Fréttablaðið - 08.11.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 08.11.2011, Síða 20
KYNNING − AUGLÝSINGSkartgripir & úr ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 20112 HVAÐA KONUNGLEGU DJÁSN ERU DÝRUST? Vefsíðan Born Rich hefur tekið saman lista yfir dýrustu skartgripi kóngafólksins. Þar trónir á toppnum franska drottningin Marie Antoinette (1755-1793) sem átti demantshálsfesti sem nú er metin á 3,7 milljónir punda eða sem samsvarar litlum 676.777.000 krónum. Festin er skreytt fjölda hvítra demanta, ásamt tveimur sjaldgæfum gulum sporöskjulaga demöntum og glæsilegum bleikum demanti neðst. Fegurðarskyn er margslungið fyrirbrigði og misjafnt eftir heimsálfum, þjóðum og einstaklingum hvernig fólki finnst flott að punta sig. Hefð er fyrir því meðal kvenna af Padaung-ætt- flokknum í Búrma að skarta þungum gylltum hringj- um utan um hálsinn. Telpur allt niður í fimm ára aldur byrja á að bera hring að staðaldri og bæta svo hringjum smám saman við næstu árin. Flestir geta hringirnir orðið tuttugu talsins og samhliða fjölgun þeirra lengist hálsinn í allt að 50 sentimetra. Í seinni tíð þykir þessi hefð þó mjög umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ef hringirnir eru fjarlægðir kafna kon- urnar þar sem barkinn og hálsinn falla saman. Aðrir ættflokkar nota skart til að stækka eyru, nef og varir. Þannig nota ættflokkar í Suður-Ameríku skart til að teygja á eyrnasneplunum meðan Mursu- fólkið í Afríku festir við innanverða vör sína leir- diska til að teygja á húðinni. Markmiðið er að fá sem stærsta eyrnasnepla eða framstæða neðri vör og er aðgerðin framkvæmd í nokkrum þrepum þar sem stöðugt stærri hlutir eru notaðir. Heimild: wikipedia.org. Hverjum þykir sinn fugl fagur Konur af Padaung-ættflokknum í Búrma hafa um nokkurt skeið skartað mörgum gylltum hringjum utan um hálsinn. Ýmsir ættflokkar í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku punta sig með aðferðum sem Vesturlandabúum gætu þótt óhefðbundnar. Þannig strekkja sumir húð í innanverðri neðrivör til að gera hana framstæða. NORDICPHOTOS/GETTY Í tilefni af opnun verslunarinnar bjóðum við 20% afslátt af öllu íslensku skarti í nóvember,“ segir Kolbrún Tobíasdóttir, versl- unarstjóri í nýrri Leonardverslun í Lækjargötu 2 í Reykjavík sem er sú fjórða á landinu. Verslunin er í sögufrægu húsi á horni Lækjar- götu og Austurstrætis sem var endurreist eftir bruna fyrir nokkr- um árum. Auk þess að vera með mikið úrval af íslenskum skartgripum mun verslunin í Lækjargötu bjóða upp á vönduð úr. „Við erum að auka vöruúrvalið hjá okkur,“ segir Kolbrún. „Í dag bjóðum við úr frá Tag Heuer en munum bæta við Breitling, Hublot, IWC og Omega á næstu mánuðum.“ Nokkur töskumerki verða líka einungis í Leonard í Lækjargötu. „Okkur langar að skapa sérstaka stemningu í kringum verslunina og bjóða upp á vörumerki hér sem ekki er boðið upp á í hinum versl- unum Leonard,“ segir Kolbrún. „Á vormánuðum er meðal ann- ars von á töskum frá Tory Burch og Michael Kors.“ Í desember mun Leonard, fjórða árið í röð, bjóða upp á styrktar- hálsmen í línunni „Flóra Íslands“ frá Leonard. Skartgripurinn er hannaður af Eggerti Péturssyni, listmálara og Sif Jakobs gullsmið og er seldur til styrktar góðu mál- efni tengdu börnum. Í fyrra voru það sykursjúk börn sem nutu góðs af sölu á skartgripnum Sóldögg. Fyrr í þessum mánuði var fulltrú- um frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki, afhentur 1.500.000 króna styrkur sem ágóði af sölu á Sóldögg árið 2010. Afsláttur af íslensku skarti Ný skartgripaverslun hefur tekið til starfa í Lækjargötu 2 í Reykjavík. Það er Leonard sem þar opnaði sína fjórðu verslun. Hinar eru í Kringlunni, Smáralind og á Keflavíkurflugvelli. Boðið verður upp á sérstök vörumerki í Lækjargötunni sem ekki eru í hinum búðunum. Verslunin er í sögufrægu húsi á horni Lækjargötu og Austurstrætis sem nýlega var endurreist eftir bruna. „Við erum að auka vöruúrvalið hjá okkur,“ segir Kolbrún Björg Tobíasdóttir, verslunarstjóri Leonard í Lækjargötu. MYNDIR/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.