Morgunblaðið - 27.09.2010, Page 15

Morgunblaðið - 27.09.2010, Page 15
ábyggilega tapað rænunni. En við komumst aftur á réttu brautina. Þú verður bara að halda áfram og það hefur ekkert með vilja eða nokk- urn annan hlut að gera.“ „Reynslan hefur forhert mig. Ég var allt- af frekar mjúkur maður og hafði samúð með fólki sem átti bágt. En það hefur breyst,“ segir Ólafur. „Allir hafa sitt að eiga við. Annarra tap er ekki minna en okkar tap. Þótt það sé senni- lega ekki til neitt verra en að missa barnið sitt, þá er ekki rétt að fólk geri minna úr sínu tapi. Öll töp eru slæm.“ „Ég er ekki bitur, en ég er þreytt,“ játar Kolbrún. „Mig langar svo að fá rosalega lang- an kafla þar sem allt er gott. Nú vona ég bara að lífið haldi áfram að vera svona gott. Ég trúi því ekki að það komi eitthvað meira. Ég bíð bara eftir því að ég komist lengra upp, þá verð- ur þetta allt fullkomið.“ Alexandra Líf er á batavegi. Hún hefur lokið krabbameinsmeðferðinni en er undir stöðugu eftirliti. Ónæmiskerfið hennar er veikt og hún er byrjuð í hormónameðferð. Lík- ami hennar getur ekki framleitt hormón og þarf Alexandra því að stóla á hormónagjöf það sem eftir er. Í nóvember fer hún í allsherjar próf til að ganga úr skugga um hvort nokkuð hafi skaðast. Ólafur kveðst ekki leyfa sér létti- lega að vera bjartsýnn, í ljósi reynslunnar. „Nú þurfa eiginlega að líða tvö góð ár, áður en ég get orðið rólegur.“ Ólafur segir að fjölskyldulífið sé líka að batna. „Börnin eru orðin rólegri. Þau fundu mikið fyrir því þegar þetta reið yfir og urðu óörugg og örari. Það er kominn meiri strúktúr á lífið okkar núna. Mamma og pabbi fara í vinnuna, þau koma heim, við borðum – við er- um saman.“ Yngstur Benjamín Arnar er yngsta barn Ólafs Páls og Kolbrúnar. Kristjana Elin Börnin eru orðin rólegri en þau voru áður, segir faðir þeirra. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið/Gísli Baldur „Ég er svolítið kvefuð og frekar þreytt, en líður annars vel,“ segir Alexandra Líf. Til- veran er smám saman að komast í eðlilegt horf fyrir hina ungu Alexöndru. Hún er byrjuð í skólanum á nýjan leik og kann vel við sig þar. Sökum veikindanna hefur Alexandra verið færð aftur um bekk, en hún horfir á björtu hliðarnar. Vinafjöld- inn hefur nefnilega tvöfaldast. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alex- andra kynnst raunum sem fæstir fá nokk- urn tímann að kynnast. Aðspurð hvað hafi verið verst við veikindin svarar Alexandra að það hafi hvorki verið verkirnir né ógleðin, heldur einangrunin. „Mér fannst erfiðast að geta ekki verið með vinum mínum. Mamma og pabbi máttu ekki snerta mig og halda utan um mig. Mig langaði að gera svo margt sem ég gat ekki og um sumarið þráði ég að komast út og fara að leika mér.“ Á síðasta ári var vakin athygli á veik- indum Alexöndru í fjölmiðlum. Þá voru haldnir tónleikar til styrktar fjölskyldu hennar fyrir réttu ári. Alexöndru þykir athyglin sérstök. „Mér fannst svolítið skrítið að vera allt í einu orðin fræg. Svo- lítið mikið. Á Íslandi spyr enginn mig lengur hvað sé að, því það þekkja mig nánast allir núna.“ Alexandra er fædd á Íslandi en flutti til Danmerkur þegar hún var þriggja ára gömul. „Ég er meiri Dani en Íslendingur. Ég vil ekki búa á Íslandi þegar ég verð fullorðin, en myndi vilja flytja þangað núna með mömmu og pabba. Það yrði samt erfitt, því þótt fjölskyldan sé á Ís- landi, þá eru vinirnir nánast allir hér í Danmörku.“ Veikindi Alexöndru hafa vitanlega tek- ið sinn toll. Að einhverju leyti verður hún alltaf háð aðstoð lækna. En hún hyggst ekki láta það stöðva sig. Förðurnarfræðingur eða fatahönn- uður? Alexandra er mikil dama og þykir fátt skemmtilegra en að ráfa um í búðum og þá helst með smá vasapening með sér. Draumur hennar er að verða annaðhvort förðunarfræðingur eða hönnuður. Alexandra er elst fjögurra systkina. Ronja systir hennar, sem gaf henni bein- merg í baráttunni við MDS-krabbameinið, er fimm árum yngri. Þeim kemur vel sam- an – að minnsta kosti stundum. „Þegar við náum loksins saman þá finn ég að hún er systir mín. En hún er yfirleitt eins og hún hafi fengið tíu tonn af sykri og gæti ábyggilega hlaupið tuttugu sinnum í kringum blokkina okkar.“ Alexandra segir að systkinaerjurnar séu fljótar að víkja ef eitthvað bjátar á. Hún myndi ekki hika við að hjálpa Ronju í neyð, rétt eins og Ronja hjálpaði henni. „Hún er systir mín. Ég hef það þannig að þótt við rífumst stundum, þá erum við allt- af systur. Og þegar þú ert systir þá ertu í fjölskyldu og þá hjálpast fólk að.“ Einangrunin var verst  Systkinaerjur eru fljótar að víkja ef eitthvað bjátar á  Finnst sérstakt að fá mikla athygli Kærleikur „Hún er systir mín. Þótt við rífumst stundum, þá erum við alltaf systur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.