Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 21

Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 21
Minningar 21BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Ein er sú heimsókn sem enginn vill fá en allir óttast. Eftir næstu helgi, sem verður e.t.v. ein mesta ferða- helgi landsins, ef tekið er mið af góðri veðurspá, gæti einhver fjöl- skyldan fengið heimsókn prests sem færir váleg tíðindi úr um- ferðinni. Ein- ungis tilhugsunin ein fær mig til að líða illa og sú líð- an helgast af ótta vegna þess sem kann að gerast um næstu helgi þegar ungmennin okkar fara mörg hver í sína fyrstu ökuferð út á þjóð- vegina. Reynslan sýnir að ungt fólk, sem fær fyrstu útborgunina eftir mán- aðamótin júní-júlí, fer gjarnan í sumarbústað eða útilegu fyrstu helgarnar í júlí. Það er því ekki að ástæðulausu sem við óttumst að næsta helgi skilji eftir sig harmleiki sem aldrei verða bættir. Það hefur komið fram í máli Ágústs Mogensen, forstöðu- manns Rannsóknarnefndar umferð- arslysa, að tilfinningalegt ójafnvægi sé oft ástæða banaslysa og annarra mjög alvarlegra umferðarslysa. Fólk á það til að rjúka af stað á bílnum í reiðikasti eða öðru ójafn- vægi – oft undir áhrifum áfengis. Þetta gerist því miður oft þegar fólk vill undir öllum kringumstæðum komast í burtu frá þeim stað sem það er statt á og þá er engin önnur leið, að þess mati, en að aka í burtu, t.d. frá sumarbústaðnum, tjaldstæð- inu eða veiðihúsinu. Oft þarf ekki meira til en smáágreining sem hægt er að leysa með því að ræða málin. Þá er gott að fara afsíðis og hugsa málið sem endar gjarnan með því að hugurinn fer aftur í jafnvægi og ekkert verður af fyrirhugaðri öku- ferð sem hefði getað endað með skelfingu. Það sem vekur athygli er að þeir sem aka undir áhrifum áfengis við slíkar kringumstæður eru oft komnir af léttasta skeiði; þ.e. fólk á miðjum aldri og eldra. Það eru sannarlega ekki góð skila- boð til barnanna okkar sem við vilj- um undir öllum kringumstæðum að aki af öryggi og skili sér heil heim. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, vinnur með IOGT á Íslandi í átaki gegn ölvunarakstri. Hver fær óvænta heim- sókn um næstu helgi? Frá Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir Nú um stundir er rætt mikið um sið- bót í efnahagsmálum sem þurfi að koma að neðan, til að reisa rönd við hjarðhugsun ráðamanna. Er þar einkum átt við fyrirhyggjuleysið sem leiddi af sér bankahrunið. En ef vel er að gáð, þá má víða greina hjá okkur lítt gagnrýna afstöðu til efnahags- og neyslumála, sem leiðir í ljós hve erfitt er að breyta slíkum þankagangi: Ein slík afstaða er, að sem flestir þurfi að eiga sitt eigið húsnæði. Virðist hún eiga upptök í því öryggisleysi sem var áður fyrr, þegar menn þurftu að vera hluti af hinni fámennu eignastétt til að geta fundið til öryggis, virðingar, og til að hafa kosningarétt. En nú til dags getur stór hluti fólks alveg eins leigt sér íbúðarhúsnæði, og aukið þannig sveigjanleika sinn í búsetu og fjármálum. Önnur er sú að allir þurfi að eiga bíl. Vera má, að slíkt sé nauð- synlegt fyrir barnafjölskyldur, en aðrir geta í staðinn sparað sér yfir- vinnuna, og áunnið sér frítíma og lík- amshreyfingu. Af öðrum neysluvenjum sem Ís- lendingar nálgast heimsmet í, er notkun internetsins og farsímans. Þar myndast viðbótarkapphlaup við tímann og náungann sem vill oft fara út í algerar öfgar; og jafnvel líklegt að þeir einstaklingar sem eru sterkastir fyrir gætu margir betur haldið hlut sínum með því að nota aðeins tölvu til ritstarfa og skilja farsímann eftir heima. Önnur vafasöm fjárfesting, sem þó er svo vanabindandi, að hún er hugsanlega drifkrafturinn á bak- við megnið af yfirvinnunni og fjár- festingu landsmanna, er barneignir. Það hefur ekki verið sannað að betra sé að eiga börn en ekki, nú þegar þau sjá ekki fyrir foreldrum sínum í ell- inni, eða hjálpa til við heimilisrekst- urinn, eins og var í bændasamfélag- inu. Að vísu er það kannski besta leiðin til að vernda sjálfstæði Íslands, og til að fyrirvinnur verði fyrir hinni ört vaxandi elliheimilafjöld, en eng- inn þarf að halda að það sé það sem gengur hinum ungu foreldrum til, heldur er það líklegra að samasem- merki sé orðið milli hjónabandssælu og barneigna. En rannsóknir benda til að hið gagnstæða sé oftast raunin. Núverandi stjórn freistar þess að vernda félagslegu kerfin fyrir nið- urskurði. En vera má að sú vinstri- stefna, þótt mannvinsamleg sé, sé ekki sú skilvirkasta fyrir heildina til lengri tíma. Í menntamálum hefur það líklega verið ein helsta birtingarmynd of- urþenslunnar, að við höfum fjölgað viðskiptaháskólunum. Það eru skilj- anleg viðbrögð smáþjóðar sem hefur ekki stærð til að standa undir mann- frekum hátækniiðnaði, og reynir þess í stað að græða á viðskiptum í útland- inu. Augljóst er, að erfitt gæti reynst að breyta nokkru þessara viðhorfa; hvort sem er með reglugerðum, lög- um, uppeldisaðferðum eða lögreglu- aðgerðum. Enda hefur það ekki verið venjan að reyna að stjórna slíkum grunnþáttum í nútíma neyslu- samfélögum. Því má ætla að það sama reynist, er stjórnin freistar þess að koma lögum á bankastarfsemina. TRYGGVI V. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur og skáld. Hjarðhugsunin leynist víða Frá Tryggva V. Líndal Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka aðsendra greina ✝ Sigríður ÞorbjörgEngilbertsdóttir fæddist í Hnífsdal 28. apríl 1914. Hún and- aðist á Sólvangi í Hafnarfirði 4. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Óladóttir frá Skálanesi í Seyð- isfirði og Engilbert Sigurðsson frá Hlíð í Álftafirði. Systir hennar var Helga Engilbertsdóttir, f. 1912, d. 2005. Sigríð- ur ólst upp í Hnífsdal en lengstan hluta ævinnar bjó hún á Ísafirði. Sigríður giftist Hirti Hjartarsyni sjómanni en þau skildu, kjördóttir þeirra er Hjördís Hjartardóttir, fædd 1943. Sigríður giftist Brynj- ólfi Guðmundssyni vélstjóra frá Flateyri. Þau byggðu sér heimili á Tangagötu 15 b á Ísa- firði og eignuðust þar fjórar dætur. Þær eru: 1) Guðmunda Margrét, fædd 1948, 2) Þórdís, fædd 1949, 3) Elín Jónína, fædd 1951, 4) Ingibjörg Guðrún, fædd 1952. Árið 1973 fluttu þau Brynjólfur í Hafnarfjörð og bjuggu á Móabarði 2. Brynjólfur lést eftir stutt veikindi í ágúst 1985. Sigríður dvaldi síðustu ár ævi sinnar á Hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði við góða umönnun. Hún er nú kvödd á 97. aldursári södd líf- daga. Sigríður verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. júlí 2010, kl. 15. Nú þegar ég kveð ömmu mína, og jafnframt minn besta vin, hugsa ég um hvað það er erfitt að sleppa takinu. Þó að fólk sé orðið aldrað er það alltaf hluti af lífi manns og þegar það kveður myndast tómleiki, en minningarn- ar lifa áfram. Afi og amma fluttu frá Ísafirði áður en ég fæddist. Það var eitthvað svo spennandi þegar ég var að alast upp að eiga afa og ömmu fyrir sunnan, fá að fara með foreldrum mínum og bróður í heimsókn til þeirra og fá þau í heimsókn vestur. Í hvert skipti sem við hittumst kom afi með tommustokkinn og mældi hvað ég hefði stækkað síðan síð- ast. Mér fannst þetta spennandi, þetta var eitthvað sem við áttum saman. Afi lést fyrir allmörgum árum. Því var það er ég fór suður í skóla að amma opnaði heimili sitt fyrir mig og bauð mér að búa hjá sér. Fyrir mig var þetta ómet- anlegt, ég átti hjá henni yndisleg- an tíma í um það bil tíu ár. Hún talaði mikið við mig og hjálpaði mér yfir unglingsárin, ég lifði eins og blómi í eggi þessi ár. Vonandi var ég einhver stuðningur fyrir hana, hún sagði stundum að það væri gott að vita að einhver væri á heimilinu sem hún gæti kallað í ef hún þyrfti og ætti von á heim. Heimilið var alltaf hreint og snyrtilegt, allt í röð og reglu og stofan alveg heilög, lykill geymd- ur á ákveðnum stað og aðeins opnað við sérstök tækifæri. Sennilega arfur frá gömlum tíma. Amma var húsmóðir af gamla skólanum, eldaði góðan mat og átti alltaf til með kaffinu eftir uppskriftum sem hún geymdi í höfðinu. Hún var að mörgu leyti sérstök kona, glaðlynd en stóð fast á sínu, átti fáa en góða vini og hafði gam- an af að vera fin. Sjónvarpið var henni mikil dægrastytting, sér- staklega eftir afi lést, einnig naut hún sín við að hlusta á gömlu lög- in spiluð á harmonikku. Hún vonaði að hún gæti búið heima þar til hennar tími kæmi. En að lokum varð það ekki umflú- ið að hún færi á stofnun, þrátt fyrir að ættingjarnir legðu sig fram um að aðstoða hana. Það fylgdi því sársauki hjá mér að hún skyldi þurfa að fara af heim- ilinu en eftir nánari umhugsun sá ég að henni ætti eftir að líða bet- ur. Hún varð nokkuð sátt fljót- lega og fyrir okkur ættingjana var mikilvægt að vita að hún væri örugg. Ég kveð þig nú, elskulega amma mín, með hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín. Blessuð sé minning þín. Þinn dóttursonur, Brynjólfur Hilmarsson. Í dag kveðjum við ömmu mína sem lést á Sólvangi hinn 4. júlí 2010. Minningarnar streyma gegnum hugann hver af annarri. Þegar ég hugsa um þegar ég var að alast upp þá finnst mér ómetanlegt að hafa átt samleið með afa og ömmu. Fyrstu minningar mínar um þau eru úr litla húsinu þeirra við Tangagötuna á Ísafirði. Þar var ég tíður gestur með foreldr- um mínum, seinna þegar ég varð eldri fór ég að fara einn og minn- ist margra góðra stunda þaðan. En svo kom að því að þau fluttu suður og keyptu íbúð við Móa- barð í Hafnarfirði. Á sumrin eftir að skóla lauk fór ég oft til þeirra og var þá í lang- an tíma, naut mín vel, dundaði ýmislegt með afa og líkaði vel að láta ömmu snúast í kringum mig. Afi lést fyrir allmörgum árum, en amma bjó áfram á heimili sínu, þá kom vel í ljós að hún var sjálf- bjarga með ýmislegt sem hún hafði ekki þurft að sinna áður. Hún var húsmóðir af gamla skól- anum, alltaf heitur heimatilbúin matur, og gott með kaffinu, flest- ar uppskriftirnar voru bara í höfðinu á henni, ekkert verið að líta í bók. Hún lagði metnað sinn í að allt væri hreint og snyrtilegt á heimilinu og hafði gaman af að punta sig, ég gæti sagt ótal margt annað en ég veit að hún mundi ekki vilja neina lofræðu um sig. En aldurinn færðist yfir, hún var ekki hress við tilhugsunina að fara á stofnun, en þar kom að heilsan fór að bila. Þrátt fyrir að ættingjarnir hjálpuðu henni eins og hægt var dugði það ekki til. Eftir nokkurn tíma aðlagaðist hún lífinu þar og var nokkuð sátt með tilveruna. Nú er komið að leiðarlokum, ég þakka henni samfylgdina, og bið henni blessunar í nýjum heim- kynnum. Hjartans þökk fyrir mig. Þinn dóttursonur, Þórður Hilmarsson. Elsku amma okkar er nú fallin frá. Við systurnar vissum að nú ætti amma eflaust ekki mikið eft- ir, 96 ára gömul, en það er aldrei hægt að undirbúa mann fyrir þessa stundu. Margar minningar koma upp í hugann hjá okkur systrum. Það var alltaf gaman að kíkja heim til ömmu á Móabarðið, þar beið okkar alltaf eitthvert got- terí eins og nýsteiktar kleinur sem amma var svo dugleg að steikja. Ef það vildi svo til að engar klein- ur voru á boðstólum var farið í brúna skápinn inni í stofu og fund- ið eitthvert gotterí þar. Amma kallaði okkur systurnar ýmist rósina sína eða blessunina sína, henni þótt afar vænt um okk- ur. Við vorum ávallt velkomnar heim til ömmu og tók hún alltaf vel á móti okkur. Við fengum stundum að fara til hennar í pöss- un yfir helgar og var þá farið með okkur sem prinsessur. Það sem við munum báðar vel eftir er þegar amma „bíaði“ okkur í svefn, eins og við kölluðum það. Amma raul- aði þá fyrir okkur og klappaði okk- ur á meðan, og stundum kannski fullfast, en alltaf steinsofnuðum við. Það er skondið að hugsa til þessa í seinni tíð, en þetta sýnir hversu gott lag hún hafði á okkur. Amma var alltaf vel til höfð, og breyttist þetta ekki þótt hún væri komin á háan aldur. Við munum helst eftir rauða varalitnum, perlu- festinni og fallegu klemmueyrna- lokkunum sem hún gekk alltaf með. Amma átti líka mikið af alls konar höttum sem hún notaði mik- ið á sínum yngri árum, en hún sýndi okkur þá stundum þegar við komum í heimsókn. Amma hafði ákveðna siði á heimilinu og mun- um við helst eftir fínu stofunni sem hún opnaði aðeins þegar til- efni var til. Afi lést 66 ára að aldri og bjó því amma ein í langan tíma áður en hún fór frá okkur, en hún hafði þó ýmislegt fyrir stafni. Hún var dugleg að baka og að stússast við heimilið sitt. Við munum helst eft- ir því hvað amma horfði mikið á Glæstar vonir á Stöð 2, hún missti ekki úr þætti. Svo upptekin var hún oft af þættinum að hún heyrði hvorki í símanum né dyrabjöllunni, þetta þótti okkur afar fyndið. Elsku amma, nú ertu komin til afa og færð þá hvíld sem þú þráðir undir lokin. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við minnumst þín alltaf sem ótrú- lega hlýrrar og góðrar ömmu sem okkur þykir ótrúlega vænt um. Hvíl í friði, Harpa og Hrefna. Hlý, góð, glæsileg, brosmild og söngelsk, þannig minnumst við ömmu Siggu. Í Móabarðinu leið okkur systrum vel, blómarósunum hennar eins og hún kallaði okkur. Lyktin af nýstraujuðum rúmföt- um, amma í eldhúsinu að baka kleinur og hátíðleikanum þegar amma náði í lykilinn að betri stof- unni og við sökktum okkur ofan í myndir af fjölskyldunni og skoð- uðum alla fallegu hlutina hennar. Við munum aldrei gleyma hversu ljúft það var að sofna á meðan amma „bíaði“ okkur og söng. Óteljandi sælar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um elsku ömmu Siggu. Hversu glæsileg og falleg kona hún var, og allt í kringum hana. Og nú kveðj- um við þig með söknuði, elsku amma. Okkur, sem þú kallaðir blómarósirnar þínar, langar að kveðja þig með þessum orðum Guðmundar Guðmundssonar úr Þrek og Tár: „En sama rósin sprettur aldrei aft- ur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn.“ Guð geymi þig, Dagný Hrönn og Sveinbjörg. Sigríður Þ. Engilbertsdóttir Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3 Hafnarfirði, Sími: 822 4774 legsteinar@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.