Fréttablaðið - 08.11.2011, Qupperneq 6
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
ÍRAN Sergei Lavrov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, segir að það
væru alvarleg mistök, sem gætu
haft í för með sér ófyrirsjáanlegar
afleiðingar, að
gera árás á Íran.
Ísraelar hafa
hótað því að
gera loftárás-
ir á Íran til
að eyðileggja
kjarnorkubúnað
þeirra og koma
þannig í veg
fyrir að Íranar
geti komið sér upp kjarnorku-
vopnum. Bandaríkjastjórn hefur
sömuleiðis haft í hótunum við Íran
vegna kjarnorkunnar.
Nú í vikunni er væntanleg
skýrsla frá Alþjóðlegu kjarnorku-
stofnuninni, þar sem talið er að
fram komi ítarlegar upplýsingar
um að Íranar séu í raun að búa sig
undir að kjarnorkuvopnavæðast.
- gb
SKOÐAÐU FLEIRI SPENNANDI
NÁMSKEIÐ Á
S
NORDICASPA I.
SH’BAM TM
NÝJASTA DANSÆÐIÐ FRÁ LES MILLS!
COME AS YOU ARE
LEAVE AS A STAR
4 VIKNA NÁMSKEIÐ
14.900
Námskeiðið hefst 17. nóv.
TAKMARKAÐUR FJÖLDI Í TÍMA!
TRYGGÐU ÞÉR PLÁSS OG
BÓKAÐU NÚNA!
EVRÓPUMÁL Össur Skarphéðins-
son hefur skipað samráðshóp í
tengslum við samningaviðræður
um aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu.
Hópurinn mun funda reglulega
með samningamönnum Íslands
um stöðuna í viðræðunum og
framgang þeirra og eitt megin-
hlutverk hans verður að miðla
upplýsingum til landsmanna og
stuðla að málefnalegri umræðu
um hagsmuni þjóðarinnar og
möguleg áhrif aðildar Íslands að
sambandinu.
Salvör Nordal, forstöðumaður
Siðfræðistofnunar Háskóla
Íslands, hefur verið skipaður
formaður hópsins. Varaformenn
eru Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur og Ágúst Sigurðs-
son, rektor Landbúnaðarháskóla
Íslands.
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu segir að ráðherra muni á
næstunni skipa tuttugu fulltrúa
til viðbótar í samráðshópinn. „Við
val á þeim verður sérstök áhersla
lögð á kynjajafnvægi, jafnvægi
á milli landshluta, höfuðborgar-
svæðis og dreifbýlis, sem og á
andstæð sjónarmið í Evrópumál-
unum.“ Þá geti hópurinn kallað
til frekara samráðs einstaklinga
og fulltrúa stjórnmálaflokka og
ýmissa samtaka. - sh
Utanríkisráðherra skipar samráðshóp um aðildarviðræður Íslendinga:
Stuðlar að málefnalegri ESB-umræðu
SALVÖR
NORDAL
GUÐNI TH.
JÓHANNESSON
SERGEI LAVROV
FRÉTTASKÝRING
Hvar stendur rammaáætlun?
Drög að þingsályktunartillögu um
vernd og orkunýtingu náttúru-
svæða liggja nú til umsagnar og
eru þegar komnar inn 25 umsagn-
ir um tillöguna. Drögin eru hluti af
rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúrusvæða og að umsagnarferli
loknu verður tillagan unnin nánar
og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar
bíður þingmanna að taka endanlega
afstöðu til þess á hvaða svæðum
verður leyft að virkja, hver verða
vernduð og hvaða svæði fara í bið-
flokk.
Langt ferli liggur að baki til-
lögunni og því er fráleitt lokið.
Umsagnarfrestur rennur út á föstu-
daginn og ljóst er að fleiri umsagn-
ir eiga eftir að koma inn. Engin
náttúruverndarsamtök hafa til að
mynda sent inn umsögn en ljóst er
að mörg hver hyggja á það.
Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands, segir
að þar á bæ sé unnið að umsögn.
Hann segir ferlið opið og gott og
taki að mörgu leyti mið af því sem
þekkist í nágrannalöndunum.
Margir hafa gagnrýnt þann tíma
sem farið hefur í vinnuna, en Árni
segir slíka gagnrýni ekki skila
miklu. „Við erum komin á þennan
stað með þessa vinnu, með skýrslu
í umsagnarferli. Í sjálfu sér er til-
gangslítið að gagnrýna það svo
mikið. Meginatriðið er að ná niður-
stöðu sem er ásættanleg.“
Meðal innkominna umsagna
má nefna sjö frá einstaklingum
og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa
Rarik, Samorka og Fallorka sent
Kvartað yfir verndun
og nýtingu á náttúru
Tuttugu og fimm umsagnir eru komnar inn um rammaáætlun. Ýmist kvartað
vegna of mikillar verndunar eða nýtingar. Náttúruverndarsamtök ekki búin að
senda inn umsögn en frestur rennur út á föstudag. Deilt er um Gjástykki.
ÞJÓRSÁRVER Verði drögin samþykkt óbreytt verða Þjórsárver gerð að griðlandi.
Það þýðir að ekki verður af Norðlingaölduveitu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ef þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða
verður samþykkt óbreytt á Alþingi kemur upp sú einstaka staða að allir
orkuöflunarkostir sem RARIK og dótturfélög þess hafa verið að skoða lenda
í biðflokki eða verndarflokki.“ - Úr umsögn RARIK
„Hvergerðingar og aðrir fylgjendur skilyrðislausrar verndunar Bitru, Reykja-
dals og Grændals fagna tillögu til þingsályktunar um vernd og nýtingu nátt-
úrusvæða sem gerir ráð fyrir verndun á umræddu svæði.“
- Úr umsögn bæjarráði Hveragerðis
Ummæli úr umsögnum
inn umsagnir, auk Orkusölunnar.
Af umsögnum má sjá að um mála-
miðlun er að ræða. Ýmist er kvartað
yfir því að svæði falli í verndar- eða
nýtingarflokk og einstaka sinnum
að þau séu færð úr öðrum hvorum
flokknum í biðflokk.
Gjástykki virðist vera umdeilt
svæði, en það fellur undir verndar-
flokk samkvæmt tillögunni. Bent
er á að samkvæmt gildandi svæðis-
skipulagi, staðfestu af umhverfis-
ráðherra, sé gert ráð því að nýta allt
að 45 megavött á svæðinu.
Árni segir mesta akkinn í drögun-
um að fá færi á að vernda ósnortin
svæði. Í þeim felist verðmæti, enda
séu ekki mörg slík eftir í Evrópu.
Þá segir hann fagnaðarefni að ekki
verði af Norðlingaölduveitu, en sam-
kvæmt drögunum verða Þjórsárver
friðland. kolbeinn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Ferðavenjur við-
skiptavina og gesta Landspítalans
verða kannaðar næstu daga. Fram
kemur í tilkynningu að könnunin
sé liður í undirbúningi vegna bygg-
ingar nýs Landspítala, en ferða-
venjur starfsfólks hafa verið kann-
aðar.
Könnunin hefst í dag og stendur
fram á mánudag í næstu viku.
Tveir spyrlar verða við aðalinn-
ganga spítalans, í Fossvogi og við
Hringbraut, og eru gestir beðn-
ir um að gefa sér tíma og svara
spurningum. Könnunin er unnin í
samstarfi við Háskóla Íslands og
Maskínuna ehf. - sv
Landspítalinn gerir könnun:
Ferðavenjur
gesta kannaðar
SAMGÖNGUR Kanna á ferðavenjur
þeirra sem sækja Landspítalann heim á
næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Þrotabú Milestone
reynir nú að innheimta skuld
upp á eina milljón evra, jafn-
virði um 160 milljóna króna, af
makedónskum kaupsýslumanni,
sem var viðskiptafélagi Werners-
bræðranna Karls og Steingríms
fyrir bankahrun. Málflutningur
um skuldina fór fram fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Í viðskiptum með makedónsku
lyfsölukeðjuna Zegin árið 2006
myndaðist krafa á manninn,
Blagoj Mehandiziski, sem einnig
er stór hluthafi í keðjunni. Mála-
reksturinn nú snýst einkum um
það hvar rétt sé að höfða málið, á
Íslandi, í Makedóníu eða Austur-
ríki, eins og sagði í gerðardóms-
ákvæði í upphaflegum samning-
um. - sh
160 milljóna skuld fyrir dóm:
Milestone í mál
við Makedóna
Beðið skýrslu um Íran:
Lavrov segir
árás mistök
Tekur á móti athugasemdum
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis gefur almenningi kost á
að senda athugasemdir við skýrslu
forsætisnefndar um tillögur stjórn-
lagaráðs um breytingar á stjórnarskrá
og við frumvarp um meðferð tillagna
stjórnlagaráðs sem nefndin hefur nú
til umfjöllunar.
ALÞINGI
Hundur skemmdi úlpu
Hundur beit konu á miðjum aldri í
handlegginn þegar hún var á göngu
í íbúðahverfi í Hafnarfirði á föstudag.
Konan hlaut óveruleg meiðsl en úlpa
hennar skemmdist hins vegar. Eigandi
hundsins féllst á að borga konunni
skaðabætur vegna úlpunnar og skildu
báðir aðilar sáttir að því loknu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Er réttlætanlegt að sekta þá sem
henda rusli á almannafæri?
Já 92,1%
Nei 7,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Vilt þú að komið verði á snjó-
framleiðslukerfi á skíðasvæðum
höfuðborgarsvæðisins?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
DANMÖRK Maður á fimmtugsaldri
var dæmdur til fangelsisvistar í
Vejle í Danmörku í gær fyrir að
selja átta ára dóttur sína í kynlífs-
þrælkun. Þrír aðrir karlmenn voru
dæmdir í sama máli.
Á fréttavef Berlinske Tidende
kemur fram að mennirnir hafi
ýmist greitt föðurnum með fíkni-
efnum eða peningum fyrir kynlíf
með dóttur hans. Maðurinn var
dæmdur í rúmlega þriggja ára
fangelsi. Hann var einnig ákærður
fyrir að selja eldri dóttur sína sem
er 15 ára, en var sýknaður. - sv
Danskur faðir dæmdur:
Leyfði nauðgun
á dóttur sinni
KJÖRKASSINN