Fréttablaðið - 28.12.2011, Side 26

Fréttablaðið - 28.12.2011, Side 26
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR22 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. varsla, 6. líka, 8. fley, 9. upphaf, 11. ekki heldur, 12. sívinnandi, 14. kjöt, 16. ung, 17. sjáðu, 18. kærleikur, 20. 999, 21. í miðju. LÓÐRÉTT 1. skítur, 3. frá, 4. máski, 5. viður, 7. góðgirni, 10. að, 13. tangi, 15. bera að garði, 16. lærdómur, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. vakt, 6. og, 8. far, 9. rót, 11. né, 12. iðinn, 14. flesk, 16. ný, 17. sko, 18. ást, 20. im, 21. mitt. LÓÐRÉTT: 1. sori, 3. af, 4. kannski, 5. tré, 7. góðfýsi, 10. til, 13. nes, 15. koma, 16. nám, 19. tt. Æjæjæj! Litli guttinn er þreyttur! Þá kíkjum við bara á stutt ævintýri í kvöld! Stutt en gott! Góða nótt Gordon. Mamma, geturðu sótt mig? Bíddu, æ ég er góður. Pierce segir að pabbi hans geti sk...ha? Getur hann ekki skutlað mér? Af hverju ekki? Vó maður, sástu þetta? Þessi gaur næstum... GAUR! FÆRÐU ÞIG! Þú stendur beint fyrir framan sjónvarpið, ái! Nú skaltu fá að kenna á ... Jæja, geturðu sótt mig? Ég er búin með afmælis- kortið. „Ham með am, Sig“?? Solla mín, ég er búin að eyða hálfum deginum í að kaupa og pakka inn fallegri gjöf fyrir Sigríði og þetta er kortið sem þú vilt láta fylgja? Byrjaðu aftur, engar stytt- ingar og notaðu liti þetta skiptið. Eins og Sigríður eigi einu sinni eftir að líta á það. Einmitt, einu kortin sem maður skoðar eru frá ömmum og öfum því það er peningur í þeim. Búmm! BAMM! Hahahaha! Gullfiskur á daginn, ofur- hugi á nóttunni V M - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A St ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j av í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s FÉLAGSFUNDUR VM F é l a g s v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a Nánari upplýsingar á heimasíðu VM, www.vm.is. REYKJAVÍK kl.: 16:00 til 18:00 Fundarstaður: Grand Hotel, Hvammur DAGSKRÁ: 1. Málefni félagsins 2. Staðan í kjaramálum sjómanna 3. Önnur mál. VM heldur félagsfund í Reykjavík fimmtudaginn 29. desember. Almennur félagsfundur verður í dag miðvikuudaginn 28. desember kl. 14.00 á veitingastaðnum Strikinu Skipagötu 14. Akureyri. Félagar fjölmennið Stjórnin Félagar í Félagi skipstjórnarmanna FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! Bandaríkjamenn nutu samúðar heims-byggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mann- skepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir. VIÐBRÖGÐ Bandaríkjanna við árásunum verða ævarandi skammarblettur á ásýnd þeirra. Allt í einu skiptu reglur engu máli, tilgangurinn helgaði meðalið í öllum til- vikum. Ef það þjónaði bandarískum hagsmunum, ef það lappaði upp á sært bandarískt stolt, ef það samræmdist bandarískum hugmyndum um banda- rískt réttlæti fyrir Bandaríkjamenn; þá skiptu lög og reglur engu. Og allt of margir spiluðu með. Stjórnmálamenn um allan hinn vestræna heim æstust upp í hefndaráróðrinum og studdu aðgerðir Bandaríkjamanna. Íslendingar eiga þar sinn skammarkafla. Litlu virtist skipta hve langsóttar aðgerðirnar voru og í hve litlum tengslum við upphaflega hvatann (svo má deila lengi um upphafið því ekki spruttu árásirnar á Bandaríkin úr engu), stuðningur leyndist víða við bulluhátt Bandaríkjanna. MEÐAL þess sem þeim er legið á hálsi fyrir er að flytja fólk nauðung- arflutningum. Að taka það höndum í einu landi og fljúga því til annars þar sem hægt er að pynta það. Þar sem Bandaríkjamenn sjálfir, eða pótentátar þeirra, gátu dundað sér við að meiða það á hryllilegan hátt til að ná fram upplýsingum. Og brjóta með því legíó alþjóðlegra laga. RANNSÓKN stendur nú yfir á þessum atburðum og í svörum frá Bandaríkjunum kemur fram að skráðar eru ríflega 27 þús- und færslur vegna flugs 44 flugvéla árin 2002 til 2006 sem tengjast fangaflugi. Með því viðurkenna Bandaríkin ekki endilega að pyntingar hafi átt sér stað, en þau viður- kenna tilvist flugferðanna. Það er meira en önnur ríki hafa gert. Evrópska flugumferð- arstjórnin virðir spurninguna ekki svars og fjögur lönd hafa hafnað að veita upplýs- ingar, þar á meðal Svíþjóð. Þá hafa nokkur ekki svarað. ÍSLAND er þeirra á meðal. Vel má vera að erindið hafi fyrst borist á rangan stað, eins og haldið er fram í Fréttablaðinu í gær. Íslensk stjórnsýsla er hins vegar ekki það stór að það eigi að tefja mjög fyrir. Hér með er skorað á innanríkisráðherra, Ögmund Jónasson, að rjúfa þessa skammarlegu íslensku þögn um málið og veita umbeðnar upplýsingar. Við skuldum okkur sjálfum það, en ekki síst þeim sem fengu borinn í hné- skelina í ókunnum kjallara eftir ferðalagið. Mögulega með viðkomu á íslenskri grundu. Skammarleg íslensk þögn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.