Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 26

Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 ✝ Heiðbjört HelgaJóhannesdóttir fæddist á Hellu í Blönduhlíð í Akra- hreppi 11. ágúst 1933. Hún var dóttir hjónanna Sigþrúðar Konráðsdóttur hús- freyju, f. 7.5. 1895, d. 22.7. 1969, og Jóhann- esar Guðmundssonar, bónda á Hellu, f. 25. 1. 1888, d. 7. 9. 1957. Hún ólst upp til tíu ára aldurs á Hellu er hún flutti með for- eldrum sínum og systkinum til Ak- ureyrar. Systkini hennar eru Tobí- as bifvélavirki, f. 25.3. 1914, d. 5.6. 1953, d. 25.9. 1998. Hennar börn eru Heiðbjört Jóhanna Helgadóttir, f. 12.4. 1972. Hennar börn eru: Andrea Lísa, f. 4.6. 1990, og Lea, f. 5.1. 1995, og Carlos Sigtryggur Pe- rez Comez, f. 1.2. 1983. 2) Helga Bára, f. 10.4. 1960, verslunarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Hennar börn eru Sigríður Stephensen Pálsdóttir, f. 11.2. 1982, hennar barn er Unnar Karl Stephensen Árnason, f. 9.7. 2004, Pétur Valgarð Pálsson, f. 5.9. 1984, hans barn er Natalía Mist Pétursdóttir, f. 7.5. 2009, og Aldís Bára Pálsdóttir, f. 15.4. 1990, hennar barn er Berglind Júlía Ásgeirsdóttir, f. 2.6. 2007. Börn Karls af fyrra hjónabandi eru 1) Karl Sigtryggur, f. 30.9. 1941, 2) Óskar Þór, f. 26.11. 1944, 3) Álfheiður Björk, f. 2.12. 1946. Útför Heiðbjartar Helgu fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, 15. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. 1998, Ingibjörg, f. 1919, og Brynleifur, 3.8. 1930, d. 15.5. 2007. Árið 1953 gift- ist Heiðbjört Karli Sigtryggssyni, vél- stjóra og verkstjóra, f. 7. des. 1916, d. 8 mars 1992. Hann ólst upp á Ytri-Haga á Ár- skógsströnd og á Hjalteyri. Hann var sonur hjónanna Sig- tryggs Sigtryggs- sonar sjómanns og konu hans Ingibjargar Davíðs- dóttur. Börn Karls og Heiðbjartar eru 1) Sigþrúður Jóhanna, f. 18.10. Elsku mamma mín, nú er komið að leiðarlokum, löngu og farsælu jarðlífi lokið og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Mamma átti því láni að fagna að vera alla tíð heilsuhraust og vann alltaf utan heimilis. Foreldrar mínir byggðu sér heimili á Njarðvíkur- braut 14 í Innri-Njarðvík og fluttu þar inn stuttu áður en undirrituð leit dagsins ljós. Samheldni og dugnaður foreldra minna gerði þetta hús að veruleika því ekki voru efnin mikil á þessum árum. Mamma var mjög tónviss og söngelsk kona og söng með kirkju- kór Innri-Njarðvíkurkirkju í tugi ára, reyndar eru mínar fyrstu bernskuminningar tengdar kirkj- unni okkar. Þar sat ég, litla mann- eskjan, löngum stundum og beið þess að æfingu kórsins, já eða at- höfn lyki. Þetta eru ljúfar minn- ingar. Systrafélag Innri-Njarðvíkur var móður minni ætíð hugleikið. Ritari þess félags var hún í mörg ár og mikil hefur nú verið bjartsýnin og viljinn þegar ráðist var í bygg- ingu safnaðarheimilisins í Njarðvík. Þar lögðu allir hönd á plóginn og ekki töldu foreldrar mínir það eftir sér að hjálpa til. Mamma var höfðingi heim að sækja og margar stórveislurnar reiddar fram á hennar heimili. Óteljandi eru líka kaffibollarnir sem drukknir voru í eldhúsinu á Njarð- víkurbrautinni, því þá höfðu allir tíma til að skreppa í kaffisopa og þá var oft kátt á hjalla og mikið skraf- að. Mamma var alla tíð einhvern veginn svo glæsileg kona, vel til höfð og alltaf óaðfinnanleg um hár- ið, enda rúllur og hárlakk óspart notað. Barnabörnum sínum reynd- ist hún yndisleg amma og margar voru þær ferðirnar sem börnin mín áttu til ömmu og afa í Njarðvík, í þeirra huga var það ævintýri líkast. Skúrinn hans afa og góðgætið í eld- húsinu hjá ömmu gat ekki verið betra. Elsku mamma, þú hefur nú und- anfarin tvö ár þurft að dvelja á dvalarheimili aldraðra á Garðvangi í Garði. Ég veit að það voru þung spor að þurfa að yfirgefa þitt fal- lega heimili en annað var ekki í boði. Þar naust þú frábærrar umönnunar og einstaks hlýhugar, fyrir það ber að þakka af heilum hug. Elsku mamma, með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í þessu jarðlífi og vil þakka þér fyrr allt og allt, hvíl í friði. „Gott er góðs að minnast“. Þín dóttir, Helga Bára Karlsdóttir. Elsku amma Heiða, nú er komið að kveðjustund, samverustundum okkar hér lokið og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Þegar ég lít yfir far- inn veg er svo ótal margs að minn- ast enda áttum við saman margar góðar stundir. Þegar ég hugsa um þig man ég hvað þú varst alltaf mikil dama, þú varst alltaf svo fín og vel til höfð, hárið óaðfinnanlegt, svo smart klædd alltaf. Ekki fórstu út úr húsi án þess að setja á þig varalit, jafnvel þó að við værum bara að fara niður á Fitjagrill að sækja franskar kartöflur með matnum eða í Valgeirsbakarí að kaupa snúð handa mér, Gulsugósu eins og þið afi kölluðuð mig alltaf. Einnig varst mikil húsmóðir, heim- ilið þitt var alltaf svo fallegt og ekki taldir þú það eftir þér að reiða fram hverja stórveisluna á fætur annarri, þú varst alltaf höfðingi heim að sækja. Þú, amma mín, kenndir mér bænirnar mínar, þá sastu á bedd- anum í litla herberginu á Njarðvík- urbrautinni og saman fórum við með faðirvorið, enda skipaði trúin og kirkjan sinn sess í þínu lífi. Að loknum bænunum fékk ég svo alltaf að heyra gojagoj frá ykkur afa, ég nota þetta orð enn þann dag í dag við son minn þegar hann fer að sofa á kvöldin. Þegar þú fluttir í Heiðarbólið og komst á eftirlaunaaldur átti fé- lagsstarfið allan þinn hug. Gaman var að koma til þín í heimsókn, sitja við eldhúsborðið og hlusta á hvað þú hafðir haft fyrir stafni síðan síð- ast, kántrídans, leikfimi, mini-golf og glerlistin. Það var svo gaman að sjá hvað þú blómstraðir, hafðir loks tíma til að sinna þínum áhugamál- um því alla þína tíð varstu mikill vinnuþjarkur. Þessi tími varði því miður alltof stutt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðustu stundirnar þínar hérna, fá að halda í höndina á þér þegar þú lagðir af stað í stóra ferðalagið, þá minningu þykir mér vænt um og hana mun ég varðveita. Ég veit að afi Kalli hefur tekið vel á móti þér á nýjum áfangastað, hann hefur líklega verið farið að lengja eftir þér eftir átján ára aðskilnað. Ekki efast ég heldur um að Lilla hefur einnig beðið eftir þér svo ég veit að þú ert í góðum höndum í dag og ert sátt og mátt vera það eftir langa, hamingjuríka og góða ævi. Með þessum orðum kveð ég þig, amma mín, í þeirri von og trú að við hittumst aftur þegar þar að kemur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson.) Gullið þitt, Sigríður Stephensen Pálsdóttir. Við vorum öll þrjú börnin hans Kalla pabba saman með honum í stórri drossíu á leið til Siglufjarðar í heimsókn til Lenu frænku, fjöl- skyldu hennar og ömmu okkar og tilhlökkunin var auðvitað mikil. Ofarlega í Siglufjarðarskarði leggur pabbi bílnum úti í kanti, dregur upp veskið og sýnir okkur ljósmynd af ungri og myndarlegri stúlku með krullað hár. Þetta var hún Heiðbjört sem síðar varð eig- inkona föður okkar Karls Sig- tryggssonar. Raunar er þetta eina atvikið úr þessari ferð, sem enn stendur eftir ljóslifandi í minni okkar nú nærri sextíu árum síðar, þegar við kveðj- um Heiðu. Við systkinin komumst fljótt að raun um að pabbi hafði ríka ástæðu til þess að vera glaður því Heiða varð honum traustur og góður lífs- förunautur. Þau reistu sér hús á Njarðvík- urbraut 14 í Innri-Njarðvík og bjuggu þar alla tíð, allt þar til faðir okkar lést árið 1992 en skömmu eft- ir það flutti Heiða til Keflavíkur. Nokkrum árum síðar reið annað áfall yfir þegar systir okkar og eldri dóttir Heiðu, Sigþrúður Jó- hanna (Lilla), féll frá langt um ald- ur fram. Heiða reyndist okkur systkinun- um afar vel alla tíð. Það lýsir henni best að í fyrsta sinn sem hún hitti okkur stjúpbörnin sín, þegar þau pabbi komu í heimsókn til Ólafs- fjarðar færði hún okkur rausnarleg- ar gjafir og ekki urðu jólapakkarnir frá pabba síðri eftir að Heiða kom til sögunnar. Síðan með árunum fórum við systkinin hvert af öðru að koma á vertíð til vinnu í frystihúsinu í Innri-Njarðvík þar sem pabbi var verkstjóri. Þá var Njarðvíkurbraut- in okkar annað heimili sem alltaf stóð okkur opið og við leituðum mikið til, enda tók Heiða það að sér að þjónusta okkur með allt sem við þurftum. Æði oft var sest að veislu- borði á því heimili bæði fyrr og síð- ar, þegar Heiða reiddi fram góm- sætar veitingar af sínum mikla rausnarskap. Heiða var mikil mannkostakona og margt til lista lagt. Hún var glaðlynd og greind og gott að spjalla við hana um heima og geima enda hafði hún áhuga á mörgu. Um ævina gegndi Heiða ýmsum störfum eins og gengur, en á yngri árum vann hún í mörg ár í frysti- húsum, bæði í Njarðvík og Kefla- vík. Við vissum að þær unnu lengst af saman á borði Heiða og Guðlaug, móðursystir okkar, þær vildu vinna saman enda greitt eftir afköstum og báðar kappsamar til vinnu, sann- kallaðar „Bónusdrottningar“. Síð- ustu starfsárin vann Heiða síðan í mötuneyti Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. Af áhugamálum Heiðu var söng- urinn hennar hjartansmál. Hún var góð söngkona og í áratugi söng hún í kirkjukór Innri-Njarðvíkurkirkju. Eftir slæm meiðsli fyrir nokkrum árum náði Heiða sér aldrei að fullu og þegar heilsu hennar hrakaði meir flutti hún á hjúkrunarheimilið Garðvang í Garðinum og þar bar síðustu samfundum okkar saman. Elsku Heiða, við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum þér fyrir allar stundirnar og fyrir allt það, sem þú gerðir fyrir okkur á langri samfylgd. Við kveðjum þig með söknuð í huga. Guð geymi minningu þína. Karl Sigtryggur, Óskar Þór og Álfheiður Björk. Á unglingsaldri kynntist ég Heið- björtu eða Heiðu eins og hún var ævinlega kölluð. Kom í fyrsta skipti inn á heimilið hennar á Njarðvíkurbraut 14, Innri-Njarð- vík, haustið 1977, þá 18 ára. Heiða var norðlensk í húð og hár, Skagfirðingur, fædd í Blönduhlíð- inni. Fjölskyldan flutti til Akureyr- ar þegar Heiða var um það bil 10 ára gömul. Innan við tvítugt fór Heiða eins og margt ungt fólk af landsbyggð- inni suður með sjó á vertíð eins og það var kallað, vann við fiskvinnslu í Njarðvík og kynntist hún þá heiðursmanninum Karli Sigtryggs- syni vélstjóra og síðar verkstjóra til fjölda ára. Hann hafði þá dvalið í Innri-Njarðvík um skeið, þegar þessi glæsilega stúlka kom að norð- an. Þeirra kynni leiddu til farsæls hjónabands í tæp 40 ár. Ég held að þó að hún hefði leitað að mannsefni um alla heimsbyggðina hefði hún ekki geta fundið betri mann, frá fyrsta degi bar hann hana á hönd- um sér, þar til hann kvaddi þennan heim 1992. Þau voru einkar glæsi- leg hjón og samhent. Heiða og Kalli byggðu sér nota- legt og fallegt hús í Innri-Njarvík, en þar höfðu þá sest að nokkrir Norðlendingar sem þau þekktu. Sorgin sótti Heiðu heim. Aðdáun- arvert var hve vel hún og þau hjón- in bæði báru sinn mikla missi og harm er Sigþrúður, eldri dóttir þeirra, andaðist í blóma lífsins úr erfiðum sjúkdómi árið 1998. Það var þeim mikið áfall og högg þrátt fyrir nokkurn aðdraganda en hún hafði gengið með MS-sjúkdóm í nokkur ár. Sigþrúður bjó á Spáni og margoft buðu þau hjónin dóttur sinni og fjölskyldu til Íslands til þess að hún missti ekki samband við landið sitt og vini. Minningarnar um öll jólaboðin og veislurnar sem Heiða töfraði fram af stakri snilld eru ljóslifandi í huga mínum og gestrisnin sem var einstök. Þau voru bæði sannir höfðingjar. Heiðbjört Jóhannesdóttir var greind kona, myndarleg og hafði sérstaklega fágaða framkomu en hún var geðrík og stjórnsöm. Hún gerði kröfur en fyrst og fremst til sjálfrar sín og vildi að fólk héldi gefin loforð og stæði fyrir sínu. Hún var harðdugleg og góður starfs- kraftur. Til margra ára var hún ráðskona hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli og veit ég að þar naut hún trausts og virðingar. Hún gerði ekki miklar kröfur til lífsins gæða en vildi allt gera fyrir fjölskyldu sína og afkomendur. Hún var góð amma og man ég hve henni var ljúft að gæta barna minna þegar hún var beðin um það, þau komu ætíð himinlifandi úr Innri-Njarðvík frá ömmu og afa, þar var gott að vera. Nokkrum árum eftir að Kalli andaðist breyttist lífið hennar Heiðu, hún flutti úr húsinu sínu góða og keypti sér minni íbúð í Keflavík. Mér fannst hún aðeins hálf manneskja eftir þessar breytingar, söknuður- inn sótti sterkt á hana og lífsgleðin þvarr smám saman. Hún trúði staðfastlega á líf eftir þetta líf og var viss um að hitta Kalla sinn aftur. Ég vona að sú ósk hennar rætist því þá veit ég að henni líður vel, hún syrgði hann og saknaði svo sárt. Ég er þakklátur fyrir að hafa hitt hana daginn áður en hún and- aðist, við áttum gott samtal saman, það var eins og hún biði eftir mér. Hún er hvíldinni fegin, því mikið var af henni dregið þó að hugurinn væri skýr. Þegar tengdamóðir mín fyrrverandi kvaddi þetta líf féll þar eikin stælta. Blessuð sé minning góðrar konu. Páll Ægir Pétursson. Heiðbjört Helga Jóhannesdóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, frænka, amma og langamma, MJÖLL ÞÓRÐARDÓTTIR, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júlí kl. 13.30. Ólafur Steinar Björnsson og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR G. GÍSLASONAR, Hrauni, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð. Hrefna Ragnarsdóttir, Gísli G. Sigurðsson, Margrét Hinriksdóttir, Hörður Sigurðsson, Valgerður Valmundsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, HALLDÓRS HJÁLMARSSONAR húsgagna- og innanhússarkitekts, Grenimel 9. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugar- staða, sem sinntu honum af mikilli alúð og virðingu. Skafti Þ. Halldórsson, Sigríður Hagalínsdóttir, Örn Þór Halldórsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Ragnar Birgisson, Erla Rúriksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.