Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 26

Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 ✝ Jón Marinó Sam-sonarson fæddist að Bugðustöðum í Hörðudal 24. janúar 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 16. september 2010. Foreldrar Jóns voru hjónin Margrét Kristjánsdóttir, f. í Lækjarskógi í Lax- árdal 1900, d. 1995, og Samson Jónsson, f. á Höfða í Þverárhlíð 1891, d. 1952. Systk- ini Jóns eru: 1) Þórunn Laufey, f. 1917, d. 1992, sonur hennar er Óm- ar Árnason, f. 1950, 2) Kristján, f. 1919, d. 2004, 3) Fanney, f. 1923, d. 2009, gift Pétri Gíslasyni, f. 1923, d. 1994, 4) Árni, f. 1928, d. 1931, 4) Kolbeinn, f. 1944, kvæntur Sig- urbjörgu Guðjónsdóttur, f. 1952, börn þeirra eru Kristján Karl, f. 1973, og Margrét, f. 1978. Dóttir þeirra eru Jón, f. 2000, og Rósa, f. 2005. 4) Sigrún Drífa, gæðastjóri, f. 1974, maður hennar er Árni Sören Ægisson, starfsmannastjóri, f. 1968. Börn þeirra eru Íris Eir, f. 2003, Sóley Margrét, f. 2005 og Eið- ur Ingi, f. 2008. Jón flutti til Reykjavíkur ung- lingur að aldri og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953. Hann lauk meistaraprófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Ís- lands 1960, var um skeið lektor í ís- lensku við Kaupmannahafnarháskóla og iðk- aði jafnframt fræðistörf við Árna- safn í Kaupmannahöfn. Jón hóf störf 1968 sem fræðimaður á Hand- ritastofnun Íslands sem síðar varð Stofnun Árna Magnússonar á Ís- landi og vann alla tíð að rann- sóknum og varðveislu á handritum, þulum og kvæðum. Jón og Helga kona hans fóru saman um íslenskar byggðir og tóku upp á segulbönd kvæði, þjóðlög, þulur og ævintýri af vörum fólksins í landinu. Árangur söfnunar þeirra er drjúgur hluti þjóðfræðasafns Árnastofnunar. Útför Jóns verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 24. september 2010, og hefst athöfnin klukkan 15. Kolbeins er Áslaug Ósk, f. 1968. Jón kvæntist 31. desember 1953 Helgu Jóhannsdóttur þjóð- lagafræðingi í Reykjavík, f. 1935, d. 2006. Dætur þeirra eru: 1) Heiðbrá, f. 1954, stærðfræði- hagfræðingur í Dan- mörku, maður hennar er Einar Baldvin Baldursson sálfræð- ingur, f. 1953. Börn þeirra eru Soffía, list- nemi, f. 1984, og Baldvin nemi, f. 1993. 2) Svala, myndmenntakenn- ari, f. 1957. Dóttir hennar er Helga Jónsdóttir, íslenskunemi, f. 1988, unnusti hennar er Jón Bragi Páls- son, heimspekinemi, f. 1988. 3) Hildur Eir, löggiltur endurskoð- andi í Madrid, f. 1971, gift José Enrique Gómez-Gil Mira, lögfræð- ingi og hagfræðingi, f. 1960. Börn Elsku pabbi, tengdapabbi manns- ins míns og afi barna minna. Þú varst fróður um margt en líka alltaf forvitinn um öll samfélagsmál. Þú varst góður kennari og spenn- andi í samræðum. Þú varst þjóðhollur en andstæðing- ur alls vopnavalds og ofstopa. Þú trúðir á mátt mannfólksins og jafnframt á mikilleika náttúrunnar. Hvíldu í friði. Heiðbrá. Elsku pabbi. Mig langar að kveðja þig í dag með þessum orðum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (ÞS) Elsku pabbi, við munum öll þakklát hlúa að þessu ljósi. Þín Sigrún Drífa. Æðruleysi, þrautseigja og góð- mennska eru mér efst í huga þegar ég hugsa um pabba. Tveimur síðar- nefndu kostunum kynntist ég fljótt, en sá fyrsti kom sterklega í ljós þegar erfiðleikar fóru að steðja að og engri manneskju hef ég kynnst sem býr yfir jafn miklu æðruleysi og hann gerði. Fyrstu minningar mínar tengjast dvöl okkar í Kaupmannahöfn, bernskuminningarnar hver annarri yndislegri. Við vorum samrýnd fjöl- skylda í lítilli vistarveru, en samt var þessi veröld svo stór. Pabbi sinnti sínu grúski á Árnastofnun, mamma nam þjóðlagafræði og við litlurnar lifðum og lékum okkur. Vinkonum mínum fannst mjög sérstakt að heim- sækja okkur þar sem iðulega hljóm- aði rímnakveðskapur úr hljómtæki heimilisins og íslenskan sem við töl- uðum fannst dönsku vinkonunum væmin. Minnisstæð er mér uppstopp- uð rjúpa sem pabbi fékk að gjöf að heiman. Hann og mamma kunnu ekki að meta þetta dauða dýr en fundu lausn. Ég fékk að gefa náttúrufræði- safni skólans hana og hlaut miklar þakkir fyrir sem mér fannst ekki leið- inlegt. Skyldi hún vera minnisvarði um dvöl okkar þar ytra? Á hverju vori héldum við norður á bóginn eins og farfuglarnir og sigld- um heim með Gullfossi. Með í för voru ótal bókakassar pabba, en án þeirra gat hann ekki verið lengi. Einu sinni vorum við bara tvö á ferð og pabbi keypti handa mér ljósgræna spariull- arkápu í stað skólaúlpu sem hann hafði fengið fyrirmæli um að kaupa í Edinborg þar sem Gullfoss gerði stans. Ástæðan var sú að mig langaði frekar í kápuna og svo fannst pabba ég svo fín í henni. Það var auðvelt að dobla pabba. Við fluttum svo til Íslands rétt fyrir ellefu ára afmælið mitt og fljótlega fór pabbi til Svíþjóðar í rannsóknarleyfi. Mér fannst stórt skarð höggvið í litlu fjölskylduna og saknaði hans ógur- lega. Mig dreymdi vonda drauma þar sem henti hann flest það slæma sem hent getur einn mann. Þremur árum síðar fæddist Hildur Eir og ég var himinlifandi yfir að eignast litla syst- ur og fá í þokkabót að velja henni nafn. Svo bættist Sigrún Drífa í hóp- inn, litla prinsessan okkar allra. Pabbi og mamma fengu nú ferða- bakteríuna og tóku að kanna land sitt. Nú var ferðinni heitið upp í óbyggðir og dvöldu þau margoft vikum saman í Þórsmörk með stelpurnar litlu. Við unglingarnir sendum þeim reglulega matarbirgðir og urðu þau fræg fyrir að fara í göngutúra um eyrarnar með barnavagninn. Auk þess fóru þau í margar langar og góðar gönguferðir barnlaus og nutu þess mjög. Það var mikið áfall þegar mamma veiktist ung. Við pabbi kynntumst nú á nýjan hátt og styrktum hvort annað. Þarna kynntist ég vel því æðruleysi sem hann bjó yfir. Sjálfur veiktist hann ör- fáum árum síðar og ekki laust við að manni fyndist það afar óréttlátt. Hon- um tókst þó að sætta sig við örlög sín og hélt áfram að grúska og sinna sín- um hugðarefnum. Rannsóknareðlið skein alltaf í gegn og hann gafst aldrei upp fyrr en hann fékk svör við því sem hann var að leita eftir. Þó veik- indin hefðu mikil áhrif á líf hans naut hann þess að vera til og vildi vita meira og meira, meira í dag en í gær. Takk fyrir allt. Svala. Nú kveð ég þig í síðasta skipti, elsku pabbi, og þó finnst mér alls ekki að þú sért farinn. Þú hefur alltaf verið hjá mér og verður það áfram. Eftir því sem árin líða og lífsreynslan eykst, geri ég mér betri grein fyrir því ótrúlega veganesti sem þú veittir mér ungri og endist mér enn. Mín leið hefur legið langt út í heim en ég stend mig æ oftar að því að gægjast í bak- pokann minn og maula á þessum dýr- mætu nestisbitum, góðu gildunum, þolinmæðinni og virðingunni. Ég átti nefnilega pabba sem gaf sér mikinn tíma til að vera með börnun- um sínum. Pabba sem sagði mér sög- ur af Sæmundi fróða á leiðinni í leik- skólann og kenndi mér að elska bækur. Pabba sem tefldi við mig á hverju einasta kvöldi árum saman. Pabba sem skildi mig alltaf, studdi í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og var stoltur af dætrunum sínum. Pabba sem hægt var að hjúfra sig að en gaf þó svigrúm til sjálfstæðis. Pabba sem meira að segja málaði her- bergið mitt gult af því að kornung vildi ég hafa það eins og sólina. Þú kenndir mér að elska föðurlandið og vissir sem var að þótt ég héldi á fjar- læg mið snéri hugurinn alltaf heim. Nú skiljast leiðir okkar en bakpok- inn minn er enn sneisafullur og ég lofa að vera dugleg að miðla úr honum til barnabarnanna þinna. Að deila með þeim þeirri ást og ró sem ég var um- vafin í æsku því að þannig verður leið- in alltaf léttari. Ég átti besta pabba sem nokkur getur óskað sér. Þín pabbastelpa, Hildur Eir. Í dag kveðjum við Jón Marinó Samsonarson handritafræðing. Hér ætla ég að minnast fjölskyldu- mannsins og elskulegs mágs míns. Helga systir mín og Jón giftust þegar Helga var aðeins 18 ára. Það varð strax ákaflega kært á milli föður okk- ar og Jóns svo og fjölskyldunnar allr- ar. Með komu Jóns eignaðist ég líka fjölskylduna í Efstasundi 14 sem var mér 10 ára stúlkunni mjög góð en mikill samgangur var á milli fjöl- skyldnanna. Jón var myndarlegur maður og mjög traustur. Einu og hálfu ári eftir að Jón og Helga giftu sig lést faðir okkar Helgu fyrir aldur fram. Hann vissi að hverju stefndi og hóf að byggja fjögurra hæða hús á Melhaga 11 til að búa í haginn fyrir fjölskyld- una að sér gengnum. Síðar frétti ég að hann hefði beðið Jón um að hjálpa sér að ljúka byggingunni, sem Jón gerði af heilum hug. Hann tók sér a.m.k. árs hlé frá námi og vann í húsinu og Helga með honum. Jón og Helga voru bráðgreind og miklir námsmenn. Samhentari hjón hef ég varla þekkt og átti það bæði við einkalíf og starf. Þau ferðuðust um landið nokkur sumur, söfnuðu þjóð- legri tónlist, kveðskap og rímum og björguðu þannig mikilvægum menn- ingararfi. Skoðanir þeirra í þjóð- félagsmálum voru líkar. Þau höfðu yndi af ferðalögum bæði innanlands og erlendis og tóku jafnan dæturnar með. Jón var afar ljúfur maður, hæg- látur, kíminn en ákveðinn þegar á þurfti að halda. Á unglingsárum mín- um gaf Jón sér tíma fyrir mig. Helgu fannst ég oft kærulaus við námið og lét mig heyra það og ég tók því illa. Oftar en ekki kímdi Jón og spurði hvort við ættum að fara aðeins yfir námsefnið. Árið 1960 fluttu Jón og Helga til Kaupmannahafnar með dæturnar Heiðbrá og Svölu en Jón starfaði sem handritafræðingur við Árnasafn, það voru góð ár. Ég var einnig búsett þar og átti vísan stað hjá þeim á Händ- elsvej en þar var gestkvæmt og oft skrafað um þjóðmál langt fram á nótt. Síðan fluttum við öll til Íslands og bjuggum á tveimur efri hæðunum á Melhaga en móðir mín og systur hennar á tveimur neðri hæðunum. Jón reyndist þeim mjög vel og var boðinn og búinn að hjálpa þeim eftir þörfum. Jón og Helga eignuðust Hildi og Sigrúnu sem voru á aldur við syni mína, Jóa og Jara. Börnin ólust því upp í húsi stórfjölskyldu þar sem allar dyr voru þeim opnar. Enn kom í ljós að Jón var natinn við börn og veitti hann þeim gott mótvægi við kvenna- ríkið í húsinu. Ég sé hann ennþá fyrir mér kenna þeim mannganginn í skák og höfðu þau öll gaman af. Haukur kom síðar inn í líf mitt og öll bjuggum við um hríð á Melhaganum. Vel fór á með Hauki og Jóni og ræddu þeir fyrri tíma í sveitinni og þjóðmál. Jón var gæddur einstöku æðruleysi sem kom vel í ljós við erfið veikindi Helgu og síðar veikindi hans. Þessu æðruleysi hélt hann þar til yfir lauk. Elsku Jón, þú efndir loforðið við pabba frá 1955 og hugsaðir um stór- fjölskylduna hans alla tíð. Í huga okk- ar lifir minningin um góðan, traustan og sannan mann. Hvíl þú í friði. Elsku Heiðbrá, Svala, Hildur og Sigrún, við Haukur sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gyða. Við bræður áttum afar skemmtileg uppvaxtarár í fjölskylduhúsinu á Mel- haganum. Þar bjuggum við með Gyðu, móður okkar, og Hauki á efstu hæðinni. Á hæðinni fyrir neðan bjuggu Jón Samsonarson og Helga systir mömmu ásamt yngstu dætrum sínum þeim Sigrúnu og Hildi. Við bræður eyddum ófáum stundum með frænkum okkar og var þá annaðhvort leikið uppi hjá okkur eða hjá þeim á þriðju hæðinni. Þegar ákveðið var að leika á þriðju hæðinni var alltaf ákveðið vandamál að komast framhjá Jóni. Jón sat þá iðulega í makindum sínum við taflborðið sitt og beið eftir næsta fórnarlambi. Það lenti því yf- irleitt á öðrum hvorum okkar að taka eina skák við Jón áður en við gátum haldið áfram að leika okkur. Jón var afbragðs skákmaður og gaf aldrei þumlung eftir – jafnvel þótt andstæð- ingurinn væri 7 ára. Fljótlega sáum við að við áttum lítið í þennan mikla skákmann og þá var brugðið á það ráð að reyna að tapa á sem stystum tíma til að geta haldið áfram að leika. Ein- hver jólin fékk Jón þó blessunarlega skáktölvu að gjöf og varð það til þess að við bræður gátum lagt skákíþrótt- ina á hilluna. Annars eru okkar bestu minningar um Jón Samsonarson ein- mitt tengdar jólunum á Melhaganum. Jólin á þessum árum voru haldin hjá ömmu Dídi á 2. hæðinni og eftir að jólamatnum hafði verið gerð góð skil vildi fullorðna fólkið einhverra hluta vegna taka sér óhóflegan tíma í kaffi- drykkju í stað þess að hjóla beint í jólapakkana. Þetta „millibilsástand“ var okkur börnunum í fjölskyldunni gríðarlega erfitt eins og gefur að skilja. Einn maður sá þó alltaf til þess að koma okkur í gegnum þennan erf- iða tíma. Það var hann Jón Samson- arson. Hver einustu jól dró Jón upp forláta danskt Andrésblað og las fyrir okkur með miklum tilþrifum. Þökk sé Jóni tölum við bræðurnir um Feita- Múla en ekki Guffa eins og þeir gera sem vita ekki betur. Með veikindum Jóns og Helgu og brottflutningi okkar bræðranna af Melhaganum urðu samskipti okkar færri hin seinni ár en við hefðum óskað. Þú átt þó ætíð stað í okkar hjarta og minningum, elsku Jón. Megirðu hvíla í friði og grúska í skruddum og fornritum þar sem þú ert núna og guð hjálpi þeim sem þú ert að tefla við. Jón Ari Helgason og fjölskylda, Jóhann Árni Helgason og fjölskylda. Jón Marinó Samsonarson hand- ritafræðingur frá Bugðustöðum í Hörðudal í Dölum var á 80. aldursári er hann lést. Hann ólst upp í Hörðu- dalnum til unglingsára, en íhugunar- vert er hvað margt var þá öðruvísi en nú. Athygli vakti er ég sagði fólki hvar Jón var fæddur og fimm bæjarleiðum utar var á sama tíma Sigfús Daðason skáld, en þeir kynntust fyrst á ráð- stefnu á Ítalíu á sextugsaldri. Ferða- lög voru erfiðari en nú og bæirnir hvor í sinni sýslu. Jón fór í skóla til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi 1953 og meistara- prófi í íslenskum fræðum vorið 1960 með ágætiseinkunn. Lokaritgerð hans var um skáldskap séra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla undir handleiðslu Steingríms J. Þorsteins- sonar prófessors í íslenskum bók- menntum. Eftir próf var Jón nokkur ár sendi- kennari í íslensku við Kaupmanna- hafnarháskóla og stundaði fræði á Árnastofnun undir handarjaðri Jóns prófessors Helgasonar. Leitaði hann einkum uppi þulur í handritum og gaf út Kvæði og dansleiki í tveimur bind- um. Árið 1968 varð hann starfsmaður við Handritastofnun Íslands, sem síð- an nefndist Stofnun Árna Magnús- sonar og starfaði hann þar uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 2001. Um Jón var sagt á Árnastofnun og var sannmæli (Ólafur Halldórsson. Grettisfærsla. s. 451): „Jón Samson- arson tekur ekki mark á prentuðum bókum.“ Einkenni á fræðastarfsemi hans var alla tíð að leita uppruna eins langt aftur og kostur var, en handrit eru eldri en prent og ýmislegt ruglast hjá milliliðum. Hann fékkst mjög við bókmenntasöguskrif fyrri alda og gaf út slíkt rit eftir Pál lögmann Vídalín. Hann rannsakaði handrit kvæða Ein- ars Sigurðssonar í Eydölum og komu þau út eftir að hann hætti störfum. Grundvöll lagði Jón að útgáfu á kvæð- um Hallgríms Péturssonar. Einnig birti hann mikinn fjölda ritgerða í tímaritum og afmælisritum um efni frá sama tímabili. Ég vil sérdeilis nefna afmælisritið Ljóðmál, sem kom út er hann varð sjötugur en þar er auk nokkurra ritgerða hans eins kon- ar niðurstaða söfnunar hans og rann- sókna á særingum, barnagælum og alþýðukveðskap. Mörgu safnaði hann sem ekki varð unnið úr, en getur þén- að eftirkomendum. Jón var trúr uppruna sínum og skrifaði langar greinar um Snóksdal og yfir 100 síðna grein um Hörðudal í Breiðfirðing. Þegar ég fór að fást við 17. öld sagði Steingrímur J. Þor- steinsson að ég skyldi leita ráða hjá Jóni Samsonarsyni: „Hann vissi meira um þetta tímabil en nokkur annar hefði nokkru sinni vitað.“ Varð drjúgt gagn að því ekki síst í vinnu- brögðum og gætni í ályktunum. Jón kenndi nokkuð við Háskólann og nutu nemendur góðs af þekkingu hans. Vegna mikillar yfirsýnar benti Jón mönnum á ýmis verkefni, sem brutu akurlendisjaðar fræðanna verulega. Má þar nefna rannsóknir á svoköll- uðum almúgabókum, þýddum skemmtitextum í lausu máli, og sögur eftir séra Jón Hjaltalín. Oft nefndi Jón mörg fleiri álíka verkefni. Fyrir um aldarfjórðungi missti Jón heilsuna, fór á Elliheimilið Grund fyr- ir um níu árum og hafði til hins síðasta fýsn til fróðleiks og skrifta. Einar G. Pétursson. Jón Marinó Samsonarson  Fleiri minningargreinar um Jón Marinó Samsonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GUÐJÓNSSONAR frá Hrauni í Sléttuhlíð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.