Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 FJALLALIND 48 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NETI I . I . OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 19-20I Í . 1 Sími 510-3800 Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali Glæsilegt 168,4 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Eignin er vel skipulögð, fallega innréttuð og staðsett í rólegri botnlangagötu. Fjögur svefnherbergi, þar af hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi inn af. Rúmgóð og björt stofa með fallegu útsýni og útgangi út á svalir. Mikil lofthæð og stór verönd með skjólveggjum. Stutt er í alla helstu þjónustu og má þar nefna helst Smáralind, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Verð 48,9 millj. RAÐHÚS – NÝTT Á SKRÁ Mér verður nú síð- ustu misseri æ oftar hugsað til Eggerts Haukdal, fyrrum þingmanns Suður- lands, sem barðist í mörg ár gegn láns- kjaravísitölunni í landinu við ósköp daprar undirtektir á sinni tíð. Að vísu vil ég byrja þessa grein mína á því að óska öllum sem tóku hin ólöglegu gengistryggðu lán og hafa nú unnið sigur fyrir Hæstarétti til hamingju, af því gefnu að farið verði eftir niðurstöðu Hæsta- réttar. Það eru mörg sorgleg dæmin sem rifjuð hafa verið upp nú eftir hið svo kallaða hrun sem varð síðla árs 2008 og mörg eru þau þyngri en tárum taki enda liggja að baki miklar tilfinningar og framtíð fjölskyldna virðist á köflum tvísýn. Lánskjaravísitalan sem lögð er til grundvallar í meirihluta íslensku lánanna svo- kölluðu eru ósanngjörn og vond. Því skal til haga haldið að það er nauðsynlegt hverju samfélagi að til sé fólk sem sparar peninga, annars væru jú engir peningarnir til að lána og fram- kvæma en þetta er að- eins spurning um hvernig kökunni er skipt og hvort fyr- irkomulagið sé sann- gjarnt. Lítil og meðalstór fyrirtæki í landinu og fjölskyldurnar sem flest hafa tekið þessi íslensku lán með láns- kjaravísitölu hafa mátt búa við það frá því fyrir hrun að lánin hafa hækkað upp úr öllu valdi og spurn- ing um greiðslugetu og greiðslu- vilja hafa vaknað. Ég upplifi í minni vinnu sorglega mörg dæmi þess að ungt fjölskyldufólk er að flýja land og þær aðstæður sem við búum við og færri verða því eftir til þess að leysa vandann, því þeirra vandi færist þá bara yfir á þá sem eftir standa. Bið fólks og fyrirtækja eftir lausn stjórnvalda til handa þessum hópi er orðin æp- andi og ekki lengur við svo búið. Ríkisvaldið, í sinni erfiðu stöðu sem ég hef vissan skilning á, hefur í leit sinni að auknum tekjum skot- ist fram á völlinn með auknum sköttum og aukinni kostn- aðarþátttöku almennings og fyr- irtækja, aukinheldur sem rík- isvaldið hækkar svo bensín og brennivín af krafti sem þýðir hvað? Hugsanlega aukningu ríkis- sjóðs á tekjum sem mér sýnist þó alls ekki ætla að verða enda at- vinna stöðugt að minnka og lán bæði erlend og innlend stór- hækkað, ráðstöfunartekjur heim- ilanna minnkað stórlega og hvað, jú, blessuð vísitalan sem tengd er við bensínið og brennivínið hefur hækkað, lán heimila og fyrirtækja um ámóta upphæð ef ekki hærri og til hvers var þá gengið, pen- ingar færðir úr einum tómum vasa yfir í annan tóman? Grunnstoðir samfélagsins, fjöl- skyldurnar og barnafólkið, bíður bara og bíður og vonast eftir að- gerðum en lítið gerist. Ég hef veitt framsókn- armönnum athygli fyrir sínar skýru tillögur um leiðréttingu ís- lensku lánskjaravísitölulánanna fram fyrir hrun og einstaka þing- manni úr öðrum flokkum þar sem hlustað er eftir kalli fólks og fyr- irtækja eftir aðgerðum í þessum efnum. Fólkið og þessi minni fyr- irtæki eiga engan þátt í hruninu en bera alla ábyrgð. Þetta misbýð- ur réttlætiskennd fólks og þess vegna er ósætti og stjórnmálin eiga lítil eða engin svör, segja bara: „Hvar á að taka peningana?“ og þar fram eftir götunum. Mig langar að taka dæmi af ungum manni sem kom til mín um daginn, byggði sér af harðfylgi íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína með aðstoð fjölskyldu og vina upp á í kringum 30 milljónir. Ungu hjónin fóru skynsömu leið- ina, tóku aðeins 20 milljónir að láni og lögðu svo vinnuframlag fyrir restinni og fluttu inn í sitt 30 milljóna hús með fjölskylduna og áttu því um 10 milljónir í eigin fé í eign sinni. Hvernig er staðan hjá fólkinu, jú, verðmæti eignarinnar er komið í 23-24 milljónir og lánin sem þau tóku fyrir skömmu síðan eru komin í um 26 milljónir og því hefur eignastaðan farið úr 10 milljónum í plús í mínus 2-3 millj- ónir. Fólkið missir vonina og íhug- ar stöðu sína eftir að hafa farið mjög skynsamlega í málin og um leið minnkar vinna og álögur stór- aukast á öllum sviðum. Hvernig getur þetta gengið upp með sama áframhaldi, það getur það ekki og því eiga stjórnvöld og pólitíkin í heild sinni næsta leik ásamt bönkunum sem fengu stór- an hluta þessara lána niðurskrifuð í bankabreytingunum en ætla að rukka fyrirtæki og almenning að fullu. Þessi hjón fengu ekki 26 milljónir í peningum að láni held- ur 20 og því hafa engir peningar verið í spilinu og því ósanngjarnt með öllu að halda því fram að þau skuldi viðkomandi lánastofnun 26 milljómir. Stjórnmálamenn segja: Hvar eigum við að taka peningana, hvaða peninga? Spyr sá sem ekki veit. En þetta er rán um hábjart- an dag sem ekki verður liðið. Heiður stjórnmálamanna er í húfi og því væntir almenningur aðgerða, annars er það morg- unljóst að við næstu alþingiskosn- ingar verður það Besti flokkurinn eða einhver ámóta stjórnmála- samtök með fulltingi almennings í landinu sem munu senda stjórn- málamönnum rauða spjaldið og kjósa nýja valdhafa með hreinum meirihluta til valda sem vinnur að þeirra hagsmunamálum. Verður Besti flokkurinn með hreinan meirihluta á alþingi næst? Eftir Kjartan Björnsson » Fólkið og þessi minni fyrirtæki eiga engan þátt í hruninu en bera alla ábyrgð. Þetta mis- býður réttlætiskennd fólks og þess vegna er ósætti … Kjartan Björnsson Höfundur er rakari á Selfossi. Í fyrradag hringdi í mig blaðamaður á Morgunblaðinu og bað um álit á af- drifum EES- samningsins ef aðild- arumsókn að Evr- ópusambandinu yrði dregin til baka líkt og sjálfstæðismenn hafa ályktað um. Ég sagði honum eins og öðru fjölmiðlafólki sem hefur innt mig álits á málinu á þá yrðum við að finna einhverja aðra lausn á því að uppfylla EES-samninginn – sem við ekki gerum eftir að gjaldeyrishöftin voru sett – ell- egar ganga út af Evrópska efna- hagssvæðinu. Þessi staða er auðskiljanleg og blasir við öllum sem vilja sjá. Blaðamaðurinn gerði enda ljósa grein fyrir málinu á síðum blaðs- ins í gær. Bregður þá svo við að tveimur síðum aftar, í leiðara blaðsins, birtist þvílík afbökun á orðum mínum að mann setur eiginlega hljóðan. Allavega um stund. Mér eru gerð- ar upp hvatir og lang- anir sem ég ekki hef og svo lagt úr af hinni afbökuðu túlkun. Nið- urstaðan getur því ekki orðið annað en einhver þvæla út í loftið. Mig minnir að einmitt svona hafi menn unnið á flokks- blöðunum í gamla daga. Að mínu viti skiptist þetta mál í tvennt. Til skamms tíma snýst það um skuldbindingar okk- ar gagnvart EES og til lengri tíma um framtíðarhagsmuni okk- ar sjálfra varðandi tengslin við Evrópu. Skoðum hvort fyrir sig: Skuldbindingar í EES EES-samningurinn færir Ís- land inn á innri markað Evrópu- sambandsins og kveður meðal annars á um þann hluta fjórfrels- isins sem snýr að frjálsri för fjár- magns. Með gjaldeyrishöftunum tókum við þann þátt úr sambandi. Ef aðildarumsóknin verður dreg- in til baka þurfum við að finna einhverja aðra leið til að komast inn á innri markaðinn heldur en með fullri aðild að ESB. Ómögu- legt verður að viðhalda óbreyttu ástandi til framtíðar því EES- samningurinn kveður einnig á um einsleitni á innri markaðnum. Samkvæmt samningnum kæmi það í hlut framkvæmdastjórnar ESB að segja upp þeim hluta samningsins sem nær til fjár- málasviðsins og þá væri allur samningurinn kominn í uppnám. Hagsmunir Íslands Nú gætum við auðvitað einhliða og án aðildar að ESB einfaldlega aflétt gjaldeyrishöftunum og upp- fyllt þannig skuldbindingar okkar gagnvart EES. En þá komum við að seinni og veigameiri þættinum: Væri þá óbreytt ástand best til þess fallið að verja hagsmuni Ís- lands til framtíðar? Ég er ekki viss. Í framanvitnuðum viðtölum við fjölmiðla hef ég viðrað áhyggjur af ákveðinni kerfisvillu í EES-samningnum sem sífellt hef- ur komið betur í ljós, sér í lagi eftir hrun. Með Maastricht-sáttmálanum árið 1993 – skömmu eftir að búið var að semja um EES – tóku leiðtogar ESB tvær ákvarðanir samtímis: Að opna fjármálamark- aðinn til fulls og koma á sameig- inlegum gjaldmiðli á öllu svæð- inu. Of mikil áhætta var talin fólgin í því fyrir einstaka ríki að viðhalda eigin gjaldmiðli á þess- um galopna fjármálamarkaði. Það var svo ekki fyrr en seinna að ríki á borð við Bretland og Sví- þjóð ákváðu að halda í eigin gjaldmiðla. Mér virðist nú sem fullmikil áhætta geti verið fólgin í því fyrir okkur Íslendinga að vera með óvarinn 300 þúsund manna gjald- miðil inni á 500 milljóna manna innri fjármálamarkaði Evrópu- sambandsins. Því gæti verið hyggilegra fyrir okkur sjálf að ganga út af Evrópska efnahags- svæðinu ef aðildarumsóknin að ESB verður dregin til baka. Afbökun ummæla Framangreindum áhyggjum hef ég lýst við þá fjölmiðlamenn sem hafa óskað eftir áliti mínu. Því miður hafa orð mín verið afbökuð af ýmsum, til að mynda af sóma- mönnum á borð við Björn Bjarna- son og Styrmi Gunnarsson auk fuglanna á AMX og nú síðast af ritstjóra Morgunblaðsins. Harðir Evrópusinnar hafa einnig amast út í áhyggjur mínar af hags- munum okkar í EES svo það virðist nú vera ansi vandlifað í þessum efnum. Ég geri mér ljósa grein fyrir því að tilfinningar eru ríkar í Evrópumálunum en við verðum nú samt að fá að ræða stöðu mála af sæmilegri yfirvegun. Einn af lærdómum hrunsins hlýtur að vera sá að fræðimenn, jafnt og aðrir sem telja sig hafa rök- studdar áhyggjur af hagsmunum landsins, fái að tjá þær án þess að fá yfir sig skæðadrífu skætings og ásakanir um að ganga erinda einhverra annarra. Vandlifað Eftir Eirík Bergmann Eiríkur Bergmann »Einn af lærdómum hrunsins hlýtur að vera sá að fræðimenn, jafnt og aðrir sem telja sig hafa rökstuddar áhyggjur af hags- munum landsins, fái að tjá þær. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og fostöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesend- um. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrir- tækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefn- ur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.