Morgunblaðið - 24.09.2010, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010
Atlaga pólitískra vina Baugs drapfjölmiðlalögin. Það skemmdar-
verk varð afdrifaríkt.
Páll Vilhjálmssonskrifar: „Jón
Ásgeir Jóhannesson
eignaðist fjölmiðla í
byrjun aldar til að
stýra umræðunni í
sína þágu annars
vegar og hins vegar
að auka völd sín
gagnvart stjórn-
málaflokkum.
Stjórnmálamenneru háðir fjöl-
miðlum og komast ekki í samband
við kjósendur án þeirra. Björn
Bjarnason skrifar ítarlega grein í
nýjasta hefti Þjóðmála um vöxt fjöl-
miðlaveldis Jóns Ásgeirs.
Í grein Björns er m.a. rakið
shvernig Hreiðar Már Sigurðsson
forstjóri Kaupþings hafði milli-
göngu um að Jón Ásgeir keypti árið
2004 Norðurljós (Stöð 2, Bylgjuna
o.fl.) af Jóni Ólafssyni sem kenndur
er við Skífuna og var kominn með
allt niðrum sig.
Viðskiptafélagsskapur Jóns Ás-geirs og Kaupþings hélt áfram
og það var Kaupþing sem leyfði Jóni
Ásgeiri að gera undarlegustu fléttur
við hrunið til að bjarga eigin skinni.“
Stöð tvö og einkum Fréttablaðiðvoru og eru notuð til að rugla
umræðuna og falsa fréttir í þágu
Baugshagsmuna. Nokkrum sinnum
urðu ritstjóraskipti á Fréttablaðinu,
en aldrei batnaði framganga blaðs-
ins.
Aðalritstjórinn var alltaf hinnsami og er enn. Fréttir voru
falsaðar eftir sem áður og sam-
felldar árásir gerðar á meinta óvini
Baugs, stuðningsmenn þeirra og
jafnvel ættingja. Þar lagðist margur
lágt.
Björn Bjarnason
Ömurlegur þáttur
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Veður víða um heim 23.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 7 skýjað
Egilsstaðir 7 skýjað
Kirkjubæjarkl. 7 rigning
Nuuk 8 skýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 12 alskýjað
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 13 skýjað
Helsinki 12 skýjað
Lúxemborg 22 léttskýjað
Brussel 18 þrumuveður
Dublin 15 skúrir
Glasgow 13 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 22 léttskýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 22 léttskýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 21 léttskýjað
Moskva 12 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 10 alskýjað
Montreal 12 alskýjað
New York 24 heiðskírt
Chicago 27 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:17 19:24
ÍSAFJÖRÐUR 7:22 19:29
SIGLUFJÖRÐUR 7:05 19:12
DJÚPIVOGUR 6:46 18:53
Andri Karl
andri@mbl.is
Í ljósi þess að ágreiningur hefur verið
um tilgang og tæknileg áhrif vegna
notkunar fjölfosfata og þess að EES-
ríki hafa ekki tekið endanlega afstöðu
eða gripið til víðtækra aðgerða ákvað
Matvælastofnun (MAST) að fresta
áður boðuðum aðgerðum gegn salt-
fiskframleiðendum.
Fiskverkun Karls Sveinssonar á
Borgarfirði eystra sagði um miðjan
mánuð upp öllu starfsfólki. Bar for-
svarsmaður fyrirtækisins því við að
hann hefði ekki viljað nota þessi fjöl-
fosföt og telur hann sig hafa orðið fyr-
ir miklu fjárhagstjóni vegna þess að
Matvælastofnun framfylgi ekki banni
við notkun þeirra.
Jóhannes Arason, sem hefur verið
við ráðgjafarstörf í matvælaiðnaði í
fjörutíu ár, fylgist vel með þróuninni í
saltfiskframleiðslu. Í bréfi til blaðsins
segir hann að fyrirtæki hans hafi ný-
lega aðstoðað franskt saltfiskfyrir-
tæki sem átti í vandræðum vegna
samkeppninnar við saltfisk ólöglega
framleiddan á Íslandi, þ.e. notkunar
áðurnefndra efna og með fulltingi eft-
irlitsstofnana. Hann segir jafnframt
að Matvælastofnun og nátengd til-
raunarannsóknarstofa hafi mikla
ábyrgð á herðum sér, þegar rannsókn
á störfum þeirra hafi farið fram, en
Karl Sveinsson hefur einmitt farið
fram á opinbera rannsókn ríkislög-
reglustjóra.
Matvælastofnun bendir á, að notk-
un fjölfosfata við framleiðslu á salt-
fiski sé ekki bara bundin við Ísland.
MAST hafi gefið út að hún telji
óheimilt að nota fjölfosfat við saltfisk-
vinnslu, en hins vegar hafi verið
ákveðið að bíða eftir niðurstöðu sér-
fræðinganefndar Evrópusambands-
ins sem fjallar um ósk framleiðenda
efnanna um að heimila þau.
„Niðurstaða sérfræðinefndarinnar
mun skýra hvort líta beri á fjölfosföt
sem tæknileg hjálparefni eða aukefni,
en hagsmunaaðilar bæði í Noregi og á
Íslandi hafa talið að notkun væri
heimil sem tæknilegt hjálparefni, á
meðan stjórnvöld í báðum ríkjum
hafa fært rök fyrir því að um notkun
efnanna skuli farið samkvæmt auk-
efnareglum.“
Beðið eftir niðurstöðu nefndar
MAST segir notkun fjölfosfata við saltfiskframleiðslu ekki bundna við Ísland
Hagsmunaaðilar bæði í Noregi og á Íslandi hafa talið notkunina heimila
Morgunblaðið/Ómar
Barcelona Mikil og hörð samkeppni er um saltfisk á Spánarmarkaði.
Stjórnvöld í báðum
ríkjum hafa fært
rök fyrir því að um
notkun efnanna
skuli farið sam-
kvæmt aukefna-
reglum.
Varað hefur verið við sykursýk-
islyfjum sem innihalda rósíglítazón
og verður dreifingu þeirra hætt hér
á landi, þótt þau verði ekki inn-
kölluð, að sögn Hjörleifs Þórarins-
sonar, framkvæmdastjóra Glax-
oSmithKlein á Íslandi. Um er að
ræða lyfin Avandia, Avandamet og
Avaglim. Um 300-400 manns gætu
notað það hérlendis.
Áfram til sölu í Bandaríkjunum
Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg-
ir að sérfræðinefnd Lyfjastofnunar
Evrópu hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að ávinningur af notkun
lyfja sem innihalda rósíglítazón sé
ekki lengur talinn meiri en áhættan
af notkun þeirra. Hefur sölu á lyfinu
verið hætt í Evrópu.
Hjörleifur segir að lyfið verði tek-
ið úr dreifingu hér á landi en áréttar
að fólk sem notar lyfið ætti ekki að
hætta notkun þess skyndilega held-
ur ráðfæra sig við lækni um næstu
skref og ákveða aðra valkosti.
Í tilkynningunni segir að frá því
fyrst var veitt leyfi fyrir Avandia
hafi legið fyrir að rósíglítazón tengd-
ist vökvasöfnun og aukinni hættu á
hjartabilun. Í Bandaríkjunum verð-
ur áfram hægt að kaupa lyfið en ein-
ungis ef sjúklingar og læknar eru
sammála um að aðrar meðferðir hafi
ekki gert gagn.
Hætta sölu á sykursýkis-
lyfjum vegna aukaverkana