Morgunblaðið - 27.09.2010, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
Tíska & förðun
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um
Tísku og förðun föstudaginn 15. október
MEÐAL EFNIS:
Nýjustu
förðunarvörurnar.
Húðumhirða.
Haustförðun.
Ilmvötn.
Snyrtivörur.
Neglur og naglalökk.
Hár og hárumhirða.
Tískan í vetur.
Flottir fylgihlutir.
Góð stílráð.
Íslensk hönnun.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
S
ÉR
B
LA
Ð
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. október
Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2010 í hári, förðun, snyrtingu og
fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira.
Umræðan um Fram-
takssjóð Íslands slhf.
(FSÍ) er sérkennileg.
Engu er líkara en farið
hafi með öllu framhjá
fólki til hvers hann er
ætlaður og hvað hann
hefur verið að gera.
Vegna þessa ætla ég að
rifja upp nokkur þau
atriði sem mér finnst
skipta mestu máli.
FSÍ var stofnaður af
16 lífeyrissjóðum og eru stærstu
sjóðirnir meðal þeirra. Sjóðurinn er
því eign almennings. Tilgangurinn
er að endurheimta sem mest af
þeirri ávöxtun sem tapaðist í
hruninu. Um 22% af eignum sjóð-
anna voru afskrifuð í bókum sjóð-
anna eftir hrunið en nokkuð hefur
endurheimst, bjargast, í meðferð
innheimtumanna. Við getum slegið
föstu að tapið hafi verið nálægt 20%.
Það er hörmulegt, en samt ber að
hafa í huga að það er langtum minna
en tap lánastofnana, sem töpuðu 65-
70% af öllum sínum eignum. Hrunið
svonefnda var hildarleikur af
mannavöldum. Því ollu eigendur
banka og stórra fyrirtækja, sem af-
greiddu sig sjálfir í bönkunum. Fé-
flettir hrundu bankarnir eins og
spilaborgir og þar með töpuðust
nánast allar kröfur nema forgangs-
kröfur. Meðal þess voru skuldabréf
sem þeir höfðu gefið út á almennum
markaði. Lífeyrissjóðir voru eðlilega
eigendur þeirra að mestu leyti því
stærð þeirra er yfirgnæfandi. Að
auki höfðu nokkur stórfyrir-
tækjanna sjálf gefið út skuldabréf á
markaði. Þau reyndust fæst trausts-
ins verð og töpuðust þessi bréf því
að mestu. Á miklu veltur að áfram
takist að endurheimta tapaða ávöxt-
un. FSÍ er eitt virkasta tækið sem
sjóðirnir hafa í því skyni.
Hlutabréfamarkaður
Skipulegur hlutabréfamarkaður
var ekki nema u.þ.b. 15 ára þegar
hann hrundi til grunna árið 2008. Á
upphafsárum markaðarins og mörg
ár þar á eftir höfðu hlutabréf skilað
jafnt og þétt góðri ávöxtun. Vissu-
lega voru þar sveiflur eins og gerist
á slíkum mörkuðum en þeir sem
eignuðust dreift safn hlutabréfa
fengu árvissa góða ávöxtun. Mark-
aður með hlutabréf stærri fyrir-
tækja er óhemju mikilvægur í efna-
hagslífinu. Aðgengi þeirra að
áhættufé skapar þeim traust og
greiðslugetu. Skilvísi þeirra tryggir
rekstur margra smærri fyrirtækja
sem þeim þjóna. Vexti og atvinnu-
öryggi eru sköpuð skilyrði, en þetta
tvennt er ávísun á velmegun og vel-
ferð. Það er hlutverk
FSÍ að taka við lífvæn-
legum fyrirtækjum
sem hafa orðið fyrir
hruninu. Hin stærri og
stöðugri verða skráð í
Kauphöll Íslands en
hin smærri og áhættu-
samari verða seld, ein-
hver að undangenginni
endurskipulagningu.
Sumir telja að fyr-
irtæki í eigu banka geti
gengið í sjóði bankans
og að slíkt skekki sam-
keppni. Til munu dæmi
um þetta, en oftast er það orðum
aukið. Hitt er enn skaðlegra að slík
félög hafa ekki neinn raunverulegan
eiganda. Bankinn mótar ekki stefnu
félagsins og leyfir ekki fjárfestingar
og uppbyggingu. Á nokkrum miss-
erum tekur búnaður að úreldast og
félagið dregst aftur úr í tækninni.
Fyrirtæki í eigu bankans eflir ekki
atvinnu og nýsköpun, kyrrstaða og
stöðnun einkenna það fljótlega. Að-
koma FSÍ að endurreisn hlutabréfa-
markaðarins er líkleg til að hraða
framvindunni. Það er mikilvægt ein-
mitt núna að snúa vörn í sókn, sam-
drætti í vöxt og draga úr atvinnu-
leysi. Þegar hlutabréfamarkaðurinn
tekur að lifna við á ný getur orðið
hröð framvinda. Líklegt er að sagan
endurtaki sig, ávöxtun verður góð,
ekki síst af því að markaðurinn rís
alveg frá grunni.
Frumfjárfestar
Skemmst er að minnast þess að
þegar ríkisfyrirtæki voru einkavædd
voru það fjársterkir aðilar í sterkri
aðstöðu, sem komust að kjötkötl-
unum. Þeir ráku þau um nokkurra
missera skeið og skráðu þau síðan á
markað á mun hærra verði, „til að
gefa almenningi kost á að taka þátt í
hlutabréfaviðskiptum“. Hagnaður
þeirra var umtalsverður, jafnvel
mikill. Forréttindaaðstaða, fákeppni
og innherjaupplýsingar voru lykil-
atriði í velgengni margra þeirra.
Ekki er víst að slíkir fjárfestar líti
FSÍ hýru auga. Sumir „útrásarvík-
ingar“ sluppu fyrir horn og náðu
hagnaði sínum út áður en fyrirtækin
hrundu undan fjárglæfrum þeirra.
Þeir vilja líka fá að vera frum-
fjárfestar, þeim finnst þeir beinlínis
eiga rétt á því, eftir allt það sem þeir
gerðu fyrir samfélagið. Nú er Fram-
takssjóðnum hins vegar ætlað hlut-
verk frumfjárfestis. Lífeyrissjóðir
ætla ekki að sitja hjá í fyrstu umferð
og fá að komast að í annarri umferð,
eins og síðast. Þeir eiga nú um 200
milljarða króna í reiðufé á lágri
ávöxtun á bankareikningum. Þeir
eru nú um stundir eina innlenda aflið
sem um munar til stærri fjárfest-
inga. Þeir ætla ekki að vera hlutlaus
fjárfestir sem aðrir geta notað sér til
stuðnings við að endurheimta fyrra
veldi. Þeir ætla að vera áhrifa-
fjárfestar og beita afli sínu til að
koma vexti og atvinnusköpun í gang,
og endurheimta sem mest af þeirri
ávöxtun sem tapaðist. Í þessu skyni
hafa þeir stofnað Framtakssjóðinn,
sjóðfélögum sínum til heilla.
Þetta hefur ekki mælst vel fyrir
hjá sumum. Þeir eru daprir og svart-
sýnir, útsýnið um baksýnisspegilinn
gefur þeim ekki tilefni til annars.
Allt sem gert er er kolómögulegt,
það að gera ekkert er líka ómögu-
legt. Þeir sem valist hafa til starfa
fyrir sjóðinn gera eingöngu mistök,
auk þess eru þeir líklega að byggja
upp völd sín. Hinir döpru muna spill-
inguna vel og eiga beinlínis rétt á að
hún sé enn fyrir hendi. Þeir endur-
taka sig í sífellu á blogginu sínu og
hringja inn á opnar spjallrásir og
þylja þar bölbænir sínar. Skringi-
legar ályktanir stéttarfélaga hafa
heyrst. Þær geta ekki gert neitt
nema komið í veg fyrir að fé-
lagsmenn þessara sömu stétta njóti
batans. Það er dapurleg hagsmuna-
gæsla.
Er ekki mál að linni?
Viljum við virkilega vera svona?
Eva Joly lýsti í viðtali við Morgun-
blaðið nýlega eftir hugrekkinu, hvað
varð um það? spurði hún. Í nýlegri
bók Reinhart & Rogoff „This time is
different“ rekja þau 180 efnahags-
lægðir sem orðið hafa í heiminum
síðustu 200 árin. Að meðaltali líða
tvö ár frá hruni þar til batinn gerir
vart við sig. Önnur tvö ár líða þar til
atvinnuleysið er gengið til baka.
Reikna má með að viðsnúningurinn
taki nokkru lengri tíma hjá okkur
núna, hrunið var mun dýpra en
venjuleg efnahagslægð. Á hinn bóg-
inn er næsta víst að batinn bíður
handan við hornið. Núna er rétti
tíminn til að taka saman á og tryggja
honum framgang. „Hver er sinnar
gæfu smiður“ segir máltækið. Það
gildir líka um þjóðir, hugsum um
það.
Er allt jafn kolómögulegt?
Eftir Ragnar
Önundarson » Þeir ætla að vera
áhrifafjárfestar og
beita afli sínu til að
koma vexti og atvinnu-
sköpun
í gang og endurheimta
sem mest af þeirri
ávöxtun sem tapaðist
Ragnar
Önundarson
Höfundur er varaformaður stjórnar
Framtakssjóðs Íslands slhf.
Mikil og gild um-
ræða hefur átt sér
stað undanfarna mán-
uði og ár varðandi fá-
tækt. Slík umræða er
skiljanleg í kjara-
skerðingar- og óvissu-
umhverfi landsins.
Vissulega gætir hér
áhrifa heimskreppu
en einnig er glímt við
hrun efnahagslífsins
og ömurlegar afleiðinga þess. Þetta
vita allir sem opnuðu augun í
morgun. Fjölskyldur og fyrirtæki
hafa verið hvött til að halda áfram
neyslu og aðgerðum til þess að enn
verði líft á eyjunni fögru. Fólk er
hvatt til að ganga á sparnaðinn
sinn til þess að blása lífi í súrefn-
islaust efnahagslíf sem haldið er
markvisst í gíslingu, með aðgerða-
leysi stjórnvalda og áhugaleysi
bankastofnana.
Áðurnefnd kjaraskerðing virðist
þó ekki eiga við allar stéttir. Sumar
til að mynda njóta velvildar banka
og fá sín fyrirtæki og smá rjóma
með, endurunninn, aftur í fangið.
Til er einnig annar þjóðfélagshópur
sem þarf aldrei að sækja um vinnu
aftur, enda er mikið af sérverk-
efnum hjá hinu opinbera sem nauð-
synlega þarf að sinna. Í öllum til-
fellum virðist vera um að ræða
stétt fólks sem er svo hokin af
reynslu og visku að annað eins hef-
ur varla sést og mun víst aldrei
fyrirfinnast aftur.
Bankarnir eru sagðir vera stút-
fullir af fé sem þeir einhvernveginn
hafa náð af viðskiptavinum sínum
og með dularfullum afskriftum frá
gömlu bönkunum. Þeir fjármagna
sig ekki lengur á útlánum heldur
sjá þeir sér frekar hag í því að
ávaxta sínar krónur í Seðlabank-
anum. Með þessu geta bankarnir
einnig haldið uppi nauðsynlegum
launakostnaði hjá fólki sem á eng-
an sinn líka að gæðum. Svo þarf
bankinn líka að hafa völ á að af-
skrifa skuldir fyrirtækja og ein-
staklinga sem þeir velja með „úl-
lendúllendoff“ á meðan aðrir eru
settir í þrot af oft óskiljanlegum
ástæðum. Þetta auðvitað kostar,
því er nauðsynlegt að ganga að
ábyrgðarmönnum þeirra sem þegar
eru komnir í þrot í greiðsluaðlögun
og hafa sætt sig við vistarbönd.
Starfsemi skilanefnda er mörg-
um hulin ráðgáta. Þær eru ríki í
ríkinu. Launin virðast ekki vera í
neinum takti við ís-
lenskan veruleika og
enginn virðist vita fyrir
hvern nefndarfólkið er
að vinna. Reglulega
virðast vera gerð mis-
tök. Fyrirtæki og eign-
ir eru seld og nokkrum
mánuðum seinna, fyrir
algert kraftaverk, hafa
þær einhvern veginn
snarhækkað í verði.
Þessi nýja stétt er líka
hafin yfir gagnrýni þar
sem allir hafa þvegið
hendur sínar af því sem hún er að
gera. Þeir sem svo fá að kaupa fyr-
irtæki af skilanefndum eða bönkum
eru einnig handvaldir með óskilj-
anlegri og ógagnsærri aðferð. Út-
boð á eignum og rekstri eru fátíð,
og ef þeirra er kostur eru útboðs-
skilmálarnir gerðir nægilega
þröngir þar til einungis rétta fólkið
kemur til greina.
Matarraðir hjálparstofnana
lengjast, fólk flytur úr landi til að
leita betri kjara, ískaldur veruleik-
inn blasir við. Þrátt fyrir að búa í
besta landi í heimi hefur neyðin nú
bankað upp á hjá mun stærri hóp
en áður þekktist. Skuldug heimili,
þrátt fyrir ágætar tekjur, geta ekki
staðið undir byrðinni. Viðmið fyrir
aðstoð félagsþjónustu miðast við
ákveðin laun ekki við hvað situr
eftir í veskinu þegar búið er að
greiða skuldir í hverjum mánuði.
Þannig að nú horfir fátæktin og
hungrið í augu þeirra sem hafa enn
vinnu og jafnvel þokkaleg laun.
Launin duga ekki til annars en að
greiða af höfuðstólum lána sem
margfölduðust við hrun efnahags-
lífsins. Þetta er hópurinn sem eng-
inn vill tala um, þar sem ekkert
getur hjálpað þeim annað en al-
menn skuldaleiðrétting eða gjald-
þrot. Slík umræða er ekki vinsæl á
þingi, hvorki hjá stjórn né stjórnar-
andstöðu. Örfáir alþingismenn hafa
haft orð á þessu og með hugrekki
sínu reynt sitt til að ríkisstjórnin
láti af hugleysi sínu og komi til
móts hina nýju stétt fátæklinga,
sem áður hét millistéttin.
Nýjar stéttir,
nýir tímar
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
» Þrátt fyrir að búa í
besta landi í heimi
hefur neyðin nú bankað
upp á hjá mun stærri
hóp en áður þekktist.
Höfundur er BA í sálfræði, MS í
mannauðsstjórnun.