Morgunblaðið - 27.09.2010, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS ÍSLENSKA/SIA
.I
S/
FL
U
51
58
8
09
/1
0
FLUGFELAG.IS
Ingunn Eyþórsdóttir
ingunn@mbl.is
Í Hlutverkasetrinu hittiblaðamaður Andreu Sif Jóns-dóttur Hauth, IngibjörguHermannsdóttur, Jens Jens-
son, Árna Árnason og konu sem ekki
vill láta nafn síns getið. Þau hafa ólík-
ar sögur að segja en öll hafa þau
skerta starfsgetu vegna örorku. Í
veraldlegum skilningi eru þau fátæk.
– Hvað er fátækt í ykkar aug-
um?
„Efnisleg fátækt takmarkar alla
kosti þína, þú getur ekkert gert. Fá-
tækt er það að geta ekki tekið ákvarð-
anir nema út frá peningum. Ef þú
ákveður að fara í bíó þarftu að fórna
einhverju í staðinn, jafnvel matnum,“
segir Jens. „Þú sleppir jafnvel að
borða næsta dag,“ segir Ingibjörg og
tekur í sama streng. „Ég læt það
ganga fyrir að koma hingað og hitta
fólk, það er mikilvægara en allt annað.
Til þess þarf ég bíl og þegar búið er að
borga bensínið er lítið eftir. Maður
þarf að forgangsraða allverulega og
stundum að þiggja aðstoð, það er það
erfiðasta,“ heldur Jens áfram en hann
hefur verið öryrki í tæp tuttugu ár.
„Ég vil bæta því við að þegar maður á
ekki fyrir lífsnauðsynjum þá heftir
það mann oft félagslega sem bitnar
illa á andlegri heilsu, sjálfsmyndin
hrynur þegar maður áttar sig á eigin
fátækt,“ segir Andrea.
Fyrirlitning og fordómar
Fólk verður fátækt af ýmsum
orsökum. Jens lenti í slysi, Ingibjörg
varð fyrir heilsubresti og varð í kjöl-
farið að hverfa af vinnumarkaði, Árni
og Andrea hafa frá unga aldri glímt
við andlega sjúkdóma. Að þeirra mati
eru miklir fordómar í samfélaginu í
garð þeirra sem minnst mega sín.
Fyrirlitningin mætir þeim hvar-
vetna, hvort sem um er að ræða hjá
opinberum stofnunum eða nánustu
fjölskyldumeðlimum.
– Hvernig er að standa frammi
fyrir því að kyngja stoltinu og við-
urkenna eigin aðstöðu?
„Það tekur gríðarlega á. Það er
ástæða fyrir því að fáir þora að koma
fram undir nafni í fjölmiðlum og
greina frá aðstæðum sínum,“ segir
Ingibjörg. Ónefnd kona tekur við:
„Þegar ég varð öryrki á sínum tíma
mætti ég mikilli andspyrnu og við-
horfsbreytingu úr mínu nánasta um-
hverfi. Þetta kom mér afskaplega á
óvart og ég upplifði mig sem annars
flokks þjóðfélagsþegn.“
Íslendingar hafa löngum verið
taldir miklir vinnuþjarkar. Ofurtrú á
vinnusemi markar djúp spor í þjóð-
Huldufólk þjóðarinnar
Fátækir fara huldu höfðu í íslensku samfélagi. Þeir eru hin dulda félagsgerð og
rödd þeirra heyrist sjaldan á opinberum vettvangi. Hópur fólks sem stundar starf-
semi Hlutverkaseturs sagði Morgunblaðinu frá bjargráðum við að brjótast út úr
félagslegri einangrun, sem er tryggur förunautur fátæktarinnar.
Morgunblaðið/Ernir
Hlutverkasetur F.v. Jens Jensson, Árni Árnason, Andrea Sif Jónsdóttir Hauth og Ingibjörg Hermannsdóttir.
Það er þriggja barna móðir sem skrif-
ar bloggið Snaps & Blabs á slóðinni
Febchicks.com/blog. Blogginu byrj-
aði hún á í maí 2008 og hefur verið
iðin við að blogga síðan. Þetta er svo-
kallað foreldrablogg, hún skrifar um
heimilislífið, börnin og allskonar
vangaveltur sem flestir foreldrar
kannast við. Myndir eru við nánast
hverja færslu og eru þær mjög fal-
legar. Síðuhaldari virðist vera fyr-
irmyndarhúsmóðir, hún er dugleg við
að búa til girnilegan mat og lætur
hún stundum uppskriftirnar fylgja á
síðunni, hún föndrar, er í hannyrðum
og er góð í að gera upp gömul hús-
gögn eða að innrétta heimilið.
Hversdagslíf heimilisins er samt í
forgrunni hjá móðurinni og þær
færslur eru líka áhugaverðastar. Hún
nær að lýsa lífinu á grípandi hátt;
hvernig er að horfa á soninn verða
tveggja ára og vaxa frá móðurinni, að
fara á skólaleikrit hjá elstu dótturinni
eða að fá vinkonurnar í heimsókn
þrátt fyrir að vera dauðþreytt. Þetta
er mjög heillandi blogg og vel skrifað
og ættu allir foreldrar að hafa gaman
af að lesa það og geta samsamað sig
við vangaveltur síðuhaldara.
Vefsíðan www.febchicks.com/blog
Reuters
Kúnstug Foreldrar velta vöngum yfir hlutverki sínu, börnin eru áhyggjulausari.
Vangaveltur um hversdagslífið
Út er komin hjá Uppheimum sjötta
útgáfan af barnabókinni Helgi skoðar
heiminn eftir Njörð P. Njarðvík rithöf-
und og Halldór Pétursson myndlist-
armann. Bókin kom fyrst út árið
1976. Auk íslensku útgáfunnar kemur
sagan nú í fyrsta sinn út í enskri út-
gáfu, í þýðingu Johns Porter.
Það þekkja margir Helga og ferða-
félaga hans, hundinn Kát og hryss-
una Flugu. Boðskapur bókarinnar er
virðing fyrir lífinu og náttúrunni og á
sagan ekki síður erindi til æskunnar í
dag en fyrir 34 árum.
Endilega …
… ferðist um
heiminn með
Helga
Mjólk, kjöt og egg hafa ætíð skipað rík-an sess í mataræði Íslendinga. Al-gengt er að dagur hefjist með skál/
glasi af mjólk eða eggi og endi með kjötmáltíð,
með neyslu ýmissa unna kjöt- og/eða mjólk-
urafurða þess á milli. Þessar afurðir finnast
einnig í öðrum matvörum s.s. mjólkurduft í
sælgæti, mysuprótein í líkamsræktarvörum,
egg í bakstri o.fl. Leiðin úr haga í maga er löng
og geta ýmis óæskileg efni borist í matvælin ef
góðum framleiðsluháttum er ekki fylgt: Sjúk-
dómsvaldandi gerlar á borð við salmonellu og
kampýlóbakter geta smitað dýrin eða borist í
afurðir þeirra ef hreinlætis er ekki gætt. Leif-
ar af lyfjum sem gefin eru dýrum geta leynst í
afurðum þeirra ef útskolunartími lyfjanna er
ekki virtur. Aðskotaefni geta borist í afurð-
irnar ef góðum framleiðsluháttum er ekki fylgt
sbr. nýlegt dæmi um díoxín-mengun í írsku
svínakjöti vegna vélaolíu sem barst í fóður
o.s.frv. Til að tryggja heilnæmi búfjárafurða
þarf að hafa eftirlit með allri framleiðslunni
allt frá eldi dýranna til lokaafurðar í versl-
unum. Nú stendur yfir innleiðing nýrrar mat-
vælalöggjafar sem hefur m.a. það að hlutverki,
að tryggja viðeigandi eftirlit á öllum stigum
framleiðslunnar.
Nýja matvælalöggjöfin tók gildi varðandi
fóður, fisk og fiskafurðir og almenn matvæli 1.
mars s.l. en 1. nóvember 2011 tekur gildi ný
löggjöf um búfjárafurðir. Sú löggjöf nær til
hollustuhátta og opinbers eftirlits með fram-
leiðslu mjólkur hjá bændum, vinnslu mjólkur í
mjólkurbúum, eggjaframleiðslu, eldi slát-
urdýra, slátrun og vinnslu kjöts, og annarra
búfjárafurða. Flest mjólkurbú landsins, sauð-
fjársláturhús og nokkur hrossasláturhús hafa
útflutningsleyfi á Evrópumarkað og uppfylla
því kröfur sem gerðar eru í þessari nýju lög-
gjöf, sem byggir á lögum Evrópusambandsins
(ESB). Engin svínasláturhús, fæst nautgripas-
láturhúsin og engar alhliða kjötvinnslur hafa
haft útflutningsleyfi og þurfa því að laga sig að
nýjum kröfum.
Í nýju löggjöfinni eru skýr ákvæði um að
forráðamenn matvælafyrirtækja beri ábyrgð á
eigin framleiðslu en Matvælastofnun mun
fylgjast með því að kröfur um hollustuhætti og
öryggi matvæla séu uppfylltar. Framundan er
mikil vinna við að gera úttektir á mjólk-
urbúum, sláturhúsum, eggjaframleiðslu og þó
einkum kjötvinnslum varðandi það hvort fyr-
irtækin uppfylli kröfur nýju löggjafarinnar.
Matvælastofnun mun leggja áherslu á fræðslu
um nýju löggjöfina fyrir framleiðendur og for-
ráðamenn afurðastöðva í samvinnu við hags-
munasamtök þessara aðila með námskeiðum
og útgáfu kynningarefnis. Lagabreytingarnar
snúa einnig að framkvæmd opinbers mat-
vælaeftirlits en það kallar á fræðslu og þjálfun
þeirra sem sinna slíku eftirliti.
Matvælastofnun heldur fræðslufund um
nýjar kröfur við framleiðslu búfjárafurða
þriðjudaginn 28. september kl. 15 – 16. Á fund-
inum verður nýja löggjöfin kynnt og farið yfir
helstu kröfur sem gerðar eru til framleiðslu og
vinnslu á búfjárafurðum. Fjallað verður um
nýjar áherslur í opinberu eftirliti og eftirfylgni
til að tryggja að reglum sé fylgt. Jafnframt
verða kynntar niðurstöður úr eftirlits-
heimsókn fulltrúa ESB í mjólkurstöðvar, slát-
urhús og kjötvinnslur þar sem fram komu fjöl-
margar athugasemdir.
Sigurður Örn Hansson, for-
stöðumaður matvælaöryggis- og neyt-
endamálasviðs Matvælastofnunar
Örugg matvæli – allra hagur!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hænur Uppfylla þarf nýjar kröfur.
Nýjar kröfur við framleiðslu kjöts, mjólkur og eggja
Sjá www.mast.is