Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 2
Morgunblaðið/Eggert
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vonast er til að árnar undir Eyja-
fjöllum sem eru bakkafullar af eðju
eftir gosið í vor hreinsi sig sjálfar
eftir að grafnar hafa verið í þær
rásir sem geti tekið við frekari eðju-
flóðum af jöklinum. Landgræðslan
og Vegagerðin standa fyrir miklum
framkvæmdum þessa dagana. Verið
er að moka upp úr um 17 km, alls
um 80 þúsund rúmmetrum af efni.
Farvegir flestra ánna undir Eyja-
fjallajökli eru fullir af framburði og
geta ekki tekið við eðjuflóðum sem
jarðvísindamenn búast við að komi
af jöklinum með rigningum. Land-
græðslan telur að jökulleðja og mal-
arframburður muni berast út fyrir
farvegina og inn á ræktunarlönd,
eins og gerðist við upphaf eldgoss-
ins í Eyjafjallajökli þegar Svaðbæl-
isá flæddi yfir bakka sína og skildi
eftir leirlag á meginhluta túna
bóndans á Önundarhorni og víðar.
Þá eru byggingar og mannvirki tal-
in í hættu og ekki síst hringveg-
urinn.
Hefði þurft að vera lokið
Ástandið hefur verið alvarlegast
við Svaðbælisá. Þar er verið að
byggja mikla varnargarða ofan
vegar og moka upp úr farveginum.
Neðan vegar hefur efni verið ýtt
upp úr ánni og Vegagerðin hækkað
veginn til að verja landið. Enn er
flóðahætta í Önundarhorni og hefur
Sigurður Þór Þórhallsson bóndi
ekki fengið leyfi til að hefja end-
urræktun túnanna vegna þess. Njóli
hefur náð yfirhöndinni í ræktuninni
og er Sigurður að ráðast gegn hon-
um þessa dagana. Hann segir að
hækka þurfi veginn um einn til einn
og hálfan metra og grjótverja til að
verja landið og því verki hefði þurft
að vera lokið. Nú sé hann að verða
of seinn að hefja ræktun með það að
markmiði að fá uppskeru næsta
sumar.
Einnig verður mokað upp úr
Laugará og varnargarðar grjót-
varðir. Svaðbælisá og Laugará
renna saman neðan við þjóðveg og
heitir áin eftir það Bakkakotsá. Þar
verður sömuleiðis mokað upp og
varnargarðar útbúnir og þá er byrj-
að að moka út ós árinnar til að hún
renni beint til sjávar og hreinsi sig
frekar.
Framkvæmdir standa einnig yfir
við farveg Holtsár sem er nokkru
vestar undir Eyjafjöllum og rennur
í Holtsós. Verktakinn mokar upp úr
farveginum úr ósnum og upp fyrir
þjóðveg. Þá verða varnargarðar
styrktir.
Opnaðir farvegir fyrir
eðjuna af Eyjafjallajökli
Áttatíu þúsund rúmmetrum af jökuleðju og möl mokað upp
Gert við Slöngur gáfu sig í atganginum hjá gröfumönnum Snilldarverks þar sem þeir voru að störfum í Holtsá.
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Á millistjórnendalaunum
við vinnslu og frystingu
Vertíðarstemning í Neskaupstað og engin sumarlokun hjá Síldarvinnslunni
Kristín Ágústsdóttir
Neskaupstaður | Vertíðarstemning hefur verið í
Neskaupstað í sumar þar sem unnið er við vinnslu
og frystingu á makríl og síld í fiskiðjuveri Síldar-
vinnslunnar. Vinnan er mikil og hafa framhalds-
skóla- og háskólanemar fengið þar sumarstörf.
Unnið er á tólf tíma dag- og næturvöktum og því
mikið líf í fiskiðjuverinu allan sólarhringinn. Sökum
þess hvernig vinnutíma er hagað gefur sumarvinn-
an mikið í aðra hönd, eða fimm til sex hundruð þús-
und krónur á mánuði. Er þetta í fyrsta sinn frá
árinu 2007 sem ekki hefur þurft að grípa til sum-
arlokunar.
Góð stemning var í hópnum á vaktaskiptum
um kvöldmatarleytið í gær þegar dagvaktin hélt
heim á leið og næturvaktin tók við. Sigfús Ólafur
Guðmundsson og Sæunn Skúladóttir hafa unnið á
næturvöktunum og eru sammála um að mikil ver-
tíðarstemning hafi verið það sem af er sumri og
mikil samkennd í hópnum. „Reyndar er nú ekki
mikið líf utan vaktanna,“ sagði Sæunn og Sigurður
Steinn Einarsson, sem var að koma af dagvaktinni,
tók í sama streng: „Maður missir eiginlega alveg af
sumrinu hérna inni.“
En þar sem mörg ungmenni koma saman er
sjaldan leiðigjarnt og þó svo sumrið fari að mestu í
vinnu láta þau það ekki á sig fá. „Við reynum að hafa
stuð á vöktunum. Til að mynda hefur næturvaktin
stofnað hljómsveitina Færibandið sem er mikið
framtíðarband,“ sögðu Sæunn og Sigfús Ólafur.
„Alla vega með hærri laun en mamma“
Ef stuðið á vöktunum er ekki nóg til að draga
úr óánægjunni með að missa af sumrinu er ljóst að
launaseðillinn í byrjun mánaðar ætti að duga til.
Enda var ekki annað að heyra en að krakkarnir
væru hæstánægðir með launin sem greidd eru fyrir
sumarvinnuna. „Þetta er mjög vel borgað. Maður er
kominn í hátekjuskatt,“ sagði Sigfús Ólafur með
bros á vör. Aðrir tóku í sama streng: „Ég er alla
vega með hærri laun en mamma,“ sagði einn og
annar: „Þetta er betur borgað en í álverinu.“ Aug-
ljóst var því að flestir voru sáttir við sitt.
Krakkarnir segja að á vöktunum ríki algjört
jafnrétti, engin sérstök karlastörf eða kvennastörf
eru í boði. Allir ganga í að hausa og slógdraga, flaka
og öll hin verkin sem tilheyra vinnslunni. Síldin er
talin skemmtilegri og fjölbreytilegri í vinnslu, en
hún er flökuð. Makríllinn, sem er bara hausaður og
slógdreginn, þykir helst til einhæfur.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsd.
Vaktaskipti Sigfús Ó. Guðmundsson, Eyðun Sím-
onsen verkstjóri og Sigurður Steinn Einarsson.
Börn og ferðamenn mokveiddu
þorsk við Ólafsvíkurbryggju í gær-
kvöldi. Börnin voru afar ánægð
með aflann og sagði einn veiðimað-
urinn, Trausti að nafni: „Við erum
búin að fá átta fiska maður og þeir
voru risastórir. Ég bað pabba að
hjálpa mér að koma þeim upp á
bryggjuna.“
Erlendir ferðamenn horfðu agn-
dofa á veiðiskapinn. Börnin voru
gestrisin og buðu ferðamönnunum
að spreyta sig. Ekki leið á löngu
þar til þeir voru farnir að þeyta
þorski á land.
Mokveiddu
í Ólafsvík
Sælir Vel bar í veiði hjá þessum
ungu mönnum á Ólafsvíkurbryggju.
Morgunblaðið/Alfons
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Þjófnaður á tjaldvögnum og fellihýs-
um hefur aukist mikið að undan-
förnu. Lögregla vill brýna fyrir fólki
að vera á varðbergi og nota keðjur
og lása óspart til að verja vagnana
fyrir þjófum.
Aðfaranótt miðvikudags var tjald-
vagni stolið á sýningarsvæði fyrir
framan búðina Ellingsen í Reykja-
vík. Þjófurinn kom akandi inn á
svæðið, tengdi vagninn snarlega við
Cherokee-jeppa sinn og ók á brott.
Að sögn Angantýs Agnarssonar
verslunarstjóra virtist þjófurinn
engu skeyta um að athæfi hans væri
fest á filmu. „Það sýnir hversu ófor-
skammað þetta er.“
Fyrirtækið Víkurverk hefur svip-
aða sögu að segja. Aðfaranótt föstu-
dagsins 9. júlí náðist ökumaður
Cherokee-jeppa á myndband þar
sem hann tengdi fellihýsi á lóð Vík-
urverks við jeppann og keyrði burt.
Hvorki tjaldvagninn, fellihýsið né
þjófurinn hafa fundist. Lögregla
rannsakar nú upptökur af atburðun-
um.
Stolið eftir tvo daga
Lögregla segir að þjófnaður af
þessu tagi hafi ávallt tíðkast að ein-
hverju marki hér á landi en aldrei
komist í hálfkvisti við ástandið nú í
sumar. Lögregla hefur jafnframt
litlar upplýsingar um hvað verður
um vagnana og telur líklegt að þeir
séu fluttir úr landi í gámum. Þjóf-
arnir virðast svífast einskis. Angan-
týr segist vita um dæmi þess að fjöl-
skylda hafi fjárfest í tjaldvagni, ekið
að heimili sínu, lagt honum þar og
tveimur dögum síðar hafi tjaldvagn-
inn horfið og aldrei sést aftur.
Tjaldvögnum
stöðugt stolið
Segja ástandið aldrei hafa verið verra