Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 30
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR26
folk@frettabladid.is
kg
25
SEK
2
4
6
Bláar fallegar kúlur sem skjótast
upp og springa. Niður fellur rautt
regn með brestum og silfurlituðum
stjörnum. Mögnuð kaka.
2
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 28. desember 2011
➜ Tónleikar
20.00 Mótettukór Hallgrímskirkju
heldur jólatónleika sína nú í þrítugasta
sinn. Þóra Einarsdóttir sópransöngkona
verður gestasöngvari. Tónleikarnir verða
haldnir í Hallgrímskirkju og er miðaverð
kr. 3.900.
➜ Leiklist
19.30 Önnur sýning leiksýningarinnar
Heimsljós, eftir samnefndri sögu Hall-
dórs Laxness verður sýnt á Stóra sviðinu
í Þjóðleikhúsinu. Verkið er í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og meðal leikara
má nefna Hilmi Snæ Guðnason og
Jóhannes Hauk Jóhannesson. Miðaverð
er kr. 4.300.
➜ Sýningar
20.00 Verkið On Misunderstanding
eftir Margréti Bjarnadóttur danslista-
mann verður frumsýnt í Kassanum,
Þjóðleikhúsinu. Miðaverð er kr. 2.500,
➜ Tónlist
20.00 Dj Addi Intro spilar tónlist fyrir
gesti Priksins.
21.00 Jóla Gó tónlistarveisla verður
haldin á Café Rósenberg. Meðal þeirra
sem fram koma eru Sigurður Guð-
mundsson, Dísa Jakobs og Helgi
Björns - auk þess sem þrusugóð
hljómsveit hefur verið sett saman í til-
efni þessa. Meðal þeirra sem þar spila
eru Guðmundur Óskar Guðmundsson,
Daníel Friðrik Böðvarsson og Ari Bragi
Kárason. Miðaverð er kr. 2.000.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
ÍSLENSKAR KRÓNUR eru auðæfi Mel Gibson metin á en helmingur-
inn rann til fyrrverandi eiginkonu hans, Robyn Moore, er skilnaður þeirra gekk
í gegn á dögunum. Moore og Gibson voru gift í 30 ár og eiga saman sjö börn.
Eiginkona körfuknattleikmanns-
ins Kobe Bryant hefur sótt um
skilnað frá íþróttastjörnunni
eftir að upp komst að hann hefur
haldið stöðugt framhjá henni
undan farinn áratug. Hjónin höfðu
ekki skrifað undir kaupmála fyrir
brúðkaupið og því getur Vanessa
Bryant farið fram á helming
eigna eiginmannsins.
Vanessa Bryant mætir vel und-
irbúin í réttarsalinn því heilt lið
einkaspæjara hefur elt Kobe á
röndum undanfarið ár og safnað
sönnunargögnum um framhjá-
hald hans. „Vanessa telur að
hann hafi átt í sambandi við tíu
mismunandi konur hvert ár sem
þau voru gift og því gæti tala
ástkvenna hans verið allt að
105 konur. Hún er harmi slegin
og trúir vart að hann hafi logið
svona að henni. Í hvert sinn sem
upp um hann komst lofaði hann
betrumbótum en sveik þau lof-
orð jafnóðum,“ var haft eftir
heimildar manni.
Fái Vanessa helming eigna
hans getur hún endað með 36
milljarða eftir skilnaðinn.
Fer fram á helming
eigna eiginmannsins
Matthew McConaughey hefur
trúlofast kærustu sinni til síðustu
fimm ára, brasilísku fyrirsæt-
unni Camilu Alves. Leikarinn bar
bónorðið upp á jóladag og fagnaði
jákvæðu svari hennar með því
að setja mynd af þeim að kyssast
á Twitter. „Var að biðja Camilu
um að giftast mér. Gleðileg jól,“
skrifaði hann.
Hinn 42 ára McConaughey
og hin 29 ára Camila hafa verið
saman í fimm ár og eiga tvö börn
saman, soninn Levi og dótturina
Vidu.
Trúlofuðust
á jóladag
TRÚLOFUÐ Matthew McConaughey og
Camila Alves trúlofuðu sig á jóladag.
SVIKIN Vanessa Bryant fer fram á
skilnað og helming eigna Kobe Bryant.
NORDIC PHOTOS/GETTY
104.235.500.000
Heimsbyggðin stundar það öll að lofa bót og betrun og
strengja áramótaheit þegar að því kemur að kveðja liðið
ár. Margt hefur verið skrifað um erfiðleika mannskepn-
unnar við að standa við háleitar fyrirætlanirnar, sem iðu-
lega falla í gleymsku á fyrstu dögum nýja ársins. Fræga
fólkið í Hollywood virðist oft lifa heilbrigðara og agaðra
lífi en annað fólk, en hvernig gengur því að standa við ára-
mótaheit sín?
ÁRAMÓTAHEITIN
Í HOLLYWOOD
KIM KARDASHIAN
hét því um síðustu
áramót að hún yrði ein-
hleyp allt árið 2011. Hún
klúðraði þeim áformum
heldur betur og vakti
einna mesta athygli
á árinu fyrir skamm-
líft hjónaband sitt og
íþróttastjörnunnar Kris
Humphries.
JAY-Z tilkynnti í lok ársins
2009 að hann ætlaði að eyða
mun meiri innilegum tíma
með kærustu sinni, Beyonce,
á árinu 2010. Hann virðist
hafa fylgt heitinu eftir og
meira til, því skötuhjúin eiga
von á fyrsta barni
sínu í byrjun
næsta
árs.
MILEY CYRUS
sagði í lok 2009 að hún
ætlaði að vanda sig á nýju
ári við að forðast vandræði.
Gleymskan virðist hafa
hrjáð hana því á árinu 2010
rak hver hneykslisfréttin aðra
af ungstirninu, en kannabis-
neysla hennar rataði meðal
annars í fjölmiðla.
ROBERT PATTINSON
þráir fátt heitar en að
Twilight-fyrirbærið nái
að jafna Harry Potter að
vinsældum, og strengdi
heit þess efnis að hann
myndi eyða líðandi ári í
að tryggja einmitt það.
Hann hafði þó ekki erindi
sem erfiði því Harry
Potter-myndin hafði betur.
OPRAH hefur áorkað meiru en flestir í lífi sínu og
birtist meðal annars árlega á lista yfir valdamestu konur
heims. Hennar leyndarmál til að komast áfram í lífinu
og breyta hegðun er að sleppa því alfarið að strengja
áramótaheit og einbeita sér þess í stað að því að lifa í
núinu.
KELLY OSBOURNE segist
hafa verið háð áramótaheitum en
aldrei tekist að standa við þau. Nú
er hún í mun betra jafnvægi og
lífsglaðari en þegar hún hét því að
hætta að borða kjöt, gerast vegan-
grænmetisæta, léttast, vera yfir-
vegaðri og margt fleira. Í ár ætlar
hún ekki að setja mikla pressu á
sjálfa sig heldur strengja þess
eingöngu heit að læra af for-
tíðinni og einblína á hið jákvæða.