Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 12
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR12
VINNINGASKRÁ
Vinningaskrá - hausthappdrætti 2011. Dregið 9. desember 2011
1. vinningur:
Chevrolet Captiva LT, 2,2 diesel, 184 hö, sjálfskiptur, sjö manna, frá Bílabúð Benna.
Verðmæti kr. 6.290.000
82545
2. vinningur:
Chevrolet Aevo LT, 1,6l, sjálfskiptur, frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 2.990.000
33585
3. vinningur:
Chevrolet Spark LS, 1,2l, beinskiptur, frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 1.990.000
131502
4. - 28. vinningur
Ferðavinningar að eigin vali frá Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 500.000
2749 32206 79383 105803 124997
3752 44298 83393 113766 127535
8044 51962 91160 115493 132442
20993 62034 93993 116147 133621
30216 76888 98592 122891 147870
29. - 78. vinningur:
Ferðavinningar að eigin vali með Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 250.000
3022 29230 52201 61880 69073 81239 99155 118017 127518 137701
7940 36640 56426 62385 72991 82645 103098 120485 134096 144311
9488 39705 57455 64137 76002 83249 103936 123992 134608 144678
15425 40629 59820 64643 76953 85191 111247 124061 136700 147500
28374 43058 60151 66389 79962 92434 111851 124572 136822 150150
79.- 178. vinningur
Apple iPad 2 spjaldtölva, 32GB 3G/Wi-Fi svart, frá Epli.is, hver að verðmæti kr. 129.900
523 14514 37196 57195 72821 83311 95984 109258 121879 136569
5279 15903 38977 60441 74416 84353 97380 111694 122451 136878
6438 18374 45007 60949 75434 87457 97746 111742 126628 138314
7159 22645 46877 61903 76610 87788 99721 112580 126742 138672
7535 24429 49122 65076 79774 88792 100977 113739 128788 139119
7646 24748 49317 65922 81191 88892 101775 113743 131119 145973
7878 25605 50700 66532 81249 91059 102464 114639 131513 146524
9457 32477 52022 66538 82507 92266 102652 117801 133230 147982
13101 34931 52699 68547 82728 93655 106557 118272 133747 148024
14062 35327 54973 71064 83293 94229 107851 121631 135313 150757
179. - 208. vinningar
Gjafakort Kringlunnar, hvert að verðmæti kr. 25.000
5651 22106 45047 72859 83605 118340
6101 24197 47542 73439 93875 126118
11605 27815 49901 75517 94104 126781
12898 34083 61262 79134 96782 137507
20258 44480 62792 79917 114087 140579
Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Upplýsingasími 525 0000
Birt án ábyrgðar
FÉLAGSMÁL Stjórn Lögmanna-
félags Íslands segir í svari sínu
við erindi Agnars Kristjáns Þor-
steinssonar og Ísaks Jónssonar
vegna ummæla hæstaréttarlög-
mannsins Sveins Andra Sveins-
sonar að stjórnin fari ekki með
mál vegna meintra brota lög-
manna á lögum eða siðareglum.
Sjálfstæð úrskurðarnefnd félags-
ins fer með slík mál.
Sveinn Andri skrifaði á Face-
book-síðu sína á dögunum að
móðir stúlkunnar sem kærði Egil
Einarsson og kærustu hans fyrir
nauðgun væri áhrifamanneskja
innan VG og
ætti hann bágt
með að trúa því
að það væri til-
viljun að dótt-
ir hennar hefði
kært hann fyrir
nauðgun, sér í
lagi í ljósi þess
að femínistar
hötuðu Egil.
Agnar og Ísak
skrifuðu opið bréf til stjórnar Lög-
mannafélagsins í kjölfarið, þar
sem skorað var á félagið að taka
skrif Sveins Andra til umfjöllunar.
„Að ákveðnu leyti veldur þessi
yfirlýsing okkur vonbrigðum þar
sem við töldum fullt tilefni til þess
að Lögmannafélagið sjálft tæki
afstöðu til þess og léti úrskurða
um þessi ummæli [...]“ segja Agnar
Kristján Þorsteinsson og Ísak
Jónsson við svari stjórnarinnar.
Agnar og Ísak segjast í því
framhaldi skoða næstu skref og
athuga hvort sú leið sé fær að
leggja fram formlega kvörtun
til úrskurðarnefndar Lögmanna-
félagsins. Auk þess skora þeir á þá
sem brotið er á í þessu tilviki að
gera slíkt hið sama. - sv
Lögmannafélag Íslands mun ekki taka erindi vegna Sveins Andra til umfjöllunar:
Svar stjórnarinnar vonbrigði
SVEINN ANDRI
SVEINSSON
VÍSINDI, AP Vísindamenn við sterk-
eindahraðal evrópsku kjarnorku-
rannsóknastöðvarinnar (CERN)
á landamærum Sviss og Frakk-
lands hafa fundið forvitnilegar
vísbendingar um tilvist Higgs-
bóseindarinnar. Um er að ræða
helsta markmið dýrustu vísinda-
tilraunar allra tíma en vísinda-
mennirnir vonast til þess að geta
svarað spurningunni um tilvist
hennar að fullu á næsta ári.
Sterkeindahraðallinn hefur
verið keyrður með sífellt meiri
orku síðustu mánuði og hefur nú
tekist að þrengja verulega það
orkubil sem eindin kann að leyn-
ast á. Þá hafa fundist vísbending-
ar um hana á ákveðnum gildum
bilsins þótt þær nægi ekki til að
kveða upp stóradóm.
Í sterkeindahraðlinum er fram-
kallaður árekstur róteinda við
gríðarlega mikla orku. Vandinn
við leitina að Higgs-bóseindinni
er að samkvæmt fræðunum verð-
ur hún ekki til nema í litlum hluta
árekstra. Því meiri orka sem er
notuð, því líklegra er hins vegar
að hún myndist.
Higgs-bóseindin er öreind en
eðlisfræðingar spáðu fyrir um
tilvist hennar fyrir nærri 50
árum. Síðan hefur staðið yfir leit
að vísbendingum um tilvist henn-
ar en án árangurs. Einn helsti
hvatinn að byggingu sterkeinda-
hraðals CERN var að þar var um
að ræða tæki sem var talið geta
svarað spurningunni um tilvist
eindarinnar fyrir fullt og allt.
Higgs-bóseindin sjálf er raunar
ekki sérlega áhugaverð. Hún er
einungis áhugaverð að því leyti
að tilvist hennar myndi sanna til-
vist hins ósýnilega Higgs orku-
sviðs sem er talið fylla alheim-
inn. Ekki er hins vegar hægt að
nema orkusviðið sjálft þannig
að vísindamenn leita heldur að
einkenniseind sviðsins sem er
Higgs-bóseindin.
Samkvæmt staða l l í ka n i
öreindafræðinnar ferðuðust
massalausar öreindir um alheim-
inn á ljóshraða fyrstu örsek-
úndu tilveru hans. Þá kviknaði
á Higgs-orkusviðinu sem gerði
það að verkum að það hægðist á
sumum, en ekki öllum, eindanna
sem fengu í leiðinni massa. Þetta
gerði þeim eindum svo aftur
mögulegt að tengjast og mynda
þær frum- og sameindir sem allt
efni alheimsins er búið til úr.
Án orkusviðsins er eðlis-
fræðingum vandi á höndum því
það hefði í för með sér að þeir
hefðu ekki skýringu á því af
hverju öreindir ferðast ekki
allar massalausar á ljóshraða
um alheiminn. Þar með væri
komin stór gloppa í staðallíkan
eðlisfræðinnar og ljóst að menn
þyrftu að leita annað að svör-
um við mörgum áhugaverðustu
spurningum vísindanna.
magnusl@frettabladid.is
Á slóð guðs-
eindarinnar
Vísindamenn við sterkeindahraðal CERN á landa-
mærum Sviss og Frakklands hafa fundið vísbend-
ingar um tilveru guðseindarinnar svokölluðu en
leitin að henni hefur staðið yfir í tæplega 50 ár.
RÓTEINDAÁREKSTUR Þessi mynd frá CERN sýnir ummerki um hegðun og hreyfingu
öreinda í kjölfar árekstrar tveggja róteinda. Vísindamenn CERN leita nú að ummerkj-
um um Higgs-bóseindina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SÆLJÓN Í HREINDÝRSGERVI Í stóru
sædýrasafni í Tókýó hafa menn skellt
eins konar hreindýrshornum á þetta
sæljón til að skemmta gestum í tilefni
jólanna sem eru fram undan.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Kannabisræktandi hefur
verið dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Maður-
inn var með 105 plöntur í ræktun
og rúm 150 grömm af kannabis-
laufum þegar lögreglan stöðvaði
ræktunina.
Maðurinn játaði brot sitt en
hann hefur ekki áður gerst sekur
um refsiverða háttsemi. Auk
plantnanna og laufanna voru gerð-
ir upptækir fimm lampar, þrír
straumbreytar, fjórar vatnsdælur,
26 blómapottar og tveir plastbakk-
ar, sem lögregla lagði hald á. - jss
Kannabisræktandi dæmdur:
Dæmdur fyrir
105 plöntur