Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 40
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Mætti með kornabarn á þingfund
2. Tældi unga stúlku með gjöfum
3. Lést í slysi á Grænlandi
4. Jörðin er í hættu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fylgst er með dönskum herflokki í
Helmand-héraði í Afganistan í heim-
ildarmyndinni Armadillo en hún fær
fullt hús stiga hjá gagnrýnanda í
blaðinu í dag. Þá er einnig rætt við
höfund myndarinnar. »34/36
Áhrifamikil stríðs-
heimildarmynd
Smásagna-
safnið Tvisvar á
ævinni, eftir rit-
höfundinn Ágúst
Borgþór Sverr-
isson, kemur út á
ensku hjá bresku
útgáfunni Comma
Press í maí á
næsta ári. Bókin
kom út árið 2004, gefin út af
Skruddu. Enska útgáfan hlaut þýð-
ingarstyrk frá Evrópusambandinu og
er unnið að þýðingunni.
Smásagnasafn Ágústs
gefið út á ensku
Söngvarinn Eiríkur Hauksson mun
annað kvöld syngja með hljómsveit-
inni Von á Sauðárkróki á árlegu Lauf-
skálaréttarballi í reiðhöllinni Svaða-
stöðum. Þar munu
einnig troða upp
Magni Ásgeirsson
og Sigríður Bein-
teinsdóttir. Frá
þessu segir á
vefnum Feyki.
Húsið verður opn-
að kl. 23 og er ald-
urstakmark 16 ár.
Eiríkur Hauksson á
Laufskálaréttarballi
Á laugardag Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en 5-10 m/s og úrkomulítið norðaustan-
lands. Hiti 8-13 stig.
Á sunnudag Hvöss suðaustanátt og rigning, en hægari vindur og yfirleitt þurrt norð-
austantil á landinu. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 m/s við SV- og V-ströndina
síðdegis. Súld eða dálítil rigning, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 7 til 12 stig að deginum.
VEÐUR
Kvennalið Vals og Breiða-
bliks eru í erfiðri stöðu eftir
fyrri leiki liðanna í 32-liða
úrslitum Meistaradeildar
Evrópu í fótbolta. Valur tap-
aði 3:0 á Spáni gegn Rayo
Vallecano og Breiðablik tap-
aði með sama mun gegn
franska liðinu Juvisy Es-
sonne á Kópavogsvelli. Síð-
ari leikirnir fara fram 13.-14.
október en samanlagður
árangur úr báðum leikjum
reiknast. »3
Valur og Breiða-
blik í erfiðri stöðu
Guðmundur Guðmundsson mun
stýra íslenska landsliðinu í hand-
knattleik á heimsmeistaramótinu í
Svíþjóð þrátt fyrir að hann hafi skrif-
að undir fimm ára
samning við
þýska liðið
Rhein Neckar-
Löwen í gær.
»1
Guðmundur tekur við
þjálfun RN-Löwen
„Það hefur verið markmið okkar síð-
ustu ár að rífa FH upp og koma því í
fremstu röð á nýjan leik. Tvö síðustu
ár hefur nokkuð verið rætt um
reynsluleysi en ég held að við getum
ekki notað það sem afsökun lengur,“
sagði Ólafur Guðmundsson, hand-
knattleiksmaður hjá FH. „Nú þurfum
við að stíga skrefið fram á við og ná
árangri.“ »4
FH-ingar vilja komast í
fremstu röð á ný
ÍÞRÓTTIR
Kvikmyndahátíðin RIFF var opnuð í Þjóðleik-
húsinu í gærkvöldi við hátíðlega athöfn. Var það
Jón Gnarr borgarstjóri sem setti hátíðina með
formlegum hætti. Opnunarmyndin í ár var
bandaríska myndin Cyrus en alls voru 22 myndir
sýndar þetta fyrsta kvöld hátíðarinnar. Segja má
að Þjóðleikhúsið hafi loks uppfyllt eitt hlutverka
sinna, en það var á sínum tíma teiknað með það í
huga að hægt væri að sýna þar kvikmyndir.
RIFF rúllar af stað í Þjóðleikhúsinu
Morgunblaðið/Ernir
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Klúbbur matreiðslumeistara gengst
fyrir matarhátíð í Vetrargarðinum í
Smáralind um helgina og verður
boðið upp á fjölbreytta dagskrá.
Matardagar 2010 nefnist við-
burðurinn og er stefnt að því að
hann verði árlega. Hafliði Hall-
dórsson, forseti Klúbbs matreiðslu-
meistara, segir að í mörg ár hafi ver-
ið keppt um sæmdarheitið
Matreiðslumaður ársins. Fé-
lagsmenn hafi tekið þátt í keppni og
sýningum víða og til dæmis lengi
tekið þátt í matarhátíð í Fífunni í
Kópavogi. Nú hefði hins vegar verið
ákveðið að halda eigin hátíð með það
að leiðarljósi að halda hana árlega.
Keppni á ýmsum nótum
Í gær var forkeppni tíu manna í
keppninni um Matreiðslumenn árs-
ins og keppa fimm þeirra til úrslita á
sunnudag.
Í dag mæta sjónvarpskokkar til
leiks. Jóhannes Felixson frá Stöð 2,
Hrefna Rósa Sætran frá Skjá einum
og Magnús Ingi Magnússon frá ÍNN
hefja keppni klukkan 16.00. Hver
kokkur hefur það verkefni að útbúa
afmælisveislu á heilsusamlegum nót-
um fyrir tíu ára krakka og hafa þeir
einn og hálfan tíma til þess að útbúa
veisluna en úrslit verða tilkynnt
klukkan 18.00. Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir hjá Sjónvarpinu fékk boð
um að keppa en ekki er víst að hún
geti mætt vegna anna í vinnunni.
Tvö tíu ára börn verða í dómarasæt-
inu ásamt fullorðnum leynidómara.
Á morgun sýnir kokkalandsliðið
keppnishlaðborð fyrir heims-
meistaramótið í matreiðslu frá
klukkan 12 til klukkan 18. Auk þess
keppa kraftlyftingamenn í hamborg-
araáti.
Ljósmynd/Matthías Þórarinsson
Lostæti Forkeppni tíu manna hófst
í Vetrargarðinum í Smáralind í gær
og úrslit verða á sunnudag.
Sjónvarpskokkar keppa
Matardagar 2010 verða í Smáralind um helgina
Kokkalandsliðið sýnir keppnishlaðborð