Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 40

Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 40
1904 1. febrúar - Hannes Hafstein verður fyrsti ráðherra Íslendinga. Íslend- ingar fá heimastjórn og Stjórnarráð Íslands stofnað. Júní - Fyrsti bíllinn, Thomsensbíllinn, kemur til landsins. 15. júlí - Margrét Hannesdóttir fæðist á Núpsstað. September - Ísland kemst í símasamband við önnur lönd. 12. desember - Rafvirkjun Jóhannesar Reykdal í Hafnarfirði gangsett og lýsti hún upp nokkur hús og tvö götuljós. Þetta var upphaf rafvæð- ingar landsins. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað er 106 ára í dag. Hún fæddist 15. júlí 1904 og er næstelst núlifandi Ís- lendinga, Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er aðeins eldri en Margrét en Torfhildur fæddist 24. maí 1904. „Ég ætla ekkert að halda upp á afmælið, því það er ekkert stórt af- mæli,“ sagði Margrét þegar Morg- unblaðið ræddi við hana í gær. En eru ekki öll afmæli hennar núorðið stórafmæli? „Ja, það segja krakkarnir en ég segi annað. Ég held ekkert afmæli nema þegar stendur á heilum eða hálfum tug,“ sagði Margrét. „Ég sagði krökkunum að ég ætlaði ekk- ert að skipta mér af þessu. Eins og þau vissu hélt ég upp á afmælið mitt í fyrra þegar ég varð 105 ára og það léti ég duga!“ Margrét býr enn í húsinu sem hún flutti í árið 1941 ásamt mann- inum sínum, Samúel heitnum Krist- jánssyni sjómanni. Þau fengu lóð við Langholtsveginn og byggðu hús- ið. Margrét og Samúel giftust árið 1930 og eignuðust fimm börn. Sam- úel dó árið 1965. „Ég er líkamlega hraust og fylg- ist alveg með,“ sagði Margrét. „Ég elda handa mér. Ég vil heldur elda matinn sjálf en fá hann annars stað- ar frá á meðan ég get stjórnað hit- anum á eldavélinni.“ Margrét sagðist sjóða sér kjöt og kartöflur á sunnudögum en fisk og kartöflur hina dagana. „Ég er ekk- ert að steikja, er ekkert mikið fyrir það. Hef heldur ekkert mikið uppá- hald á grillmat og svoleiðis. Ég sýð bara matinn.“ Margrét er elst tíu barna þeirra Hannesar Jónssonar landpósts og bónda og Þórönnu Þórarinsdóttur húsfreyju á Núpsstað. Fjögur systkinanna eru á lífi, auk Mar- grétar eru það Jón, fæddur 1913, Jóna Aðalheiður, fædd 1924, og Ágústa Þorbjörg, fædd 1930. Filipp- us bróðir þeirra dó 23. maí sl. og var þá á 101. aldursári. „Það var allt of fljótt sem hann fór, hann var skemmtilegur,“ sagði Margrét um Filippus heitinn. Margrét sagðist ekki hafa farið austur að Núpsstað í sumar en hún fór í fyrrasumar og var þá við ár- lega guðsþjónustu sem haldin er í bænhúsinu á Núpsstað um verslunarmannahelgina. „Það er ekkert stórafmæli“ Margrét Hannes- dóttir frá Núps- stað 106 ára í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Hress „Ég vil heldur elda matinn sjálf en fá hann annars staðar frá á meðan ég get stjórnað hitanum á eldavélinni.“ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Nían nægði ekki 2. Konur stunda kynlíf í klæðum 3. Setti dóttur sína í þvottavél 4. Skeytti engu um upptökubúnað »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sænsk/breska hljómsveitin Fan- farlo er væntanleg til landsins til að spila á Bræðslunni á Borgarfirði eystri um aðra helgi. Tónlistin þeirra hefur heyrst í vinsælum sjónvarps- þáttum eins og Grey’s Anatomy og House og hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að breiðskífu númer tvö. »32 Reyna að semja aðra plötu í ferðinni  Gjörningurinn Domains of Joyful Degradation verður framinn í dag kl. 17 á Geirsgötu 11 og er hann hluti af list- viðburðinum Villa Reykjavík. Gjörning- urinn er á vegum Kling & Bang- gallerísins og stýrt af myndlist- armanninum Kolbeini Huga Hösk- uldssyni. Fjöldi listamanna tekur þátt í honum. Domains of Joyful Degradation  Hljómsveitin Hjálmar er nýlega komin heim frá Noregi þar sem hún spilaði á tónlistarhátíðinni Træna í Norður-Noregi. Skipuleggjendur há- tíðarinnar hafa falast eftir kröftum Hjálma um árabil og hlutu þeir frá- bærar viðtökur. Hjálmar munu snúa aftur til Nor- egs 22. júlí til að spila á Vinjerock- hátíðinni í Jötun- heimum, en uppselt er á viðburðinn. Reggísveitin Hjálmar slær í gegn í Noregi VEÐUR Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, mun gang- ast undir speglunaraðgerð á hægra hné hérlendis í dag. Ólafur hefur beðið í þó- nokkurn tíma eftir rétta tímanum til að fara í að- gerðina en hann lék ekki með íslenska landsliðinu í æfingaleikjum í síðasta mánuði. Keppni í þýsku deildinni hefst í lok ágúst- mánaðar. »1 Ólafur Stefáns- son í aðgerð KR-ingar taka á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu í Evrópudeild UEFA í fótbolta á KR-vellinum í kvöld. Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að Karpaty sé án efa mjög gott lið en sínir menn hafi undirbúið sig mjög vel og ætli að freista þess að ná hagstæðum úrslit- um í heimaleiknum. »3 Úkraínumenn á KR- vellinum í kvöld Knattspyrnumaðurinn efnilegi Guð- laugur Victor Pálsson var himinlifandi á þriðjudag þegar hann frétti að hann væri í aðalliðshópi Liverpool sem er nú nýkominn til Sviss í æfingaferð. Guð- laugur ætlar að nýta dagana vel til að sanna sig fyrir Roy Hodgson, nýja stjóranum, og fá í kjölfarið nýjan samning við félagið en núgildandi samningur rennur brátt út. »1 Guðlaugur Victor vill sanna sig í Sviss ÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum eða bjartviðri og sums staðar síðdegisskúrir, einkum um landið sunnanvert. Vaxandi norðaustanátt suðaustan til. Hiti 8 til 18 stig. Á föstudag Norðaustan 5-13 m/s, hvassast austast á landinu og dálítil væta, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti 13 til 19 stig, hlýjast sunnanlands. Um helgina Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta NA- og A-til. Víða bjartviðri annars staðar, líkur á stöku skúrum við suðurströndina. Hiti 10 til 19 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.