Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
10 Daglegt líf
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Tímaritið Sumar í boði náttúrunnar kom út fyrirskemmstu og að sögn Guðbjargar Giss-urardóttur ritstjóra er það lífsstílsblað sem ein-blínir á heilbrigðan lífsstíl. „Við horfum út fyrir
borgarmörkin og skoðum hvernig við nýtum náttúruna, þá
erum við að tala um landið, dýrin og plönturnar og allt í
kringum það. Þetta er fyrir þá sem hafa áhuga á að vera
úti í íslenskri náttúru og kunna að meta hana. Mig langaði
að upphefja íslenska náttúru því hún er alveg gríðarlega
falleg, mikilvæg og dýrmæt fyrir okkur Íslendinga. Hún
er ein af okkar auðlindum sem eru svo dýrmætar og mig
langaði að gera því góð skil í þessu blaði,“ segir Guðbjörg.
Nýr tónn í tímaritaútgáfu
Hugmyndin að blaðinu kviknaði sl. haust. „Maðurinn
minn, Jón Árnason, hefur hjálpað mér að móta hugmynd-
ina og komið að þessu eins og hann getur. Svo fékk ég fólk
með mér þegar vinnslan á blaðinu hófst, til að hanna og
skrifa, en fyrst og fremst hef ég gert allt sjálf, eins og að
safna auglýsingum og undirbúa kynningar, dreifingu og
sjá um söluna á blaðinu,“ segir Guðbjörg.
Aðspurð segir hún fólk hafa tekið blaðinu vel. „Þetta
er nýr tónn í tímaritaútgáfu. Við erum að taka á hlutum
sem tengjast íslenskri náttúru á einhvern hátt, hlutum
sem hafa verið í miklum vexti, t.d. útivist, áhuga á að nýta
og njóta náttúrunnar betur, t.d. nýta villijurtir, og líka
hvernig við getum á hagkvæman hátt gert umhverfið okk-
ar huggulegt. Umfjöllunin er í takt við það sem er að ger-
ast á Íslandi í dag og það finnst mér fólk skynja. Fólk er
meðvitaðra um umhverfið og það endurspeglast í blaðinu.“
Ekki aðeins endurspeglast umhverfisvitundin í efn-
istökum blaðsins heldur einnig í blaðinu sjálfu. „Við
ákváðum að fara með þetta alla leið. Pappírinn er um-
hverfisvænn og vottaður, hann er mattur en ekki með
þessari glansáferð sem flest tímarit hafa. Fyrsta snert-
ingin við blaðið er strax á þessum nótum, þetta er ekki
glanstímarit,“ segir Guðbjörg.
Matur á landsbyggðinni
helsta umkvörtunarefnið
Í blaðinu er matarkort þar sem staðsetning veit-
ingastaða og kaffihúsa með hollum og góðum mat er sýnd
á landinu öllu. Lítil umfjöllun fylgir svo um hvern stað.
„Ég var að ferðast um landið í fyrrasumar og þá fannst
mér þetta vanta tilfinnanlega,“ segir Guðbjörg. „Ef maður
var að keyra um landið og langaði í sérstaka matarupp-
Langaði að upphefja
íslenska náttúru
Í miðri brjóstagjöf um hánótt datt Guðbjörgu Gissurardóttur í hug að gefa út
tímarit þar sem tekið er á hlutum sem tengjast íslenskri náttúru. Tímaritið er
orðið að veruleika og Sumar í boði náttúrunnar aðgengilegt öllum.
lifun þá vissi maður aldrei hvert maður átti að fara, fyrir
utan bensínstöðvastoppin með hamborgurum og tilheyr-
andi. Það eru víða góðir staðir en enginn leiðarvísir sem
maður gat treyst.
Svo fór ég að tala við ferðafrömuði sem höfðu ferðast
mikið með útlendingum um landið. Ég spurði þá hvað það
væri sem útlendingum þætti vanta og þá var mér sagt að
aðalumkvörtunarefnið væri maturinn á landsbyggðinni.
Það væri erfitt að finna staði þar sem væri hægt að fá stað-
bundinn, ekta íslenskan mat. Þetta passaði við það sem
mér fannst vanta og allir mínir vinir voru sammála um
það. Því varð augljóst að það þyrfti að taka þetta fyrir.“
Nefnt eftir árstíðinni
Blaðið mun koma út fjórum sinnum á ári en fyrsta ár-
ið kemur það út þrisvar sinnum. Næsta blað verður Vetur
í boði náttúrunnar og verður það gefið út, eins og nafnið
gefur til kynna, næsta vetur. Hægt er að kaupa Sumar í
boði náttúrunnar í bókabúðum, matvöruverslunum, bens-
ínstöðvum og á ibn.is.
Bollywood-kvikmyndaiðnaðurinn í Ind-
landi er einn sá stærsti í heimi en
strax í kringum 1930 voru búnar til
200 myndir árlega. Höfuðstöðvar
framleiðslunnar eru í Mumbai en þessi
kvikmyndagerð hefur nú líka teygt sig
til fleiri landa. Gullöld Bollywood-
kvikmyndanna er talin hafa verið á ár-
unum 1940 til 1960 en þær eru þó enn
mjög vinsælar í dag.
Oftast er um að ræða fjörugar dans
og söngvamyndir sem einkennast af
dramatískum ástarsögum. Litríkir
búningar og dans ráða ríkjum í þessu
lifandi kvikmyndaformi sem haft hefur
sín áhrif víða og líka hér á litla Íslandi
þar sem Bollywood-dans og tónlist
hafa verið vinsæl síðastliðin ár.
Á vefsíðunni grapheine.com/
bombaytv gefst almenningi nú kostur
á að setja saman myndskeið í sína eig-
in Bollywood-kvikmynd og setja texta
á íslensku saman við. Þetta er stór-
skemmtilegt dægradvöl og á eftir er
hægt að senda afraksturinn til vina og
þeir geta þá prófað líka.
Vefsíðan www.grapheine.com/bombaytv
Reuters
Vinsælt Kvikmyndaaðdáandi kaupir sér bíómiða í Mumbai.
Bollywood talsett á íslensku
Það þarf ekki að vera flókið og kosta
mikla fyrirhöfn að bjóða vinum í mat.
Það er tilvalið að nota sumarkvöldin
til að bjóða í grill, líka á virkum dög-
um og bjóða upp á eitthvað einfalt og
gott. Góðir hamborgarar klikka aldrei
og þá má útfæra á ýmiss konar nýjan
hátt og bera fram með fljótlegum
heimagerðum sósum, t.d. jógúrtsósu
með myntu eða sinnepi. Það er líka
gott að kaupa tilbúnar sósur, t.d. pip-
arsósu, og skella ofan á borgarann
með smásinnepi og brakandi fersku
grænmeti. Setja svo nokkrar franskar
í ofninn og bera fram eitthvað ískalt
og svalandi að drekka með.
Endilega …
… bjóðið vinum
í mat
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Girnilegt Hamborgari er skotheldur.
Gallabuxur eru með sígildustu flík-
unum sem finna má í fataskápnum.
Þær má gera sparilegri með flottum
skóm og efri parti eða nota hvers-
dags með þægilegum íþróttaskóm og
hettupeysu. Gallabuxur má nota við
flestöll tækifæri, meira að segja
brúðkaup ef marka má könnun sem
breska markaðsfyrirtækið Glamour-
2Go lét gera nýverið.
Alls tóku 1.822 konur á aldrinum
25 til 50 ára þátt í könnuninni sem
gerð var í átta verslunarmiðstöðvum.
Könnunin leiddi í ljós að flestum
konunum fannst viðeigandi að vera í
gallabuxum við flest tilefni, fyrir utan
atvinnuviðtöl og jarðarfarir. Alls
sögðu 69% kvennanna að þær
myndu mæta í merkjagallabuxum í
formlegt brúðkaup, 10% svöruðu
neitandi og 21% með kannski. Sama
var að segja um leikhúsferðir og fína
veitingastaði. Flestar konurnar sögðu
að þær myndu láta sjá sig þar í galla-
buxum en þó af sparilegri gerð. Það
er af sem áður var þegar konur voru
litnar hornauga fyrir það eitt að
ganga í buxum.
Flestar konur myndu mæta
á þeim í brúðkaupsveislu
Gallabuxur Buxurnar má bæði nota spari og hversdags.
Gallabuxur eru málið
Bónus
Gildir 15.-18. júlí verð nú áður mælie. verð
My heimilisbrauð, 770 g ............ 198 259 257 kr. kg
Hollenskar nautalundir ............... 2.698 2.998 2.698 kr. kg
Ferskar grísahnakkasneiðar ........ 898 998 898 kr. kg
Ferskar grísakótelettur ................ 898 998 898 kr. kg
Bónus pylsur ............................. 598 719 598 kr. kg
KS frosnar lambalærissneiðar ..... 1.259 1.398 1.259 kr. kg
KS frosið lambafillet ................... 2.698 2.998 2.698 kr. kg
KS frosin lambasvið ................... 194 239 194 kr. kg
Kjörfugl ferskur heill kjúklingur .... 565 598 565 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 15.-17. júlí verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.498 998 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.398 2.198 1.398 kr. kg
Lambafille m/fitu úr kjötborði ..... 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Hamborgarar, 4x80 g m/brauði .. 496 596 496 kr. pk.
FK kjúklingabringur .................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg
Móa kjúklingaleggir.................... 649 998 649 kr. kg
Ísfugl kalkúnagrillsneiðar............ 1.199 1.599 1.199 kr. kg
Fjallalambs fjallalæri, kryddað .... 1.583 2.473 1.583 kr. kg
FK grill svínakótilettur ................. 1.198 2.098 1.198 kr. kg
Hagkaup
Gildir 15.-18. júlí verð nú áður mælie. verð
Hagkaups grill læri..................... 1.724 2.298 1.724 kr. kg
VSOP lambatvírifjur.................... 1.998 2.498 1.998 kr. kg
VSOP lærissneiðar ..................... 2.262 2.828 2.262 kr. kg
Holta ferskar kjúklingabringur ..... 1.946 2.595 1.946 kr. kg
Holta ferskar kjúklingalundir ....... 1.946 2.595 1.946 kr. kg
Holta kjúkl.bring. m/hvítl./rósm.. 1.796 2.395 1.796 kr. kg
Holta indverskir kjúklingaleggir.... 647 995 647 kr. kg
Myllu fjallabrauð........................ 199 489 199 kr. stk.
Myllu kleinur, 25% meira í pk...... 299 318 299 kr. pk.
Kostur
Gildir 15.-18. júlí verð nú áður mælie. verð
Goði pítubuff, 6 stk. m/ brauði ... 798 998 798 kr. pk.
Goði grísalærissneiðar, rauðvínsl. 1.274 1.698 1.274 kr. kg
Goði grísahnakki beinl. pip/Bbq . 1.678 2.098 1.678 kr. kg
Goði ítalsk. grillpylsur, 5 stk. í pk. 302 378 302 kr. pk.
Ferskjur, 750 g askja ................. 258 369 344 kr. kg
Nektarínur, 750 g askja.............. 328 469 437 kr. kg
Plómur, 750 g askja................... 328 469 344 kr. kg
Quaker. haframjöl, 4,5 kg ........... 1.499 1.789 333 kr. kg
Best Yet örbylgjupopp, 3 pokar ... 169 199 169 kr. pk.
Krónan
Gildir 15.-18. júlí verð nú áður mælie. verð
Grísalundir ................................ 1.299 2.598 1.299 kr. kg
Grísakótilettur New York.............. 899 1.498 899 kr. kg
Grísahnakki í hvítlauk/rósmarín .. 899 1.698 899 kr. kg
Grísasnitsel ............................... 899 1.698 899 kr. kg
Grísagúllas................................ 899 1.598 899 kr. kg
Grísabógur hringskorinn ............. 449 598 449 kr. kg
Grísasíður pörusteik ................... 479 798 479 kr. kg
Krónu kjúklingabringa Texas........ 1.998 2.598 1.998 kr. kg
Móa Piri Piri vængir tilbúnir ......... 539 899 539 kr. kg
Nóatún
Gildir 15.-18. júlí verð nú áður mælie. verð
Lambafille með fiturönd ............. 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Lambalærissneiðar, kryddaðar .... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar.................. 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Lambalæri, Heiðmerkurkryddað .. 1.258 1.398 1.258 kr. kg
Grísakjöt á spjóti ....................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg
Nautafille spjót með grænmeti.... 727 799 727 kr. kg
Caj P’s grillolía, Hickory .............. 299 329 299 kr. stk.
Knorr Doy sósa, Bernaise ........... 399 439 399 kr. stk.
Pepsi, 2 l .................................. 198 256 198 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 15.-18. júlí verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingabringur, úrb. ....... 2.094 2.992 2.094 kr. kg
Ísfugls kjúklingur heill................. 682 975 682 kr. kg
Ísfugls kjúklingalæri og leggir ...... 669 956 669 kr. kg
Fanta lemon, 0,5 l ..................... 115 149 230 kr. ltr
Maryland kexkökur, 150 g .......... 110 129 734 kr. kg
Hatting pítubrauð, fín, 6 stk. ....... 245 285 41 kr. stk.
Kjörís grænir frostpinnar, 10 stk. . 579 759 58 kr. stk.
Philadelphia rjómaostur, 200 g... 439 499 2.195 kr. kg
Dala fetaostur m/ólífum, 325 g .. 415 459 1.277 kr. kg
Helgartilboðin