Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 96
1. október 2011 LAUGARDAGUR64
sport@frettabladid.is
LOKAUMFERÐ
laugardagurinn 1. okt.
Fram - Víkingur R. kl.14.00
Laugardalsvöllur
Valur - KR kl.14.00
Vodafonevöllurinn
Keflavík - Þór kl.14.00
Nettóvöllurinn
Fylkir - FH kl.14.00
Fylkisvöllur
ÍBV - Grindavík kl.14.00
Hásteinsvöllur
Breiðablik - Stjarnan kl.14.00
Kópavogsvöllur
99 TOMMY NIELSEN leikur í dag sinn síðasta leik á ferlinum þegar að FH sækir Fylki heim í Árbæinn. Á þeim níu árum sem Tommy hefur leikið með FH hefur liðið aldrei lent neðar en í öðru sæti í efstu deild. FH getur í
dag tryggt sér annað sæti deildarinnar. Vinnist leikurinn verður það 100. sigurleikur Tommy í efstu deild á Íslandi.
Kolbeinn Tumi Daðason íþróttafréttamaður
„Fergie, semdu við hann,“ hljómaði
ósjaldan á Old Trafford á árunum
2007-2009. Stuðningsmenn
Manchester United skildu ekki
hvers vegna Sir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki
gera langtímasamning við Carlos
Tevez. Argentínumaðurinn, sem var
á tveggja ára lánssamningi, fór á
kostum í rauða búningnum og var
uppáhald stuðningsmannanna.
„Ég hefði getað farið út í eiturlyf
og endað á botninum en þess í stað
komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt
sinn um leið sína á toppinn. Hann
sagði æsku sína í fátækrahverfum
Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið
góða. „Ég kynntist gildum á borð við
virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði
Tevez.
Argentínumaðurinn sló í gegn í
heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár
sín í enska boltanum. Vandræðin
voru þó aldrei langt undan. Hann fór
í verkfall hjá Corinthians og kvartaði
sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum
sínum fyrstu dagana hjá West Ham.
Hann yfirgaf leikvang Hamranna í
fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og
vældi yfir leiktíma og áhugaleysi yfir-
manna hjá Manchester United.
Þess á milli minnti hann heims-
byggðina á að hann væri einn besti
knattspyrnumaður heims með
frábærum mörkum og frammistöðu.
Stolti Argentínumaðurinn sem
hafnaði því að gangast
undir lýtaaðgerð á
ljótu brunasári á
andliti sínu og hálsi.
„Annað hvort takið
þið mér eins og ég er
eða ekki. Það sama
gildir um tennurnar.
Ég mun ekki breyta
sjálfum mér,“ hefur
Tevez látið hafa eftir
sér og uppskorið
heilmikla samúð
og aðdáun. Enn ein
ástæða til þess að leyfa
honum að njóta vafans.
Nú er öll samúð að baki.
Heimþrá, dætur í Argentínu,
rigning á Englandi.
Öllum er sama. Fram-
herjinn sem þénar 46
milljónir íslenskra
króna á viku neitar
að koma inn á í
stórleik í Meistara-
deild Evrópu. Fáir
stuðnings menn eru
líklegir til þess að
biðla til knattspyrnu-
stjóra síns að semja
við kappann í fram-
tíðinni. Köttinn í sekknum.
Nema hann breyti sjálfum
sér. Fullorðni óvitinn með
fulla ferðatösku af vand-
ræðum.
Fullorðni óvitinn
FÓTBOLTI Fjögur félög glíma við fall-
drauginn í lokaumferð Pepsi-deild-
ar karla í dag og öll vilja þau forð-
ast það að fylgja Víkingum niður
í 1. deildina. Tvö af félögunum
fjórum hafa stundað það undan-
farna áratugi að bjarga úrvals-
deildarsæti sínu á síðustu stundu.
Hér erum við að tala um Fram og
Grindavík, réttnefnd kraftaverka-
klúbba í karla fótboltanum, sem
keppa í dag við Keflavík og Þór um
að fá að vera áfram með í Pepsi-
deildinni sumar ið 2012.
Þetta verður í fyrsta sinn í fjög-
urra ára sögu tólf liða deildar þar
sem fallslagurinn er ekki ráðinn
þegar komið er inn í 22. og síð-
ustu umferð sumarsins. Keflavík
(-6), Fram (-9) og Þór (-12) hafa öll
21 stig í sætum 8 til 10 en Grind-
víkingar eru síðan í fallsætinu
með 20 stig. Framarar komust
upp úr fallsætinu með 2-1 sigri í
Grindavík í síðustu umferð sem
var þá fjórði sigur Framliðsins í
síðustu sex leikjum.
Öll fjögur bjarga sér með sigri
Staðan í dag er ekki flóknari en
það að öll liðin fjögur þurfa bara
að treysta á sjálfan sig og tryggja
sér úrvalsdeildarsætið með sigri.
Fram og Keflavík nægir enn frem-
ur aðeins jafntefli og þar spilar
inn í að Keflavík og Þór mætast í
lokaumferðinni.
Framarar hafa bjargað sér átta
sinnum frá falli í lokaumferðinni
frá því að þriggja stiga reglan var
tekin upp 1984. Framliðið hefur
aðeins einu sinni farið niður í
lokaumferðinni á þessum tíma og
það var sumarið 2005 þegar þeir
reyndu sjöunda árið í röð að bjarga
sæti sínu á síðustu stundu.
Grindvíkingar björguðu sæti
sínu í lokaumferðinni á sex af
fyrstu ellefu árum sínum í efstu
deild en þeir féllu í eina skiptið
þegar þeir voru síðast í þessari
stöðu haustið 2006.
Fram og Grindavík þekkja það
líka liða best að sleppa við fall-
ið þegar þau sitja í fallsæti fyrir
lokaumferðina. Fram hefur fjórum
sinnum rifið sig upp úr fallsæti í
lokaumferðinni og Grindvíkingar
hafa náð því þrisvar sinnum. Eyja-
menn (2 sinnum) eru eina félagið
að auki sem hefur afrekað slíkt
oftar en einu sinni.
Staða Fram var slæm í ágúst
Takist Fram hins vegar að bjarga
sér fengi sú björgun eflaust sér
kafla í Framsögunni enda fékk
Framliðið aðeins eitt stig í fyrstu
sex umferðunum og vann enn
fremur aðeins einn sigur í fyrstu
fimmtán leikjum sínum.
Eftir tap á móti Þór í 13. umferð
3. ágúst sat Fram á botni deild-
arinnar með 6 stig og menn voru
fyrir löngu farnir að sjá Safamýr-
arliðið fyrir sér í 1. deildinni næsta
sumar. Aðeins Stjörnumenn hafa
náð í fleiri stig út úr síðustu sex
leikjum og fyrir vikið eru Fram-
arar í góðri stöðu til að bjarga sæti
sínu í dag.
Leikur upp á líf eða dauða
Hin tvö liðin í fallbaráttunni í dag,
Keflvíkingar og Þórsarar, mætast
í leik upp á líf eða dauða í Keflavík.
Bæði hafa þau 50 prósenta árang-
ur úr slíkri stöðu, Keflavík hefur
bjargað sér tvisvar í fjórum til-
raunum en Þórsarar hafa bjargað
sér einu sinni í tveimur.
Bæði eiga þessi lið það sameigin-
legt að hafa „bjargað“ sér nokkrum
sinnum í sumar að mati flestra en
dragast síðan alltaf jafnóðum aftur
niður í fallslaginn. Þórsarar þurfa
nú að ná í stig á útivöll sem hefur
ekki tekist hjá þeim síðan í lok júní.
Það er kannski þeim til happs að
þeir heimsækja Nettóvöll Kefl-
víkinga, en Keflavíkurliðið hefur
Kraftaverkaklúbbarnir í hættu
Fram og Grindavík kunna það félaga best á Íslandi að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni en það hafa þau
afrekað 14 sinnum í 16 tilraunum. Fréttablaðið fer yfir fallbaráttuna í lokaumferð Pepsi-deildar karla.
TAUGARNAR ÞANDAR Í DAG Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, og þeir Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, Páll V.
Gíslason, þjálfari Þórs, og Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, glíma allir við falldrauginn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM, DANÍEL OG ANTON
FÓTBOLTI Ólafur Þórðarson mun
stýra sínum síðasta leik hjá Fylki
í dag þegar FH kemur í heimsókn
í Árbæinn.
Það varð endanlega ljóst í gær
að Ólafur myndi hætta með liðið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er hann ekki ánægður
með stjórn Fylkis, sem hefur til
að mynda ekki getað uppfyllt lof-
orð um kaup á leikmönnum.
Samkvæmt stjórnarmönnum
Fylkis hættir Ólafur þó í góðu og
mun því stýra liðinu í dag.
Víkingar biðu ekki boðanna
þegar þeir fréttu að Ólafur væri
að losna og samkvæmt heim-
ildum hafa þeir þegar náð sam-
komulagi við Ólaf.
Ekki verður þó greint frá
ráðningunni fyrr en eftir loka-
umferð Pepsi-deildarinnar í dag.
Ólafur verður svo kynntur fyrir
leikmönnum Víkings á lokahófi
félagsins í kvöld.
Ólafur hefur stýrt liði Fylkis
síðan 2009 en hann hefur einnig
þjálfað lið Fram og ÍA. - hbg
Ólafur hættir með Fylki:
Tekur við
Víkingi í dag
Á LEIÐ Í FOSSVOGINN Leikmenn Víkings
munu örugglega fá að svitna hjá Óla
Þórðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Lykilatriðin í fallbarátt-
unni í dag
■ Fram og Keflavík nægir jafntefli
■ Grindavík og Þór bjarga sér með
sigri
■ Grindavík (-13) og Þór (-12) eru
með slökustu markatöluna
■ Keflavík (-6) er með bestu
markatöluna
■ Fram hefur náð í 10 stig í síðustu
4 leikjum (3 heimasigrar í röð)
■ Grindavík vann síðast leik 15.
ágúst (6 leikir í röð án sigurs, þar
af 4 jafntefli)
■ Keflavík hefur fengið 1 stig í
síðustu 4 heimaleikjum (3 töp í
röð á öllum völlum)
■ Þór hefur tapað 5 útileikjum í röð
(1 stig í síðustu 8 útileikjum)
Í fallhættu í lokaumferð
Árangur félaga í fallhættu í lokaumferð efstu
deildar karla síðan þriggja stiga reglan var
tekin upp sumarið 1984. (Lágmark 4 skipti)
Björgunarhlutfall liða:
Fram 89 prósent (8 af 9)
Grindavík 86 prósent (6 af 7)
Víkingur 57 prósent (4 af 7)
Keflavík 50 prósent (2 af 4)
Breiðablik 43 prósent (3 af 7)
Fylkir 25 prósent (1 af 4)
Valur 25 prósent (1 af 4)
Þróttur 25 prósent (1 af 4)
- Lið með þrjú skipti -
ÍBV 100 prósent (3 af 3)
KR 100 prósent (3 af 3)
FH 67 prósent (2 af 3)
KA 33 prósent (1 af 3)
aðeins náð í eitt stig út úr síðustu
fjórum heimaleikjum sínum.
Það verður mikil spenna í dag á
Laugardalsvellinum (Fram-Víking-
ur), í Keflavík (Keflavík-Þór) og í
Vestmannaeyjum (ÍBV-Grinda-
vík) og nú er að sjá hvort Fram-
arar og Grindvíkingar bæti við
fleiri björgunarafrekum og miðað
við söguna held ég að enginn sé til-
búinn að veðja á móti þeim.
ooj@frettabladid.is
Fallbaráttan