Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand NÚ HEFUR ÞÚ VAL Á MILLI ÞESS AÐ KREMJA KALLINN MINN EÐA TAKA GULLKISTUNA AF- HVERJU? SUMT VERÐUR BARA EKKI METIÐ TIL FJÁR 5-0 HVAÐ ER Í GANGI? ÉG BROTNA ALVEG NIÐUR ÞEGAR LIÐIÐ MITT TAPAR. ÞETTA ER HRÆÐILEGT ÞÚ OG PABBI ÆTTUÐ AÐ TALA SAMAN HANN ER BÚINN AÐ HALDA MEÐ SAMA LIÐINU Í 25 ÁR OG ÞEIR GETA EKKI NEITT ÉG NENNI EKKI AÐ FARA HEIM HELGA ER AÐ MISSA SIG VIÐ VORHREINGERNINGARNAR HVENÆR BYRJAÐI HÚN Á ÞVÍ SKÖMMU EFTIR JÓL ER ÞETTA EKKI EMMY VERÐLAUNA- STYTTA? ÉG HELD AÐ HÚN SÉ GIFT GAMLA BIKARNUM HANS O.J. SIMPSON HVAÐ SEGIRÐU GOTT GULLIÐ MITT? HVERNIG HEFUR MAÐURINN ÞINN ÞAÐ? ÞETTA ER SEMSAGT ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ HÚN GENGUR UM MEÐ ÞESSA KÚLU JÁ! ÉG ER SVO FEIGIN AÐ EINHVER SVARAÐI LOKSINS. GÆTI ÉG NOKKUÐ FENGIÐ AÐ NOTA SÍMANN ÞINN? ERTU EKKI KOMIN TIL AÐ GERA VIÐ LOFTNETIÐ? HA? NEI BORGARSTJÓRINN MUN BORGA MÉR ÉG OG SONUR MINN VERÐUM RÍKIR VARÚÐ!Á SAMA TÍMA... Gott viðtal Mig langaði til að þakka fyrir viðtal við Bryndísi Loftsdóttur í Lesbók Morg- unblaðsins sunnudag- inn 19. sepember sl. Við það að lesa þetta viðtal fannst mér hún lýsa ævi sonar míns. Hann fékk ódæmi- gerða einhverfu- og asperger-greiningu tæplega 16 ára gam- all. Syni mínum var hafnað af skólasystk- inum, nánustu ætt- ingjum og skólakerf- inu. Grunnskólinn sem hann var í er með einhverfusérdeild en gat ekki tekið á móti honum vegna þess að hann hafði ekki greiningu. Þá var hann sendur í sérdeild í öðrum skóla, samt hafði skólinn hans grun um einhverfu. Hefði hann fengið grein- ingu fyrr hefði það hjálpað mér að skilja hans aðstæður. Það er sorglegt þegar börnin manns fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa og eiga rétt á. En jafnframt er gott að mörg þessara barna njóta aðstoðar og skilnings. Móðir á höfuð- borgarsvæðinu. Ást er… … að hugsa vel um það sem á að endast lengi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30, danshópur kl. 20. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9, söngstund kl. 13 við píanóið með Sig- rúnu Erlu Hákonardóttur. Dalbraut 18-20 | Söngstund í umsjón Lýðs Benediktssonar kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.15, boccia kl. 10.45. Listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudag kl. 20, Klassík leikur. Námskeið í framsögn - leikrænni tján- ingu á þri. kl. 17.15-18.30, hefst 19. októ- ber, lýkur 7. desember. Kennari: Bjarni Ingvarsson. Skrán. hafin á skrifstofu fé- lagsins. Félagsheimilið Boðinn | Opið frá kl. 9- 17, heitt á könnunni og heimabakað meðlæti frá kl. 9.30-16, leikfimi kl. 12. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30 og 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og 13, jóga kl. 10.50, spænska kl. 13, fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefn- aður og trjáálfar kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30. Hring- dansar kl. 12.45, bingó kl. 13.45. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 9.15, félagsvist kl. 13, skrán. í spilabingó á Garðaholti 30. okt. Íslandsklukkan, leikhúsferð 3. okt., uppl. í Jónshúsi. Dansiball í Jóns- húsi kl. 20 í kvöld, Þorvaldur Hall- dórsson leikur og syngur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband, leiðb. e. hád. Prjóna- kaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30 Spilasal- ur op. frá hádegi. Kóræfing kl. 15.30, ný- ir félagar velkomnir. Sund og leikfimi í Breiðholtslaug mán. og mið. kl. 9.50. Furugerði 1, félagsstarf | Messa á föstudag kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Furugerðiskórinn, kaffiveitingar eftir messu. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Bridsaðstoð kl. 13 á fös. Kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, mat- ur kl. 11.45, bingó kl. 13.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, dansleikur 24. sept. kl. 20.30. Haustlitaferð til Þing- valla mán. 27. sept. Biljardstofa og pílu- kast í kjallara, op. alla daga kl. 9-16.30, s. 555-0142. Hvassaleiti 56-58 | Leikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Postulín/skartgripagerð kl. 9. Námskeið í myndlist kl. 13. Bingó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Soffíuhópur Hæðar- garðs flytur dagskrá á Gljúfrasteini sem heitir Bók nr. 1 til heiðurs Halldóri K. Laxness kl. 16 nk. sun. 26. sept. Soffía Jakobsdóttir stjórnar. Uppl. í s. 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Gullsmára kl. 12.45, boccia í Gjábakka kl. 13. Sundlaug Kóp.: Ganga kl. 16. www.glod.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, bingó kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Myndlist hjá Hafdísi/ opin vinnust. kl. 9 og útsk. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30, tölvu- kennsla kl. 13.30, sungið v/flygil kl. 14.30, kaffiveitingar kl. 14.30, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun og handav. kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Gjarnan eru sagðar sögur afkörlum og kerlingum í Vísna- horninu. Það var við því að búast að karlinn á Laugaveginum léti í sér heyra, fyrst kerlingin á Skóla- vörðuholtinu sendi honum kveðju í vikunni. Ég brölti upp á holtið því heilsan er fín og horfinn er elliskjálftinn því hún er byrjuð að brosa til mín blessuð kerlingarálftin. Hjálmar Freysteinsson orti vísu af gömlum vana, eða eigum við að segja síungri ástríðu, en í þetta skipti eru „útskýringar ekki í boði“: Sögu ég heyrði um seinheppinn mann, sá hefur farið hjá sér, á fimleikaæfingu henti það hann að hoppa upp í rassgatið á sér. Björn Ingólfsson hafði svipaða sögu að segja: Í fimleikum oft eru uppstökkir menn. Einn þeirra henti, því miður, að stökkva upp á nef sér. Hann stendur þar enn og stiklar og kemst ekki niður. Þá Hallmundur Kristinsson: Einum var manninum illa við droll. Ákvað því spretthlaup að reyna. Þá hljóp hann á sig og þeyttist um koll. Því tókst nú ekki að leyna. Þorgerður Sigurðardóttir sendi Vísnahorninu kveðju: Ef þjóðarskútu er stýrt í strand, strax skal að því hyggja að heill sé fyrir lýð og land, á landsdómi að byggja. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af frumlegum fimleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.