Fréttablaðið - 28.12.2011, Side 8

Fréttablaðið - 28.12.2011, Side 8
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR8 RÚSSLAND, AP Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mót- mælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjöl- mennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rúss- landi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fíl- efldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæð- ingunum sem efnt hafa til þess- ara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur,“ sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreif- anlegt.“ Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem fram- bjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðn- ingsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endur- talin vegna ásakana um kosn- ingasvindl. gudsteinn@frettabladid.is Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is TILBOÐSDAGAR TIL ÁRAMÓTA TILBOÐSDAGAR Á NÝJUM OG NOTUÐUM FERÐAVÖGNUM KOMDU OG GERÐU KAUP ÁRSINS - STÓRLÆKKAÐ VERÐ! NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SEGLAGERDIN.IS OG HJÁ SÖLUFULLTRÚUM Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. FRIÐARLJÓSIN verða seld við eftirtalda kirkjugarða um jól og áramót. Þau fást einnig víða í verslunum. GUFUNESS- OG FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR 23. des. kl. 13–17 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU 23. des. kl. 13–16 24. des. kl. 1O–16 KIRKJUGARÐUR AKUREYRAR 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA ALEXEI NAVALNÍ Hefur með eldmóði sínum og bloggskrifum náð að höfða til ungu kynslóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gæti reynst Pútín erfiður mótherji Ný stjarna hefur skotið upp kollinum meðal mótmælenda í Rússlandi. Pútín hafnar endurtalningu atkvæða úr þingkosningunum en hvetur stuðningsmenn sína til að tryggja að framkvæmd forsetakosninganna í mars verði gallalaus. FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! LANDBÚNAÐUR Hópur fólks og félaga sem eru andvíg því að erfðabreytt bygg verði ræktað í gróðurhúsi Landbúnaðarhá- skóla Íslands að Reykjum í Ölfusi skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að beita sér fyrir því að leyfi til ræktunarinnar verði afturkallað. Í greinargerð sem hópurinn hefur skrifað er Umhverfis- stofnun harðlega gagnrýnd fyrir að kynna málið ekki fyrir sveita- stjórn í Hveragerði eða hags- munaaðilum í nágrenni gróður- hússins. Þá er það gagnrýnt að engin grenndarkynning hafi átt sér stað og íbúar því ekki fengið tækifæri til að vega og meta áhrif leyfisveitingarinnar. Telur hópurinn einnig að heil- brigði umhverfis nærri gróður- húsinu, auk ímyndar svæðisins, sé stefnt í hættu með því að leyfa ræktunina. Meðal þeirra sem skrifaðir eru fyrir greinargerðinni eru Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands, Samtök lífrænna neytenda, Slow Food samtökin á Íslandi og Neytendasamtökin. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er gróðurhúsið þar sem ræktunin mun fara fram í innan við þúsund metra fjarlægð frá Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags Íslands í Hveragerði. Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir ræktuninni 30. nóvember síðastliðinn. Í greinargerð stofn- unarinnar segir að engar líkur séu á því að plönturnar sem rækt- aðar verða í gróðurhúsinu hafi áhrif á plöntur utan þess. - bj Hópur fólks og félaga vill að starfsleyfi fyrir erfðabreytta ræktun verði afturkallað: Óásættanlegt að leyfi hafi verið veitt ÓTTI Fullyrðingar um að ræktun á erfða- breyttu byggi í Ölfusi sé hættulaus hafa ekki slegið á ótta við að erfðabreyttar plöntur komist út í íslenska náttúru. LEIKSKÓLAR Leikskólagjöld hjá öllum stærstu sveitarfélögum landsins hækka um tvö til þrjú þúsund krónur á mánuði um ára- mótin. Hækkunin nemur tugum þúsunda hjá foreldrum á árs- grundvelli. Gjaldskrár leikskólanna hækka um fimm til þrettán prósent, mis- jafnt eftir sveitarfélögum, að því er fram kom í fréttum RÚV í gær. Hækkunin er hlutfallslega mest í Reykjavík og á Akureyri, um tólf til þrettán prósent miðað við átta tíma vistun. Leikskóla- gjöldin verða eftir sem áður lægst í Reykjavík. Fyrir átta tíma vist- un munu foreldrar í Reykjavík greiða 24.500 krónur, foreldrar í Kópavogi 28.600 krónur og 28.600 í Hafnarfirði. Á Akureyri kostar átta tíma vistun 29.500, 33.200 í Fjarðabyggð og 34.600 á Ísafirði samkvæmt samantekt RÚV. - bj Öll stærstu sveitarfélögin hafa ákveðið að hækka leikskólagjöld um áramótin: Hækka um tugi þúsunda á ári GJÖLDIN HÆKKA Foreldrar í Reykjavík greiða tæplega 3.000 krónum meira á mánuði fyrir átta tíma vistun, um 36 þúsund krónur á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.