Morgunblaðið - 27.09.2010, Page 4

Morgunblaðið - 27.09.2010, Page 4
Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Fulltrúar lánardrottna Reykjanes- bæjar, vegna 1,8 milljarða króna er- lends láns sem gjaldféll á bæjar- sjóðinn í upphafi ágústmánaðar, komu til landsins nýverið til samn- ingaviðræðna. Bærinn hefur enn ekki greitt lánið en það var tekið ár- ið 2000 hjá þýska Wurthemberger- bankanum sem síðar lenti í miklu fjárhagsörðugleikum. Böðvar Jóns- son, formaður bæjarráðs Reykja- nesbæjar, segir kröfuhafa lánsins nú vera þýsk-írska Depfa-bankann. „Það var tekið hjá þeim banka upphaflega. Ég man nú ekki hvern- ig það var nákvæmlega en að minnsta kosti skipti hann um nafn. Það var einhver annar þýskur banki sem fékk þetta en svo var lánið selt til írska bankans Depfa. Það er sá banki sem er í slitameðferð. Þeir voru eigendur lánsins en þetta er samt eitthvert sambland. Þessi banki og svo þýskur ríkisbanki. Mér skilst nú að lögfræðideildin hjá þýska bankanum sjái um þetta mál en hafi verið í samstarfi við Depfa- banka. Það er Depfa-bankinn sem er hinn raunverulegi eigandi kröf- unnar. Það voru fulltrúar þeirra sem komu til landsins,“ segir Böðv- ar. Viðræðum miðar vel Böðvar segir viðræðum við kröfu- hafa um endurfjármögnun lánsins ganga ágætlega. „Þeir voru hér hjá okkur um daginn og við höfum verið í samskiptum við þá í gegnum tölvu- pósta síðan. Þessu miðar því ágæt- lega.“ Segir samninga við kröfuhafa miða ágætlega  Reykjanesbær í viðræðum við Depfa- banka, kröfuhafa 1,8 milljarða króna láns 1,8 milljarða lán » Reykjanesbær tók 1,8 millj- arða króna erlent lán árið 2000 sem gjaldféll í ágúst. » Reykjanesbær vinnur nú að endurfjármögnun lánsins. » Kröfuhafinn er hinn þýsk- írski Depfa-banki. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Á haustin skartar þessi yndislega eyja sínu fegursta. Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt sem og allt umhverfi, hvort sem dvalið er við amerísku ströndina, á Costa Adeje eða í Los Cristianos. Nú fer hver að verða síðastur að panta sér ferð í október til Tenerife, því það eru einungis örfá sæti laus. - Ekki missa af þessari ferð! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Tenerife 28. október í 16 nætur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Morgunflugmeð Icelandair Frá kr. 139.540 - Dream Villa Tagoro*** með allt innifalið! Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð m/1 svefnherbergi. Innifalið er flug, gisting, skattar og "allt innifalið" þjónusta". Verð kr. 187.980 á mann m.v. tvo í íbúð m/1 svefnherbergi. Innifalið er flug, gisting, skattar og "allt innifalið" þjónusta. Sértilboð í 16 nætur þann 28. október. Frá kr. 164.180 - Parque Santiago*** Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð í 16. nætur. Innifalið er flug, gisting og skattar. Sértilboð 28. október. Aukagjald fyrir einbýli kr. 87.100. Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Tenerife þann 28. október á ótrúlegu sértilboði BAKSVIÐ Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Það sem mér finnst vanta eru raun- verulegar tölur. Við vitum að vanda- málið er stórt og okkur vantar því nákvæmar tölur. Hjá sýslumanns- embættum er til dæmis ekki gerður greinarmunur á beiðnum um nauð- ungarsölur á heimilum og atvinnu- húsnæði. Það er mikilvægt fyrir alla að þessar tölur verði greindar og fengnar á hreint,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuld- ara. Hinn 31. október næstkomandi fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í lögum um nauðungarsölu sem heim- ilar gerðarþola að óska eftir þriggja mánaða frestun á sölunni. Ásta vill þó árétta að þrátt fyrir að ákvæðið falli úr gildi muni þeir sem sækja um frestun, til dæmis 30. októ- ber, fá frest fram að febrúarmánuði á næsta ári. „Það er því engin bein holskefla framundan hinn 1. nóvem- ber eins og hefur verið haldið fram.“ 1.306 nauðungarsölur fóru fram hjá sýslumannsembættum vítt og breitt um landið á tímabilinu frá ára- mótum fram að 15. september síð- astliðnum. Þó ekki liggi fyrir ná- kvæmar tölur um fjölda beiðna um nauðungarsölur sem hafa borist sýslumönnum er ljóst að vandinn er mikill. Ásta segir mikilvægt að stjórnvöld skoði frekari úrræði í hús- næðismálum. Hún segir jafnframt að mögulega séu efni til að kanna hvort framlengja eigi heimildina til að óska eftir frestun. „Það þarf að reyna að forðast það eins og kostur er að fólk missi heimili sín í nauðungaruppboð- um og jafnframt huga að því hvað hægt er að gera fyrir þá sem óhjá- kvæmilega lenda í slíkum uppboð- um.“ Ættingjar eignast endurkröfu Ásta segir að embætti umboðs- manns skuldara finni fyrir því að róður heimilanna sé að þyngjast og málum fari fjölgandi. Dómur Hæstaréttar frá 16. sept- ember síðastliðnum um að sýslumað- ur hafi ekki mátt afmá veðréttindi á ábyrgðarmann við greiðsluaðlögun hefur einnig valdið því að fleiri leita til embættisins eftir ráð- gjöf. „Síminn hefur hreinlega ekki stoppað. Dómurinn gerir fólki erfiðara fyrir að nýta sér greiðsluaðlögun. Ábyrgðar- menn eru oft vinir eða ætt- ingjar og þeir geta eign- ast endurkröfu á upphaflega skuldarann. Slíkt fælir fólk frá því að nýta sér úrræðið.“ Brýn þörf á lausn- um fyrir heimilin  Umboðsmaður skuldara segir róðurinn vera að þyngjast Morgunblaðið/Árni Torfason Hús 1.306 nauðungaruppboð hafa verið haldin frá áramótum og umboðsmaður skuldara segir róðurinn stöðugt þyngjast hjá heimilunum í landinu. Lilja Mósesdóttir vill kanna möguleika á að fresta uppboðum til áramóta. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Auðvitað voru allir í áfalli eftir þetta. Hins vegar dugar ekkert að leggja árar í bát, lífið heldur áfram,“ segir Iðunn Hauksdóttir, formaður nemendaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Rúmlega tvítugum karlmanni, sem var handtekinn á Hvanneyri að- faranótt sl. föstudags, hefur verið vikið úr háskólanum. Maðurinn ógn- aði þremur skólasystkinum með hnífi en þau flúðu inn í herbergi og læstu að sér. Maðurinn lét dólgslega og barði á dyr svo kallað var á lög- reglu sem handtók manninn. Þre- menningarnir, tveir karlar og ein kona á þrítugsaldri, sluppu við meiðsl en eitt þeirra fór á sjúkrahús á Akranesi vegna andlegs áfalls. „Stjórnendur skólans brugðust við aðstæðum. Það var ekki hægt að bjóða neinum að þessi maður væri hér áfram og auðvitað er þetta mjög leiðinlegt fyrir hann sjálfan,“ út- skýrir Iðunn og segir flesta nem- endur á Hvanneyri hafi farið heim í helgarleyfi og hafi málið legið í lág- inni á meðan. Þegar skólahald hefst í dag sjáist hvernig fólki líði og ef úr megi bæta verði brugðist við. „Í litlu samfélagi eins og á Hvanneyri er mikill kostur að fólk stendur saman ef eitthvað bregður út af eða bjátar á,“ segir Iðunn. Áfall en fólk stendur sam- an þegar bregður út af Morgunblaðið/Davíð Pétursso Hvanneyri Öllum var brugðið eft- ir árás hnífamannsins í skólanum.  Hnífamaður úr skóla á Hvanneyri Saga málsins » Hnífamaðurinn bíður nú eftir yfirheyrslur lögreglunnar ákæru fyrir hótanir og mögu- lega einnig frelsissviptingu. » Nemendum var brugðið enda var áfallið mikið. » Leiðinlegt fyrir manninn sjálfan, segir formaður nem- endafélagsins á Hvanneyri. „Ég tel að ríkisstjórnin eigi að skoða það að fresta nauðungar- uppboðum aftur. Það er komin upp sú staða að eitt helsta úr- ræðið [innsk. greiðsluaðlögun] nýtist ekki vegna dóms Hæsta- réttar um lánsveð,“ segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún segir úrræði vanta fyrir heimilin og huga þurfi að stöðu þeirra sem fara í gjaldþrot. „Það má ekki dæma fólk til útlegðar frá samfélag- inu við gjaldþrot. Við vitum að þessi hópur fólks verður aldrei jafnstór og á næstu árum.“ Lilja segir jafnframt að hún hafi rætt lauslega við Ögmund Jónasson, dóms- mála- og mannrétt- indaráðherra, um möguleika á að fresta upp- boðum til ára- móta. Uppboðum verði frestað LILJA MÓSESDÓTTIR Lilja Mósesdóttir „Auðvitað er þetta mjög bagalegt. Hins vegar raskaðist áætlun skips- ins vegna veðráttu og slíku verður ekki stjórnað. Því sýnum við þessum aðstæðum fullan skilning,“ segir El- liði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Ferðir ferjunnar Herjólfs gengu enn og aftur úr lagi í gær. Fyrri hluta dags náði skipið að fara tvær ferðir í Landeyjahöfn. Þegar á dag- inn leið varð hins vegar þyngra í sjó og ölduhæð á svonefndu Bakkafjöru- dufli mældist fjórir metrar. Ferð k1. 15 var frestað í tvígang uns ferðir dagsins voru endanlega blásnar af undir kvöldið. „Í réttu lagi á Herj- ólfur á sunnudegi að fara tvær ferðir og fólk gerir sín plön eftir því. Tals- vert af fólki kom hingað um helgina og fyrir það er röskunin bagaleg,“ segir Elliði sem bendir á að í gær hafi skipið þó farið tvær ferðir sumsé sömu ferðatíðni og var áður en höfn- in í Landeyjum var tekin í gagnið. Nú í morgunsárið fer Herjólfur úr höfn kl. 7.30 og hefur bæjarstjóri orð skipstjórans fyrir því að siglt verði í Landeyjahöfn. Gefi ekki verði siglt til Þorlákshafnar og muni sam- göngur því verða í lagi – svo langt sem það nær. sbs@mbl.is Verðum að sýna veðráttu skilning  Áætlun Herjólfs fór úr skorðum í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.