Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 14

Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 14
VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þegar verktakar og námafyrirtæki eru sambandslaus í óbyggðum Grænlands eða Færeyingar vilja tryggja fjarskiptaöryggi vegfar- enda um jarðgöng sín er haft sam- band við Sigga Harðar, réttu nafni Sigurð Harðarson, rafeindavirkja- meistara í Kópavogi. Sigurður hef- ur verið í hljóðlátri útrás til Fær- eyja og Grænlands undanfarin ár. Hann hefur sett þar upp fjar- skiptakerfi fyrir einkafyrirtæki og samgönguyfirvöld sem byggjast að hluta á tækjabúnaði sem hann hef- ur sjálfur hannað og smíðað. Sigurður er nýkominn heim úr verkefni á Grænlandi. Hann vinn- ur nú á verkstæði sínu að hönnun og undirbúningi uppsetningar fjarskiptakerfis fyrir ástralska námafyrirtækið Platina Resources sem er að hefja gullvinnslu í óbyggðum á austurströnd Græn- lands. Fjarskiptakerfið sem bygg- ir á VHF-talstöðvum mun annast tölvusamskipti og gerir kleift að tala á milli vinnubúða og náma- svæðanna sem eru í öðrum firði og í 12-14 km fjarlægð frá vinnubúð- unum. Sjálfbær og hagkvæm kerfi „Það eru engin fjarskipti þarna, bókstaflega engin, nema þá gervi- hnattasímar. Það er dýrt að nota þá en svona kerfi er ódýrt í rekstri, sólin sér um að knýja það,“ sagði Sigurður. Hann smíðar endurvarpa fyrir fjarskiptakerfið og setur þá upp á fjallatoppum. Hann hannaði endurvarpana sem eru mjög hagkvæmir í notkun. Þeir eru knúnir sólarorku og bún- ir endingargóðum rafgeymum og því sjálfbærir um orkuöflun. Sigurður setti upp fyrsta kerfið sitt á Grænlandi árið 2002 fyrir sænskt fyrirtæki. Það var með prófunarstöð nálægt ratsjárstöð- inni DYE-2 eða 270 km inni á Grænlandsjökli. Þar var unnið að prófunum á bílum, vélum og öðr- um búnaði fyrir Volkswagen. Þegar bílaprófunum lauk árið 2005 var kerfið tekið niður og dönsk ferðaþjónusta sem rekin er á alþjóðaflugvellinum í Syðri- Straumfirði keypti það og lét setja það upp 2006. Kerfið er enn notað í þágu ferðaþjónustunnar. Sigurður hefur einnig unnið fyr- ir Ístak og sett upp fjarskiptabún- að vegna virkjanaframkvæmda á þremur stöðum í Grænlandi. Þau fjarskiptakerfi byggjast á VHF- samböndum og eru bæði fyrir tal- og tölvusamband. Nú síðast var hann í Ilulissat og setti upp búnað sem tryggir fjarskipti milli virkj- unarstaðarins um 90-100 km inni í landinu og bæjarins Ilulissat sem er við ströndina. Eins þjónar kerf- ið innbyrðis fjarskiptum starfs- manna á virkjunarstaðnum. Samskiptakerfi vegna virkjunar í Sisimiut var látið standa áfram sem öryggiskerfi og grænlenskir verktakar keyptu nokkra end- urvarpa sem notaðir voru við smíði virkjunar í Qaqortoq. Yfirkall í útvarpinu Sigurður hefur einnig sett upp fjarskiptabúnað í þrenn jarðgöng í Færeyjum og þau fjórðu eru í undirbúningi. Fyrst var leitað til hans vegna Hovs-jarðganganna á Suðurey sem Ístak gerði. Göngin eru 2.435 metra löng og voru tekin í notkun 2007. Sigurður var beðinn um að setja upp endurvarpsbúnað í göngunum fyrir færeysku útvarpsrásirnar, sem eru þrjár. Einnig búnað fyrir fjarskipti lögreglu og slökkviliðs. „Þeir vildu líka að ég setti upp búnað sem má nefna „yfirkall“. Með því að ýta á einn hnapp geta lögreglan eða slökkviliðið komist inn á allar útvarpsrásirnar í göng- unum og komið skilaboðum til vegfarenda í gegnum útvarpið. Það skiptir engu á hvaða rás þú ert að hlusta, þú heyrir skila- boðin.“ Ánægja í Færeyjum Sigurður segir að Færeyingar hafi álitið þetta mikilvægt öryggis- atriði, ef slys eða óhapp verður í göngunum. Um leið og boð um slíkt óhapp berist sé hægt að vara aðra sem eiga leið um göngin við. Auk Hovs-jarðganganna er Sig- urður búinn að setja samskonar búnað upp í Norðskála-jarðgöngin á Austurey, 2.520 m löng, og Leynar-jarðgöngin á Straumey sem eru 760 m löng. Næsta verk- efni er að fjarskiptavæða Leirvík- urjarðgöngin á Austurey sem eru 2.238 m löng. Þar verður einnig settur upp yfirkallsbúnaður fyrir lögreglu og slökkvilið. Sigurður segir að Færeyingar hafi lýst ánægju sinni með þennan búnað. Alls eru 19 jarðgöng í Færeyjum og því 16 eftir eins og einn heima- manna sagði við Sigurð. Ekkert minnst á íslensk göng Ekkert hefur verið minnst á það við Sigurð að setja svona búnað upp í jarðgöngum hér á landi. Hann hefur sett upp fjarskiptanet fyrir lögreglu og björgunarsveitir í Fáskrúðsfjarðargöngum og Al- mannaskarðsgöngum. Hann segir lítið mál að setja GSM-samband og útvarpssendingar í jarðgöng. Hann bendir á að nú þegar séu út- varpssendingar í Hvalfjarðar- göngum og lítið mál að setja þar yfirkallsbúnað. „Hnappurinn til að komast inn á kerfið gæti bæði verið í varðskýl- inu og eins hjá lögreglunni. Það mætti líka stýra þessu í gegnum Tetra-kerfið. Ef t.d. kviknaði í bíl í öðrum enda ganganna væri hægt að vara alla sem eru í göngunum við í gegnum útvarpið og beina þeim frá,“ sagði Sigurður. Endurvarpar um allar jarðir  Sigurður Harðarson setur upp fjarskiptakerfi á Grænlandi og fjarskiptavæðir jarðgöng í Færeyjum með íslenskri tækni sem gerir kleift að koma neyðarboðum til bíla í göngunum um útvarpstæki Meistari „Þetta er það eina sem ég kann,“ sagði Sigurður og mundaði lóðbolta. „Ég hef aldrei tollað við skrifborð.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Munntóbaksneysla er í mikilli sókn hjá ungum drengjum. Af þeim sök- um hefur átaksverkefninu „Bagg er bögg“ verið hleypt af stað en að því standa Jafningjafræðsla Hins húss- ins, Knattspyrnusamband Íslands og Lýðheilsustöð. Með því er leitast við að sporna við aukinni munntób- aksnotkun og áhersla sérstaklega lögð á unga knattspyrnuiðkendur. Andlit átaksins eru Alfreð Finn- bogason, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, og Sara Björk Gunnarsdótt- ir, landsliðskona í knattspyrnu, ásamt jafningjafræðurunum Rúnari Guðbjartssyni og Sigríði Ólafsdótt- ur, en þau leika einnig knattspyrnu samhliða störfum sínum hjá Jafn- ingjafræðslunni. Samkvæmt Viðari Jenssen, verk- efnisstjóra á Lýðheilsustöð, hafa reykingar og áfengisnotkun snar- minnkað hjá íslenskum ungmennum síðastliðin ár en einhverra hluta vegna hefur munntóbaksneysla ver- ið í mikilli sókn hjá ungum drengj- um. Ýmsar ranghugmyndir Að sögn Jóns Heiðars Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Jafn- ingjafræðslunnar, eru á lofti ýmsar ranghugmyndir varðandi munntób- aksnotkun hjá ungu fólki í dag. „Algeng- asta ranghugmyndin virðist vera sú að munntóbak sé skað- laust þar sem reyk er ekki andað að sér niður í lungu líkt og þegar sígar- ettur eru reyktar. Þessar ranghug- myndir eru að sjálfsögðu ekki á rök- um reistar og hefur munntóbak skaðleg áhrif á líkamann og í okkar huga er tóbak alltaf tóbak.“ Hann segir ungt fólk stundum með það hugarfar að það sé í lagi að prófa að nota munntóbak og hætta þegar viðkomandi er orðinn háður. En Jón Heiðar segir það ekki svo einfalt. „Hér klikkar fólk ansi oft á þeirri staðreynd að það er ekkert grín að losa sig undan fíkninni, því munntóbakið er mjög ávanabind- andi.“ Veggspjöldum og bæklingum sem hönnuð voru sérstaklega fyrir átakið verður dreift til íþróttafélaga, skóla og félagsmiðstöðva vítt og breitt. Þórir Hákonarson, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir mikla ánægju vera með verkefnið og telur hann það sið- ferðislega skyldu KSÍ að sporna við munntóbaksnotkun hjá íþróttafólki. „Bagg er bögg“ hleypt af stokkunum  Ranghugmyndir ríkja um munntóbak  Mikil neysla meðal ungra manna Að sögn Jóns Heiðars er munntób- akið mjög ávanabindandi. „Líkt og önnur tóbaksnotkun þá á munn- tóbak enga samleið með íþróttum. Ástæðan er m.a. sú að nikótínið þrengir æðar, minnkar blóð- og súr- efnisflæði og hefur þ.a.l. slæm áhrif á þol- ið. Munntóbakið hægir á vöðva- uppbyggingu, skapar meiri meiðslahættu og notendur eru einnig lengur að ná sér eftir meiðsli,“ segir hann. Jón segir munntóbakið hafa fjórum sinnum meira magn af nikótíni heldur en sígarettur og flestir vita hvað þær séu ávanabindandi. „Ef menn fá ekki nikótínið þegar þörfin krefur veldur það fráhvarfs- einkennum sem lýsa sér einkum í einbeitingarskorti, skapsveiflum og óróleika,“ segir hann. Jón bætir við að sumar rannsóknir bendi til þess að langvarandi regluleg notk- un auki líkur á krabbameini í munnholi og brisi en það séu 28 krabbameinsvaldandi efni í munn- tóbaki. Tóbakið sýrir einnig í gegn- um tannholdið svo holur myndast. „Langtíma munntóbaksnotendur geta jafnvel potað í augun á sér í gegnum munninn!“ segir Jón. Fráhvarfseinkenni eru mikil MUNNTÓBAKIÐ SKAÐLEGT Sigurður Harðarson hefur langa reynslu af smíði og uppsetningu endurvarpa fyrir VHF- og UHF- samskiptakerfi. „Ég hef unnið manna mest við þetta hér á landi og er ábyggilega búinn að setja upp meira en 100 endurvarpa á Íslandi,“ sagði Sigurður. Hann hefur m.a. sett upp VHF- endurvarpakerfi björgunarsveit- anna, endurvarpa sem Ferða- klúbburinn 4x4 og Ferðafélag Ís- lands nota auk endurvarpa fyrir fyrirtæki og stofnanir sem nota talstöðvar til samskipta. Sigurður hefur sett upp nokkur fjarskiptakerfi í Grænlandi, m.a. í Sisimiut, Qaqortoq, Illulisat og á Grænlandsjökli. Þá útbjó hann endurvarpakerfi í Tasiilaq. Meira en 100 endurvarpar ÍSLENSK TÆKNI NÝTIST VEL Unnið Frá uppsetningu á Grænlandi. Sara Björk og Rúnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.