannesar, eða í það minnsta fylgst með af hliðarlínunni. Stjörnur myndarinnar eru aðalleikar- arnir tveir, Theodór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Senur þeirra saman eru gífurlega sterkar, sem og einleikur Theodórs í öðrum atriðum. Hins vegar fannst mér vanta örlítið meira púður í persónur Þorsteins Bachmann og Elmu Lísu. Þau léku hlutverk sín vel en mér fannst eins og persónurnar hefðu þurft meira pláss og eilítið meiri dýpt. Myndatakan er stórglæsileg og af gamla skólanum. Tónlistin er falleg og sparlega notuð. Í heildina er myndin áferðar fögur og fagmannlega gerð. Rúnar má vera ánægður með Eldfjallið sitt. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Falleg og íburðarmikil mynd en erfið, enda um erfiðan mann. Opinberun Hannesar Brjálaður aðdáandi söngkon- unnar Avril Lavigne hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að lemja og stinga móður sína til bana eftir að hún neitaði að aðstoða hann við að kaupa miða á tónleika með Lavigne. Aðdáandinn, hinn 39 ára Robert Lyons, á yfir höfði sér að minnsta kosti tuttugu ára fangelsi fyrir verknaðinn. Lyons hefur átt við andlega örðugleika að stríða síðan hann var ungling- ur. Hann trylltist eftir að móðir hans neitaði að leyfa honum að hringja í vin sinn svo hann gæti keypt fyrir hann miða á tónleika Lavigne. Drap móður vegna miða LAVIGNE Aðdáandinn brjálaðist þegar hann fékk ekki miða á Lavigne. Chris Martin, söngvari Coldplay, óskar þess að hann hefði samið lögin Empire State of Mind eftir rapparann Jay-Z og Someone Like You eftir söngkonuna Adele. Þegar Jay-Z spilaði lagið fyrir hann fylltist Martin öfund. Þrátt fyrir það segir hann vel samin lög veita sér mikinn innblástur. „Þegar ég hlusta á Empire State of Mind, Use Somebody með Kings of Leon, Someone Like You með Adele eða Bad Romance með Lady Gaga hugsa ég með mér: „Rosalega er þetta flott“,“ sagði Martin. „Ég verð að reyna að búa til eitthvað betra. Þetta er stans- laus samkeppni.“ Hrífst af Jay-Z og Adele COLDPLAY Chris Martin öfundaði Jay-Z mikið af laginu Empire State of Mind.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.