Fréttablaðið - 14.12.2011, Qupperneq 30
KYNNING − AUGLÝSINGSéreignarsparnaður MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20114
Lífeyriskerfið á Íslandi er eitt það besta í heimi og byggir á þremur stoðum. Líf-eyrir í gegnum almannatryggingakerf-
ið, skyldulífeyriskerfið og viðbótarlífeyris-
sparnað. Ávallt er miðað við að þú eigir að
fá að lágmarki 56 prósent af meðallaunum
þínum frá skyldulífeyrissjóðakerfinu og al-
mannatryggingakerfið er tengt því sem þú
færð frá skyldulífeyrissjóðnum. Viðbótar-
lífeyrissparnaður skerðir ekki það sem þú
færð frá Tryggingastofnun,“ útskýrir Gest-
ur Breiðfjörð Gestsson, framkvæmdastjóri
Sparnaðar. Þeir sem ekki vilja lækka svo
mikið í launum við það að fara á eftirlaun
geta síðan búið til viðbótarlífeyrisréttindi.
„Þannig leggur þú fram tvö til fjögur pró-
sent af launum þínum og atvinnurekandinn
leggur fram tvö prósent á móti sem er mikill
hvati til að byggja upp frekari lífeyrissrétt-
indi,“ segir Gestur og telur þennan viðbót-
arlífeyri afar mikilvægan til að fólk fái um
70 til 80 prósent af þeim launum sem það
var með áður.
Tvær leiðir færar
Hægt að velja um tvær leiðir við að byggja
upp séreignarsparnað. Annars vegar sjóða-
leiðina sem er hinn hefðbundni séreign-
arlífeyrissparnaður sem hefur tíðkast á Ís-
landi. „Þar hækka og lækka hlutirnir eftir
því hvernig ástandið er í hagkerfinu. Þar
getur sparnaðurinn verið mjög ótryggur
eins og við höfum séð og þú veist ekki hvað
þú átt mikið inni,“ segir Gestur. Hins vegar
getur fólk valið um svokallaða séreignar-
tryggingu líkt og boðið er upp á hjá þýska
tryggingafyrirtækinu Versicherungskamm-
er Bayern. „Þar ertu tryggður með ákveðinn
lágmarksvöxt lífeyrisréttinda og getur auk
þess breytt lífeyrisréttindum í ævilangan
lífeyri,“ segir Gestur og leggur mikla áherslu
á að hér er um tryggingu að ræða. Gestur
bendir á að Íslendingar hafi í auknum mæli
leitað til Sparnaðar og að eftirspurnin eftir
viðbótartryggingum gegnum þýska kerf-
ið sé mjög mikil. „Þarna tryggir þú réttindi
þín líka í evrum og þar sem þetta er trygging
sem heyrir undir þjónustustarfsemi getum
við flutt út iðgjöld þrátt fyrir gjaldeyrishöft-
in,“ útskýrir hann.
Meira gegnsæi í kostnaði
„Þjóðverjar hafa búið til gott lífeyriskerfi þar
sem fólk veit að hverju það gengur og hvað
það á mikið inni hverju sinni. Þar er enda
bundið í ströng lög að ávöxtun á trygging-
ariðgjöld fólks skuli tryggð upp á 2,25 pró-
sent í evrum,“ útskýrir Gestur en til viðbótar
þessu er fyrirtækinu skylt að lofa ákveðnum
vexti á lífeyrisréttindin á ári. „Versicherung-
skammer Bayern gefur út loforð í desemb-
er á hverju ári sem það þarf að standa við.
Fyrir 2011 var ávöxtunarloforðið 3,8 prósent
í evrum,“ segir Gestur. Hann bætir við að ef
þýska fyrirtækið nær betri árangri en lofað
var þá sé því skylt að láta að lágmarki 90 pró-
sent af arði félagsins renna til viðskiptavina.
Greitt til æviloka
Hægt er að velja nokkrar leiðir til að fá borg-
að út séreignartrygginguna hjá Versicher-
ungskammer Bayern. Hægt er að fá alla
fjárhæðina í einu, láta dreifa henni á nokk-
ur ár eða fá að breyta uppsöfnuðum rétt-
indum í ævilangan lífeyri. „Þar sem Íslend-
ingar lifa góðu lífi langt fram eftir aldri telj-
um við þetta ótvíræðan kost. Þannig færðu
greitt áfram fasta fjárhæð í lífeyri til ævi-
loka, óháð því hversu mikið þú hefur greitt
í iðgjöld,“ segir Gestur en tekur fram að ef
viðkomandi fellur frá fyrr er fjárhæð sem
nemur uppsöfnuðum iðgjöldum greidd út
til aðstandenda. „Því þessi lífeyrir erfist að
fullu.
Félag með langa og farsæla sögu
Saga Versicherungskammer Bayern nær
aftur til ársins 1811 og hefur staðið af sér
allar kreppur síðan. „Það er í eigu Spar-
kassen Finanzgroup og því í eigu þýsku
sparisjóðanna sem aftur eru í eigu sveit-
arfélaganna og þýska ríkisins,“ segir Gest-
ur og tekur fram að ef Bayern-Versicher-
ung tekst ekki að standa við skuldbinding-
ar sínar sjái ábyrgðarsjóður tryggingafélaga
í Þýskalandi um að staðið verði við trygg-
ingasamninginn.
Ekki borga meira en 2 prósent
Nýlega voru samþykkt fjárlög þar sem gert
er ráð fyrir skattfrestun upp að tveimur
prósentum í séreignarsparnað og viðbót-
artryggingarvernd en sú skattfrestun náði
áður upp að fjórum prósentum. Er skyn-
samlegt að lækka sparnaðinn niður í tvö
prósent? „Já, því annars yrði um tvísköttun
að ræða. Menn myndu bæði borga þegar
lagt væri inn og síðar þegar lífeyririnn væri
tekinn út. Með þessum lögum er verið að
hamla því að fólk geti byggt aftur upp við-
bótarlífeyrinn sinn,“ segir Gestur. Hann
bendir þó á að fjárlögin geri ráð fyrir þessu
sem þriggja ára ráðstöfun og því megi halda
í vonina að skattfrestunin verði hækkuð að
þeim tíma liðnum.
Ástandið hvarvetna óöruggt
Af hverju ætti fólk að treysta þýsku fyrir-
tæki? „Við lifum nú einu sinni í alþjóðlegu
samfélagi og Versicherungskammer Ba-
yern starfar samkvæmt íslenskum lögum
varðandi viðbótarlífeyri og er auk þess
undir þýska fjármálaeftirlitinu. Þá færðu
greiðsluyfirlit tvisvar á ári um hvað þú ert
að greiða auk þess sem þú færð ársyfirlit frá
tryggingafélaginu,“ svarar Gestur. Inntur
eftir því hvort fólk þurfi ekki að hafa áhyggj-
ur af því róti sem verið hefur á evrusvæðinu
svarar hann: „Fólk ætti að hafa áhyggjur af
ástandinu í heiminum almennt, hvort sem
það er á evrusvæðinu, í Bandaríkjunum eða
Asíu. Það er slæmt ástand alls staðar og ekki
síst á Íslandi. Þá er gott að geta dreift áhætt-
unni með því að vera með hluta af lífeyri
sínum í Þýskalandi,“ segir Gestur.
Trygging til framtíðar
Séreignarsparnaður og viðbótartryggingavernd er einn mikilvægasti hlekkurinn í því að tryggja gott líf á eftirlaunaaldri. Ráðgjafafyrirtækið
Sparnaður mælir með að fólk leggi iðgjöld sín til séreignar til tryggingafyrirtækisins Versicherungskammer Bayern. Þar séu viðbótarlífeyrisréttindi
tryggð í evrum.
„Þar ertu tryggður með ákveðinn lágmarksvöxt lífeyrisréttinda og getur auk þess breytt lífeyrisréttindum í ævilangan lífeyri,“ segir Gestur Breiðfjörð Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar, um séreignartryggingu Versicherungs-
kammer Bayern. MYND/ GVA