Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Hljómsveitin Porterhouse, sem samanstendur af systkinunum Finni Bjarka
og Þorbjörgu Tryggvabörnum ásamt syni Finns, Hilmari, gáfu ný-
verið út diskinn Spinal Chords til styrktar Mænuskaðastofnun Ís-
lands. Aðallag söfnunarinnar er lagið „the Day“, sem Hilmar
samdi fyrir afa sinn, Tryggva Ingólfsson, en hann lamaðist frá
hálsi og niður í slysi fyrir fjórum árum.
„Sonur minn samdi lagið kvöldið sem afi hans slasaðist, en þá
var hann aðeins 14 ára gamall. Þetta er í rauninni hans fyrsta lag,“
segir Finnur Bjarki, sem samdi lögin á disknum ásamt syn-
inum.
Hann segir stofnunina vera fjölskyldunni mjög hug-
leikin eftir slysið, enda búi hún yfir góðum alþjóð-
legum gagnagrunni sem nýtist sjúklingum og að-
standendum þeirra. Þá segir Finnur einnig að fyrir
stofnun hennar, árið 2007, hafi nánast engar upplýs-
ingar verið að fá á íslensku. „Þegar fólk lendir í
áfalli þá leitar það upplýsinga. Þegar pabbi slas-
aðist fundum við ekkert nema á Christopher Ree-
ves-síðunum í Bandaríkjunum. Hjá stofnuninni er
hægt að finna svo margt í tengslum við mænu-
skaða og eins upplýsingar um hvernig lífið er eftir
mænuskaða.“
Að sögn Finns stendur Mænuskaðastofnun nú illa
sökum niðurskurðar ríkisins og því sé söfnunin nauð-
synleg. „Ríkið er búið að skera svo mikið niður til góð-
gerðarmála, en það sá um að fjármagna þennan gagna-
grunn. Nú er hann í hættu.“
Meðal annarra flytjenda á disknum Spinal Chords eru Pét-
ur Örn Guðmundsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Einar
Ágúst, Shay Dillon, Nonni og Skúli úr Dikta, Óskar Þor-
marsson úr Veðurguðunum/Fjallabræðrum og fleiri.
Þeir sem vilja leggja þessu verðuga málefni lið geta hringt
í síma 908-7070 og verða þá 3.000 kr. gjaldfærðar af síma-
reikningi þess sem hringir. Til að fá diskinn Spinal Chords er
nafn og heimilisfang lesið inn þegar hringt er og verður hann
þá sendur viðkomandi að kostnaðarlausu. hugrun@mbl.is
Mænuskaðastofnun í bráðri neyð
Spinal Chords
Þremenning-
arnir vinna nú
óeigingjarnt
starf í þágu
Mænuskaða-
stofnunar.
Tekið er við frjálsum framlögum á reikning Mænuskaðastofnunar 311-26-71030, kt. 411007-1030.
Spænsku stórleikararnir Javier Bar-
dem og Penélope Cruz gengu í það
heilaga á Bahamas fyrr í mán-
uðinum að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum og vinum. Þau hafa alla tíð
haldið sambandi sínu fyrir utan
sviðsljós fjölmiðla og því kemur eng-
um á óvart að slúðurpressan vest-
anhafs hafi ekki verið látin vita af
brúðkaupi hjónakornanna.
Athöfnin var látlaus, en Cruz
klæddist sérhönnuðum brúðarkjól
Johns Gallianos, góðvinar leikkon-
unnar. Parið kynntist við tökur
myndarinnar Jamón, Jamón, árið
1992, en byrjuðu ekki að rugla sam-
an reytum fyrr en árið 2007.
Hér er á ferðinni sannkallað ósk-
arsverðlaunapar þar sem Bardem
hlaut Óskarinn fyrir frammistöðu
sína í myndinni No Country for Old
Men, og Cruz hreppti Óskars-
verðlaun fyrir leik sinn í mynd
Woody Allens, Vicky Cristina
Barcelona, sem skartar einnig Bar-
dem sjálfum.
Nýgift Bæði Bardem og Cruz eru stoltir Óskarsverðlaunahafar.
Giftu sig í laumi á Bahamas
Predators kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Grown Ups kl. 5:45 - 10:30 LEYFÐ
Knight and Day kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára The A-Team kl. 8 B.i. 12 ára
Killers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Sýnd kl. 8 og 10 (POWERSÝNING)
Sýnd kl. 10:10Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
Sýnd kl. 4 og 6 Íslenska 3D
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
„The A-Team setur sér það einfalda markmið
að skemmta áhorfendum sínum með látum, og
henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!”
-T.V. - Kvikmyndir.is
L.A Times USA Today
Missið ekki
af hasar
gamanmynd
sumarsins!
Verkefni sem
hann átti ekki
að geta leyst
Leyndarmál
sem hún átti
ekki að vita
Núna þurfa þau
að treysta á
hvort annað
POWE
RSÝN
ING
Á STÆ
RSTA
DIGIT
AL
TJALD
I LAN
DSINS
KL. 10
:00
T.V., Kvikmyndir.isS.V., MBL
- News of the World
- Timeout London
- Boston Globe
-bara lúxus
Sími 553 2075
Bráðfyndin og hjartnæm frá
byrjun til enda. Lang besta
Shrek myndin og það eru
engar ýkjur.
- Boxoffice Magazine
Sýnd kl. 4 Íslenska 2D
Sýnd kl. 4, 6 og 8 Enska 3D
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
gdu Aukakrónum!