Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
✝ Sesselja KristínHalldórsdóttir til
heimilis á Hrafnistu
í Hafnarfirði fæddist
í Skálmardal í Múla-
sveit 28. ágúst 1920.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði hinn 9.
júlí 2010.
Foreldrar Sesselju
voru Halldór Sveins-
son og Guðrún Þórð-
ardóttir. Hún fluttist
með fjölskyldu sinni
að Svínanesi og síð-
an að Móbergi á
Rauðasandi. Systkini hennar
voru Pálína Rebekka, Ingibjörg
og Þórður Einar.
Hinn 10. desember 1939 giftist
Sesselja Halldóri Halldórssyni, f.
6. júní 1918, d. 5. desember
2005. Foreldrar hans voru Hall-
dór Ólafur Bjarna-
son og Magnfríður
Ívarsdóttir. Þau
eignuðust eina dótt-
ur, Rósu Kristínu, f.
13. ágúst 1940.
Hennar maður er
Ragnar Hjaltason, f.
28. mars 1939.
Sesselja var hús-
móðir í sveit allt til
1953 að fjölskyldan
flutti til Reykjavík-
ur. Eftir það vann
hún ýmis störf, t.d. í
Nóa Síríusi, stund-
aði heimasaum, blaðaútburð og
bókband, vann í eldhúsinu í
Lyngási og Landsbankanum í
Hafnarfirði.
Sesselja verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15.
júlí 2010, kl. 11.
Hún amma er farin í ferðalag.
Hafði haft á orði í vor að kannski
væri hún á leið í ferðalag. Það á
víst ekki að koma á óvart að ní-
ræð manneskja kveðji jarðneskt
líf en óneitanlega snertir það sál-
artetrið þegar það er einhver sem
manni þykir óendanlega vænt um.
Það er sama hvar ég ber niður í
minningabankanum um ömmu,
allt eru það góðar minningar.
Margt höfum við amma brallað
saman um dagana enda var hún
alltaf tilbúin að leyfa manni að
skottast með í því sem hún var að
gera. Margar minningar tengjast
sögustundunum hennar ömmu en
hún var hafsjór af ævintýrasög-
um. Ekki má gleyma öllum bók-
unum sem hún las fyrir mig áður
en ég sjálf varð læs, þá var ekkert
verið að velja eintómar barnabók-
menntir heldur alls kyns bækur.
Fátt var notalegra en að skríða í
holuna frænda, við hlið ömmu,
þegar við komum heim frá því að
bera út blöðin eldsnemma á
morgnana og fá lesna góða sögu.
Amma saumaði heima í mörg ár
og það var alveg ótrúlega gaman
að fylgjast með þegar konurnar
voru að koma og máta, þá var nú
skrækt og skríkt. Frænda fannst
hins vegar minna spennandi þegar
títuprjónarnir áttu það til að leyn-
ast í gólfteppinu og gátu þá stung-
ist í iljarnar.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn var spennan mikil hjá ömmu
og frænda. Ég missti legvatnið
heima hjá þeim og þvílíkur handa-
gangur að panta sjúkrabílinn og
koma mér í öruggar hendur.
Amma var svo mætt upp á spítala
um miðja nótt til að tryggja nú að
allt væri í lagi og var vart fáanleg
að fara heim að sofa. Rakel fædd-
ist svo um morguninn og hefur
alltaf verið í miklu uppáhaldi eins
og strákarnir mínir tveir. Það
varð að reglu að fara beint af spít-
alanum í Hafnarfjörðinn til þeirra
í smástopp áður en haldið var
heim og leyfa þeim að njóta nýja
fjölskyldumeðlimsins.
Nokkrar ferðir kom amma í
heimsókn til mín á sumrin og
stoppaði þá í dálítinn tíma. Þetta
voru alla tíð miklir dásemdar-
tímar, þá flæktumst við um og
skoðuðum en nýttum tímann vel í
spjall og spekúleringar. Ógleym-
anlegt er að hafa komið ömmu og
frænda um borð í hjólabát og siglt
út í Dyrhólaey.
Amma var af þeirri kynslóð sem
hafði ekki alltaf haft of mikið á
milli handanna og fór afar vel
með. Allt dótið hennar ber þess
glöggt merki og það gerði heimilið
hennar einnig á meðan hún hélt
heimili sjálf. Hún naut þess að
vera vel til höfð og fín og þess
vegna líkaði henni ekki vel að
vera orðin illa fær um að sinna
þörfum sínum síðustu mánuðina.
Við vorum búnar að tala saman
um að halda upp á níræðisafmælið
hennar í sumar en ég verð að
sætta mig við að hún heldur bara
veisluna með frænda og öllum
gömlu ættingjunum og vinunum
sem farnir eru á undan henni. Ég
veit að amma var södd lífdaga og
tilbúin að skipta um tilverustig.
Það er með miklu þakklæti og
virðingu sem ég kveð og þakka
fyrir öll árin okkar saman og veit
að ég er betri manneskja fyrir að
hafa þekkt hana ömmu.
Elsku Rósa, megi Guð vera með
þér og styrkja og styðja, við ylj-
um okkur við minningarnar.
Sædís Íva.
Amma Sella var einstök kona,
full af kærleika og með fallegt
hjartalag. Það var alltaf gott að
koma í heimsókn til hennar og
vera nálægt henni. Okkur var allt-
af tekið fagnandi í Hafnarfirðinum
hjá ömmu og frænda og heim-
sóknirnar til þeirra skemmtilegar.
Ömmu var mikið í mun að allir
færu saddir frá henni og var enga
stund að galdra fram úr erminni
dýrindis kræsingar og passaði
upp á að allir fengju meira en nóg
að borða. Þegar ég var lítil sat
hún með mig í fanginu, las fyrir
mig eða sagði mér sögur og þegar
ég varð eldri hlógum við saman
við eldhúsborðið og alltaf var jafn
gaman. Amma hafði dillandi og
smitandi hlátur og alltaf var stutt
í brosið. Þegar kom að handa-
vinnu var amma snillingur og eftir
hana eigum við systkinin mikið af
fallegri handavinnu, gullfallegar
útprjónaðar peysur, jólasveinab-
angsa og veggmyndir svo eitthvað
sé nefnt. Við vorum einstaklega
heppin að eiga ömmu að og hún
var í miklu uppáhaldi hjá okkur
öllum. Minningin um hlýja og
góða konu lifir.
Fyrir síðustu skiptin okkar
saman á Hrafnistu er ég sérstak-
lega þakklát, ég fékk mér kaffi-
bolla og gaf ömmu trönuberjasafa
í glas og svo sátum við og spjöll-
uðum og höfðum það notalegt, þau
skipti gáfu mér mikið. Mikið á ég
eftir að sakna þín en ég trúi að nú
sértu flutt með frænda á betri
stað.
Elsku amma, takk fyrir öll gæð-
in við mig og Guð geymi þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín
Rakel.
Kæra vinkona, Sesselja Hall-
dórsdóttir.
Takk fyrir að vera vinkona mín
í 48 ár. Takk fyrir alla fallegu
kjólana sem þú saumaðir fyrir
mig. Takk fyrir að veita mér þá
tilfinningu að standa mér næst ef
móður minnar nyti ekki við. Takk
fyrir öll jólakortin með svo fal-
legum texta, skrifuðum frá hjart-
anu til mín og fjölskyldu minnar.
Takk fyrir alla gestrisnina,
gleðina og hláturinn sem þú og
Halldór maðurinn þinn vöktuð
með mér og öllum sem heimsóttu
ykkur á heimili ykkar um ára-
fjöld.
Blessuð sé minning þín.
Álfheiður Guðbjörg
Guðjónsdóttir.
Sesselja Halldórsdóttir
Garðar
Túnþökusala
Oddsteins
Lóðaþökur
Fótboltaþökur
Golfvallargras
Holtagróður
Steini, s. 663 6666
Kolla, s. 663 7666
visa/euro
Hljóðfæri
Píanó til sölu
Gratie píanó til sölu með stól. Uppl. í
síma 865 1601 /
ragnartrausti@gmail.com.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss
Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma: 894-0431.
Sumarhús
Rotþrær frá 2300 l, siturlagnir,
leiðbeiningar, heildarlausnir.
Vatnsgeymar staðlaðar stærðir.
Jarðgerðarílát/moltukassar.
www.borgarplast.is
Mosfellsbæ,
s. 561 2211.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Kaupi gamla mynt og seðla
Óska eftir að kaupa gamla mynt og
seðla. Frá stórum og smáum
myntsöfnum. Kaupi gullmynt og
minnispeninga frá Seðlabankanum.
Sigurður: 825 1016.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝ Reynir Guð-mundsson fædd-
ist 11. desember
1935. Hann lést á St.
Jósefsspítala 25. júní
sl. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Símonarson, f. 24.
mars 1912, d. 1989,
og Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 6.
sept. 1912, d. 2008.
Systkini Reynis:
Gréta, Heiður og
Símon og er Heiður
látin.
Börn Reynis eru Unnur, f.
1962, ógift og barnlaus, búsett í
Reykjavík, og Elvar, f. 1965, gift-
ur og á tvo syni, búsettur á Ísa-
firði.
Reynir giftist 10.
október 1970 J. Mar-
gréti Haraldsdóttur
frá Haga í Gnúpver-
jahr. f. 27. apríl
1937, d. 29. júlí
1992.
Reynir útskrif-
aðist sem stýrimaður
með skipstjórn-
arréttindi vorið
1960. Hann vann
mestan hluta ævinn-
ar hjá Skipadeild
SÍS, sem síðar varð
Samskip, bæði sem
stýrimaður og skipstjóri og síðast
sem vaktmaður.
Útför Reynis hefur farið fram í
kyrrþey. Hann var jarðsettur í
Garðakirkjugarði.
Hvar á að byrja og hvar á að
enda?
Okkar kynni byrja þegar þú
kynnist konunni þinni, því þá
bjuggum við saman á Kleppsveg-
inum, nánar systur og unnum sam-
an á sumrin. Kynnin af þessum
unga stýrimanni leiddu til trúlof-
unar og svo giftingar. Hann flutti
á Kleppsveginn, en ég flutti það-
an út, þá sjálf í íbúðarkaupum og
föstu sambandi. En í þínum huga
var ég alltaf þessi afleggjari sem
þú kynntist um leið og Möggu
konunni þinni og þú vildir allt
fyrir mig og mín börn gera,
hringdir sjálfur í mig þar sem ég
bjó á Ísafirði ásamt manni og
börnum og sagðir mér að þið
væruð búin að selja á Kleppsveg-
inum og flutt í einbýlishús í
Garðabæ og þar væri gestaher-
bergi fyrir mig og mína og það
þáðum við.
Eftir að við fluttum aftur til
Reykjavíkur vildu börnin mín
alltaf fara til Reynis og Möggu
frænku á sunnudögum, þótt þú
hafir oft verið úti á sjó, þá var
setningin sú sama: Reynir og
Magga frænka. Þau voru ekki
þeirri gæfu gædd að eiga barn
saman, en fyrir átti Reynir dótt-
urina Unni og soninn Elvar. Því
miður hef ég ekki kynnst börnum
hans, en Unni kynntist ég á síð-
asta ári í veikindum Reynis og
verkar hún traust, stöðug og
elskuleg stúlka og hefði ég viljað
kynnast þeim fyrr.
Um árabil var það umsamið að
á aðfangadagskvöld þegar við
værum búin að borða og taka upp
pakkana þá kæmum við til þeirra
í ís og kvöldkaffi, þá biðu þar jóla-
pakkar og útlenskt nammi og
bæði börn og fullorðnir með
ánægjusvip. Og þetta muna þau
ennþá.
Þegar dóttir mín Margrét Ásta
fermdist og ég hafði ekki pláss
fyrir veisluna, þá sögðu Reynir og
Magga: „Hér er nóg pláss, hafðu
hana í okkar húsi,“ og það var
gert.
Reynir varð ungur skipstjóri
hjá Skipadeild SÍS, hann var
traustur maður, stóð fast í báða
fætur og vildi hvorki svindl né
svínarí, happasæll á sínu Hamra-
og Dísarfelli án nokkurra áfalla.
Ég spurði hann þegar bíómynd-
in um Titanic var sýnd hér hvort
hann vildi koma með mér í bíó,
svar hans var nei, það eru nógu
margir vinir mínir komnir niður á
hafsbotn, ég vil ekki sjá þessa
mynd. Þó var hann hættur á sjón-
um. Hann var tilfinningamaður en
var ekki að flíka þeim og ef enginn
má sjá tilfinningar þá er svo auð-
velt að grípa til grímunnar og jafn-
vel að sigla í land. Þú veist það,
Reynir minn, að við ræddum margt
og vorum ekki alltaf sammála, en
niðurstaðan var: „Guði sé lof að all-
ir eru ekki eins.“
Í lokin vil ég þakka þér fyrir alla
þá ást og umhyggju sem þú sýndir
þinni eiginkonu í hennar erfiðu
veikindum, hættir sem skipstjóri,
kemur í land til að sinna henni sem
enginn hefði getað gert betur en
þú. Við þökkum þá tryggð sem þú
hefur haldið við hennar fjölskyldu
og þá ást og umhyggju sem þú hef-
ur haldið við mig og mín börn og á
síðastliðnum vikum þegar ég heim-
sótti þig var ég spurð: „Ert þú
þessi Gunna sem ég var að hringja
í fyrir Reyni?“
Reynir minn, þakka þér allt og
allt, minningin lifir, sjáumst síðar.
Kveðja frá börnum mínum,
Möggu Ástu og Nonna B.
Guðrún St. Haraldsdóttir.
Reynir Guðmundsson