Fréttablaðið - 14.12.2011, Page 10

Fréttablaðið - 14.12.2011, Page 10
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR10 arionbanki.is — 444 7000 Glæsileg gjöf fylgir Framtíðarreikningi Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney Köku- & brauðbókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast 1. Hvað heitir sigurvegari þáttarins Dans dans dans? 2. Hverjir stóðu fyrir jólahlaðborði um síðustu helgi þar sem tveir menn voru handteknir í kjölfarið? 3. Hver átti flest mörk hjá íslenska liðinu í HM í handbolta í Brasilíu? SVÖR 1. Berglind Ýr Karlsdóttir 2. Hells Angels 3. Karen Knútsdóttir ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslend- inga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusam- bandið,“ sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varð- andi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?“ spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálf- gefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðar- atkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálf- stæðan gjaldmiðil,“ sagði ráð- herra. Hann sagðist talsmaður auk- ins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusam- bandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Ill- uga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi við- ræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambands- ins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is Vill klára að semja og þjóð- in fái að kjósa Fjármálaráðherra segir ekki sjálfgefið að þau lönd sem gangi inn í ESB muni taka upp evru. Hann vísar í þjóðaratkvæðagreiðslu Svía. Segir Íslendinga engu nær ef þeir slitu aðildarviðræðum nú. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Segir ekki sjálfgefið að ný aðildarríki að Evrópusambandinu þurfi að taka upp evru. Hann vill ljúka samningum og bera undir þjóðina; annars væri til lítils farið í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ILLUGI GUNNARSSON GUNNAR BRAGI SVEINSSON EVRÓPUSAMBANDIÐ Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist vera bjartsýnn á framtíð evrunnar þrátt fyrir erfið- leikana sem nú steðja að. Þegar litið verði til baka muni menn sjá að árið 2011 var ekki neitt „annus horribilis“, eða hræðilegt ár, eins og flestum sýnist nú vera, heldur hafi það verið ár kraftaverkanna, „annus mirabilis“, nefnilega árið þegar grunnur var lagður að nýju fyrirkomulagi fjármála sem tryggir að kreppan endurtaki sig aldrei. Hann sat fund Evrópuþingsins í gær ásamt José Manuel Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, þar sem þeir gerðu grein fyrir ákvörðunum leiðtogaráðsins í síðustu viku og svöruðu spurningum þingmanna. Barroso sagði Breta hafa gert kröfur á leiðtogafundinum í síð- ustu viku sem hefðu stefnt innri markaði ESB- ríkjanna í voða. Því hefði ekki verið hægt að ganga að þeim. Hins vegar hafi tekist að koma í veg fyrir klofning Evrópusambandsins, því leið- togar allra aðildarríkjanna hafi lýst yfir vilja til að vera með í væntanlegu fjármálabandalagi. „Þeir sýndu að þeir vilja meira Evrópusam- band, ekki minna,“ sagði Barroso. Þetta verði því ekki samkomulag sautján ríkja að nokkrum viðbættum, heldur samkomulag 27 ríkja að einu undanskildu. - gb Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir árið 2011 vera ár kraftaverkanna: Bjartsýnn á framtíð evrusvæðisins GERÐU EVRÓPUÞINGINU GREIN FYRIR LEIÐTOGAFUNDI José Manuel Barroso fylgist með Herman van Rompuy flytja ávarp sitt. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Hjálpræðisherinn verður ekki með jólaaðstoð í formi matargjafa fyrir þessi jól. Ástæðan er erfið fjárhagsstaða samtakanna. Hjálpræðisherinn útdeildi matarpökkum allt árið í fyrra og tæmdi það sjóði hans. Því hafa samtökin ákveðið að vera í sam- starfi við aðra sem sinna hjálpar- störfum og styrkja þá með ýmsum hætti. Áfram verður þó jólamatur í húsakynnum Hjálpræðishersins á aðfangadag. 200 manns koma að jafnaði í jólamatinn á aðfangadag. Fyrir þeim mat er safnað með jóla- pottum sem eru víða um borgina fyrir jólin. - þeb Engin mataraðstoð fyrir jól: Hjálpræðisher- inn einbeitir sér að jólamatnum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.