Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Str. 38-56 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Enn meiri afsláttur 40%-70% Nýtt kortatímabil Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Stórútsala 30-70% afsláttur Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Mál Svanhildar Önnu Sveinsdóttur, íbúa í fjölbýlishúsi á Akranesi, hefur verið áberandi undanfarið en henni var neitað um framlengingu hunda- leyfis sem rennur út 1. nóvember nk. Félagsmálaráðuneytið hyggst nú endurskoða lögin og hefur þegar haf- ið undirbúning á breytingum. Í nú- gildandi lögum geta ofnæmissjúkir komið í veg fyrir hundahald fatlaðra í blokkum en eftir breytingar verður réttur fatlaðra tryggður. Svanhildur fæddist sjón- og heyrn- ardöpur auk þess sem hún þjáist af jafnvægisleysi vegna heilaæxlis. Hún hefur haft leiðsöguhundinn Exó í þrjá mánuði og hefur hann breytt lífi hennar til hins betra. Eftir að beiðni hennar var hafnað þarf Svanhildur að velja milli þess að losa sig við leið- söguhundinn eða leita að nýju hús- næði. Þorsteinn Eggertsson sem búsett- ur er í Danmörku heyrði af málinu og fann sig knúinn til að blanda sér í það. Þorsteinn telur að með svo úr- eltum lögum sé verið að koma þess- ari konu út af kortinu. „Henni er bol- að út úr sinni íbúð á löglegan hátt og bæjarstjórinn á Akranesi getur ekk- ert gert í málinu“. Þorsteinn segir að það vanti lagaákvæði sem geri grein- armun á hvort hundurinn sé gæludýr eða hjálpartæki. „Þetta er sérþjálf- aður labrador sem geltir ekki. Hann veldur minni hávaða en kona á há- hæluðum skóm“. Að auki hefur verið stofnuð síða á samfélagsvefnum Facebook, þar sem fólk getur lagt inn á reikning til að hjálpa Svanhildi í flutningunum. Líka ekki nornaveiðar „Augljóst er að endurskoða þarf reglugerðina sem er 16 ára gömul og margt breyst síðan þá. Í rauninni er byrjað að undirbúa þá endurskoðun. Það er ótækt að fólk geti ekki haldið nauðsynlegum hjálpartækjum,“ seg- ir Anna Sigrún Baldursdóttir, að- stoðarmaður félagsmálaráðherra. Hún segir hagsmuni Svanhildar tryggða þar til lausn finnst. Sjálf segist Svanhildur miður sín eftir umfjöllun um málið sökum þess að nágrannar hennar hafa orðið fyrir miklu áreiti. „Þó svo að ég veitti við- tal í sjónvarpið þá var það ekki til- gangur minn að nágrannar mínir yrðu fyrir svona hræðilegu skít- kasti,“ segir hún. „Ég er afar þakklát fyrir þennan mikla einhug sem ég hef fundið fyrir en ég bið fólk vinsamleg- ast um að hætta að leita að sökudólgi. Mér líka ekki þessar nornaveiðar. Látið kraftinn ganga í það að breyta lögunum“. Úrelt reglugerð kemur í veg fyrir rétt fatlaðra  Lögum um leiðsöguhunda í blokkum verður breytt Morgunblaðið/ÞÖK Besti vinur mannsins Labrador-hundar eru gjarnan sérþjálfaðir í allt að fimm ár til þess að hjálpa blindu og fötluðu fólki að athafna sig í lífinu. MMyndskeið á mbl.is Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF- Sif, er nú í Bandaríkjunum þar sem hún mun sinna mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir BP-olíufélagið. Flaug Sif til Hauma í Louisiana-ríki í gærmorgun. Sjö starfsmenn Land- helgisgæslunnar fóru utan ásamt flugvirkja og flugumsjónarmanni. TF-Sif er ætlað að kortleggja olíu- mengun í flóanum suður af New Or- leans og sérstaklega að rannsaka hvar megi takast að hreinsa olíuna upp. Stjórnvöld í Bandaríkjunum áætla að 35-60.000 tunnur af olíu leki úr olíulind BP í flóann á dag. Lekinn hófst þegar Deepwater Horizon-bor- pallurinn sökk í apríl. Bandaríska strandgæslan hefur yfirumsjón með verkefninu en Sif mun leysa flugvél kanadísku sam- göngustofnunarinnar af en sú vél er af sömu gerð og Sif. Eru þær báðar búnar öflugri ratsjá sem sérhönnuð er fyrir mengunareftirlit. Áætlað er að Sif verði við störf ytra í um það bil mánuð og snúi heim 15. ágúst. Til stendur að fljúga yfir flóann fimm til sex daga í viku, sam- tals um hundrað flugtíma. Verður vélin mönnuð fjórum áhafnarmeð- limum í hverju flugi og reiknað er með að um borð verði ávallt maður frá bandarísku strandgæslunni. Nokkur hætta er á að fellibyljir skelli á í Bandaríkjunum á þessum árstíma. Er búið að gera ráðstafanir til að leggja megi Sif í flugskýlum; annars vegar í Tyndal í Florida-fylki komi fellibylur úr vestri og í San Antonio í Texas komi hann úr austri. Sif til Louisiana í mengunareftirlit  Ráðstafanir gerðar vegna fellibylja Morgunblaðið/Árni Sæberg Sif Áhöfnin áður en lagt var í hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.