Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 20
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is V ið erum í inngönguferli og það verður raunveru- lega næstum allt af- staðið þegar við kjósum um samninginn,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Bændasamtökin standa á því fastar en fótunum að aðildarviðræð- urnar við Evrópusambandið séu í raun og veru aðlögun stjórnsýslu og löggjafar á ýmsum sviðum að reglum sambandsins á meðan samninga- viðræðurnar standa yfir. Hafa samtökin enn á ný vakið at- hygli á þessu með því að senda utan- ríkisráðherra og utanríkismálanefnd bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðarins í samningaferlinu verði skýrð. Taka verði af allan vafa um að ekki komi neins konar aðlögun til álita fyrr en gengið hefur verið frá aðildarsamingum með stjórn- skipulegum hætti. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er unnið að svarbréfi til Bændasamtakanna í utanríkisráðu- neytinu. Deilur um hvort aðlögunarferlið sé í raun og veru hafið eða hvort ein- göngu er um undirbúning að ræða í aðildarviðræðunum við ESB hafa komið upp með reglulegu millibili á umliðnum mánuðum. Á minnisblaði ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í seinasta mánuði er fullyrt að samningaferlið um ESB-aðild muni krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að land- búnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB. Haraldur segir að þvert á full- yrðingar utanríkisráðherra um að engar breytingar verði gerðar á lög- gjöf eða stofnunum fyrr en úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild liggi fyrir, þurfi ekki að leita lengi í efni frá ESB til að sjá hið gagnstæða. Einnig hafi sendinefndir sem fulltrúar bænda hafa tekið á móti ekki dregið neina dul á það. Stangast á við upplýsingar formanns utanríkismálanefndar Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, tekur ekki undir þetta. Hann segist ekki hafa fundið þessu stað í samtölum sem hann hefur átt við fulltrúa Evrópu- sambandsins. Árni Þór segist ítrekað hafa spurt um þetta. Svörin verði ekki skilin á annan hátt en svo að ef til aðildar kemur og sambandið gerir kröfur um breytingar á lagastrúktúr og stofnunum þurfi Íslendingar að geta sýnt fram á hvernig þeir ætla að leysa úr því þannig að skilyrðin séu uppfyllt þegar aðildin tæki gildi. Ef aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu mundi nokkur tími líða þar til Ísland yrði formlega aðildarríki sambandsins. „Ég hef skilið þetta svona en þeir telja sig hafa fengið önnur svör og þess vegna þurfum við að fara betur yfir þetta með þeim,“ segir hann. Þegar aðildarviðræðunum var ýtt úr vör á ríkjaráðstefnunni 27. júlí sl. kynnti ESB almenna afstöðu til viðræðnanna. Þar er á nokkrum stöð- um fjallað um undirbúning Íslands og eftirlit ESB með framvindu hans. „Rétt innleiðing Íslands á regluverk- inu og framkvæmd þess, þ.m.t. ár- angursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórn- sýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig,“ segir þar. Samn- ingaviðræðurnar muni grundvallast á stöðu Íslands og hraði þeirra ráðast af því hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Fram- kvæmdastjórnin muni fylgjast náið með framvindu Íslands á öllum svið- um og upplýsa um framvinduna með- an á samningaviðræðum stendur. Aðlögunarferli Formaður bændasamtaka Íslands segir að inngönguferli í ESB verði lokið þegar þjóðin fær að kjósa um aðild sína að sambandinu. Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs? Rýnivinna í nóvember » Einn viðamesti hluti við- ræðnanna á næstunni verður svokölluð rýnivinna, sem hefst um miðjan nóvember. » Þá hefst skipulegur samanburður á löggjöf Ís- lands og ESB með fram- kvæmdastjórn sambandsins og er ráðgert að sú vinna standi fram í júní á næsta ári. » Fram kemur í fund- argerð samninganefndar Ís- lands að gera megi ráð fyrir að efnislegar viðræður um einfaldari kafla sem falla und- ir EES-samninginn gætu haf- ist um eða eftir páska á næsta ári. » Nefndin átti fund með Michael Leigh, yfirmanni stækkunarskrifstofu fram- kvæmdastjórnar ESB, 30. ágúst og er haft eftir honum að hraðinn í viðræðunum við Ísland myndi algerlega byggj- ast á framgangi mála gagn- vart Íslandi. » Leigh hafi talið að full- gildingarferlið gæti tekið 2 ár innan ESB skv. fyrri reynslu. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morgun-blaðiðbirti fréttir um lands- dómsmálið á und- an öðrum frétta- miðlum. Og þrátt fyrir þær fréttir fipuðust þeir við að fylgja þeim eftir, þar sem talsmenn Samfylking- arinnar sögðu að ekki væri fótur fyrir fréttaflutningnum. Meira að segja lét formaður þess flokks sig hafa það mörgum dögum eftir að um- ræðan var þó komin af stað að segja á blaðamannafundi að hún kannaðist ekkert við „neinn pirring“ innan Sam- fylkingarinnar um málið. Morgunblaðinu til þægi- legrar undrunar fékk það býsna lengi að eiga eitt allt sviðið fyrir umfjöllun um mál- ið. Það var ekki fyrr en 21. september sem fréttamaður Ríkisútvarpsins, sem hefur það meginhlutverk að fylgjast með Alþingi, hafði áttað sig á hvílíkt uppnám var orðið á þinginu og þá einkum í Sam- fylkingunni. Og þann dag skrifar Dagblaðið með heims- styrjaldarletri á forsíðuna: ÞINGIÐ LOGAR og STRÍÐ Á ALÞINGI. Og forsætisráð- herrann sjálfur, sem ekki vildi einu sinni kannast við „pirring“ innan Samfylking- arinnar, og sumir fréttamenn trúðu, réð ekki við eldinn, gafst upp á látalátunum og öðrum slökkvistörfum og kú- venti. „Pirringurinn“ var orð- inn Jóhönnu ofviða. Og Stöð 2 hafði einnig gert sér grein fyrir því að allt lék á reiði- skjálfi og spurði Atla Gíslason: „Hvað gerist ef ekki verður búið að ljúka þessu máli 1. okt?“ Og Atli svaraði: „Það er ómögulegt að segja. Ég er þeirrar skoðunar að þá hafi þingið brugðist þjóðinni og virðing þess sé í húfi. Og mín skoðun er sú að þá þurfi að endurnýja umboð þingsins. Ég er á því að það eigi þá að boða til kosninga.“ Það er athyglisvert hve sof- andi margir fjölmiðlar voru, ekki síst með hliðsjón af ríku fréttagildi málsins. En auð- vitað er gott að þeir hafi loks- ins rumskað. Það er að segja allir nema einn. Fréttablaðið virðist telja að málið sé óþægilegt fyrir Samfylk- inguna og þá aðra sem eiga sameiginlega hagsmuni með eigendum þess blaðs. Það blað hefur því enn frétt lítið af uppnáminu. Enn er óvíst um framhald málsins. Forsætisráðherrann getur ekki af yfirlæti fárast yfir því að þurfa að „smala saman villiköttunum“ úr Vinstri grænum. Það eru kan- ínurnar hennar sem komnar eru á tvist og bast og sumar skriðnar hræddar inn í hol- urnar sínar. Hlutverkaskipti hafa því orðið. Það er nú verk- efni Atla og húnanna hans að þefa þær uppi og draga þær á eyrunum upp á yfirborðið, ef ekki vill betur. Það gæti að vísu skapað „pirring“, hvort sem samfylkingarfjölmiðl- arnir trúa því eða ekki. Virðing Alþingis í húfi segja þeir sem síst hafa aukið hana fram til þessa} Pirringur eða stríð Stuðningsmennaðildar Ís- lands að Evrópu- sambandinu hafa sýnt að þeir eru reiðubúnir að ganga langt til að sannfæra þá sem ekki hafa tekið trúna á að Evrópusam- bandið sé fyrirheitna landið. Meðal þeirra sem verða fyrir áróðursvél Evrópusambands- ins eru íslenskir bændur. Einn talsmanna Evrópu- sambandsins er Anna Mar- grét Guðjónsdóttir, sem nú situr á þingi fyrir Samfylk- inguna. Hún ritar grein í nýj- asta tölublað Bændablaðsins og fullyrðir þar eftirfarandi: „Kjarni landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins er að halda jörðum í ábúð og tryggja mataröryggi íbúa álf- unnar.“ Svo óheppilega vill til fyrir Önnu Margréti að í sama blaði er sagt frá því að finnsk- um bændum hafi fækkað um helm- ing frá því landið gerðist aðili að ESB. „Kjarni landbúnaðar- stefnu Evrópusambandsins“ fór þess vegna alveg framhjá finnsku bændunum sem þurftu að bregða búi í kjölfar aðildar Finnlands. Ákafir talsmenn Evrópu- sambandsins tala um mikil- vægi upplýstrar umræðu. Þeir fjármunir sem sambandið ætl- ar að setja í að „fræða“ Íslend- inga um kosti (ekki galla) sambandsins eru réttlættir í nafni upplýsingar. Hvernig á almenningur að geta treyst upplýsingum þeirra sem ekki geta sagt satt um sambandið? Talsmenn ESB þurfa að læra að greina á milli draums og veruleika } Öfugmæli um ESB H vað viltu verða þegar þú verður stór? Þetta er spurning sem öll börn þurfa að svara mörgum sinnum og svörin eru jafn fjöl- breytt og börnin eru mörg. Sum vilja verða læknar, flugmenn, fornleifafræð- ingar, karatemeistarar, söngvarar, leikarar eða jafnvel forsetar og öll eiga þau raunverulega möguleika á að uppfylla drauma sína. Fyrir hundrað og fimmtíu árum hefðu fæst börn fengið þessa spurningu. Drengir urðu flestir bændur eða vinnumenn og stúlkur urðu að húsfreyjum eða vinnukonum. Það kom ekk- ert annað til greina, því fjölbreytnin var ekki meiri en svo. Vissulega hefur elítan alltaf haft meiri möguleika en almúginn, en jafnvel þar var spurningin hvort viðkomandi vildi verða prestur eða fógeti í stað þess að taka við stórbýlinu. Stúlkur efnaðra foreldra áttu hins vegar alltaf að verða eig- inkonur og mæður. Afi minn var bóndi rétt eins og faðir hans og forfeður langt aftur í ættir. Ég er ekki sannfærður um að hann hefði valið það starf ef hann hefði staðið við sama gnægtaborð tækifæra og ég stóð við í mínum uppvexti. Hann gerði hins vegar það sem hann þurfti að gera til að sjá fyrir fjölskyld- unni sinni, þótt það hafi á endanum eyðilagt í honum mjaðmirnar og ég man ekki eftir honum öðruvísi en með staf við hönd. Nú er ég ekki að segja að afi hafi verið óhamingjusamur, en ég er sannfærður um að það hafi glatt hann að synir hans og sonarsynir höfðu fleiri möguleika í líf- inu en hann hafði þegar hann var að alast upp. (Smá ábending til kynjafræðinga: Afi minn er ímynd karlmennskunar í mínum huga. Mað- ur sem slítur sér út af skyldurækni við fjöl- skyldu og samfélag er karlmaður. Þið getið full- yrt að bankamaður í svörtum jakkafötum, keyrandi um á svörtum jeppa hafi verið ímynd karlmennskunar fyrir hrun, en sú mynd er tilbúinn strámaður sem á sér aðeins rætur í hugum ykkar sjálfra). Þessir möguleikar, sem við höfum nú, eru af- leiðing af meiri sérhæfingu í atvinnulífinu og sú sérhæfing á sér aðeins eina orsök – frjáls við- skipti. Frelsi til athafna og viðskipta hefur leyst úr læðingi krafta sem fyrr á öldum voru ríg- bundnir niður, og eru ennþá bundnir í ófrjáls- um ríkjum annars staðar í heiminum. Framfarir í tækni verða til í frjálsum samfélögum og auður skapast þegar fólk skiptir með sér verkum af fúsum og frjálsum vilja og skiptist á afurðum vinnu sinnar á markaði. Þeir sem vilja múlbinda atvinnulífið með sköttum og reglugerðum eru, viljandi eða óviljandi, að vinna að því að börnin okkar hafi færri tækifæri þegar þau vaxa úr grasi en við höfum notið. Við viljum vonandi sem flest að næstu kynslóðir hafi fleiri og meiri möguleika til að leita hamingjunnar en við og ég vil meina að okkur beri skylda til að byggja áfram á þeim grunni sem við fengum í arf. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Hvað viltu gera úr lífinu? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.