Fréttablaðið - 28.12.2011, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
Nýr tilboðsbæklingur í dag
Tax free
20,32% afsláttur
á búsáhöldum
Miðvikudagur
skoðun 16
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Allt
28. janúar 2011
303. tölublað 11. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Uppháir herrakuldaskór úr leðri og fóðraðir með lambsgæru.
Teg: 53802 - litur: brúnt - stærðir: 40 - 47 - Verð: 24.775.-
Nú er farið að kólna og allra veðra von.
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugard. 10-14.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Jólaljósin loga utandyra sem innan og er fátt notalegra en að fá sér göngu- eða bíltúr um valin hverfi að kvöldlagi og skoða dýrðina. Sumar götur eru meira skreyttar en aðrar og er gaman að leita uppi skrautleg hús sem skera sig úr.
Bandaríska tímaritið Vogue Knitting skipuleggur prjónaferð til Íslands í ágúst á næsta ári. Bandaríkjamenn óðir í íslenska ull og lopa
B andaríska tímaritið Vogue Knitt-ing undirbýr prjónaferð til Íslands í ágúst á næsta ári. Meðal við-komustaða þess verður fyrirtækið Ístex, þar sem þátttakendur fá að kynn-ast íslenskri prjónahefð og -iðnaði á áþreifanlegan hátt undir leiðsögn fram-kvæmdastjórans Guðjóns Kristinssonar.„Ég verð með fyrirlestur um íslensku ullina, sérstöðu hennar miðað við erlenda ull og lopann. Svo fær hópurinn skoðunarferð um verksmiðjuna til að sjá hvernig lopinn er framleiddur,“ upplýsir Guðjón, sem reiknar með allt að fimmtíu manns í heimsókn. „Þetta gætu þó orðið fleiri þar sem skrán-ing er enn í fullum gangi.“Vogue Knitting er í eigu sömu aðila og tísku- og hönnunar-tímaritið Vogue og er með virtari tímaritum sem fjalla um prjóna-mennsku. Árlega skipuleggur tíma-ritið
LÖGREGLUMÁL Fjórðungur allra
fanga á landinu situr inni vegna
fíkniefnabrota. Árið 1990 var
hlutfallið sjö prósent.
Fíkniefnabrot eru flokkuð sem
slík þegar alvarlegasta brot sem
viðkomandi hefur framið er tengt
fíkniefnalöggjöfinni.
Erlendur Baldursson, afbrota-
fræðingur hjá Fangelsismála-
stofnun, segir fíkniefni þó tengj-
ast mun fleiri afbrotum en þeim
sem formlega eru skráð sem
fíkniefnabrot.
„Ef við tökum alla vímugjafa
tengjast þeir mjög háu hlut-
falli allra brota,“ segir Erlendur.
„Þegar menn fremja ofbeldisbrot
eru þeir oftast undir áhrifum
vímugjafa. Þó hefur sá misskiln-
ingur verið uppi að kynferðisbrot
og heimilisofbeldi séu framin
undir áhrifum vímuefna, en það
er miklu oftar ekki tengt neinu
slíku. Menn eru oft bláedrú að
berja konurnar sínar.“
Vel yfir hundrað fangar af þeim
sem sitja inni núna frömdu glæpi
tengda vímugjöfum. Alls sitja nú
177 fangar inni í fangelsum lands-
ins og hafa þeir aldrei verið fleiri.
„Ég tel að um tvö af hverjum
þremur fíkniefnabrotanna megi
flokka sem mjög alvarleg. Þá er
um að ræða verulegt magn fíkni-
efna og dreifingu til margra,“
segir Erlendur.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, tekur undir orð
Erlends og tekur manndrápsmál
sem dæmi.
„Fíkniefni eða áfengi tengjast
nær öllum manndrápsmálum,“
segir Páll. „Ég man í svipan eftir
tveimur morðum sem voru framin
þegar viðkomandi var edrú.“
Hlutfall fanga sem sátu inni
vegna fíkniefnabrota árið 1990
var aðeins sjö prósent, eða 25
fangar. Tíu árum síðar var hlut-
fallið komið upp í 25 prósent, 55
fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið
í 36 prósent, þegar 120 fangar
afplánuðu fíkniefnadóma í
íslenskum fangelsum. Í ár er hlut-
fallið rúmlega 25 prósent.
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur við Háskóla Íslands,
segir að hreyfiaflið bak við þessa
skörpu þróun í fjölda fanga sé að
stórum hluta frumkvæðisvinna
lögreglu og aukin áhersla stjórn-
valda á að stemma stigu við brot-
um af þessu tagi.
„Aukinn fjöldi fíkniefnamála
hefur komið inn á borð yfirvalda
og eru sum mjög stór í sniðum,
sem sýnir að hér er stór markaður
fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn
sem margir sjá gróðavon í að full-
nægja,“ segir Helgi. - sv
Langflest afbrot hér á landi
tengd áfengi og fíkniefnum
Fjórðungur allra fanga á Íslandi afplánar dóma vegna fíkniefnabrota. Hlutfallið var sjö prósent fyrir tutt-
ugu árum. Afbrotafræðingar segja afar hátt hlutfall brota framið í einhverjum tengslum við vímuefni.
FÓLK Unnsteinn Guðjónsson var
nýlega ráðinn til tæknibrellu-
fyrirtækisins Moving Picture
Company, sem þykir eitt það
fremsta í sinni í röð. Unnsteinn,
yfirleitt kallaður Ummi, vinnur
meðal annars að nýjustu kvik-
mynd Brad Pitt, World War Z, og
hannar fyrir hana uppvakninga.
„Við erum komnir mjög
skammt á veg með hana en hún
verður mjög sérstök og áhuga-
verð,“ segir Ummi, sem hefur
unnið að mörgum vinsælustu
kvikmyndum síðari ára, þar á
meðal Avatar og tveimur Harry
Potter-myndum.
- fgg / sjá síðu 34
Unnsteinn gerir það gott:
Gerir uppvakn-
inga fyrir Pitt
Spyrja út í Seinfeld
Kolbeinn og Sindri halda
Seinfeld-spurningakeppni.
fólk 34
Birgitta Spur áttræð
Hefur veitt Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
forstöðu í á þriðja áratug.
tímamót 20
HÆGUR VINDUR og nokkuð bjart
veður víða en lítilsháttar él á stöku
stað. Vaxandi vindur sunnan- og
vestanlands síðdegis með éljum og
síðan snjókomu.
VEÐUR 4
-1
-2
-3
-4
-6
SLYS Vandasöm aðgerð sem Fann-
ey Þorbjörg Guðmundsdóttir,
landsliðskona á skíðum, þurfti á
að halda í gærmorgun á Ullevål-
sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti
heppnast vel. Fanney, sem er 19
ára gömul, slasaðist alvarlega á
aðfangadag þegar hún var við
æfingar í Geilo í Noregi.
Fyrst eftir slysið var óttast að
Fanney hefði lamast fyrir neðan
háls, en brot var bæði á öðrum og
þriðja hryggjarlið hennar. Eftir
aðgerðina í gær var hún hins
vegar komin með hreyfigetu í
bæði fætur og fingur. „En það er
lítið vitað um hvort einhver skaði
er varanlegur, það kemur í ljós á
næstu tveimur árum,“ segir Gísli
Rafn Guðmundsson, bróðir Fann-
eyjar. „En þetta lofar allt mjög
góðu.“
Að sögn Gísla verður Fanney á
Ullevål-sjúkrahúsinu fram yfir
áramót, en að því loknu taki við
frekari endurhæfing ytra.
Nánasta fjölskylda Fanneyjar
er hjá henni úti í Ósló, en þau
voru í jólaheimsókn í Geilo þegar
slysið varð. Að sögn Gísla verður
móðir þeirra áfram úti á meðan
Fanney er að jafna sig.
Fanney var meðvitundarlaus
og andaði ekki þegar að henni
var komið á slysstað. „Aðstoðar-
þjálfari á vettvangi komst fljótt
til hennar. Hann náði að losa ól
á brotnum hjálmi og setja hana
í læsta hliðarlegu og þá tók hún
aftur að anda,“ segir Gísli.
Slysi Fanneyjar svipar til þess
þegar Arna Sigríður Alberts-
dóttir hryggbrotnaði og lamað-
ist þegar hún lenti á tré í æfinga-
ferð Skíðafélags Ísafjarðar til
Geilo fyrir fimm árum. Hún var
þá 16 ára.
- óká
Skíðakona fór í vel heppnaða aðgerð í gær eftir að hafa brotnað illa á æfingu:
Nær að hreyfa fætur og fingur
FANNEY
ÞORBJÖRG GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
Menn eru oft
bláedrú að berja
konurnar sínar.
ERLENDUR
BALDURSSON
AFBROTAFRÆÐINGUR
VERSLUN Útsölurnar hófust í
mörgum verslunum í gær og
virðist nýliðin jólaös ekki hafa
slegið á verslunarþörf landans.
Húsfyllir var á útsölunni
hjá Epli.is þegar ljósmyndara
bar að og segir Bjarni Ákason
framkvæmdastjóri að tugir
manna hafi þurft að hverfa frá
þennan fyrsta útsöludag.
„Fyrsta hæðin hjá okkur
fylltist alveg af fólki. Við
vorum með tilboð á sýningar-
tölvum og fleiru sem fólk
virðist hafa verið til í,“ segir
Bjarni. Hann segrir að Íslend-
ingar séu greinilega í stuði
þessa dagana.
Útsalan hófst líka í IKEA og
Stefán Rúnar Dagsson versl-
unarstjóri segir þó nokkuð af
fólki hafa mætt á fyrsta degi til
að kynna sér tilboðin.
“Annars er yfirleitt nokkur
stígandi í þessu hjá okkur og
aðsóknin eykst dag frá degi
fram til áramóta.” - þj
Fjölmenni á útsölu Epli.is:
Tugir þurftu
frá að hverfa
ALLIR Í RÖÐ Útsölurnar eru hafnar í verslunum landsins og virðist sem margir hyggi á góð kaup. Alltént var fullt út úr dyrum í
verslun Epli.is í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Spurs eltir
Tottenham gefur ekkert eftir
í toppbaráttu enska boltans
og eltir Manchesterliðin.
sport 30