Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Yfir 280 manns hafa þegar skráð sig til þátttöku í Jökulsárhlaupi hinn 24. júlí nk. Aldrei hefur þátt- taka verið eins góð og nú og er bú- ist við góðri keppni. Skráningu lýk- ur 21. júlí en hámarksfjöldi þátttakenda er 300. Jökulsárhlaupið fer fram í stór- kostlegu umhverfi Jökulsárgljúfra í Vatnajökulsþjóðgarði. Hlaupið hentar hvort sem er reynslumiklum langhlaupurum og þeim sem vilja takast á við utanvegahlaup í fyrsta sinn, þar sem í boði er að hlaupa þrjár mismunandi vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13,2 km. Lagt er að stað frá mismunandi stöðum fyrir hverja vegalengd en öll hlaup- in enda í Ásbyrgi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jökulsárhlaup Húnavaka, bæjarhátíð Blöndu- ósinga, verður haldin næstu helgi, 16.-18. júlí nk. Húnavaka er fjöl- skyldu- og menningarhátíð þar sem Blönduósingar og gestir koma saman og skemmta sér. Í ár ber hæst vígslu nýrrar sundlaugar í bænum sem er ætlað að setja Blönduós á ferða- mannakortið. Fastir liðir á Húnavöku eru m.a. fjölskylduskemmtun, kvöldvaka með varðeld og fjöldasöngur á bökkum Blöndu, dansleikir, hátíð- ardagskrá í söfnum bæjarins, listasýningar, golfmót, söngkeppni fyrir börn, víðavangshlaup og ým- islegt fleira. Húnavaka nálgast Fyrsta íslenska hagleikssmiðjan verður opnuð á Djúpavogi á morgun, föstu- dag. Það er Ný- sköpunarmiðstöð Íslands sem stendur að hag- leikssmiðjunni. Hún er sett upp að kanadískri fyr- irmynd og er ætlað að sameina menningu, handverk og ferðaþjón- ustu til að stuðla að atvinnusköpun í sveitum og varðveislu þekkingar. Hagleikssmiðjan hefur fengið nafnið Arfleifð en Ágústa Margrét Árnadóttir hönnuður sýnir þar gestum töskur, fylgihluti og fatnað úr alíslenskum hráefnum á borð við hreindýrshorn, leður, fiskroð og fleira úr umhverfinu. Hagleikssmiðja á Djúpavogi STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Íslandsklukka Þjóðleikhússins verður sýnd nokkrum sinnum í menningarhúsinu Hofi hér á Akureyri í haust, er mér sagt. Fyrsta sýning ku áætluð 19. nóvember.    Ingvar E. Sigurðsson fékk Grímuverð- launin á dögunum sem besti leikari í aðal- hlutverki fyrir túlkun á Jóni Hreggviðssyni í Íslandsklukkunni og Björn Thors var valinn besti leikari í aukahlutverki. Benedikt Erl- ingsson er höfundur leikgerðar og leikstýrði.    Gaman er að geta þess að Eyfirðingarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson sömdu og fluttu tónlistina í þessu frábæra verki Laxness og fengu Grímuverðlaun fyrir.    Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleik- inn Rocky Horror í Hofi í september en Ís- landsklukkan verður fyrsta íslenska verkið í Hofi. Íslandsklukkan var ein þriggja opn- unarsýninga Þjóðleikhússins árið 1950.    Birgir Orri frændi minn æfir fótbolta með 8. flokki KA en neyddist til að taka sér frí í nokkra daga fyrir skemmstu. Það var meðan á N1 móti KA stóð og yngri flokkarnir æfðu á blettinum neðan við Akureyrarvöll.    „Mamma, ég get ekki æft hérna. Lyktin frá Greifanum er svo góð að ég verð alltaf svangur,“ útskýrði frændi. Veitingahúsið er steinsnar frá og ilmur af hvítlauk og annarri dýrð varð honum ofviða.    Frændi tók að sjálfsögðu upp þráðinn þeg- ar æfingar hófust á KA-svæðinu á ný og stund- ar þær af kappi. Pabbi hans nefndi að það væri eins gott að þeir í Kristjánsbakaríi, við enda KA-vallarins, bökuðu ekki mikið á æfingatíma.    Kristján Steinn Magnússon er tvítugur og vann sér nýlega sæti í 1. deildar liði Þórs í fót- bolta. Afi hans og nafni er búsettur á Vopna- firði en gerði sér ferð til Akureyrar um síðustu helgi til að sjá strák spila gegn HK. Í fyrstu sókninni lék Kristján fram vinstri kantinn og eftir fyrirgjöf hans var skorað. Flott byrjun! En Kristján lenti í samstuði og meiddist þegar hann sendi fyrir markið og varð að fara af velli. Afinn sá hann því keppa í tæpa mínútu … Of góð lykt til að æfa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikur Ingvar E. Sigurðsson í fótboltaleik á Akureyri nýverið. Hann verður Jón í Hofi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.