Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 10
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR10 BRASILÍA Samkvæmt nýrri úttekt er hagkerfi Brasilíu orðið stærra en hagkerfi Bretlands. Brasilía er þar með komin í sjötta sæti yfir stærstu hagkerfi veraldar. Þetta er niðurstaða stofnunar sem nefnist Miðstöð í efnahags- og við- skiptarannsóknum, CEBR. Íbúar Brasilíu eru reyndar meira en þrefalt fleiri en íbúar Bretlands. Hagvöxtur í Brasilíu mældist 7,5 prósent á síðasta ári en verður að öllum líkindum 3,5 prósent í ár. Fyrr á þessu ári varð hagkerfi Kína stærra en hagkerfi Japans. Í efstu þremur sætunum eru því nú, í þessari röð: Bandaríkin, Kína og Japan. Þar á eftir koma Þýskaland, Frakkland, Brasilía, Bretland, Ítalía, Rússland og Indland. Stofnunin spáir því að árið 2020 verði staða efstu þriggja ríkjanna óbreytt en næst á eftir verði röðin sem hér segir: Rússland, Indland, Brasilía, Þýskaland, Bretland, Frakkland og Ítalía. Upprennandi efnahagsveldi þriðja heimsins svonefnda verða þá komin upp fyrir Evrópuríkin, þótt Bandaríkin tróni enn í efsta sætinu samkvæmt þessari spá. - gb irt B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b t re ys t án f yr irv ar a. 19.900 kr.*flug frá á lægsta verðinu árið 2012 Alicante *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða upp á beint flug til Alicante á næsta ári. Betra verð, góðir flugtímar og þjónusta á íslensku alla leið – fyrir þig! Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í fyrstu sætin á lægsta verðinu á www.heimsferdir.is Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu öll tilboð send Forsala Fyrstu 400 sætin á þessu frábæra verði Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 17. janúar nk. Jólahappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur 24. desember 2011 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. 1388 4279 7029 7263 7624 7926 11176 12110 12953 14675 15490 17077 17280 18203 18448 19639 21701 23388 25860 25962 27398 27487 28082 28254 29571 29636 29857 31488 33014 34148 34233 34785 36434 36639 37511 37790 40719 40915 41741 46208 47274 48704 50000 50513 50731 51706 52494 53143 53672 56476 56650 56728 57099 57107 57314 58306 60970 62651 63487 64803 67332 67672 68593 69348 71251 75872 76956 80873 80985 82357 82709 83051 83137 83839 84737 84869 84870 85219 87522 90141 90298 92855 93982 95859 97241 100132 101807 102145 102530 104253 107691 108094 109818 109909 109946 110261 110930 111168 112170 114274 117223 117297 118009 119024 120038 120055 120466 120874 122410 124710 126633 127651 128307 128372 128922 132701 133534 134699 135495 136761 136791 137441 137765 139126 139652 140474 141495 141774 142291 143379 143592 143858 145183 145310 145858 Bi rt án á by rg ›a r Kia Rio EX 1.4, 3.198.000 kr. 14417 129815 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð, 1.000.000 kr. 84780 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. 4372 6750 19256 20424 23164 24892 25746 26231 27702 37318 37696 40703 41172 45481 46094 49112 50622 51661 53466 58073 61801 62114 63406 63721 65429 66962 69014 70611 75545 86117 87103 100081 103134 103343 105634 107682 109161 112519 116102 117560 118631 120030 127503 132359 133287 138003 138779 142044 144658 145090 FRÉTTASKÝRING Þurfa þeir sem nú greiða fjögurra prósenta viðbótarlífeyrissparnað að bregðast við breyttum reglum? Aðeins verður heimilt að leggja tvö prósent af launum vinnandi fólks í viðbótarlífeyrissparnað næstu þrjú ár, í stað fjögurra prósenta nú, samkvæmt nýlegri lagabreytingu Alþingis. Þeir sem hafa nýtt sér heimild til að safna sér viðbótarlífeyrissparnaði þurfa þó ekki að segja upp eða breyta þeim samningum sem þeir hafa gert um sparnaðinn. Hlutfall viðbótarlífeyrissparn- aðar hjá þeim sem hingað til hafa lagt fjögur prósent aukalega til hliðar með samningi við lífeyris- sjóð verður sjálfkrafa fært í tvö prósent, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Talsverður fjöldi launþega sparar umfram tvö prósent. Við- bótarlífeyrissparnaður meðal launþegans er þannig um þrjú pró- sent, samkvæmt greinargerð sem lögð var fram á Alþingi. Þó að fólki sé tæknilega ekki bannað að leggja fjögur prósent til hliðar er lagður tekjuskattur á allt umfram fyrstu tvö prósentin. Það gerir það að verkum að sú fjárhæð yrði tvískattlögð. Fyrst er greiddur skattur af þessum tekjum við útborgun, og svo aftur þegar sparnaðurinn er tekinn út í fyllingu tímans. Þetta þýðir að forsendur fyrir þessum aukasparnaði eru brostnar, að mati Landssamtaka lífeyris sjóða. Skattalöggjöfin geri það með öðrum orðum ekki fýsi- legt að spara meira en tvö prósent af launum með þessum hætti. Lagabreytingin er tímabundin og gildir frá næstu áramótum og út árið 2014. Verði lögum ekki breytt aftur verður launþegum þá aftur gert kleift að leggja meira inn í lífeyrissjóði árið 2015. Launþegar þurfa ekki að bregð- ast sérstaklega við til að koma í veg fyrir að laun þeirra verði tví- sköttuð. Það er vinnuveitandans að sjá til þess að viðbótarlífeyris- sparnaðurinn takmarkist við tvö prósent. Landssamtök lífeyrissjóða leggja þó til að launagreiðendur haldi utan um það með mark- vissum hætti hverjir hafi fram til áramóta lagt hærra hlutfall af launum sínum í viðbótarlíf- eyrissparnað. Þannig sé hægt að tryggja að sparnaðurinn geti hafist að nýju í samræmi við þá samninga sem gerðir hafi verið, frá og með útborgun launa fyrir janúar 2015. brjann@frettabladid.is Fella sjálfkrafa niður aukasparnaðinn Viðbótarlífeyrissparnaður landsmanna umfram tvö prósent mun sjálfkrafa falla niður frá og með áramótum til ársins 2015. Ekki þarf að breyta gerðum samningum hjá hverjum launamanni að mati Landssamtaka lífeyrissjóða. LAUNAFÓLK Viðbótarlífeyrissparnaður launþega verður sjálfkrafa takmarkaður við tvö prósent frá og með áramótum til ársbyrjunar 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Með því að takmarka viðbótarlífeyrissparnað tímabundið við tvö prósent í stað fjögurra munu tekjur ríkissjóðs aukast um 1,4 milljarða króna á árinu 2012, samkvæmt greinargerð sem lögð var fram á Alþingi. Þar sem þær upphæðir sem lagðar eru í viðbótarlífeyrissparnað eru ekki skattlagðar fyrr en sparnaðurinn er tekinn út er ríkið að skattleggja strax hærra hlutfall af tekjum þeirra sem safna viðbótarlífeyri með þessum hætti. Einnig má reikna með að tekjur ríkisins aukist af auknum veltusköttum. Stjórnvöld reikna með öðrum orðum með því að fólk eyði því strax sem eftir stendur af þessum tveimur prósentum þegar tekjuskattur hefur verið greiddur, í stað þess að spara með öðrum hætti. Hækkar skatttekjur um 1,4 milljarða MARKAÐSTORG Í BRASILÍU Efnahagslífið í Brasilíu er í miklum blóma. NORDIC PHOTOS/AFP Hagkerfi Brasilíu er orðið sjötta stærsta hagkerfi heims: Brasilía farin fram úr Bretlandi FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.