Morgunblaðið - 24.09.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.09.2010, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Tuttugu þingmenn Samfylkingar- innar eru, eftir því sem næst verður komist, haldnir miklum valkvíða um hvernig þeir eiga að greiða atkvæði, þegar þingsályktunartillaga meiri- hluta þingmannanefndar Atla Gísla- sonar kemur til atkvæðagreiðslu eft- ir helgi. Valkvíði þingmannanna snýr eink- um að því í hvaða röð tillögur um að Alþingi ákæri fjóra fyrrverandi ráð- herra verða bornar upp. Öruggt er talið að tillaga komi fram í þinginu um að tillaga meiri- hlutans verði borin upp í fjórum lið- um, þannig að þingheimur ákveði í tilviki hvers og eins hvort ákært verði. Hvað gerir Samfylkingin Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins verður þá fyrst borin upp tillaga um að ákæra beri Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, þá um að ákæra beri Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrver- andi utanríkisráðherra, þá um Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- ráðherra og loks um Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi banka- og við- skiptaráðherra. Suma þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hefur frá upphafi grunað að vilji væri fyrir því, a.m.k. meðal ákveðinna þingmanna Samfylking- arinnar, að ákæra einungis fyrrver- andi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en sleppa þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvini við ákærur. En þar sem atkvæði verða greidd um Ingibjörgu Sólrúnu næst á eftir Geir, þá vandast valið hjá Samfylk- ingunni. Því ef Samfylkingin sam- þykkir að ákæra Geir H. Haarde, þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins það augljóslega í hendi sér, þegar kemur að atkvæðagreiðslu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu, að ákveða hver niðurstaðan verður. Þeir telja í það minnsta, að ef þeir ákveði hjásetu í þeirri atkvæða- greiðslu, en þeir eru 16 talsins, þá dugi 20 atkvæði Samfylkingarinnar gegn ákæru skammt til þess að koma í veg fyrir ákæru, þar sem allir þingmenn VG, Hreyfingarinnar og hluti þingflokks Framsóknarflokks muni samþykkja ákæru. Hið sama eigi vitanlega við um Björgvin G. Sigurðsson, en eins og kunnugt er gerir tillaga fulltrúa Samfylkingar- innar í þingmannanefndinni ráð fyrir að Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni verði ákærð, en ekki Björgvin. Veikt fyrir þingið Viðmælendur eru sammála um að ef niðurstaða Alþingis yrði sú að ákæra þrjá eða fjóra fyrrverandi ráðherra, með eitthvað liðlega 20 at- kvæðum, þar sem þingmenn Sjálf- stæðisflokks sætu hjá og þingmenn Samfylkingarinnar væru á móti, væri það afar veik og aumingjaleg niðurstaða fyrir þingið. „Þá væri verr af stað farið en heima setið,“ sagði þingmaður í gær. Þingmenn Samfylkingarinnar vita sem er, að verði niðurstaðan sú í at- kvæðagreiðslu á Alþingi að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin, eða annað þeirra, þá er komið á stríðs- ástand í Samfylkingunni sem verður ekki undið ofan af í bráð. Fullyrt er að ófriðurinn sem þá yrði í Samfylk- ingunni myndi á endanum leiða til þess, að Ingibjörg Sólrún og/eða Björgvin legðu sig fram um að bæði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og forsætisráð- herra og Össur Skarphéðinsson, ut- anríkisráðherra, enduðu einnig fyrir landsdómi. Þessu munu flestir þing- menn Samfylkingarinnar gera sér fulla grein fyrir, einnig þau Magnús Orri Schram og Oddný Harðardótt- ir, fulltrúar flokksins í þingmanna- nefndinni, sem gera tillögu um að Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni verði ákærð. Það mun því í raun ekkert skýrast hvernig atkvæðagreiðslan fer fyrr en greidd hafa verið atkvæði um ákæruna á hendur Geir H. Haarde, hvort sem það verður næsta þriðju- dag eða miðvikudag og þess vegna meta flestir viðmælendur frá í gær stöðuna þannig, að allt muni halda áfram að leika á reiðiskjálfi inn- an Samfylkingarinnar, þar til atkvæðagreiðsla er hafin. Valkvíði þingmanna Samfylkingar Morgunblaðið/Golli Spenna Mikill titringur er í þingliði Samfylkingarinnar vegna deilunnar um hvort ákæra eigi fyrrv. ráðherra.  Röðin í atkvæðagreiðslu um ákærur á hendur fyrrv. ráðherrum þýðingarmikil  Taugatitringur inn- an Samfylkingar orðinn mikill  Úrslitin ráðast í raun af fyrstu atkvæðagreiðslunni um Geir H. Haarde Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Kosið verður um fulltrúa til setu á stjórnlagaþingi laugardaginn 27. nóvember en þingið á að koma sam- an eigi síðar en 15. febrúar til að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytið sendi frá sér frétta- tilkynningu í gær vegna kosninga til þingsins. Þar kemur fram að landið verði eitt kjördæmi og vægi atkvæða því jafnt. Atkvæðin verða öll talin í Reykjavík og úrslit birt fyrir landið í heild en ekki eftir kjördæmum. Framboðsfrestur til setu á stjórnlagaþingi rennur út á hádegi 18. október. Sömu reglur gilda um kjörgengi og í alþingiskosningum að undanskildu því að forseti Íslands, alþingismenn, varamenn alþing- ismanna, ráðherrar og þeir sem set- ið hafa í nefndum til undirbúnings stjórnlagaþingi eru ekki kjörgengir. 2 millj. hámarkskostnaður Hver frambjóðandi skal leggja fram skriflega yfirlýsingu frá þrjátíu til fimmtíu meðmælendum sem hver er staðfest af tveimur vottum. Þá má kostnaður hvers fram- bjóðanda vegna kosningabaráttu að hámarki nema tveimur milljónum króna. Landskjörstjórn mun upplýsa hverjir bjóða sig fram fyrir 3. nóv- ember á vefsíðu sinni og kosningavef dómsmálaráðuneytisins en hinn 10. nóvember mun atkvæðagreiðsla ut- an kjörfundar hefjast. Dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytið mun, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing, útbúa kynning- arefni um frambjóðendur og dreifa því á öll heimili landsins en að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneyt- isins mun það kappkosta að hraða þessari kynningu eftir að framboð liggja fyrir. Helgina 6.-7. nóvember mun stjórnlaganefnd halda þjóðfund um stjórnarskrána en hann verður skip- aður um eitt þúsund fulltrúum sem valdir voru með slembiúrtaki. Mark- mið fundarins er að kalla eftir meg- insjónarmiðum og áherslum almenn- ings varðandi stjórnskipan landsins sem afhent verður þinginu. Hafa rúmlega fjórar vikur til að skila inn framboðum  Hámarks kynningarkostnaður tvær milljónir króna Morgunblaðið/Kristinn Fundað Þjóðfundur um málefni stjórnarskrárinnar kemur saman 6.-7. nóvember en þar eiga 1000 manns að greina vilja þjóðarinnar allrar. Stjórnlagaþing » Framboðsfrestur rennur út 18. október. » Ráðuneyti upplýsir um framboð 3. nóvember. » Þjóðfundur um málefni stjórnarskrár 6.-7. nóvember. » Kosið á stjórnlagaþing 27. nóvember. Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bíður ekki auðvelt verk nú um helgina, að reyna að berja í bresti eigin þingflokks þannig að það líti í það minnsta út fyrir að flokkurinn komi nokkuð sam- stilltur og heill til annarrar umræðu um þingsálykt- unartillögur Atla-nefndarinnar nú eftir helgi. Sumir halda því fram að þingmenn Samfylkingarinnar standi bara frammi fyrir slæmum kostum, en benda um leið á að þeir geti engum um kennt nema sjálfum sér. Eru allir kostir ókostir? ÚR VÖNDU AÐ RÁÐA Jóhanna Sigurðardóttir Allsherjanefnd mun skila umsögn sinni um tillögur þingmannanefnd- arinnar á morgun að sögn Róberts Marshalls, þingmanns Samfylking- arinnar og formanns nefndarinnar. Fresturinn rynni út kl. 16:30 og nefndin stefndi að því að virða hann. Bæði allsherjarnefnd Alþingis og þingmannanefndin undir forystu Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, funduðu í dag um þær til- lögur um málshöfðun gegn ráð- herrum sem liggja fyrir Alþingi. Atli Gíslason bendir á að mikill undirbúningur liggi að baki málinu og allsherjarnefnd njóti hennar. Hún geti lokið álitinu á réttum tíma, vinni hún vel. Segir allsherjarnefnd hafa nægan tíma til að vinna umsögn um þingsályktunartillögu Atli Gíslason Róbert Marshall Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.