Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 27
SÉREIGNARSPARNAÐUR MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2011 Kynningarblað Sparnaður, lífeyrir, tryggingar, framtíðin, krónur, evrur, hagnaður. Viðbótarlífeyrissparnaður er enn þá einn besti kosturinn sem fólk getur valið í sparnaði. Það mun ekki breytast þrátt fyrir þær breytingar sem boðaðar hafa verið núna um ára- mótin,“ segir Lárus Páll Pálsson, verk- efnastjóri lífeyrismála hjá Íslandsbanka. „Einn helsti kosturinn er auðvitað mót- framlag vinnuveitanda, sem er bund- ið í f lesta kjarasamninga, og það mun ekki breytast við þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar.“ Lárus segir að viðbótar- lífeyrissparnaður njóti áfram ákveðinna skattafríðinda þrátt fyrir breytingarn- ar, til dæmis sé ekki greiddur fjármagns- tekjuskattur af ávöxtuninni og í dag sé sá skattur 20%. „Í ljósi þess að séreign- arsparnaður er yfirleitt til fjölda ára er ávöxtun alla jafna talsverður hluti af sparnaðinum og getur það skipt máli varðandi lokaniðurstöðu. Þegar þess- ir kostir eru teknir með í reikninginn er það ekki nokkur spurning að allir launa- menn sem á annað borð geta lagt fyrir ættu að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þeir sem eru nú þegar að spara ættu að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir fyrir- hugaðar breytingar af hálfu ríkisstjórn- arinnar.“ En eru það rétt skilaboð sem verið er að senda með því að draga úr kostum þessa sparnaðar? „Við teljum að mikil- vægi sparnaðar hafi aldrei verið meira, sérstak lega ef l í feyrissjóðir sjá ek k i fram á að ná 3,5% raunávöxtunarkröfu, þá þurfa launþegar að byggja upp sinn eigin sparnað til að koma til móts við þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til ef sú staða verður viðvarandi. Við álítum einnig að það þurfi að auka fjárfestingu í landinu og sparnaður er í sjálfu sér fjárfesting sem ætti alla jafna að koma at- vinnulífinu til góða ef rétt er að henni staðið.“ Hvers vegna ætti að spara í viðbótarlífeyrissparnað? „Við teljum að mikilvægi sparnaðar hafi aldrei verið meira,” segir Lárus Páll Pálsson, verkefnisstjóri lífeyrismála hjá Íslandsbanka MYND/GVA HVER ER BESTI KOSTURINN? „Lífeyrisþjónusta Íslandsbanka býður upp á fjölmargar fjárfestingarleiðir þar sem viðskiptavinir geta valið allt frá verðtryggðum bankareikningum yfir í fjárfestingarleiðir með ríkisskuldabréfum og hlutabréfum,“ segir Lárus Páll og heldur áfram. „Við leggjum áherslu á að leiðbeina viðskiptavinum okkar og veita einstaklingsbundna þjónustu þar sem m.a. er kannað viðhorf viðkomandi til áhættu og síðan farið yfir vænlegar leiðir til þess að mæta væntingum hvers og eins. Innistæða á lífeyrisreikningum sveiflast til dæmis mjög lítið nema í takt við verðbólgu en aðrar fjárfestingarleiðir sveiflast meira. Viðskiptavinir geta einnig blandað fjárfestingarleiðum saman og sett þann hluta sem þeir vilja lágmarka áhættu með inn á lífeyrisreikning, en sett svo ákveðinn hluta í áhættumeiri fjár- festingarleiðir sem sveiflast meira en geta hugsanlega gefið meira af sér.“ HVAÐ Á AÐ GERA EF SKATTAFRÁDRÁTTURINN VERÐ UR LÆKKAÐUR ÚR 4% Í 2%? Lárus segir að mikilvægt sé að spara þrátt fyrir þessar breytingar. „Það þarf að hafa í huga að þó að lækkunin nemi 2% þarf að leggja til hliðar 2,5% af brúttó- launum í reglulegan sparnað til þess að ná sama árangri vegna mismunandi skattareglna á sparnaðarformunum. Sem dæmi lækkar mánaðarlegur sparnaður einstaklings sem er með 300.000 kr. í heildarlaun um 6.000 kr. við þessar breytingar en til þess að ná sama árangri við 67 ára aldur þarf hann að leggja um 4.400 kr. af útborguðum launum til hliðar miðað við sambærilega ávöxtun.“ Haltu áfram Lífeyrissparnaður getur verið verðmætasta eign einstaklinga við starfslok. Fyrirhugaðar breytingar á séreignarsparnaði nú um áramót hafa þær afleiðingar að þú þarft að grípa til aðgerða til að ná settum markmiðum í sparnaði. Vaxtasproti Óverðtryggður innlánsreikningur islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4900 Sparileið Verðtryggður innlánsreikningur Eignasafn Sjóður sem fjárfestir í skuldabréfum, hluta- bréfum og innlánum Eignasafn – Ríki og sjóðir Sjóður sem fjárfestir í skuldabréfum og innlánum Íslandsbanki og VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, bjóða upp á marga góða kosti í reglubundnum sparnaði. Hringdu strax í lífeyrisráðgjafa okkar í síma 440 4900 eða fáðu nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/einstaklingar/sparnadur Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Eignasafn og Eignasafn – Ríki og sjóðir eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag Eignasafns og Eignasafns – Ríki og sjóðir. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða hf., www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti, fjárfestingarstefnu og vikmörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.