Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Lúr Jón Gautur, sex ára, gætir tveggja ára systur sinnar, Guðlaugar Gyðu, sem lúrði í Laugardalshöll þegar úrslitaleikir í fyrirtækjabikar Körfuknattleikssambands Íslands fóru fram í gær. Árni Sæberg Nú eru liðnir 100 dagar frá því að nýr meirihluti fjögurra flokka tók við stjórn- artaumunum í Kópa- vogi. Aðgerðaleysi og bruðl virðist vera ein- kennismerki þessa nýja meirihluta. Það var morgunljóst að strax þyrfti að huga að fjármálum bæjarins að loknum kosningum þar sem forsendur fjárhagsáætlunar væru brostnar, því tekjur bæjarsjóðs eru lægri og rekstarkostnaður hærri en áætlað var. Hinn nýi meirihluti hefur hinsvegar aðallega verið í því að auka útgjöld og minna hugsað um að draga úr rekstrarkostnaði eða að auka tekjur bæjarsjóðs. Helstu afrek eru eftirfarandi: 1. Meirihlutinn hefur sett laun- aða áheyrnarfulltrúa í bæjarráð og sex aðrar nefndir sem þeir eru þó með meirihluta í til þess eins að koma sínu fólki í launuð nefnd- arstörf eða með öðrum orðum að koma því á spenann hjá bæj- arsjóði. Framsóknarflokkurinn, sem hefur einungis einn bæjarfull- trúa af ellefu og hafði ekki styrk til að fá menn í nefndir, fékk sömu kjör fyrir gustuk meirihlutans. Þessi kostnaður sem af þessu leið- ir er meiri en allur sundskatturinn á eldri borgarana í Kópavogi, sem lagður var á við gerð fjárhags- áætlunar fyrir 2010 að undirlagi Guðríðar, foringja Samfylking- arinnar. 2. Stofna á sérstakt fram- kvæmdaráð þriggja bæjarfulltrúa en bæjarráð hefur haft þau verk- efni hingað til eða í 55 ár. Þar er sérstaklega kveðið á um að for- maður bæjarráðs, Guðríður Arn- ardóttir, verði formaður þessa nýja framkvæmdaráðs. Sjálfsagt verður erfitt að neita Framsókn- arflokknum um áheyrnarfulltrúa eins og í bæjarráði. Allt er þetta gert til að auka tekjur bæjarfull- trúa meirihlutans þar sem engin efnisleg rök er hægt að finna fyrir þessu nýja apparati. Með þessu fyrirkomulagi er komið á tvöföldu nefndarkerfi. Bæjarráð þarf að samþykkja fund- argerðir og sam- þykktir fram- kvæmdaráðsins og síðan þarf bæj- arstjórn aftur að samþykkja. Og menn skulu taka eftir því að þarna er alltaf um sama fólkið að ræða með mismunandi hatta. Vonandi tekur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sæti í þessu nýja skrifræðisapparati. Þetta verður þó mér að meinalausu ef nýja ráð- ið verður ólaunað en líklega er nú tilgangurinn annar. 3. Þá hefur hinn nýi meirihluti fjórflokksins ákveðið að láta bæj- arfulltrúa hafa fría farsíma og greiða fyrir notkun þeirra. Auðvit- að hefur símakostnaður alltaf fylgt störfum bæjarfulltrúa. En þegar svo illa árar sem nú er þessi launauppbót varla það sem mest á ríður fyrir skattborgarana. Sá sem þetta skrifar hefur ákveðið að þiggja ekki þessa ölmusu Guðríðar og félaga hennar í bruðlinu. Ég skrifaði grein í janúar sl. þar sem ég hélt fram að forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 myndu varla standast. Í áætl- uninni var gert ráð fyrir að fram- kvæmdir á vegum bæjarsjóðs væru fjármagnaðar með sölu lóða upp á 1,3 milljarða. Ekkert hefur verið slegið af í framkvæmdum þrátt fyrir að innskil lóða séu 300 milljónum meira en úthlutanir. Mismunur er 1,6 milljarðar og munar um minna tekjufall. Ef ekki verður í taumana strax á útgjaldaþenslu bæjarsjóðs stefn- ir í óefni. Þessi nýi fjórflokka- meirihluti er greinilega að hugsa meira um persónulega hagsmuni sína en hagsmuni bæjarbúa. Eftir Gunnar I. Birgisson » Aðgerðaleysi og bruðl virðist vera einkennismerki þessa nýja meirihluta. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrver- andi bæjarstjóri í Kópavogi. Bruðlið í Kópavogi Besta lausnin við nið- urskurði er heildarend- urskipulagning. Ég legg til að stofnaður verði Nýr Háskóli Íslands (NHÍ) og deildir innan allra annarra háskóla á Ís- landi (þar á meðal Há- skóla íslands) verði lagð- ar niður á nokkrum árum. Skilgreint verður hvaða námsframboð á að vera til staðar hjá NHÍ og stöður auglýstar upp á nýtt. Einstaklingar sem ekki hljóta ráðningu við NHÍ fá biðlaun til ákveðins tíma. Þannig get- um við búið til einn virkilega góðan háskóla á alþjóðlegan mælikvarða. Við HÍ eru 14 þúsund nemendur og 25 deildir. Við skólann eru fastráðnir um 1200 manns, 600 kennarar þar af a.m.k. 250 prófessorar. Að auki greiddi HÍ fyrir kennslu 2200 stunda- kennara á árinu 2009 (220 ársverk). Til samanburðar eru 14 þúsund nem- endur við Háskólann í Bergen en þar eru rúmlega 3000 starfsmenn (árs- verk). Athyglisverðasti munurinn þarna liggur í því að fjöldi fastráðinna kennara í lektors- og dósentsstöðum er miklu meiri í Bergen og því er möguleiki á að auka svigrúm virkra vísindamanna til að einbeita sér að rannsóknum fremur en kennslu. Jafnframt eru fjárframlög til Háskól- ans í Bergen á allt öðrum skala. Há- skólinn í Bergen er flokkaður sem einn af bestu háskólum í heimi á með- an HÍ kemst hvergi á blað í þess hátt- ar flokkun. Við þurfum ekki að fara leið Norðmanna til að byggja upp há- gæða háskólanám, heldur þurfum við að nýta það besta sem við eigum úr öllum háskólunum og gera faglega og fjárhagslega betur við Nýjan Há- skóla Íslands. Það verður sparnaður fyrir okkur öll þegar til lengri tíma er litið. Við þurfum að tryggja að í prófess- ors-, lektors- og dósentsstöður við NHÍ sé eingöngu ráðið hæfasta fólkið ellegar sleppt að ráða í þær ef slíkt fólk gefur ekki kost á sér. Búast má við að þessari tillögu verði mótmælt hástöfum, ekki síst af þeim sem vita veika stöðu sína sem vísindamenn. Það verður hins vegar að halda því til haga að þau laun sem greidd hafa verið til háskóla- kennara hjá hinu op- inbera eru skamm- arlega lág. Þetta er sennilega helsta ástæðan fyrir því að í dag snýst prófess- orsstaða að miklu leyti um að komast á betri launataxta og í nýtt stéttarfélag. Þessu verður líka að breyta við Nýja Háskóla Íslands, svo hæfasta fólkið sjái sér fært að koma til starfa. Ekkert er því til fyrirstöðu að í ákveðnum tilfellum verði til kennslustöður sem eru eingöngu til að kenna grunnkúrsa. Þessar breyt- ingar þarf auðvitað að gera í samráði við stéttarfélög þar sem þetta gjör- breytir samningum og aðstöðu starfs- fólks háskóla. Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskólinn Deildir þessara skóla verða smám saman lagðar niður nái þessar til- lögur fram að ganga. Það nám sem eftir stendur er hægt að sameina og stofna Búnaðarskólann í Borgarfirði, þar sem verklegi hlutinn yrði á Hvanneyri og sá bóklegi á Bifröst. Byggðasjónarmið eiga ekki við þegar kemur að því að byggja upp rann- sóknarháskóla, til þess höfum við ein- faldlega hvorki fjármagn né fólks- fjölda. Við Háskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskólann eru starfs- menn sem eru hæfir til starfa við Nýja Háskóla Íslands en þó ekki allir. Háskólinn á Akureyri (HA) Ekkert er að því að starfsemi HA verði að einhverju leyti til staðar ef mögulegt er, en undir stjórn NHÍ. Minna byggðarlag en Akureyri getur ekki haldið úti háskólastarfsemi að einhverju viti. Við verðum þó að gæta að gæðum námsins og mennt- unarkröfum kennara. Ef það er ekki hægt verður að takmarka námið eða leggja það alfarið niður. Þannig gætu hugsanlega ákveðin námskeið, eða misseri verið kennd í Reykjavík enda alþekkt frá öðrum löndum að fólk verður að fara milli bæjarfélaga til að fá námskeið sem hæfir. Háskólinn í Reykjavík (HR) Þegar Tækniskólinn varð að Tækniháskóla, urðu starfsmenn Tækniskólans háskólakennarar. Þessir kennarar fluttust svo sumir hverjir með þegar Tækniháskólinn og HR voru sameinaðir. Ég bý að þeirri reynslu að hafa kennt við Tækniskólann, Tækniháskólann og HR og get sagt með fullri vissu að við sumar deildir HR er mjög hæft fólk sem myndi sóma sér vel við hvaða há- skóla sem er. Ég er þess fullviss að með uppbyggingu nýrra deilda innan Nýja Háskóla Íslands yrðu til mjög öflugar deildar þar sem hæfileikar vísindamannanna fengju að njóta sín til fullnustu. En við HR eru þó einnig starfsmenn sem ekki hefðu mögu- leika á stöðu við NHÍ. Þannig á það líka að vera við góðan háskóla, ein- göngu þeir hæfustu komast áfram. Að lokum Sú árátta að tengja fjármagn við fjölda nemenda, fjármagn til deilda við magn þreyttra eininga eða önnur fjárhagsleg flokkun hefur á undan- förnum árum grafið undan gæðum háskólanáms. Háskólanám er æ oftar farið að snúast upp í andhverfu sína þar sem mikilvægast er talið að laða til sín og útskrifa sem flesta nem- endur, sem hraðast og með minnstum tilkostnaði, frekar en að bjóða upp á hágæða háskólanám. Við háskólanám er betra að gera fáa hluti vel heldur en of marga hluti með hálfkæringi. Ef við ætlum okkur einhverntím- ann að eiga háskóla meðal fimm hundruð bestu háskóla í heimi, þá verður að fara þessa raunsæju og metnaðarfullu leið sem hér er lýst. Eftir Hans Guttorm Þormar » Við háskólanám er betra að gera fáa hluti vel heldur en of marga hluti með hálf- kæringi. Hans Guttormur Þormar Höfundur hefur sinnt stundakennslu við HÍ og HR. Nýr Háskóli Íslands, nýjar áherslur og betri menntun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.