Morgunblaðið - 27.09.2010, Page 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
Vegna umfjöllunar
um notkun lyfja við
ofvirkni í fjölmiðlum
undanfarið verða hér
settar fram fleiri hlið-
ar á málinu m.a. frá
sjónarhóli foreldra
barna með ADHD.
ADHD er alþjóðleg
skammstöfun fyrir at-
hyglisbrest og of-
virkni. Orsakir at-
hyglisbrests og
ofvirkni eru líffræðilegar, þ.e.
truflun taugaboðefna í mið-
taugakerfinu og í heilanum. Al-
þjóðlega viðurkennd tíðni ADHD
er um 5%. Hérlendis hefur Íslensk
erfðagreining nýlega rannsakað
arfgengi þessarar taugaröskunar
og sýna niðurstöður allt að 7,5%
tíðni hjá börnum og unglingum.
Samkvæmt rannsókninni skýra
erfðir 75-95% einkenna athyglis-
brests og ofvirkni. Miðað við 7,5%
tíðni þá glíma um 5000 börn á Ís-
landi við einkenni ADHD.
Áætla má að í hverjum bekk í
grunnskóla séu að meðaltali um 2
börn með ADHD í hverjum bekk.
Ekki eru öll börn sem greinast
með ADHD ofvirk eða með hegð-
unarerfiðleika. Helstu einkenni
ADHD eru athyglisbrestur, mikil
hvatvísi og hreyfiofvirkni. Ein-
kenni fela m.a. í sér einbeiting-
arskort, skert vinnsluminni, skort
á sjálfstjórn, truflun á virkni til at-
hafna og forgangsröðun verkefna,
skipulagsleysi, frestunaráráttu og
svefntruflanir virðast algengar.
Hjá sumum er athyglisbresturinn
ráðandi, jafnvel getur verið um að
ræða vanvirkni og barnið virðist
vera úti á þekju. Ýmsir fylgikvillar
fylgja ADHD svo sem námserf-
iðleikar, kvíði, áráttuþráhyggja og
þunglyndi. Léleg sjálfsmynd er
ekki óalgeng afleiðing þess að vera
með ADHD. Einkennin hafa m.a.
áhrif á námsgetu, samskiptafærni
og getu til að lesa í aðstæður. Fé-
lagsleg einangrun og vanlíðan sem
því fylgir er algeng meðal barna
og unglinga með ADHD. Einkenn-
in geta verið mjög mismunandi
eða allt frá því að vera vægur
námsvandi til þess að flokkast sem
geðtruflun og allt þar
í milli. Um 70%
barnanna glíma áfram
við ADHD á fullorð-
insaldri. Börn og ung-
lingar með ADHD eða
athyglisbrest með of-
virkni geta haft mjög
truflandi áhrif á um-
hverfi sitt og því hef-
ur athyglin beinst
meira að þeim heldur
en að þeim börnum
sem greinast með
ADD (athyglisbrestur
ráðandi einkenni án
ofvirkni). Vandi þeirra síðarnefndu
er ekki minni þó svo hann sé ekki
eins sýnilegur. Bent skal á að
mörg börn með ADHD eða ADD
uppfylla greiningarviðmið um
kvíðaröskun. Þau hafa ekki sömu
forsendur og önnur börn til að
uppfylla væntingar og kröfur um-
hverfisins miðað við þroska og ald-
ur og fá þar af leiðandi marg-
faldan skammt af neikvæðum
skilaboðum frá umhverfinu bæði í
skóla og á heimili. Sjálfsmynd
barnsins getur því borið skaða af
ef ekki er næg þekking á ADHD/
ADD og orsökum og afleiðingum
þess í nánasta umhverfi barnsins.
Lyfjagjöf við ADHD
Ein meðferðarleið við ADHD
sem hefur skilað afgerandi bestum
árangri samkvæmt niðurstöðum
fjölda rannsókna er lyfjameðferð
samkvæmt því sem fram kemur
hjá helstu sérfræðingum í ADHD
hérlendis á Barna- og unglinga-
geðdeild og Þroska- og hegð-
unarstöð heilsugæslunnar. Ástæða
er til að undirstrika að leggja þarf
metnað í fagleg vinnubrögð við
greiningu ADHD til að fyr-
irbyggja ofgreiningu og ennfremur
mætti sjálfsagt draga úr lyfjanotk-
un við ADHD ef önnur meðferð og
ráðgjöf vegna ADHD væri mark-
vissari og aðgengilegri. Engu að
síður verður alltaf stór hópur
barna með ADHD sem ekki getur
stundað nám eða nýtt sér aðra
þjónustu og úrræði öðruvísi en
með hjálp lyfja.
Það er hverju foreldri ofviða að
horfa upp á barnið sitt fara hall-
oka bæði námslega og félagslega
og því fer sem fer að foreldrar eru
tilbúnir að fara að læknisráði og
gefa barninu sínu lyf við líf-
fræðilegri röskun á taugaboð-
efnum, nefnt ADHD, svo því geti
liðið betur, tekið framförum í námi
og eignast vini eins og önnur börn.
Samkvæmt Ólafi Ó. Guðmunds-
syni yfirlækni á BUGL sýna rann-
sóknir með afgerandi hætti að
börn með ADHD sem fá lyfja-
meðferð leiðast síður út í vímuef-
namisnotkun þar sem þau standa
betur að vígi námslega og fé-
lagslega. Grein eftir Ólaf um
ADHD og lyfjanotkun birtist í
fréttabréfi ADHD samtakanna 3.
tbl. 2009 sem komið er á vefsíðu
samtakanna www.adhd.is.
ADHD vitundarvika
Dagana 20.-24. september hefur
verið boðað til ADHD vitund-
arviku hjá flestum stofnunum sem
þjónusta börn og unglinga. Þá
gefst öllum kjörið tækifæri til að
auka umræðu og fræðslu um
ADHD í leik og starfi og ekki síst
í fjölmiðlum, með jákvæðum hætti
að sjálfsögðu. Einn ágætur skóla-
stjóri í Reykjavík heldur því fram
að við séum öll með sérþarfir af
mismunandi toga. Við þurfum að
læra að viðurkenna sérþarfir
barnanna af hvaða toga sem er
hvort sem þær birtast í formi
námserfiðleika, hegðunar, kvíða,
langvarandi veikinda, þroskahöml-
unar eða líkamlegrar fötlunar.
Börn með ADHD hafa verið
kölluð óþekku börnin, óhreinu
börnin hennar Evu og olnboga-
börnin í íslensku samfélagi. Ljóst
er að börnum með ADHD fer ekki
fækkandi, þau eru komin til að
vera og við þurfum að sjá þau
fyrst og fremst sem börn með
sömu þarfir og önnur börn fyrir
viðurkenningu, ást og umhyggju.
Börn með ADHD
Eftir Ingibjörgu
Karlsdóttur » Vegna umfjöllunar
um notkun lyfja
við ofvirkni í fjölmiðlum
undanfarið verða
hér settar fram fleiri
hliðar á málinu.
Ingibjörg
Karlsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi og fram-
kvæmdastjóri ADHD samtakanna.
Sjálfstæði Íslands,
íslensk tunga, þjóð-
kirkjan, heimili
landsins, atvinnulíf,
mennt- og menning
eru órofa hornsteinar
Íslands sem sjálf-
stæðs ríkis í sam-
félagi þjóðanna, því
aðeins við sjálf höf-
um vilja og metnað
til þess að verja
landið okkar, fólkið og auðlindir
landsins sem skipa okkur í röð
verðmætustu þjóða.
Um stundir er mikil tortryggni,
reiði og óvissa í samfélagi okkar
en við verðum, hreinlega verðum,
að koma okkur út úr þessari sjálf-
heldu þar sem margir sjá ekki til
sólar fyrir gremju. Þessi gremja
blússaði inn í mesta þéttbýlið á Ís-
landi í kjölfar bankahruns og
efnahagskreppu bæði heima og
heiman. Þar þurfum við að draga
allt fram í dagsljósið, smúla dekk-
ið og moka flórinn, en það tekur
tíma og við sem eftir sitjum meg-
um ekki fara fram úr sjálfum okk-
ur, nóg gerðu bankamennirnir og
baklandið í stjórn landsins.
Við Íslendingar verðum að horfa
fram á veginn fyrst og fremst,
koma hjólum atvinnulífsins á fulla
ferð, styrkja heimilin og allan
grunninn um leið en tilgangur
þessarar greinar er að víkja að
stöðu kirkjunnar á Íslandi.
Þjóðkirkjan er eitt af höf-
uðankerum þjóðarinnar og þótt
belji og blási á landi, legi og í lofti
þá má grunnankerisfestan ekki
haggast, ankeristaugin má byltast,
en ekki andi kirkjunnar, kristnin
sjálf, boðskapur Biblíunnar, því
Íslendingar byggja allt á kristinni
siðfræði, kærleika, von, fyrirgefn-
ingu og vinarþeli. Annars lifum við
ekki af sem sjálfstæð þjóð. Annars
lifum við í þjáningu og myrkri
vonleysis. Vonin er Guðs gjöf og
við verðum að rækta hana.
Deilur um kirkjuna eru ekki
nýjar af nálinni og kirkjan er ekki
óskeikul frekar en annað á jörðu,
en íslenska kirkjan og sér-
trúarsöfnuðir vinna magnað og
óeigingjarnt starf. Þjóðkirkjan
hefur á að skipa ótöldum fjölda
fólks, góðs fólks, sem vinnur
margvísleg störf innan kirkjunnar
af mikilli hæfni og umhyggju.
Þessu fólki þarf að fjölga en ekki
fækka.
Undanfarin misseri hafa enn á
ný blossað upp deilur um kirkjuna
þar sem dóma er krafist. Miklar
körfur eru gerðar til ýmissa þjóð-
félagshópa og þar sem mannleg
mistök koma upp, ekki síst ef þau
valda broti á trúnaði og meiða. Þá
eru þau þeim mun viðkvæmari.
Slík slys í veiki eða veikleika eru
skelfileg.
Ákveðinn hópur landsmanna, oft
af pólitískum rótum, hefur lengi
notað öll tækifæri til að ráðast að
kirkjunni í heild og undanfarin
misseri hefur þjóðkirkjan og bisk-
up Íslands, herra Karl Sig-
urbjörnsson, ekki farið varhluta af
því vegna sorglegs máls sem varð-
ar fyrrverandi látinn biskup Ís-
lands. Það er afar flókið að krefj-
ast dóma og afneitunar á látnum
manni. Allir hafa túlkunarrétt
samkvæmt eigin samvisku, en það
er í raun of seint að
sækja látinn mann til
saka. Það gengur ekki
upp og er ekki eðli-
legt. Í öllum málum
eru fleiri hliðar en ein,
og ef maður fær ekki
að svara til saka fer
réttætið út og suður
og byggist á sleggju-
dómum. Þegar torgin
hrópa á blóð er erfitt
um vik, en biskupinn
okkar, herra Karl Sig-
urbjörnsson hefur með mikilli
stjórnvisku, ábyrgð, kærleika og
mannelsku komið fram í þessu
máli og reynt að milda og sefa
eins og vera ber þar sem líf og
dauði skilur málsaðila að. Biskup
Íslands hefur ekki leyfi til að fella
dóma yfir látnum mönnum, eng-
um, alveg sama hver hugmynd
hans eða sannfæring er um máls-
atvik. Þetta hefur núverandi bisk-
up leyst afburðavel þótt hann
kunni að hafa látið eftirlifandi
frekar njóta vafans. Biskup Ís-
lands getur ekki borið alla ábyrgð
á gengnum kirkjunnar mönnum,
hann hlýtur að trúa á handleiðslu
Guðs og taka á málum samkvæmt
því. Þjóðkirkjan getur aldrei verið
einn maður, engin kirkja getur
byggst á einum manni, því kirkjan
er fyrst og fremst vettvangur
Guðs og gæsku hans, trúarinnar á
hið góða í lífinu.
Biskup Íslands getur haft mikil
áhrif á leikreglur kirkjunnar,
treysta þær og fækka hættupóst-
unum á mistökum og þessu hefur
kirkjan unnið markvisst að á und-
anförnum árum. Þess vegna er
skelfilegt að núverandi stjórnvöld
sækja að þjóðkirkjunni með því að
skera við trog fjármuni til mjög
mikilvægs starfs á vegum kirkj-
unnar, uppbyggjandi mann-
úðarstarfsemi sem hefur tvímæla-
laust létt álagi á
heilbrigðisstofnanir þjóðarinnar og
bætt andlega líðan landsmanna.
Það er mikilvægt fyrir okkur Ís-
lendinga, ekki síst sem litla þjóð í
ölduróti stórþjóðanna, að eiga
fasta pósta í lífsleiknum og þjóð-
kirkjan er einn af þeim mikilvæg-
ari. 80% Íslendinga eru í þjóð-
kirkjunni og stór hluti
landsmanna á samleið með kirkj-
unni bæði í sorg og gleði og kirkj-
an og kristnin hefur mikilvæg
undirliggjandi áhrif á hlédrægan
hátt í daglegu lífi landsmanna.
Í dag þurfum við Íslendingar
allt annað en rótleysi og þess
vegna ber okkur skylda til að
styrkja kirkjuna, styrkja biskup
okkar, presta og allt það góða fólk
sem vinnur á vettvangi kirkjunnar
og vinna með því að betri framtíð
í kristnum anda yfirvegunar og
leikgleði.
Þjóðkirkjan, einn
af máttarstólpum
landsmanna
Eftir Árna Johnsen
Árni Johnsen
»Kirkjan hefur fjölda
góðs fólks sem vinn-
ur margvísleg störf inn-
an kirkjunnar af mikilli
hæfni og umhyggju.
Þessu fólki þarf að
fjölga en ekki fækka
Höfundur er alþingismaður.
Þann 3. júní birtist
frétt í fjölmiðlum þar
sem sagði frá bréfi
sem mennta-
málaráðherra sendi
skólastjórum í fram-
haldsskólum og dag-
sett er 17. maí. Tilefni
þessa bréfs er fíkni-
efnaleit sem fram-
kvæmd var í Tækni-
skólanum með aðstoð
lögreglu.
Í bréfinu segir að menntamála-
ráðuneytið hafi ákveðið að tjá sig
með almennum hætti um þessi
mál. Og þar hitta þeir naglann á
höfuðið því bréfið er almennt fro-
ðusnakk um þessi mál, rökleysa, og
niðurstaðan eftir því.
Niðurstaðan er sem sé að al-
menn fíkniefnaleit er ekki forvörn.
Hvernig menn komast að þessari
niðurstöðu er mér sem foreldri
framhaldsskólanema algjörlega
hulið. Maður hlýtur að spyrja sig
að því hverra hagsmuna mennta-
málaráðherra sé að gæta. Mín
fyrsta hugsun eftir að hafa lesið
fréttir um þetta mál og hafa haft
samband við menntamálaráðu-
neytið og leitað skýringa, er sú að
hér er hvorki verið að gæta hags-
muna nemenda né foreldra. Þessi
boðskapur, ekki bara mennta-
málaráðuneytisins heldur einnig
Róberts Spanó, umboðsmanns Al-
þingis, og lögspek-
ingar mennta-
málaráðuneytisins eta
upp eftir honum og
menntamálaráðherra
kvittar undir, hlýtur
að vera jákvæður í
augum fíkniefnasala.
Gleðjast nú fíkni-
efnasalar? Nú geta
þeir vaðið inn í
menntaskóla landsins
hvenær sem er, en
skólayfirvöld og lög-
gæsla þurfa að til-
kynna leit með fyrirvara þannig að
fíkniefnasalar hafa nógan tíma til
að koma sjálfum sér og varn-
ingnum út.
Bæði umboðsmaður og mennta-
málaráðherra vitna í lög um mann-
réttindi. Lögfræðingur mennta-
málaráðuneytisins tjáði mér í
símtali sem ég átti við hann um
þetta álit, að börnin yrðu svo
hrædd þegar svona aðgerðir væru
framkvæmdar.
Maður verður nú bara hræddur
við að heyra svona málflutning!
Það vita allir að fíkniefnavanda-
málið á Íslandi verður sífellt um-
fangsmeira og erfiðara viðfangs.
En samt er til fólk sem telur að
lausnin sé sú að gefa fíkniefnasöl-
um lausan tauminn, í nafni mann-
réttinda, eins og umboðsmaður al-
þingis og lögfræðingar
menntamálaráðuneytisins.
Með sömu rökum ættu ökumenn
sem andsnúnir eru eftirliti lögreglu
gegn ölvunarakstri að snúa sér til
umboðsmanns. Umboðsmaður væri
ekki samkvæmur sjálfum sér ef
hann úrskurðaði ekki að eftirlitið
væri ekki hluti af forvörn gegn ölv-
unarakstri, í nafni mannréttinda.
Þetta almenna froðusnakk sem
lögspekingar menntamálaráðuneyt-
isins átu upp eftir Róbert Spanó og
menntamálaráðherra sendi frá sér
og kvittaði undir er ekkert annað
en vatn á myllu fíkniefnasala og er
hneisa. Ég er sannfærður um það
að meirihluti foreldra og nemenda
er á þeirri skoðun að almenn fíkni-
efnaleit er forvörn. Þess vegna
höfnum við þessari dellu sem
menntamálaráðherra og umboðs-
maður sendu frá sér um þessi mál.
Ég sem foreldri mennt-
skólanema skora á skólastjóra í
framhaldsskólum að halda sínu
striki og framkvæma óvænta leit
að fíkniefnum með aðstoð lögreglu,
enda er með því verið að gæta
mannréttinda foreldra og nemenda.
Gleðjast nú fíkniefnasalar?
Eftir Helga
Helgason »Maður hlýtur að
spyrja sig að því
hverra hagsmuna
menntamálaráðherra sé
að gæta
Helgi Helgason
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
foreldri menntaskólanema.