Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. nóvember 2011 11 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- nesi rannsakar nú meintan þjófn- að á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst til- kynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. „Það var nýbúið að endurmarka lambið. Fróðir menn töldu sig þekkja gamla markið þar undir og lambinu hefur verið skilað til þess sem tilkynnti um málið í upphafi,“ segir Theódór Þórð- arson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Borgarnesi. Hann segir eiganda fjárins í girðingunni sem er frístunda- bóndi ekki hafa gefið haldbærar skýringar á því hvernig lambið komst til hans. Ólafur Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir að á undanförn- um árum hafi verið upplýst um fáeina sauðaþjófnaði auk þess sem grunsemdir hafi vaknað um sauðaþjófnaði vegna lélegra heimta á haustin. „Ég man hins vegar ekki eftir máli sem hefur endað með dómi jafnvel þótt það hafi verið upp- lýst. Sammerkt með þessum málum er að menn hafa ekki treyst sér til þess að kæra þar sem um nágranna hefur verið að ræða. En það eru dæmi um að menn hafi náð sáttum um bætur.“ Það er mat Ólafs að taka eigi hart á sauðaþjófnaði. „Öll afskipti af búfé og dýrum varða við dýra- velferð. Ef mál verða kærð á lögregla að taka þau alvarlega. Skýrslutaka lögreglu verður að vera vönduð þannig að skýrsla haldi vatni.“ - ibs Lögreglan í Borgarnesi rannsakar meintan sauðaþjófnað frístundabónda frá bónda í Skorradal: Lögreglumenn fundu endurmarkað lamb SAUÐFÉ Bændur treysta sér sjaldan til að kæra sauðaþjófnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVERAGERÐI Uppblásanlegt íþróttahús mun rísa í bænum. SVEITARFÉLÖG Fyrirhugað æfinga- hús við Grýluvöll í Hveragerði veldur enn deilum í bæjarráðinu þar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að bjóða út fram- kvæmdina. Um er að ræða upp- blásanlegt hús. „Uppblásið æfingahús inni í Dal er ekki skynsamlegasta aðferð- in við nauðsynlega uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ sagði fulltrúi minnihluta A-listans sem kvað fjárfestinguna óarðbæra og greiddi atkvæði gegn henni. Fulltrúar meirihlutans sögðu ágreininginn snúast um útfærslu: „Á því höfum við skilning en undr- umst samt ómálefnalegt orðfæri og orðhengilshátt í umræðunni.“ - gar Deila um uppblásið hús: Ásakanir um orðhengilshátt SVÍÞJÓÐ Kona sem var á bótum vegna bakveiki bar sjálf hundruð bjórdósa úr farangursgeymslu rútu sem hún hafði ferðast með ásamt öðrum bótaþegum til þess að kaupa ódýrt áfengi í Þýska- landi. Þetta gerði konan fyrir framan tollverði og starfsmenn sænsku sjúkratrygginganna sem tóku þátt í skoðun tollsins í Hels- ingborg í tvo daga í októberlok. Auk konunnar voru sex aðrir farþegar á bótum vegna veikinda og atvinnuleysis. Áfengið sem þeir fluttu til Svíþjóðar vó 3.000 kg. Af 94 sem skoðaðir voru þessa tvo daga voru 43 á einhvers konar bótum frá sjúkratryggingum. - ibs Afhjúpuð í tollinum: Bakveik á bót- um bar hundr- uð bjórdósa NOREGUR Karlmaður var nýlega dæmdur í ellefu ára fangelsi í Noregi fyrir að taka þátt í smygli á tæpum níu kílóum af heróíni frá Svíþjóð árið 2009. Málið vekur athygli þar sem þau sem stóðu að innflutningn- um höfðu áður smyglað efnunum inn til Noregs, en þá óttuðust þau að lögreglan væri á eftir þeim og flúðu aftur til Svíþjóðar, segir í Aftenposten. Þau reyndu aftur viku síðar og keyrðu þá fáfarna sveitavegi og villtust nokkrum sinnum en komust þó á áfangastað í bænum Sarpsborg í Noregi. Þar voru þau handtekin síðar um dag- inn. Hinir sakborningarnir höfðu fengið allt upp í 12 ára dóm. - þj Seinheppnir brotamenn: Smygluðu sama dópinu tvisvar HITTUST Á FÓRNARHÁTÍÐ Þessir ungu piltar heilsast að loknum morgunbæn- um á fórnarhátíð múslima í Kolkata á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.