Morgunblaðið - 24.09.2010, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010
✝ Óli Fossberg Guð-mundsson fæddist
á Akureyri 13. maí
1936. Hann andaðist á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað 18.
september 2010. For-
eldrar hans voru Guð-
rún Árnadóttir frá
Akureyri, f. 23.6.
1912, d. 27.7. 2001, og
Guðmundur Pét-
ursson frá Blönduósi
(dáinn). Bræður Óla
eru Reynir Bergmann
Skaftason, f. 13.7.
1941, maki Jóhanna Cronin, f. 23.3.
1945, og Hákon Eiríksson, f. 13.10.
1942, d. 26.7. 1982. Fóstursystir Óla
er Hulda Yodice, f. 14.9. 1938, maki
John Yodice, f. 3.3. 1940.
Óli kvæntist Báru Guðmunds-
dóttur frá Eskifirði 26. janúar 1957.
Foreldrar hennar voru Guðmundur
Karl Stefánsson, f. 2.4. 1895, d. 15.6.
1976, og Jóhanna Kristín Magn-
úsdóttir, f. 15.3. 1904, d. 8.2. 1996.
Börn Óla og Báru eru: 1) Jóhanna
9.12. 1965, þau eiga tvö börn. 9)
Þórey Mjöll, f. 26.4. 1971, maki Mar-
jan Cekic, f. 18.12. 1970, þau eiga
tvo syni. 10) Erla Rut, f. 18.3. 1975,
maki Davíð Örn Helgason, f. 30.5.
1978, þau eiga þrjú börn. 11) Alda
Björk, f. 14.6. 1977, maki Haraldur
Harðarson, f. 12.3. 1975, þau eiga
þrjú börn.
Óli var fæddur og uppalinn á Ak-
ureyri. Hann fluttist til Eskifjarðar
um tvítugt og bjó þar upp frá því.
Hann hóf störf í síldarbræðslu hrað-
frystihúss Eskifjarðar, en starfaði
mestan hluta ævi sinnar við múr-
verk. Óli hafði mikinn áhuga á
íþróttum og spilaði fótbolta á sínum
yngri árum með Þór á Akureyri og
Austra á Eskifirði. Eftir að hann
lagði skóna á hilluna gerðist hann
knattspyrnudómari og síðar eft-
irlitsdómari KSÍ. Hann var mikill
tónlistarmaður og mjög virkur í
tónlistarlífi alla tíð. Sem ungur
maður á Akureyri spilaði hann í
hljómsveit Ingimars Eydals en eftir
að hann fluttist austur spilaði hann í
ýmsum hljómsveitum og seinna
mikið einn á harmonikkuna. Á
næstu dögum kemur út geisladiskur
með lögum og textum sem hann hef-
ur samið í gegnum tíðina.
Útför Óla fer fram frá Eskifjarð-
arkirkju í dag, 24. september 2010,
og hefst athöfnin kl. 14.
María (dóttir Báru), f.
16.9. 1953, maki Jónas
Wilhelmsson, f. 21.7.
1954, þau eiga þrjá
syni og níu barna-
börn. 2) Árni Sæbjörn,
f. 26.10. 1957, maki
Fanney Linda Krist-
insdóttir, f. 30.1. 1957,
þau eiga tvo syni. 3)
Matthildur, f. 17.8.
1959, maki Benedikt
Jón Hilmarsson, f.
21.5. 1957, þau eiga
þrjú börn. 4) Guðný
Harpa, f. 31.3. 1961,
fyrrverandi maki Ali Ragnar Mete,
f. 8.2. 1954, þau eiga tvo syni. 5)
Ragnar Þór, f. 7.6. 1962, maki Anna
Ólöf Sveinbjörnsdóttir, f. 21.4. 1972,
þau eiga þrjú börn. 6) Óli Fjalar, f.
18.5. 1964, maki Anna Kristín
Magnúsdóttir, f. 25.1. 1966, þau eiga
þrjú börn. 7) Guðmundur Karl, f.
7.4. 1968, maki Elín Hauksdóttir, f.
1.9. 1968, þau eiga fjögur börn. 8)
Hulda Kristín, f. 24.10. 1969, maki
Andrés Kolbeinn Steingrímsson, f.
Elsku pabbi minn, þá er kallið
komið og langar mig að segja nokkur
orð um hversu mikil hetja þú varst í
þessum miklu veikindum. Það var
ekkert lítið á þig lagt undir það síð-
asta og veit ég að það var gott fyrir
þig, elsku pabbi, að fá hvíldina.
Við tvö áttum áttum ógleymanleg-
ar stundir í ferðum okkar suður til
Reykjavíkur, bæði erfiðar og gleði-
legar, og þótt þú værir mjög veikur
kvartaðir þú aldrei, það var hreint
ótrúlegt. Langar mig að þakka guði
fyrir það að þú náðir að hlusta á
geisladiskinn þinn sem verið er að
gefa út með lögunum þínum og er ég
ekkert smá þakklát öllum þeim sem
gerðu það mögulegt að þú fengir að
heyra endanlegu útgáfuna. Það var
dásamlegt að bruna með geisladisk-
inn og græjurnar til þín á sjúkra-
húsið í Neskaupstað og sjónin sem
birtist mér þegar ég setti diskinn
þinn í gang mun aldrei hverfa úr
huga mér. Pabbi, það var dásamlegt
að sjá hvað þú brostir út að eyrum,
svo dásamlega stoltur, eins og við öll
systkinin, með útkomuna og verð ég
ævinlega þakklát að við náðum að
ræða hann aðeins áður en þú varst of
veikur til að tala. En þú sýndir mér
þessar síðustu þrjár nætur þínar
sem ég var hjá þér á spítalanum að
þótt þú gætir ekki rætt meira um
diskinn undir það síðasta þá veit ég
að þú hlustaðir á hann því ég sá að þú
slóst taktinn með löppinni og putt-
anum. Elsku pabbi, ég veit að þú ert í
góðum höndum og ég veit að þú varst
að bíða eftir disknum þínum og er ég
svo glöð í hjartanu að það skyldi tak-
ast.
Takk fyrir allt, pabbi minn, nú veit
ég að þér líður vel. Yndislegar kveðj-
ur frá Adda Steina og Hjördísi Báru.
Þín dóttir,
Hulda.
Elsku besti pabbi minn, mér finnst
alltof snemmt að kveðja þig núna eft-
ir erfiða baráttu við krabbamein.
Aldrei kvartaðir þú, hetjan mín.
Þú ætlaðir bara á spítala í 2-3 daga
til að fá þau lyf sem þú þurftir en
kallið kom alltof snemma og þú varst
tekinn frá okkur. En eftir sitjum við
og huggum hvort annað.
Elsku pabbi minn, við pössum
mömmu fyrir þig sem var kletturinn
í þínu lífi.
Elsku pabbi, þú kallaðir mig alltaf
Peltingu þegar ég var lítil og ég svar-
aði því nafni og þykir vænt um það
nafn enn í dag og stundum kalla ég
Hörpu og Báru það.
Þær voru ófáar fótboltaferðirnar
sem við fórum á sumrin þegar þú
varst að dæma og voru það skemmti-
legar ferðir.
Þú varst alltaf tilbúinn að setjast
niður með mér og hjálpa mér að læra
og stundum kom Harpa mín til þín til
að fá hjálp við lærdóminn.Við systur
tókum upp Fossberg-nafnið þitt árið
1996 og varst þú ánægður með það,
svo bera börnin okkar Halla það nafn
líka.
Þegar við Halli kynntumst og fór-
um að búa saman þá fór ég ekkert of
langt frá ykkur, við bjuggum í næsta
nágrenni við ykkur mömmu fyrstu
árin. Er Harpa Mjöll fæddist þá
varst þú tilbúinn við símann að
hringja út fréttir um að Peltingin
væri búin að eiga stúlku og það kom
stoltur afi að heimsækja okkur á
spítalann.
Þegar við Halli giftum okkur þá
leiddir þú okkur Hörpu inn kirkju-
gólfið og spilaðir á nikkuna lag sem
Óðinn Valdimarsson vinur þinn gerði
frægt, Augun þín blá. Þeim degi
gleymi ég aldrei, ég er svo ánægð
með hvað þú tókst mikinn þátt í þess-
um degi með okkur.
Þegar við Erla systir ásamt mök-
um keyptum húsin okkar inni í dal
þar sem þú, elsku pabbi, múraðir
húsin fyrir okkur og gamall vinur
þinn, Rúnar Halldórsson, aðstoðaði
þig, þá varst þú svo stoltur og við
ennþá stoltari að þú skyldir hafa get-
að það. Þetta sama ár óx enn ríki-
dæmi ykkar mömmu þegar þrjú ný
barnabörn bættust í hópinn, þau
Telma, Hildur Bára mín og Daníel.
Það voru komnir fjórir Ólar í fjöl-
skylduna en bara þrjár Bárur svo ég
jafnaði það með Báru minni, þér
fannst alltaf svo gott að hafa nóg af
Bárum í kringum þig.
Ég sagði við þig, pabbi, að ég
myndi koma með þrítugasta barna-
barnið og stóð ég við það er Hörður
Breki fæddist og þú hélst honum
undir skírn.
Þegar Harpa byrjaði að læra á
harmonikkuna varst þú svo stoltur
og ánægður yfir því. Ég man að þeg-
ar þið spiluðuð saman fyrst var mjög
stutt í tárin, ég var svo glöð með það.
Elsku pabbi, það er svo mikill
missir að þér, þú varst eini afinn sem
börnin mín þekktu því föðurafi
þeirra var látinn áður en þau fædd-
ust. Ég mun halda minningu þinni á
lofti með því að segja þeim sögur af
þér og sýna þeim myndir.
Ég var svo stolt af þér þegar þú
vannst sjómannalagakeppnina á Rás
tvö í sumar, enda yfirburðalag þar á
ferð. Þú varst svo spenntur fyrir út-
komu disksins þíns í lok september
og var disknum komið til þín og fékk
hann að hljóma síðustu dagana þína
á spítalanum.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
miklum söknuði, þú munt alltaf eiga
stað í mínu hjarta.
Ég mun alltaf elska þig, pabbi
minn.
Þín
Alda Björk Fossberg Óladóttir.
Nú ert þú fallinn frá, elsku pabbi
minn, og eftir situr stórt tómarúm í
mínu hjarta, sem enginn mun fylla.
Hér sit ég og minningarnar um okk-
ur hrannast upp. Til dæmis allar
dómaraferðirnar sem við fórum sam-
an þegar þú varst að dæma knatt-
spyrnuleiki um allt Austurland og
allar stundirnar þegar þú varst að
spila fyrir okkur krakkana á harm-
onikkuna og orgelið og við sungum
með. Uppáhaldslögin mín voru þau
sem þú samdir sjálfur, til dæmis um
Jóhann Veigar son minn sem var sól-
argeislinn þinn, enda skírðir þú lagið
Sólargeislinn og lagið um Jóu ömmu
sem þú samdir fljótlega eftir andlát
hennar 96. Já, og lagið sem þú samd-
ir um ykkur mömmu þegar þið
kynntust í Egilsstaðaskógi.
Ég var svo ánægð og stolt af þér
þegar lagið þitt Blikandi bárur vann
sjómannalagakeppni Rásar 2 nú í
sumar en þú áttir það svo sannarlega
skilið, elsku pabbi. Þegar ég varð
ófrísk að mínu fyrsta barni þá stóðuð
þið mamma eins og klettar við bakið
á mér og hafið alltaf gert. Þegar sól-
argeislinn þinn leit dagsins ljós
mættir þú á spítalann til mín, tókst
drenginn í fangið og frá þeirri
stundu bundust þið órjúfandi bönd-
um. Segja má að þú hafir gengið
drengnum í föður stað.
Þegar ég kom með Jóhann Veigar
heim þá var barnið svo ríkt að hafa
þig, pabbi minn, mömmu Öldu og
Þóreyju en öll tókum við virkan þátt í
uppeldinu. Ég man hversu glaður þú
varst að það skyldi koma drengur á
heimilið en í honum fannst þú banda-
mann til móts við allt kvennaríkið
sem þú á þeim tíma bjóst við.
Þú varst svo glaður þegar ég
skírði Jóhann Veigar Fossberg en
hann er sá fyrsti sem skírður er
Fossberg í höfuðið á þér en seinna
tókum við fjórar systurnar nafnið
þitt upp.
Þegar ég kynnti eiginmann minn
Davíð fyrir þér þá varstu mjög glað-
ur og eftir því sem kynni ykkar urðu
meiri sagðir þú mér hvað þú værir
ánægður með hversu heppin ég væri
að hafa náð mér í mikinn afbragðs-
mann sem væri Jóhanni svo góður
faðir
Minnisstætt er það, elsku pabbi,
þegar við Alda systir keyptum húsin
inni í dal. Það þurfti að múra og það
þurfti að gera allt mögulegt annað.
Þrátt fyrir að þú værir farinn að
reskjast þá var ekki við annað kom-
andi en að þú múraðir húsið allt, það
skyldi sko enginn annar gera. Það
gerðir þú svo í félagi við gamlan vin
þinn, Rúnar Halldórsson.
Síðan bættist í barnahópinn þegar
ég átti Thelmu Rún Fossberg 2004
og síðan Daða Örn Fossberg 2005.
Þú, elsku pabbi, tókst þessi börn upp
á arma þína og varst þeim svo miklu
meira en bara afi. Þú komst oft í
Skammadal til að sækja þau, stund-
um eitt og stundum tvö til að fara í
fjöruferð út á Mjóeyrina.
Ég ætla að minnast á diskinn með
lögunum þínum. Þú lagðir á það
mikla áherslu að þú fengir að hlusta
á lagið um Akureyri, fæðingarbæ
þinn sem þú elskaðir og dáðir. Það
gekk eftir en þú náðir að hlusta á
hann skömmu áður en þú fórst yfir
móðuna miklu.
Elsku pabbi, ég gæti sagt svo ótal
margt fleira en læt þessi fátæklegu
orð duga. Ég veit að nú ertu laus
undan þjáningum þínum og að vel
verður tekið á móti þér þar sem þú
ert.
Erla Rut Fossberg Óladóttir.
Elsku pabbi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
( Valdimar Briem)
Ég man þegar ég var lítill drengur
heima á Túngötunni fullur fótbolta-
áhuga og þú dómari. Þú dæmdir
marga leiki hjá mínu liði en það var
sjaldnast sem ég fékk að njóta vaf-
ans, en það var farið vel yfir leikinn
þegar heim var komið. Það var ým-
islegt notað í fótboltaleik í holinu á
Túngötunni og yfirleitt ekki hætt
fyrr en tár féllu eða eitthvað brotn-
aði. Þessu sameiginlega áhugamáli
okkar deildum við alla tíð og gátum
endalaust spjallað um þessa
skemmtilegu íþrótt. Ég er líka stolt-
ur af því að hafa millinafnið mitt í
höfðið á uppeldisfélagi þínu, Þór Ak-
ureyri.
Ég byrjaði snemma að vinna með
þér og félögum þínum í múrverkinu,
það var góður skóli. Þú kenndir mér
með góðri fyrirmynd; stundvísi,
dugnað og ósérhlífni. Þessa þætti hef
ég haft að leiðarljósi í lífinu og það
hefur reynst mér vel.
Þú sagðir mér oft hvað tónlist væri
mannbætandi og stór þáttur í lífinu.
Þegar eitthvað bjátaði á eða þú áttir
ekki góðan dag, settist þú oft með
nikkuna eða við orgelið og spilaðir
þig frá því. Lögin þín og textar sem
þú samdir í gegnum tíðina hafa oft
kætt okkur fjölskylduna. Á undan-
förnu ári hefur farið fram mikil og
óeigingjörn vinna með lögin þín og er
afraksturinn að líta dagsins ljós um
næstu mánaðamót, þ.e. 13 laga
geisladiskur. Það hefur styrkt þig og
glatt í veikindum þínum að taka þátt
í þessari vinnu og þú fékkst að heyra
endanlega útkomu áður en þú kvadd-
ir – varst stoltur og fullkomlega sátt-
ur.
Það er mér mikils virði að hafa átt
þátt í því að koma þessum gersemum
í útgáfu og ómetanlegt fyrir okkur
sem eftir stöndum að geta hlustað á
músíkina þína um ókomna tíð.
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn.
Ragnar Þór Ólason.
Elsku pabbi, ég hefði ekki getað
ímyndað mér að ég ætti eftir að
skrifa minningargrein um þig tveim-
ur mánuðum eftir að ég kom heim úr
sex vikna sumarfríi í Serbíu.
Ég var svo glöð að sjá hvað þú leist
vel út. Ég var að rifna úr stolti og sat
tímunum saman við tölvuna úti og
hlustaði á viðtölin við þig þegar þú
vannst sjómannalagakeppni Rásar 2
með lagið þitt Blikandi bárur.
Þú varst bara flottastur í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem
var markvarsla, múrverk, spila á
nikkuna, orgelið eða að dæma. Fót-
bolti átti stóran sess í lífi þínu, þú
byrjaðir sem markvörður hjá Þór
Akureyri og síðan hér hjá Austra á
Eskifirði eftir að þið mamma kynnt-
ust. Þegar þú hættir í markinu gerð-
ist þú dómari og eru þær ófáar ferð-
irnar sem við fórum með þér,
misskemmtilegar vegna innákalla.
Oft fékk ég tár í augun eftir innáköll
áhorfenda til þín en þú lést þessi læti
ekki hafa nein áhrif á þig.
Ég hef líka orðið þess aðnjótandi
að keppa í leik sem þú dæmdir og í
þeim leik rakstu mig af leikvellinum
fyrir brot, en það var nú allt í góðu.
Þegar þú hættir að dæma gerðist þú
eftirlitsdómari og starfaðir við það í
mörg ár. Þeir voru ófáir leikirnir sem
við fórum á saman. Ég man þegar ég
var eitt sinn í sumarfríi erlendis og
hringdi heim að þú sagðir mér að það
væru komnir tveir nýir Serbar í liðið
okkar KVA, annar væri markmaður
og hinn framherji, rosaleg marka-
maskína og með alveg þvílíka tækni,
hann varð síðar tengdasonur þinn.
Þegar við fórum að draga okkur
saman varst þú svo stoltur af Marjan
og alltaf að dásama hann, hann væri
alltaf langbesti maðurinn á vellinum,
en þér þótti verst hvað hann tuðaði
alltaf í dómurunum!
Pabbi talaði alltaf íslensku við
Marjan og það furðulegasta var að
þeir skildu alltaf hvor annan, enda
var Marjan fljótur að ná að tala og
skilja íslensku. Síðan þegar við Mar-
jan fórum að búa saman á Strandgöt-
unni aðstoðuðuð þið mamma okkur
samviskusamlega við að standsetja
íbúðina.
Árið 2001 fæddist Stefán en það
var í Reykjavík og 2004 Daníel Þór í
Neskaupstað og alltaf varst þú við
símann til að hringja út fréttirnar áð-
ur en þú komst sjálfur í heimsókn til
okkar.
Elsku pabbi minn, mikið voru
samverustundirnar dásamlegar með
strákunum okkar Marjans. Þú varst
óþreytandi að spjalla við þá en fót-
boltinn átti hug þinn allan og Þór og
Austri. Oft fóru rauð og gul spjöld á
loft hjá drengjunum þegar þeim
sinnaðist eitthvað við foreldrana.
Það var alltaf svo frábært þegar þú
settist með nikkuna og spilaðir fyrir
okkur systkinin og sungum við með.
Diskurinn með lögunum þínum er
rétt ókominn út en þú fékkst hann þó
til þín á sjúkrahúsið og gast hlustað á
hann og slóst taktinn áður en þú
fórst. Þú hafðir mestar mætur á lag-
inu um Akureyri en það er fæðing-
arbær þinn.
Elsku pabbi minn, það er svo erfitt
að kveðja þig svona í hinsta sinn og
minningarnar streyma taumlaust
fram. En ég veit að nú ert þú laus
undan þjáningum og kominn á góðan
stað þar sem vel hefur verið tekið á
móti þér. Við stórfjölskyldan munum
hugsa vel um mömmu.
Þórey Mjöll Fossberg Óladóttir.
Elsku afi, sakna þín mikið enda
mikill afastrákur. Það var svo gaman
að fara í bílinn þinn og taka rúnt með
þér.
Sakna þín, elsku besti afi minn.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hörður Breki Fossberg.
Elsku afi, mér finnst leiðinlegt að
ég mátti ekki koma á spítalann að
heimsækja þig því þú varst veikur.
Mér fannst gaman þegar þú fórst
með okkur í hesthúsið, fjöruna og
sjoppuna. Það var gaman að koma
heim til þín og ömmu að teikna og
lita myndir, þú varst alltaf að segja
okkur sögur af þér litlum strák á Ak-
ureyri.
Ég elska þig, afi minn, og sakna
þín mikið.
Þú vakir, faðir vor,
og verndar börnin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóð á himni skín.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Hildur Bára Fosssberg.
Óli Fossberg
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, við söknum þín svo
mikið.
Það er skrítið að koma á Tún-
götuna og þú ekki þar til að
taka á móti okkur með því að
klappa okkur á höfuðið og
stundirnar okkar sem við sát-
um og teiknuðum, lituðum og
hlustuðum á sögur hjá þér, þú
áttir nú nóg af þeim.
Og þegar þú stóðst uppi á
palli og dæmdir hjá okkur þeg-
ar við vorum í fótbolta í garð-
inum þínum, þú nenntir alltaf
að leika við okkur. Takk fyrir
að gera allt þetta með okkur.
Við skulum passa ömmu fyrir
þig.
Stefán Bjarki Cekic og
Daníel Þór Cekic.
Fleiri minningargreinar um Óla
Fossberg Guðmundsson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.