Fréttablaðið - 14.12.2011, Síða 16
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR16
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
með Miele
kr.: 24.900
Verðlistaverð kr.: 33.530
Tango Plus er vinsælasta ryksugan frá Miele
Miele ryksugurnar eru traustar
og kraftmiklar, með stillanlegu
röri og úrvali fylgihluta. Þær
hafa hlotið hæstu einkunn hjá
neytendasamtökum í Þýskalandi.
AFSLÁTTUR
Care Collection ryksugupokar
og ofnæmissíur eru sérstaklega
framleidd fyrir Miele ryksugur
Farðu alla leið með Miele
Kvöldskóli BHS vorönn 2012
Innritun í málmiðnadeild kvöldskóla BHS
verður eftirfarandi daga:
fimmtudag 15. desember kl. 17 - 19
föstudag 16. desember kl. 17 - 19
Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir málmiðngreinar. Tilvalið fyrir þá
sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum. Einnig eru kenndar
allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða, handa- og
plötuvinna, aflvélavirkjun og rennismíði, grunnteikning og raf-
magnsfræði.
EÐL-102 Eðlisfræði
ITM-114 Tölvuteikning
TTÖ-102 Tölvuteikning
RÖK-102 Rökrásir bóklegt
RAT-112 Rafeindatækni bóklegt
MRM-112 Mælingar í rafmagni
REN - allir áfangar Bókleg rennismíði
STÝ-102 Bókleg stýritækni
VFR-223 Fagbókleg vélfræði
AVV-323 Verkleg vélvirkjun
HSU-102/212 Verkleg suða
HSU 232 Verkleg þunnplötusuða, ál / stál / ryðfrítt
LSU-102/202 Verkleg suða
RSU-102/202 Verkleg suða
STÝ-202 Verkleg stýritækni
KÆL-102 Verkleg kælitækni + bókleg
REN-103/203 Rennismíði fyrir byrjendur
REN-344/443 Rennismíði, framhald
Verklegir áfangar
Bóklegir áfangar
Kennsla hefst föstudaginn 6. janúar Kennslu lýkur mánudaginn 30. apríl
Ath.: Áfangar geta fallið niður, náist ekki nægur fjöldi í hópa.
Sjá einnig á vef skólans: www.bhs.is
Skólameistari
Þorgils
Jónsson
thorgils@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: IPA-styrkir til Íslands
■ Í tillögum Íslands að IPA-lands-
áætlun 2011, sem ESB hefur fallist á,
voru lögð fram sjö verkefni sem geta
fengið styrki.
Hagstofa Íslands: Endurbætur á
gerð þjóðhagsreikninga.
Matís: Framfylgni reglugerða um
matvælaöryggi sem hafa nú þegar
verið innleiddar á Íslandi sem hluti
af skuldbindingum í EES.
Náttúrufræðistofnun: Kortlagning
vistkerfa og fuglalífs á Íslandi.
Þýðingamiðstöð: Þýðing á
regluverki Evrópusambandsins yfir á
íslensku.
Skrifstofa landstengiliðar: Sam-
ræming og miðlun styrkja og upp-
bygging þekkingar á stuðningi ESB
á sviði byggðamála og atvinnuupp-
byggingar.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins:
Efling á starfshæfni fullorðinna með
litla formlega menntun.
Háskólafélag Suðurlands: Verk-
efnið Katla Jarðvangur sem felur
meðal annars í sér þróunaráætlun
fyrir svæðið kringum Eyjafjallajökul
og uppbyggingu á þekkingarsetri um
svæðið.
■ Styrkupphæðin til Íslands mun
nema 30 milljónum evra, en heildar-
fjárveitingar IPA á árunum 2007 til
2013 eru 11,5 milljarðar evra.
■ Íslandi stendur einnig til boða að
taka þátt í svokölluðum fjölþega-
áætlunum, til dæmis TAIEX-aðstoð-
inni. Í því felast ekki beinir fjár-
styrkir heldur einna helst heimsóknir
erlendra sérfræðinga til Íslands eða
kynnisferð til einhvers aðildarríkis
ESB eða á ráðstefnu.
Heimild: Evrópuvefurinn
IPA-verkefni á Íslandi
Samkvæmt frumvarpi sem
fjármálaráðherra lagði
fram á þingi fyrir stuttu
skulu allir IPA-styrkir sem
Ísland fær úthlutað frá
Evrópusambandinu (ESB)
í yfirstandandi umsóknar-
ferli vera undanþegnir
sköttum og opinberum
gjöldum. Þannig renni öll
aðstoð sem Ísland hlýtur
með þessum hætti beint til
þeirra verkefna sem hún
var ætluð.
Frumvarpið lýtur að því að uppfylla
ákvæði rammasamnings sem Ísland
gerði við framkvæmdastjórn ESB í
sumar, en hann kveður á um reglur
varðandi IPA-aðstoð.
Utanríkisráðherra lagði fram,
í tengslum við frumvarpið, þings-
ályktunartillögu um samþykkt
rammasamningsins. Fram kemur
í athugasemdum við tillöguna að
sams konar rammasamningur hafi
verið gerður við öll umsóknarríki að
ESB eftir 1994, auk Tyrkja.
Samkvæmt þessum samningi
eru allar framkvæmdir og kaup
á vöru eða þjónustu, á grundvelli
IPA-styrktarsamninga, undanþegn-
ar sköttum og opinberum gjöldum
á Íslandi og verktakar sem ekki
hafa lögheimili hér á landi og vinna
störf sem fjármögnuð eru af ESB,
eru undanþegnir til dæmis virðis-
aukaskatti, tekjuskatti og útsvari
af launum sínum. Það á þó ekki við
um verktaka sem búsettir eru hér á
landi.
Grundvallarregla í milliríkjasam-
skiptum
Í athugasemdum við þingsályktun-
artillöguna um rammasamninginn
segir einnig að slíkar undanþágur,
eða friðhelgi, frá sköttum og gjöld-
um séu venja þegar alþjóðastofnan-
ir gera samninga við yfirvöld þeirra
ríkja þar sem þau eru staðsett.
„Þetta er grundvallarregla í
milliríkjasamskiptum sem bygg-
ist á gagnkvæmni,“ segir í athuga-
semdunum. „Hún gerir starfsemi
sendiskrifstofa, alþjóðastofnana og
ýmiss konar alþjóðlega aðstoð, þ.m.t.
þróunaraðstoð, greiðari og ódýrari.“
Þar segir jafnframt að rammasamn-
ingurinn vegna IPA-styrkja byggi
á sömu grundvallarsjónarmiðum
og gilda gagnvart starfsliði sendi-
ráða og alþjóðlegra stofnana hér á
landi og íslensku starfsfólki annarra
stofnana í öðrum löndum.
Fjöldi sjóða og stofnana þegar
undanþeginn sköttum og gjöldum
Allmargar stofnanir, samtök og sjóð-
ir sem starfa hér á landi fá sambæri-
legar undanþágur. Þar má nefna lög
um Þróunarsjóð fyrir Færeyjar,
Grænland og Ísland sem er undan-
þeginn tekjuskatti, stimpilgjaldi og
fleiru auk þess sem lög fyrir nor-
rænt fjármögnunarfélag á sviði
umhverfisverndar kveða á um sömu
undanþágur.
Þá eru samnorrænar stofnan-
ir hér á landi, sem til dæmis eru
tengd arskrifstofu ráðherranefnd-
ar Norðurlanda og stjórnarnefnd-
ar Norður landaráðs, undanþegnar
beinni skattheimtu og tollgjöldum.
Starfsfólk og fjölskyldur þeirra eru
líka undanþegin tollgjöldum af pers-
ónulegum eignum sem fluttar eru til
landsins.
Loks má geta ákvæða í varnarlög-
um frá árinu 2008 þar sem kveðið
er á um að erlendur liðsafli og borg-
aralegar deildir hans sé undanþeg-
inn tollum og skattgreiðslum, meðal
annars vegna launa sendiliðs hér á
landi.
Frekar til að auka tekjur ríkissjóðs
Í umsögn fjármálaráðuneytisins
sem fylgir frumvarpinu er velt upp
þeirri spurningu hvert tekjutap
ríkis sjóðs verði af skattaundanþág-
unum, en því er til svarað að slíkt
eigi tæpast við að þessu sinni. IPA-
styrkir séu í eðli sínu ekki veittir
nema með því skilyrði að þeir séu
undanþegnir sköttum og gjöldum og
myndu ekki berast að öðrum kosti.
„Má frekar gera ráð fyrir því að
ríkis sjóður muni hafa tekjur af þess-
um styrkjum með óbeinum hætti ef
ESB-verktakar verða innlendir aðil-
ar,“ segir þar.
Áætlanir gera ráð fyrir að IPA-
styrkir til Íslands geti numið allt
að 30 milljónum evra, um fimm
milljörðum króna, á árunum 2011
til 2013. Í fyrrnefndri umsögn fjár-
málaráðuneytisins segir að ESB hafi
fallist á tillögur íslenskra stjórn-
valda um landsáætlun um IPA-
styrki. Þeir muni koma til útborgun-
ar frá og með næsta ári. Á fjárlögum
er gert ráð fyrir um 600 milljóna
króna styrk á næsta ári.
30 MILLJÓNIR EVRA Samkvæmt IPA-landsáætlun mun Íslandi standa til boða styrkir
að upphæð 30 milljónir evra úr IPA-kerfinu. Styrkirnir verða undanþegnir sköttum og
gjöldum hér á landi, en slíkt gildir um starfsemi fjölda sjóða og alþjóðlegra stofnana
á Íslandi. NORDICPHOTOS/AFP
Fordæmi fyrir IPA-skattaundanþágum
Rammasamningur Íslands og ESB
kveður á um að upplýsingum um
alla styrki sem ESB veitir í gegnum
IPA-styrkjakerfið sé komið á fram-
færi til borgara og viðtakenda til
að „varpa ljósi á hlutverk ESB og
tryggja gagnsæi“.
Gegnsæi tryggt