Morgunblaðið - 27.09.2010, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
Elsku vinur, það er
svo óendanlega sárt að
þurfa að kveðja þig
allt of snemma. Þú
sem gafst mér svo margt og varst
mér svo góður.
Þú kenndir mér þolinmæði við að
sýna þolinmæði og þú kenndir mér
umburðarlyndi við að sýna umburð-
arlyndi. Þú baðst aldrei um það sem
þú gafst ekki sjálfur og sættir þig oft
við að gefa án þess að þiggja.
Þú hefur sýnt mér að mikilvægur
hluti hins sanna manngildis er að
geta sett hagsmuni annarra fram
fyrir sína eigin. Þín einlæga sann-
færing um jákvæðan tilgang lífsins
hreif okkur öll og í leit að tilgangi
með brotthvarfi þínu er gott að leita í
Magnús Sigurðsson
✝ Magnús Sigurðs-son fæddist í
Garðinum 21. janúar
1950. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 13. sept-
ember 2010.
Útför Magnúsar fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 21. sept-
ember 2010.
þau gildi og þá trú sem
þú kenndir okkur.
Ég er ævinlega
þakklátur fyrir að við
höfum hist. Við elsk-
um þig öll og þú munt
alltaf lifa í hjörtum
okkar sem nutum ná-
vistar við þig. Þín
sanna arfleið eru þau
góðu áhrif sem þú hef-
ur haft á líf okkar
allra.
Elsku pabbi minn –
vertu blessaður.
Þinn sonur,
Ragnar Sævarsson.
Kveðja frá Skógræktarfélagi
Suðurnesja
Skógræktarfélag Suðurnesja hef-
ur misst sinn besta liðsmann og fé-
laga. Látinn er Magnús Sigurðsson,
einn ötulasti og virkasti félaginn og
einn af þeim sem komu að endur-
reisn þess 1996. Með orðinu félagi er
hér bæði átt við meðlim sem og fé-
laga í merkingunni vinur og banda-
maður í uppbyggingu útivistarskóga
og gróðursæls umhverfis á Suður-
nesjum. Hann var ötull og óþreyt-
andi vinnuhestur sem datt oft inn í
kaffispjall um skógrækt, lífið og loks
dauðann.
Maggi var öflugur og skilaði öllu
sem hann tók að sér með miklum
sóma.
Nú síðastliðið sumar meira af vilja
en mætti. Lengst af starfaði hann
sem gjaldkeri félagsins en auk þess
sá hann um hópastarf unglinga við
gróðursetningu og umhirðu gróður-
svæða síðustu árin. Þess utan kom
hann að öllu skipulagi um starfsem-
ina.
Hann var vel vakandi yfir högum
félagsins og taldi aldrei eftir sér að
vinna að málefnastarfi þess allt til
síðasta dags. Trjárækt á Suðurnesj-
um, hvort heldur til skjóls eða ynd-
isauka, var Magnúsi mikið hjartans
mál. Hann var ófeiminn við að prófa
og þróa nýjar aðferðir í trjárækt sem
hentuðu því umhverfi sem er á Suð-
urnesjum. Missir okkar félagsmanna
og Suðurnesjanna allra er því mikill
og þökkum við Magga fyrir sam-
fylgdina og vottum fjölskyldu hans
dýpstu samúð og óskum þeim styrks
á erfiðum tímum.
Með kveðju,
Sigurjón Þórðarson,
formaður Skógræktarfélags
Suðnesja.
✝ Anna Gunnlaugs-dóttir fæddist
þann 12. ágúst 1910
að Ytri-Másstöðum í
Skíðadal. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík
18. september 2010.
Foreldrar hennar
voru Gunnlaugur
Daníelsson og Stein-
unn Sigtryggsdóttir.
Anna var sú fjórða í
röð átta systkina,
allra samfeðra. Elst
var Guðrún Daníela,
móðir hennar var Anna Sigfúsína
Zophoníasdóttir. Þar á eftir fædd-
ist Þorgrímur Gunnar Bílddal og
var móðir hans Valgerður Sigurð-
ardóttir. Sammæðra komu svo
systkinin sex í aldursröð, Sóley,
Anna sjálf, Guðmar, Jóhanna
Kristín, Guðjón og yngst og ein
eftirlifandi er Lilja Emilía.
Anna eignaðist fjögur börn.
Steinunn, f. 27. september 1930,
faðir Halldór Friðrikson frá
ir, f. 30. júni 1944. Börn þeirra eru
Valtýr Trausti, Laufey og Stefán.
Fyrir átti Ester dótturina Maríu
Breiðfjörð. Lang-ömmubörn Önnu
eru nítján og langalang-ömmu-
börnin orðin fimm.
Anna ólst fyrstu 15 ár ævi sinn-
ar upp í Svarfaðardal og á Ak-
ureyri, fyrst í foreldrahúsum og
svo hjá elstu systur sinni Guðrúnu
og hennar manni Birni Sigmunds-
syni. Næstu fimm árin lá leið Önnu
í kaupavinnu að Helgastöðum í
Kinn, S.-Þingeyjarsýslu. Tvítug er
Anna aftur komin til Akureyrar.
Tuttugu og fimm ára hélt hún svo
til Reykjavíkur þar sem hún bjó til
dauðadags. Anna var alla tíð bú-
sett í miðbæ Reykjavíkur, lengst
af að Tjarnargötu 10A. Síðast bjó
hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Anna vann um tíma ýmis verka-
vinnustörf, en lengst af sem
saumakona. Anna var ein af fáum
Íslendingum sem kunnu þá list að
kúnst-stoppa, en sú handavinna
felur í sér að gera við fatnað á
þann máta að varla má greina við-
gerðina á flíkinni.
Útför Önnu fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 27. september 2010,
og hefst athöfnin kl. 11.
Helgastöðum. Maki
Steinunnar var Leif-
ur Unnar Ingimars-
son, f. 2. október
1935, d. 28. desem-
ber 1983. Börn
þeirra eru Halldóra
Þorgerður, Kristján
Hallur og Arnhildur
Guðrún. Sambýlis-
maður Önnu var
Kristján Elíasson frá
Arnartanga í Stað-
arsveit og áttu þau
saman þrjú börn. Elí-
as Sigurður f. 25.
maí 1938, maki Bára Bjarnadóttir,
f. 27. janúar 1937. Sonur þeirra er
Kristján Örn, en að auki á Elías
synina Eyjólf Konráð og Þorstein
Sindra. Kolbrún, f. 4. febrúar
1943, d. 13. maí 1988, maki Borg-
þór Herbertsson, f. 1. febrúar
1941, d. 28. desember 1975. Börn
þeirra Anna Lind, Sigurður Rafn
og Berglind. Hörður Brynjar, f.
12. ágúst 1944, d. 10. júni 1995,
maki Ester Breiðfjörð Valtýsdótt-
Í dag kveðjum við móðursystur
okkar, Önnu Gunnlaugsdóttur.
Sem betur fer upplifa flestir þá
hamingju að kynnast góðu og mætu
fólki og eiga með því samleið á lífs-
göngunni og nutum við systurnar
þeirrar hamingju.
Í okkar huga var Anna einkar
glæsileg og geislaði af lífsgleði, kona
sem öllum þótti vænt um sem kynnt-
ust henni.
Með fallegri framkomu sinni við
alla menn ávann hún sér traust og
virðingu samferðamanna sinna. Hún
var vinamörg og gerði sér far um að
rækta vel vináttuna. Hún gaf af tíma
sínum.
Heimili hennar bar þess merki í
einu og öllu hversu mikill fagurkeri
hún var. Hún kunni þá list að skapa
fegurð í kringum sig. Smekkvísi
hennar var orðlögð, listrænir hæfi-
leikar hennar fengu að njóta sín m.a.
í „kúnststoppi“ og saumaskap.
Í minningunni þegar von var á
þeim systrum að sunnan, Önnu og
Lilju, breyttist andrúmsloftið heima
í Hlíðargötu í gleði og eftirvæntingu.
Þá var hátíð í bæ!
Anna var ættuð úr Svarfaðardal.
Hún var ein af stórum systkinahópi
sem átti það sameiginlegt að hafa
sterkar rætur í Dalinn sinn.
Þau systkinin voru sérstaklega
samheldin og áttu það sameiginlegt
að halda vel utan um hópinn sinn og
búum við niðjarnir að því enn í dag.
Frændgarðurinn var sterkur
stofn. Dagsverkinu – hundrað árun-
um – er nú lokið og þá er ekkert ann-
að eftir en að þakka henni af alhug
fyrir samfylgdina. Við óskum henni
góðrar heimkomu á æðra tilveru-
stigi.
Hún horfði sátt við heiminn á
hið hinsta sólarlag
og hún á margra hylli og þökk
sem hér er kvödd í dag.
Og hún á tón sem ómar enn
frá innsta hjartans streng.
(Steingrímur frá Nesi)
Fjölskyldu Önnu sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Steinunn, Margrét og
Guðrún Guðmundsdætur.
Anna Gunnlaugsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki
í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn-
ingu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendi-
kerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á
netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
✝ Matthildur Ing-ólfsdóttir
(Didda), fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1950. Hún lést á
Landspítalanum hinn
16. september 2010.
Foreldrar hennar
voru Ingólfur Guð-
mundsson húsa-
smíðameistari, f. 17.
maí 1912, d. 6. októ-
ber 1988, og Karítas
Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 1. maí 1918,
d. 16. apríl 1998.
Systkini Matthildar eru Örn
Haukur, f. 1939, Elísabet Guðrún,
f. 1942, Ingólfur Ragnar, f. 1949,
Dóra Jóhanna, f. 1955, d. 1957,
Guðmundur Ólafur, f. 1957, og
Ríkharður Þór, f. 1962.
Matthildur ólst
upp í Sörlaskjóli 5
og hóf sinn búskap
einnig þar.
Matthildur giftist
27. desember 1969
Vilhjálmi Björnssyni,
f. 21. nóvember
1943. Börn þeirra
eru Linda María, f.
24. júlí 1971, og
Ragnar Örn, f. 2.
mars 1976. Linda er
gift Leif David Hal-
vorson, f. 1969. Börn
þeirra eru Sólrún
Hlín, f. 20. apríl 1996, og Bjarki
Tómas, f. 15. september 2000.
Matthildur starfaði síðustu 25
ár við heimilishjálp.
Útför Matthildar fór fram í
kyrrþey.
Elsku Didda systir.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Þinn bróðir
Ragnar.
Með nístandi sorg og söknuði kveð
ég ástkæru systur mína, hana Diddu
mína, sem allir elskuðu. Hún var hlý
og gefandi og besta vinkona okkar
allra. Lífið verður aldrei samt án
hennar.
Þessir síðustu mánuðir hafa verið
erfiðir en við vorum samt bjartsýn
fram á síðasta dag, þess vegna varð
höggið svo þungt.
Elsku Billi minn, Ragnar Örn,
Linda og fjölskylda – Guð gefi ykkur
styrk í þessum mikla missi, megi
minningarnar um yndislega eigin-
konu, móður og ömmu styrkja ykkur
um ókomin ár.
Guð leiði þig, en líkni mér,
sem lengur má ei fylgja þér,
en ég vil fá þér engla vörð,
míns innsta hjarta bænagjörð.
Guð leiði þig.
Elísabet Ingólfsdóttir.
Didda frænka var ótrúlega
hjartahlý manneskja með góða nær-
veru. Það var alltaf svo gaman að
hitta hana, hún brosti mikið og var
með hlýjan og góðan faðm. Það skein í
gegn hversu vænt henni þótti um fjöl-
skylduna sína og stórfjölskyldu, og
við fundum alltaf fyrir því hversu
vænt henni þótti um okkur frænku og
frænda. Hún ræktaði fjölskyldu sína
og uppskar yndislegan eiginmann,
börn og barnabörn.
Elsku Didda frænka. Við áttum
saman frábærar stundir á aðfanga-
dag ár hvert þegar við fjölskyldan
heimsóttum ykkur Billa og Ragnar
Örn. Það var alltaf tilhlökkunarefni að
koma í heimsókn til ykkar þennan
sérstaka dag og deila sögum, hlæja og
hafa gaman. Það var alltaf svo jólalegt
að koma til ykkar með fína jólatréð
ykkar og konfektið og smákökurnar.
Megi þær yndislegu minningar sem
við eigum um þig lifa áfram.
Ingólfur Ingólfsson
og Ragna Ingólfsdóttir.
Elsku besta Didda mín, ég kveð þig
með söknuði – takk fyrir allt og allt –
ég fékk að upplifa strax sem barn
hvað þú varst alltaf tilbúin að vera til
staðar fyrir alla og alltaf tilbúin að
rétta fram hjálparhönd. Ég sótti mik-
ið í að fá að gista í Sörlaskjólinu til að
fá að vera meira með Lindu og ykkur
en ég var aðeins 6 ára gömul er ég tók
strætó í fyrsta skiptið úr Breiðholtinu
og var þér falið að taka á móti mér við
Háskólann þar sem þú þurftir að bíða
í dágóðan tíma þar sem bílstjórinn
gleymdi að segja mér hvenær ég átti
að fara út, en ég komst að lokum á
leiðarenda og þú tókst á móti mér
með opnum örmum.
Ég á svo margar góðar minningar
um þig og Billa og börnin ykkar. Mest
á ég eftir að sakna þess að tjútta með
þér og Billa við öll uppáhaldslögin
okkar og taka sporið fyrir þig, svo
ekki sé minnst á allar þær stundir
sem við áttum saman fjölskyldan og
hlógum langt fram eftir öllu. Það var
svo yndislegt að fá að upplifa þá
ómældu ást sem þið báruð til barna
ykkar og fékk ég stundum vænan
skammt líka. Ég sé þig fyrir mér
núna að spila við ömmu Kæju, Bettý
og Halldóru, skellandi hnúunum í
borðið er þið leggið spilin út með til-
heyrandi hlátrasköllum.
Guð geymi þig, elsku Didda mín, ég
mun ávallt sakna þín.
Guð veri með ykkur, elsku Billi,
Linda og Leif, Ragnar Örn, Sólrún
Hlín og Bjarki Tómas.
Tabitha.
Loforð Guðs:
Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómstígar gullskrýddir alla leið
heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngu til himinsins helgu borgar.
En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.
Innilegar samúðarkveðjur, kæri
Billi og fjölskylda.
Mitchell Snyder.
Matthildur
Ingólfsdóttir (Didda)
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum
mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna
viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega
á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein.
Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina