Morgunblaðið - 27.09.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.2010, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  225. tölublað  98. árgangur  Holl mjólk hraustir krakkar Mjólk er góð! Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 29. september, býður Mjólkursamsalan öllum 70.000 grunn- og leikskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. SJÓÐHEITT SUNDBÍÓ OG MONROE „RAUÐI ED“ SIGRAÐI STÓRA BRÓÐUR ÖLDRUÐUM FÍKLUM FJÖLGAR VÍÐA UM HEIM HIPPAKYNSLÓÐIN KOMIN AÐ ÞROTUM? 18 HNÍFJÖFN RIMMA 16KVIKMYNDAHÁTÍÐ 31 Andri Karl fer í saumana á vandamálinu Ronja í faðmi Alexöndru Lífar Alexandra og Ronja eru ósköp venjulegar systur sem tengjast sérstökum böndum. Alexandra segir að þeim komi ekki alltaf vel saman, enda algjörar andstæður. Faðir þeirra er sannfærður um að síðar muni vinskapurinn verða mikill. „Þær verða sérstakar vinkonur.“ Alexandra Líf Ólafsdóttir getur þakkað litlu systur sinni fyrir að vera enn á lífi. Eftir að Alexandra greindist með MDS-krabbamein fyrir rúmu ári var ljóst að hún þurfti að reiða sig á annað en bara lyfjagjöf. Hún þurfti að reiða sig á beinmergsgjöf frá systur sinni. Báðar systur Alexöndru reyndust hæfir beinmergsgjafar. Ronja, sú eldri, frumur koma frá Ronju. Alexandra og Ronja búa ásamt foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum í Hróarskeldu. Undanfarin ár hafa reynst fjölskyld- unni erfið. Aðeins ári eftir að Alex- andra greindist með krabbamein í fyrra skiptið af tveimur, drukknaði yngri bróðir hennar sem þá var aðeins þriggja ára gamall. » 12-13 varð fyrir valinu. „Ronja er svo fíl- hraust, frumurnar hennar eru svo sterkar, að við treystum því að hún myndi bjarga henni,“ segir Ólafur Páll Birgisson, faðir stúlknanna. Trú Ólafs reyndist á rökum reist. Læknar Alex- öndru hafa haft orð á því að það sé greinilegt að hún sé með mjög sterkan gjafa, en allar hennar beinmergs- Bjargaði lífi stóru systur Alexandra Líf hefur sigrast á krabbameini í annað sinn Morgunblaðið/Gísli Baldur Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is 1.306 heimili og fyrirtæki voru seld á nauðungarupp- boði um land allt frá áramótum fram til 15. sept- ember á þessu ári. Þetta er tala frá embætti umboðs- manns skuldara sem nýlega óskaði eftir upplýsingum um slíkar sölur frá öllum sýslumanns- embættunum. Flest voru uppboðin haldin í höfuð- borginni, 228 talsins, en athygli vekur að sýslumaðurinn í Kefla- vík fylgir þar fast á hæla með 224 uppboð. Þykir sú tala veita ágæta vísbendingu um atvinnuástandið á Reykjanesi. Ásta Sigrún Helga- dóttir, umboðsmaður skuldara, óskaði jafn- framt eftir upplýsing- um um heildarfjölda beiðna um nauðungar- sölur en hafði ekki er- indi sem erfiði. Ljóst er að enginn veit ná- kvæmlega hversu margar beiðnir hafa borist sýslu- mannsembættum. „Það er greinilega vandkvæðum bundið að athuga þetta nákvæmlega og embættin gátu ekki veitt okkur upplýsingarnar. Það er ýmislegt sem flækir málið. Til að mynda geta verið margir gerðarbeiðendur að baki hverri kröfu um nauðungaruppboð en það er ekki talið sérstaklega hjá sýslumönnum,“ segir Ásta. Hún segir jafnframt afar mikilvægt að ráðist verði í þá vinnu að greina þessar tölur enda geti stjórnvöld ekki fyrr áttað sig á umfangi vandamálsins. Hún seg- ir ennfremur að stefnt sé að því að funda með stjórn- völdum og fulltrúum fjármálafyrirtækja í vikunni um næstu skref í baráttunni við skuldavanda heimilanna. Fjöldi beiðna óþekktur  1.306 heimili og fyrirtæki verið seld á nauðungaruppboði 1.306 Heildarfjöldi nauðungar- uppboða á landinu öllu frá áramótum. 228 nauðungaruppboð hjá sýslumanninum í Keflavík frá áramótum. ‹ NAUÐUNGARUPPBOÐ ›  Ágúst Guðmundsson, annar aðal- eigandi Bakkavarar Group, hefur náð sáttum í máli, sem höfðað var á hendur honum vegna 7,46 millj- óna evra láns, það er 1,15 millj- arða íslenskra króna, sem hann og kona hans fengu hjá Kaupþingi í Lúxemborg til kaupa á skíðaskála í frönsku Ölpunum. Þetta kom fram á vef Fincancial Times í gærkvöldi. Kaupþing í Lúx- emborg lánaði Ágústi og konu hans féð í október 2007 til að kaupa skíða- skála og lóð. Félagið Pillar Securit- isation höfðaði málið gegn Ágústi en það yfirtók lánabók Kaupþings í Lúxemborg í fyrra. Í kæru, sem lögð var fyrir yfirrétt í Lund- únum, segir að Ágúst og kona hans hafi fullnýtt lánsheimildina í nóvember 2007 til kaupa á skíðaskálanum. Ágúst greiddi ekki 30.908 evra afborgun í nóvember og í kjölfarið gjaldfelldi Pil- ar allt lánið og krafðist greiðslu eftirstöðv- anna, 6,558 milljóna evra. Ekki náðist í Ágúst vegna málsins í gær- kvöldi. Ágúst semur um 1,15 milljarða kr. skuld vegna skíðaskála í frönsku Ölpunum Ágúst Guðmundsson  Fossasería Ólafs Elíassonar seldist fyrir nærri hálfa millj- ón dala, eða 53 milljónir ísl. króna á uppboði hjá Sotheby’s á laugardaginn. Verkið var í eigu Lehman Brot- hers. Áætlað söluverð var 60-80 þúsund dalir. Börkur Arnarson hjá i8 galleríi segir að það sé nokkuð sérstakt að verkið hafi selst fyrir slíka upphæð þar sem það sé „edition“ verk af þremur. »28 Ein af þremur Fossaseríum Ólafur Elíasson MBrýn þörf á lausnum fyrir heimili »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.