Fréttablaðið - 08.11.2011, Side 8
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR8
VEIÐI Gremju gætir nú meðal rjúpna-
veiðimanna vegna takmarkana sem
ýmis sveitarfélög hafa sett á veiði-
mennskuna á þessu tímabili.
Menn sem hugðust ganga til
rjúpna um síðustu helgi í nágrenni
Hólmavíkur fréttu til dæmis á
síðustu stundu að veiðilendurn-
ar hefðu skroppið verulega saman
eftir að sveitarstjórnin samþykkti á
fimmtudag í síðustu viku að banna
veiðar í landi sveitarfélagsins.
Í Langanesbyggð hefur öllum
heiðarvegum verið lokað tíma-
bundið. Samkvæmt upplýsingum
frá skrifstofu sveitarfélagsins er
það gert til þess að rjúpnaveiði-
menn aki ekki inn á vegina sem eru
í viðkvæmu ásigkomulagi vegna
aurbleytu. Skotveiðifélag Íslands,
Skotvís, hefur gagnrýnt aðgerðir
sveitarstjórnar Húnaþings vestra
sem ákvað að selja veiðimönnum
aðgang að afréttum „enn eitt árið“
eins og segir í yfirlýsingu félagsins.
Skotvís vitnar í lagabókstaf-
inn þar sem segir að allir íslensk-
ir ríkis borgarar og erlendir menn
með lögheimili hérlendis megi
veiða í almenningum, á afréttum
utan landareigna lögbýla þar sem
enginn geti sannað eignarrétt sinn
til þeirra. Skotvís segir Húnaþing
vestra neita að sýna gögn um eign-
arhald sitt.
„Viðbrögð sveitarfélagsins við
kurteislegri beiðni Skotvís er því
ekki hægt að túlka á annan veg en
að um grófa aðför sé að ræða að
rétti almennings til veiða og það ber
að fordæma. Því hvetur Skotvís alla
þá sem veiða á umræddum svæð-
um og lenda í útistöðum við meinta
landeigendur að kalla sýslumann á
vettvang,“ segir í yfirlýsingu félags-
ins. - gar
Sveitarfélög bregða víða fæti fyrir rjúpnaveiðimenn:
Loka á veiðimennina
1. Hvaða hluti úr John Lennon var
seldur dýrum dómum á dögunum?
2. Hvað heitir flutningaskipið sem
dregið var til hafnar í Fáskrúðs-
firði?
3. Hver er fyrirliði danska hand-
knattleiksliðsins AG?
SVÖR:
1. Jaxl, 2. Alma. 3. Arnór Atlason.
SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, hefur ákveðið í framhaldi
af ráðgjöf Hafrannsóknastofnun-
arinnar að auka kvóta í íslenskri
sumargotssíld um 40 þúsund tonn.
Fyrr á þessu hausti var úthlutað
fimm þúsund tonnum.
Rannsóknir Hafró við Suður- og
Suðausturland sýna að síld þar er
minna sýkt en síld við Vesturland
og fullorðin síld er blönduð smá-
síld. Í ljósi þessa er ákveðið að til
bráðabirgða verði veiði takmörkuð
við Faxaflóa og Breiðafjörð. - shá
Veiðar bannaðar fyrir austan:
Síldarkvótinn
45 þúsund tonn
FÓLK Herdís Þorgeirsdóttir var
endurkjörin forseti Evrópusam-
taka kvenlögfræðinga á aðalfundi
samtakanna í
Berlín í síðustu
viku. Evrópu-
samtök kvenlög-
fræðinga voru
stofnuð árið
2000. Meðal
stofnendanna
var Cherie
Booth Blair,
eiginkona Tony
Blair, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bretlands.
Herdís hefur gegnt formennsku í
samtökunum síðan 2009.
Að þessu sinni var fundað í
Mannréttindastofnun Þýskalands,
en henni veitir forstöðu fyrrver-
andi varaforseti samtakanna,
Beate Rudolp lagaprófessor. - sh
Evrópskir kvenlögfræðingar:
Herdís endur-
kjörin forseti
HERDÍS
ÞORGEIRSDÓTTIR
VEISTU SVARIÐ?
Akureyri
F
n
j ó
s k
a
d
a
l u
r
K
i n
n
a
r f
j ö
l l
V
a
ð
l a
h
e
i ð
i
Fyri
rhug
uð g
öng
E
y
j
a
f
j
ö
r
ð
u
r
Fyrirhuguð jarðgöng undir Vaðlaheiði
SAMGÖNGUR Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra segist viss
um að Vaðlaheiðargöng muni verða
sjálfbær og gerð þeirra komi ekki
til með að varpa kostnaði á ríkis-
sjóð. Þetta sagði hann á opnum
fundi í umhverfis- og samgöngu-
nefnd Alþingis í gær.
Á sama fundi sagði Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra að
alger lykilforsenda fyrir aðkomu
ríkissjóðs væri að framkvæmdin
stæði undir sér með notendagjöld-
um eins og vegatolli.
Áætlanir gera ráð fyrir því að
kostnaður við gerð ganganna verði
fjármagnaður með láni frá ríkinu
til hlutafélagsins Vaðlaheiðarganga
hf. en það er í eigu Vegagerðarinnar
(51%) og Greiðrar leiðar ehf. (49%),
en Greið leið er að mestu í eigu
Akureyrarbæjar og KEA.
Að loknum framkvæmdum mun
félagið endurfjármagna sig á mark-
aði og greiða skuld sína við ríkið.
Aðspurður sagði Ögmundur að ef
göngin hefðu ekki verið tekin út úr
samgönguáætlun og sett í þetta sér-
tæka fjármögnun, væru þau ekki í
forgangi. Sem dæmi um samgöngu-
framkvæmdir sem væru á undan í
forgangsröð nefndi hann göng til
Norðfjarðar og Dýrafjarðar auk
samgöngubóta á sunnanverðum
Vestfjörðum og til Vestmannaeyja.
Spurður hvort hann væri hlynnt-
ur gerð Vaðlaheiðaganga svaraði
Ögmundur: „Ég er hlynntur því að
bæta samgöngur á Norðurlandi. Ég
tel að það yrði til góðs fyrir sam-
félagið og atvinnulífið til langs
tíma, en ég er hlynntur því núna
á tilteknum forsendum. Það er, að
framkvæmdin sé fjármögnuð með
notendagjöldum, ekki með aðkomu
ríkissjóðs. Það eru skýr skilyrði.“
Skiptar skoðanir voru um for-
sendur við kostnaðinn. Þór Saari,
þingmaður Hreyfingarinnar, sagði
að forsendurnar myndu ekki stand-
ast og göngin yrðu aldrei sjálfbær.
Kostnaður myndi því lenda á ríkinu.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) var sömuleiðis á þeirri skoð-
un og taldi of marga óvissuþætti
í áætluninni. Þá væri áætlun of
bjartsýn þar sem gert er ráð fyrir
að 90% umferðar færu um göng-
in þrátt fyrir að vegastytting væri
ekki nema 16 kílómetrar miðað við
akstur um Víkurskarð.
Kallaði framkvæmdastjóri FÍB,
sem sat fyrir svörum með öðrum
hagsmunaaðilum, eftir óháðri
úttekt. Fjármálaráðherra sagðist
hins vegar treysta forsendunum,
sem væru að hans mati varkárar.
„Það er okkar mat að þessar for-
sendur séu eins traustar og þær geta
orðið. Þær eru byggðar á mjög var-
færnum spám um aukningu umferð-
ar og ekki tekið með í reikninginn
möguleikar líkt og líklegar stór-
framkvæmdir í Þingeyjarsýslum á
næstu árum.“
Steingrímur sagði að óvissuþætt-
ir myndu sennilega falla í jákvæða
átt og ekkert sé því til fyrirstöðu að
ljúka fjármögnunarsamningi vegna
framkvæmdarinnar. Vonandi feng-
ist heimild frá þingi til að klára fjár-
mögnunarsamning á næstu vikum.
thorgils@frettabladid.is
Sjálfbærni er
lykilatriðið
Ráðherrar og hagsmunaaðilar á þingnefndarfundi
um Vaðlaheiðargöng. Innanríkisráðherra segir
göngin ekki hafa verið framarlega í forgangsröð.
Fjármálaráðherra bjartsýnn á að göngin beri sig.
■ Áætlanir gera ráð fyrir að kostn-
aður við göngin verði 11 milljarðar
króna með virðisaukaskatti.
■ Veggjald verði rétt undir 1.000
krónum og hægt verði að greiða
göngin upp á 25 til 30 árum.
■ Vegstytting á hringveginum
verður 16 kílómetrar og elds-
neytissparnaður gæti numið um
300 til 500 krónum í hverri ferð.
Um göngin:
JAFNRÉTTISMÁL Kærunefnd jafn-
réttismála hefur vísað frá máli
tvítugs starfsmanns Hagkaups á
Akureyri sem kærði stéttarfélag-
ið VR og fjölda verslana fyrir
átak gegn kynbundnum launa-
mun.
Átakið snerist um að VR hvatti
fyrirtæki til að veita konum tíu
prósenta afslátt af vörum og þjón-
ustu í eina viku, til að vega upp á
móti kynbundnum launamun, sem
einnig mælist um tíu prósent.
Meðal þeirra fyrirtækja sem
brugðust við áskoruninni var
Hagkaup.
Starfsmaðurinn var ósáttur við
þessa viðskiptahætti og taldi að
með þeim væri brotið gegn lögum
um jafnan rétt kvenna og karla,
enda væri ólöglegt að mismuna
viðskiptavinum eftir kyni.
Í niðurstöðu kærunefndarinnar
er ekki tekin efnisleg afstaða til
málsins, heldur því vísað frá með
þeim rökum að maðurinn eigi ekki
einstaklingsbundna og lögvarða
hagsmuni af úrlausn málsins.
Í nefndinni eiga sæti hæstarétt-
arlögmennirnir Erla S. Árnadótt-
ir, Björn L. Bergsson og Þórey S.
Þórðardóttir. - sh
Kærunefnd jafnréttismála tekur ekki afstöðu til kæru vegna launamunarátaks VR:
Máli Hagkaupsstarfsmanns vísað frá
ÓLÍKT VERÐ Karlar og konur greiddu ekki
það sama fyrir svona lambalæri í eina
viku í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON