Fréttablaðið - 14.12.2011, Side 2
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR2
Berglind, það hefur ekki verið
neitt stans, stans, dans hjá þér?
„Nei, alls ekki. Dansinn er mín
ástríða í lífinu.“
Berglind Ýr Karlsdóttir bar sigur úr býtum
í þáttunum Dans, dans, dans sem sýndir
voru á RÚV. Hún íhugaði að hætta dans-
iðkun vegna veikinda en hélt ótrauð
áfram með fyrrnefndum árangri.
DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur
verið dæmdur í tveggja ára fang-
elsi fyrir að nauðga fjórtán ára
stúlku. Hann var þá sautján ára.
Piltinum var gefið að sök að hafa
aðfaranótt sunnudags í júlí á síð-
asta ári farið með stúlkuna gegn
vilja hennar á afvikinn stað, í
húsasund bak við grunnskóla, not-
fært sér yfirburðastöðu sína vegna
aldurs- og aflsmunar og beitt hana
hrottalegu kynferðislegu ofbeldi.
Pilturinn neitaði sök fyrir Hér-
aðsdómi Suðurlands, en kvað
stúlkuna hafa verið fúsa til sam-
ræðis. Dómurinn taldi hins vegar
framburð hennar trúverðugan.
Þeir áverkar sem hún hlaut við
ofbeldisverknaðinn og andleg van-
líðan eftir hann sannaði svo yfir
skynsamlegan vafa væri hafið að
pilturinn hefði nauðgað henni.
Til refsilækkunar leit dómurinn
til þess að pilturinn hefði sjálfur
verið barn að aldri þegar hann
framdi verknaðinn, en ella ætti
hann sér engar málsbætur. Hann
var dæmdur til að greiða stúlkunni
1,2 milljónir króna í miskabætur,
þar sem brotið gegn henni hafði
í för með sér gríðarlegan miska
fyrir hana. - jss
Nítján ára piltur dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands:
Nauðgaði fjórtán ára stúlku
BRUNI Sautján ára drengur kom móður sinni til
bjargar á mánudagskvöld þegar kviknaði í fötum
hennar á heimili þeirra í Fagrahjalla. Vísir greindi
frá því í gær að konan hefði verið að kveikja upp í
svokölluðum etanól-arni þegar sprenging varð og
eldur læsti sig í húsgögn og fatnað konunnar.
Drengurinn náði að slökkva í logandi fötum
hennar áður en hún brenndist enn meir en raunin
varð. Hann hringdi svo á slökkvilið og náði móður
sinni út úr húsinu, sem skemmdist mikið í brunan-
um. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Konan, sem er á sextugsaldri, var flutt á slysa-
deild Landspítalans þar sem gert var að sárum
hennar. Hún var ekki talin í lífshættu og var síðar
flutt á lýtadeild. Læknir á lýtadeild segir líðan
konunnar eftir atvikum bærilega. Bruninn hafi
ekki verið mjög útbreiddur og sárin ekki mjög
djúp. Verstu brunasárin voru á hægri hönd kon-
unnar og hluta af andliti hennar. „Það eru góðar
líkur á því að hún sleppi við allar aðgerðir og fái
að gróa í friði,“ segir hann.
Lögreglan brýnir fyrir þeim sem hafa etanól-
arna á heimilum sínum að gæta fyllstu varúðar og
fara eftir notkunarleiðbeiningum í einu og öllu. Í
kjölfar brunans hefur Neytendastofa ákveðið að
skoða hættuna af etanól-eldstæðum.
- sv
Kona brann á andliti og hendi eftir að sprenging varð í arni á heimili hennar:
Bjargaði móður sinni úr bruna
MIKIÐ SKEMMT EFTIR BRUNANN Slökkviliði gekk vel að
slökkva eldinn en þó urðu miklar skemmdir á innanstokks-
munum og á efri hæð hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SELFOSS Héraðsdómur Suðurlands á
Selfossi kvað upp dóminn.
FERÐALÖG Pólfarinn Gunnar Egils-
son hefur verið önnum kafinn
við undirbúning hátíðarhalda á
suðurpólnum sem hefjast í dag í
tilefni þess að öld er liðin frá því
að norski landkönnuðurinn Roald
Amundsen náði þangað fyrstur
manna.
Gunnar yfirfór tvo sex hjóla
Ford Econoline jeppa í eigu fyrir-
tækisins ANI sem munu flytja
Jens Stoltenberg, forætisráðherra
Noregs, og fylgdarlið hans um
suðurheimsskautið. „Norðmenn
vilja heiðra sinn mann og verða
nokkrir af helstu fyrirmönnum
þjóðarinnar þarna samankomn-
ir,“ segir Gunnar. - rve / sja allt
Hátíðarhöld á suðurpólnum:
Yfirfór bíla
Stoltenbergs
GUNNAR EGILSSON Pólafarinn verður á
suðurpólnum í dag.
VÍSINDI Enginn líffræðilegur
munur á kynjunum skýrir mun
á getu kynjanna í stærðfræði,
segja niðurstöður vísindamanna
við Wisconsin-Madison háskóla í
Bandaríkjunum.
Sé munur á kynjunum má
skýra hann með félagslegum
og uppeldislegum mun. Raunar
gengur báðum kynjunum betur
í stærðfræði í löndum þar sem
jafnrétti kynjanna er meira.
Vísindamennirnir vildu rann-
saka þá kenningu að dreifing
á getu karla í stærðfræði væri
meiri og því væru hlutfallslega
fleiri karlar mjög lélegir eða
mjög góðir en konur. - bj
Rannsaka mun á kynjunum:
Ekki munur á
stærðfræðigetu
FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta er tilvalinn
staður til að þjónusta skemmti-
ferðaskipin, það verður ekki
betra,“ segir Guðmundur Ingi
Jónsson, þyrluflugmaður hjá
Vestur flugi sem óskað hefur eftir
lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka
í Sundahöfn.
Sigtryggur Leví Kristófersson,
eigandi Vesturflugs, segir aðsókn
í þyrluflug vaxandi í takt við auk-
inn fjölda ferðamanna. Félagið geri
nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins
og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu
af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum
í heiminum séu hins vegar ekki
á almennum flugvöllum. „Þyrlur
þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki
að vera á flugvöllum þar sem þær
flækjast fyrir annarri traffík. Þess
utan erum við miklu sveigjanlegri
í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn
tímann,“ segir Sigtryggur.
Stjórn Faxaflóahafna hafnaði
á síðasta fundi
sínum að upp-
fylla ósk Vestur-
flugs um lóð
undir 25 sinn-
um 25 metra
þyrlupall og til-
heyrandi örygg-
issvæði með
aðstöðuhúsi.
Hjálmar Sveins-
son, formaður
stjórnarinnar, segir ástæðurnar
aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi
því of mikið umstang að uppfylla
alþjóðlegar öryggiskröfur varð-
andi aðflugslínur, meðal annars
vegna stærðar skemmtiferðaskip-
anna sjálfra í höfninni.
„Í öðru lagi hafa þessir mikil-
vægu viðskiptavinir, sem eru
skipafélögin, eftir því sem okkur
skilst, aldrei kallað eftir því að fá
þyrluþjónustu, þannig að menn
sáu ekki knýjandi ástæðu til að
samþykkja þetta. En ef það hefði
verið sterk ósk frá skipafélögun-
um að geta boðið farþegum upp á
slíka þjónustu hefðu menn kannski
verið tilbúnir að taka skref í þá
átt,“ segir Hjálmar.
Sigtryggur kveðst hins vegar
vilja ræða málið nánar á fundi
með fulltrúum Faxaflóahafna 19.
desember. Hann segir þjónustu við
farþega skemmtiferðaskipa ekki
aðalmarkmiðið með flutningi inn
í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja
öðrum ferðamönnum og almenn-
ingi útsýnisflug og aðrar þyrlu-
ferðir.
„Við viljum lóð þar sem hægt
er að hafa aðstöðu og gera þetta á
öruggum forsendum. Þetta er einn
af hentugustu stöðunum og kannski
sá öruggasti, enda er þarna aðflug
og fráflug frá sjó,“ segir eigandi
Vesturflugs. gar@frettabladid.is
Fá ekki þyrlupall hjá
skemmtiferðaskipum
Faxaflóahafnir neita Vesturflugi um lóð fyrir þyrlupall í Sundahöfn. Ekki sé
knýjandi þörf á slíku og því fylgi of mikið umstang. Flugmaður hjá félaginu
segir umbeðna lóð vera upplagða fyrir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa.
GUÐMUNDUR INGI
JÓNSSON
ÞYRLUPALLURINN Svona sjá Vesturflugsmenn aðstöðuna á Skarfabakka fyrir sér. MYND/VESTURFLUG
ATVINNUMÁL Húsavík er fyrsti
valkostur af þremur sem þýska
félagið PCC hefur skoðað undir
kísilmálmverksmiðju. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Stjórnendur félagsins funduðu
með Húsvíkingum í gær vegna
málsins og sögðust þar vonast
til að unnt yrði að taka ákvörð-
un eftir sex mánuði og að fram-
kvæmdir gætu hafist árið 2013.
Fulltrúi PCC sagði í viðtali við
Stöð 2 að um yrði að ræða fjár-
festingu upp á rúmlega hundrað
milljónir evra. - sh
PCC undirbýr kísilver:
Húsavík er efst
á óskalistanum
EFNAHAGSMÁL Stjórn Landssam-
taka lífeyrissjóða mótmælir
harðlega auknum álögum á starf-
semi lífeyrissjóða, hvort sem þær
eru í formi hækkunar á gjald-
töku eða nýrra skatta. Þetta segir
í yfirlýsingu sem samtökin sendu
frá sér í gær.
Stjórnvöld ætla að leggja 0,08
prósenta eignarskatt á heildar-
eignir lífeyrissjóða næstu tvö ár
og lækka frádráttarbært iðgjald
vegna viðbótarlífeyrissparn-
aðar úr fjórum prósentum í tvö.
Þá eru uppi áform um hækkun
gjaldtöku til að standa undir
stofnunum sem sinna málum sem
tengjast bankahruninu.
Sjórnin segir að gangi áform-
in eftir muni lífeyrisgreiðslur
lækka. - sh
Lífeyrissjóðir álykta:
Mjög andvígir
frekari álögum
RÚSSLAND, AP Nýtt þing mun
koma saman í Rússlandi 21.
desember. Þetta tilkynnti for-
seti landsins, Dimitrí Medvedev,
í gær.
Ásakanir
um kosninga-
svindl hafa
verið háværar
og fjölmenn-
ustu mótmæli
Rússlands eftir
fall Sovét-
ríkjanna voru
meðal ann-
ars haldin um
síðustu helgi þar sem þess var
krafist að kosningarnar yrðu
ógildar. Næstu stóru mótmæli
hafa verið skipulögð 21. desemb-
er. Med vedev sagði á fundi með
formönnum flokkanna á þingi
að þeir yrðu að halda áfram að
sinna sínu starfi. Hann hefur
boðað að ásakanir um svindl
verði kannaðar. - þeb
Mótmæli boðuð í Rússlandi:
Nýtt þing sett
í næstu viku
DIMITRÍ MEDVEDEV
Heimilistæki,
ljós og símar
í miklu úrvali.
Fjöldi tækja á
sérstöku jólaverði.
2011
SPURNING DAGSINS